Morgunblaðið - 12.10.1997, Side 14
14 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hugræktanámskeið
Guðspekifélagsins
HEFST ÞRIÐJUDAGINN
14. OKTÓBER KL. 20.
Um er að ræða sjö vikna
námskeið í hugrækt fyrir
byrjendur, sem fram fcr í hási
félagsins í Ingólfsstræti 22.
Námskeiðið er í umsjón Einars
Aðalsteinssonar og fjallar um
grundvallaratriði hugræktar og
hugleiðingar, einingarviðhorf
dulhyggjunnar, undir-
meðvitundina og völundarhús
hins ómeðvitaða, frumþætti
sálarlífsins, tilfmnga og
ianganaeðlið, viðhorf, vilja,
þekkingu, skilning, ást og
kærleika. Þá verður ijallað um
mannrækt, yoga, karma og
cndurholdgun, fæðuval í
hugrækt, heilun, hina innri leit
og heimspeki andlegs þroska.
Yfir 500 manns hafit sótt þcssi
námskeið undanfarin ár.
Skráning við innganginn.
Námskeiðið, sem ætlað er
almenningi, er ókcypis og
öllum opið meðan
húsrúm leyfir.
Námskeiðsgögn seld á
kostnaðarverði.
Hættið að
bogra við
þrifin!
25% léttara að vinda úr
moppunni. Tvær 15 Itr. fötur
fyrir hreint og óhreint vatn.
Ein 8 Itr. og tvær 6 Itr fötur
uppi fyrir skolvatn klúta og
hreinsiefni.
Hendurnar tm
aldrei í vatn!
Moppuna þarf hvorki að
brjóta saman né taka af
festiplötunni - einfaldlega
vindið beint í pressunni.
Að skipta um moppu er
leikur einn - hún smellist af
festiplötunni með fætinum
og nýrri er smellt á án þess
að snerta með höndunum!
símanúmerið
510-0000
Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur
Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001
Útibú Suðurnesjum:
Brekkustígur 39 • 260 Njarðvík
Sími: 421 -4313 • Fax 421 -4336
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞEIR sem koma fram í Listaklúbbnum annað kvöld: Sigurður Pálsson, Anna Valdimarsdóttir, Krist-
ín Jóna Þorsteinsdóttir, Guðný Yr Jónsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jóhann Hjálmarsson,
Kristján Þórður Hrafnsson, Guðbergur Bergsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Á myndina vantar
Árna Ibsen, Sólveigu Hauksdóttur og Úlf Eldjárn.
Norræn bóka-
safnsvika
Skemmtun helguð
ljóðlistinni
NORRÆN bókasafnsvika stendur
yfir í Bókasafni Kópavogs til 16.
nóvember. Þar verður dagskrá öll
kvöldin, m.a. verða félagar í Hana-
nú með upplestur og færeyska dag-
skrá, þáttur úr Egils sögu um dauða
Böðvars og samtalstækni Þorgerðar,
finnskur skáldahópur, sögustund
með Múmínfjölskyldu og Sögusvunt-
an í gervi Hailveigar Thorlacius,
Ritlistarhópur Kópavogs, Tónlistar-
skólinn í Kópavogi, vinabær Kópa-
vogs á Norðurlöndum kynntur, opið
hús og fyrirlestur um íslenska tungu.
í bókasafninu verða Kópavogs-
dagar 17.-19 október. Safnið verður
opið eins og venjulega. Sunnudaginn
19. október verður opið kl. 13-17
og verður sektafrí aðeins þennan
eina dag. Þann dag gefst fólki kost-
ur á að skila gögnum frá safninu
án þess að greiða dagsektir. Feður,
afar og bræður fá lánsskírteini (gild-
ir í eitt ár) án endurgjalds, með því
skilyrði að þeir fái að láni minnst
eina barnabók og lofí að lesa fyrir
börnin. Alla dagana þijá verður út-
sala á bókum.
DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhús-
kjaliarans á mánudagskvöldið
verður helguð ljóðlistinni og er
nefnd ljóðaskemmtun í kynningu.
Þar les Krislján Þórður Hrafns-
son úr Ijóðabók sinni Jóhann vill
öllum íhúsinu vel og fleiri son-
nettur, Sigurður Pálsson les úr
bók sinni Ljóðlinuspil, Anna
Valdimarsdóttir úr bók sinni Úlfa-
bros, Kristín Jóna Þorsteinsdóttir
(Stína Bongó) úr bók sinni Dag-
bók, Sigrún Guðmundsdóttir úr
bók sinni Handan orða og Sig-
mundur Ernir Rúnarsson úr bók
sinni Sjaldgæft fólk.
