Morgunblaðið - 12.10.1997, Side 16

Morgunblaðið - 12.10.1997, Side 16
16 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Tom Lawlor DRAKÚLA, Viðar Eggertsson, sýgur blóð úr hálsi Minu, Töru Quirk. Hínn frónskí Drakúla Tónleikar til styrktar skólabyggingu TÓNLEIKAR verða í Kirkjuhvoli í Garðabæ í dag, sunnudag, kl. 16. Þar verða leikin verk frá barokktím- anum eftir Charpentier, Purcell, Krebs, Vivaldi og J.S. Bach. Fljdj- endur eru Marta Guðrún Halldórs- dóttir söngkona, Sigurður Halldórs- son sellóleikari, Peter Tompkins óbóleikari og Anna Margrét Magn- úsdóttir semballeikari. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í röð tónleika sem kennarar Tónlist- arskóla Garðabæjar standa fyrir á þessu skólaári. Þeim er ætlað að vekja athygli á starfi skólans og með þeim vilja kennarar skólans jafnframt safna fé til kaupa á bún-' aði í nýtt húsnæði sem byggt verð- ur sérstaklega fyrir skólann og ráð- gert er að taka í notkun á næsta ári. Þau Anna Margrét og Sigurður eru bæði kennarar við skólann og Peter hefur kennt þar. Marta Guð- rún er fyrrverandi nemandi skólans og lauk þaðan burtfararprófi í píanóleik 1987. Öll hafa þau komið mikið við sögu í íslensku tónlistar- lífi á undanförnum árum. Eftir tónleikana gefst kostur á að sjá teikningar af skólanum og rabba saman yfir kaffibolla og smá meðlæti. Leikkonan Ghita Nörby í Þjóðleikhúsinu Viðar Eggertsson hefur fengið góða dóma í írskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína í hlutverki Drak- úla greifa í Dublin. Katrín Oddsdóttir, fréttarit- ari Morgunblaðsins, fór að sjá sýninguna - og hitta Drakúla sjálfan! ÞAÐ var af einlægum vampíru- áhuga okkar feðgina að við ákváð- um að bregða okkur á Drakúla-leik- sýningu í Dublin. Ekki minnkaði eftirvæntingin þegar við fréttum að höfundur verksins, Bram Stoker, væri írskur og hefði búið skammt frá heimili okkar hér í Dyflinni. Þegar við fórum að sækja miðana um klukkustund fyrir sýningu kárn- aði þó gamanið. „Nú svo þið eruð íslendingar," sagði stúlkan í miða- sölunni. „Drakúla vill gjaman hitta ykkur." Þetta fannst okkur pabba hið besta grín og hlógum mikið. Hlátur okkar hljóðnaði þó fljótt og varð að vandræðalegum stunum þegar við sáum að miðasölustúlk- unni var fúlasta alvara. Pabbi reyndi að bjarga okkur úr klípunni með því að spytja hvort Drakúla væri áhugamaður um ísland. Stúlkan horfði djúpfrystu augnaráði á hann og sagði síðan milli samanbitinna tanna „Drakúla er íslendingur". Svona komumst við faðir minn að því að Viðar Eggertsson er Drak- úla sjálfur. Sýningin reyndist vera frábær skemmtun. Við sátum ekki í númer- uðum sætum fyrir framan stórt svið eins og við höfum gert áður fyrr. Við vorum þvert á móti leidd á milli ólíkra leiksviða í dimmum og drungalegum kjallara, sem skapaði mjög sérstaka stemmningu. Allur leikur var skemmtilega ýktur, í anda samtíðar höfundarins. Viðar var í alla staði frábær Drakúla. Með ein- stakri raddbeitingu og íslenskum hreim var hann ótrúlega sannfaér- andi rúmensk vampíra. Ekki síst kom það okkur feðginum þægilega á óvart þegar Drakúla sagðist eiga ættir sínar að rekja til íslenskra berserkja, en þessi staðreynd er komin frá höfundi sjálfum en ekki Viðari eins og ætla mætti. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Viðar leikur Drakúla, því árið 1995 var verkið flutt af Leikfélagi Akur- eyrar með hann i fararbroddi. Einn af fremstu leikstjórum íra, Michael Scott, leikstýrði sýningunni á Akur- eyri. Michael leikstýrir einnig um- ræddri sýningu í Dublin og er það að hans ósk að Viðar fer aftur með hlutverk Drakúla. 