Þetta eru allt nýjustu verk höf-
undanna og komu út eða munu
koma út á þessum vetri. Einnig
lesa skáldin Jóhann Hjálmarsson
og Guðbergur Bergsson óbirt (jóð
og Guðný Yr Jónsdóttir les úr síð-
ustu ljóðabók Sigfúsar Daðasonar
Oghugleiða steina en hann lést í
desember í fyrra. Sólveig Hauks-
dóttir les svo úr ljóðabókinni Nei
eftir Ara Jósefsson sem lést langt
um aldur fram, árið 1964. Nei er
fyrsta og eina ljóðabók Ara og
hefur nú verið endurútgefin.
I hléi leikur Úifur skemmtari
fyrir gesti. Úlfúr skemmtari er
Úlfúr Eldjárn, einn af liðsmönnum
unglingahljómsveitarinnar Kósí.
Umsjón með dagskránni hefur
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
en kynnir er Ami Ibsen.
Sigríður Margrét sagði að þetta
væri ekki fyrsta ljóðadagskráin í
Leikhúskjallaranum. Listaklúb-
burinn væri í raun sprottinn upp
úr Ljóðaleikhúsinu sem Arni Ibsen
og fleiri hefðu staðið að. Dagskrár
þess voru líka á mánudagskvöld-
um og þóttu takast vel. Hún sagði
að með ljóðaskemmtuninni væri
lögð áhersla á samtímaskáld.
Ljóðaskemmtunin í Lista-
klúbbnum hefst kl. 20.30 á morg-
un.
Næstum
Þránd-
heimur
NÆSTUM þar (hvar?) / almost
there (where?) er gerningur með
tölvutengdum mynd- og hljóð-
varpa sem fer fram samhliða í tíma
og rúmi í Nýlistasafninu og á sýn-
ingunni Screens í Þrándheimi
sunnudaginn 12. október frá kl.
15-18 í Svarta sal í Nýlistasafn-
inu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík.
Screens sýningin stendur til 2.
nóvember og hefur yfirskriftina
„with art, for, on, through and
beyond the screen“. Screens er
verkefni sem sett hefur verið á
laggirnar fyrir Þrándheim í tilefni
1000 ára afmælis borgarinnar.
Markmiðið með sýningunni er að
varpa ljósi á hlutverk borgar í
samtímanum, þar sem skjárinn
hefur vaxandi vægi. Þátttakendur
eru alþjóðlegir og innlendir lista-
menn; Bill Viola (USA), Graham
Budgett (GB - USA), Fredrik
Wretman (S), Marty St. James &
Anne Wilson (GB), Robert Cahen
(F), A.K. Dolven (N), Tecla Scip-
horst (CA) o.fl.
Mismunandi gerningar munu
eiga sér stað í Nýlistasafninu,
framdir af íslenskum listarmönn-
um og norræna listhópnum tar-
GET sem dvelur hér á landi. Lista-
mennirnir munu fremja og flytja,
gerninga, ljóð, tónlist og fleira.
Þeir eru: Pétur Örn Friðriksson,
Gunnar Andrésson, Birgitta Jóns-
dóttir, Marteinn Bjarnar Þórðar-
son, Birgitta Silfverhielm, Áse
Hilde Brekke, Maria Friberg og
John 0vind Eggesbo, Sólveig
Birna Stefánsdóttir og Magnea
Ásmundsdóttir m.a.
Gerningunum verður varpað
með ISDN, tölvutengdum mynd-
og hljóðvarpa til Þrándheims og
verða þeir aðgengilegur á Verald-
arvefnum. Skipuleggjendur eru:
John 0vind Eggesbo og Birgitta
Jónsdóttir í samráði við x.net,
Apple-umboðið hf. og ISDN frá
Pósti og síma hf.
Netfang Screens í Þrándheimi
er: http://kit.trdkunst.no/screens
ERLENDAR BÆKUR
Slefberar og
slúðurdrottningar
BANDARISKI spennusöguhöfund-
urinn Stuart Woods skrifar um
slúðurheiminn í New York í nýrri
spennusögu sem heitir „Dirt“.
Stuart Woods: Slúður „Dirt“. Har-
perPaperbacks 1997. 417 síður.
SLÚÐUR er ein tegund frétta-
mennsku sem mjög er iðkuð í hin-
um vestræna heimi. Mest er hún
áberandi í Bretlandi auðvitað þar
sem konungsfjölskyldan sér slúð-
ursnápunum fyrir endalausu efni,
og í Bandaríkjunum þar sem kvik-
myndaheimurinn er hreinasta
gullnáma slúðrara. Lifnaður ríka
og fræga fólksins, skilnaðir og
framhjáhöld, selur blöð og tímarit
og sjónvarpsþætti og virðist stund-
um svo komið að alvöru fréttir eigi
undir högg að sækja fyrir
skemmti- og slúðurfréttum.
Slúðurdrottningin
Þeir, sem mest verða fyrir barð-
inu á slúðri, hafa jafnvel í hyggju
að snúa dæminu við og grafa eitt-
hvað misjafnt upp um slúðurber-
ana, einkum hina ágengu ljósmynd-
ara, og ata þá auri. Bandaríski
spennusöguhöfundurinn Stuart
Woods notar að einhveiju leyti þá
hugmynd í nýrri spennusögu þar
sem hann gerir slúðurheiminum í
New York skil. Söguna kallar hann
einfaldlega „Dirt“ eða Slúður og
segir hún af mikilli slúðurdrottn-
ingu sem fær að finna til tevatnsins
þegar hún sjálf verður fyrir barðinu
á fremur ókræsilegum sögusögnum
og innrás í einkalíf sitt. Hún heitir
Amanda Dart og skrifar slúðurdálk
í bandarískt stórblað og er skiljan-
lega talsvert illa þokkuð af mörg-
um. Dag einn er ruðst með mynda-
vél inn á leynilegan ástarfund henn-
ar á hótelherbergi þar sem hún er
í fremur óþægilegri stöðu til þess
að taka á móti gestum og brátt er
myndefnið ásamt skýringartexta
sent á faxtæki um alla New York
borg. Og það er aðeins byijunin.
Faxtækin spýta útúr sér ýmislegum
hroða um hennar einkalíf og síðan
yfirmanns hennar, blaðaeigandans
Dick Hickock. Til þess að bjarga
því sem bjargað verður ráða þau
sér vaskan einkaspæjara og lög-
fræðing og elskhuga mikinn í einum
og sama manninum, Stone Barring-
ton að nafni. Hann reynir að kom-
ast á snoðir um hveijir standi á bak
við róginn. Barrington eignast brátt
kærustu. Hún heitir Arrington.
Þegar þau verða hjón, sem allt
stefnir í, mun hún altso heita Arr-
ington Barrington!
Eitthvað munu femínistar sjálf-
sagt hafa við þessa sögu Stuart
Woods að athuga. Ef kemur fyrir
kvenmaður í henni er hann með
brókarsótt og gott ef hann er ekki
morðkvendi í ofanálag. Og ef kven-
fólkið er ekki að plotta morð og
meiðingar er það lítið annað en
hjásvæfur eða viljalaus verkfæri í
höndum karlmanna. Slúðurdrottn-
ingin Amanda er kannski dæmigerð
kvenpersóna Woods. Hún er kyn-
ferðislega óseðjandi kona um fimm-
tugt sem hefur unnið sig upp í hina
eftirsóknarverðu stöðu slefberans
með því að sofa hjá áhrifamönnum.
Karlmennimir em mikið öðru-
vísi, klókir valdamenn, áræðn-
ar löggur eða atgervismenn
eins og Stone Barrington, sem
ekkert fær stöðvað í leit að
sannleikanum. Persónusköp-
unin er þannig talsvert ein-
feldningsleg og klisjukennd og
minnir að mörgu leyti á bíó-
myndir sem handritshöfundur-
inn Joe Eszterhas er frægur
fyrir. Woods leggur talsvert
uppúr því að skrifa erótík inní
spennusöguna og krydda hana
með uppáferðum og kynferðis-
legu hjali hvenær sem færi
gefst. Hann reynir einnig að
gera slúðurheiminum í New
York nokkur skil og tekst það
ágætlega.
Líklega var orðið sjoppu-
bókmenntir búið til fyrir sögu
eins- og „Dirt“. Það er ekki
leiðinlegt að lesa hana, hún
hefur ákveðið afþreyingar-
gildi en ekki er hún merkileg lesn-
ing. Hún er úthugsuð söluvara þar
sem lögð er áhersla á aðlaðandi
neytendaumbúðir sem innihalda
allan pakkann; glamúrlíf ríka og
fræga liðsins, bersöglislegar kyn-
lífslýsingar, spennu, sem verður
aldrei sérlega mikil, og ráðgátu,
sem lesandinn fær að glíma við.
Stuart Woods hefur skrifað meira
en fimmtán skáldsögur, ferðabæk-
ur og endurminningar og nýkomin
er út eftir hann sagan „Dead in
the Water“ með téðum Stone Barr-
ington enn í aðalhlutverki.
Arnaldur Indriðason