100 ár frá útkomu sögunnar Það er engin tilviljun að Drakúla er á hinum írsku fjölum um þessar mundir, því í ár eru Iiðin 100 ár frá útkomu þessarar frægu skáld- sögu og 150 ár frá fæðingu höfund- arins. Sagan um greifann blóð- þyrsta og þær frábæru viðtökur sem hún fékk olli því að fleiri skrímsli á borð við Frankenstein urðu til. Til að halda upp á aldaraf- mæli þessa brautryðjendaverks voru meðal annars gerð hryllings- frímerki, sem gefin voru út á al- þjóðamarkaði á frumsýningardegi leiksýningarinnar 1. október. Þegar við hittum Viðar að sýn- ingu lokinni, sagðist hann vera hæstánægður með írana og að það opnar kosningaskr{fstofu vegna prófkjörs Sjálfstœðisjlokksins í dag, sunnudag, kl. 15:00 í Austurstrœti 10 Stuðning smenn www.neykjavik. corn Kosningamiðstöðin Austurstræti 10 Símar: 561 9599/561 9526/561 9527 væri gaman að vinna með þeim. Hann sagði okkur einnig frá kynn- ingarfundi sem haldinn hefði verið í listagalleríinu fyrir ofan leiksviðið. Þar voru saman komnir til hádegis- verðar sendiherrar ýmissa_ landa og fleiri boðsgestir. Þar sem íslendign- ar eiga ekki sendiherra á írlandi sagðist Viðar strax hafa litið á þann rúmenska sem sinn fulltrúa. Hádeg- isverðarborðið var skreytt blóðrauð- um blómum, krossmörkum og hvít- laukum. Eftir glæsilegan hádegis- verðinn var svo haldið niður í kjall- ara þar sem fyrsta atriði leikritsins var leikið við ákafan fögnuð við- staddra. Að lokum var svo borinn fram eftirréttur sem var blóðrautt ávaxtafrauð, hjúpað hvítum ís með skærrauðri sósu. Hjá hverjum diski hafði verið komið fyrir litlum gos- hver sem gaus undarlegri gufu. Þetta mun hafa fyllt boðsgesti nokkrum hryllingi, nema hvað einn fylltist heimþrá. Áætlað er að sýningin standi til 18. október, en þó er möguleiki að lengt verði um viku. Sýningin hefur heimasíðu á Veraldarvefnum og er slóð hennar:_ www http://home- page.rinet.ie/~sfa. Sú árstíð sem stór partur íslensku þjóðarinnar leggur leið sína til Dubl- in er runnin upp og ég ráðlegg öllum sem hingað koma að bregða sér í kjallarann á „RHG Gallagher Gall- ery“ og fylgjast með hinum frónska Drakúla fara á kostum. EIN ástsælasta leik- kona Dana, Ghita Nörby, verður með dagskrá á Stóra sviði Þjóðleikhússins mánu- daginn 20. október kl. 20 ásamt eiginmanni sínum Svend Skipper og tríói hans. Tríóið skipa, auk Skippers; Mads Vinding, bassa- leikari og saxafón- og flautuleikarinn Jan Zum Vohrde. í dagskránni er tvinnað saman upp- lestri leikkonunnar á nokkrum perlum H.C. Andersen og tónlist, allt frá klassískri tónlist til nútíma tónlistar. Leikkonan flytur sögu- brot og ljóð, sérstaklega valin með það í huga að fólk eigi auðvelt með að halda athyglinni vakandi og að •SKÁLHOLTSÚTGÁFAN, út- gáfufélag þjóðkirkjunnar, og Kór Akureyrarkirkju hafa gefið út geisladisk er nefnist Dýrð-vald- virðing-kórsöngur í kirkjunni. Flytjendur ásamt Kór Akureyrar- kirkju eru einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Oskar Pétursson og Sigrún Arna Arngrímsdóttir. Antonia Hevesi leikur á orgel og á trompet leika þeir Sveinn og Hjálmar Sigurbjörnssynir. Stjórn- tungumálaörðugleikar komi ekki í veg fyrir að menn njóti kvöld- ins. Ghita Nörby hefur tengst Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn allan sinn listamannsferil. Hún hefur verið burðarás- inn í mörgum stórum leikhúsuppfærslum, en í öðrum löndum er hún sennilega þekktust fyr- ir kvikmyndaleik sinn. Má þar nefna myndir eins og Hærværk, Dansen om Regitze, Den gode vilje og Hamsun auk sjónvarsþáttanna Matador og Riget. Ghita Nörby hefur hlotið margar virtar viðurkenningar bæði sem Ieikhús- og kvikmyndleikkona. andi er Björn Steinar Sólbergsson. Á þessum diski er flutt úrval af söngvum úr kórbókinni Dýrð- vald-virðing - 50 kirkjulegir söngvar fyrir blandaða kóra sem Skállholtsútgáfan gaf út haustið 1996. Upptökustjórn var í höndum Halldórs Víkingssonar en hann sá einnig um hljóðvinnslu. Hönnun og umbrot var í höndum Skerplu. Diskurinn kostar 1.990 kr. Ghita Nörby leikkona Nýjar plötur ÞORGEIR Baldursson, forsljóri Odda, Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri Vöku-Helgafells og Ólafur 1 Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vöku-Helgafells. Sögufræg útgáfa Njálssögu í endurgerð ÚT er komin hjá Vöku-Helgafelli Brennunjálssaga í útgáfu Halldórs Laxness. Hér er um að ræða ná- kvæma endurgerð af mynd- skreyttri glæsiútgáfu bókaforlags- ins Helgafells frá árinu 1945. Þá var Njála fyrst gefin út með nú- tímastafsetningu og annaðist Hall- dór Laxness útgáfuna auk þess að rita eftirmála. Bókin er í stóru broti og prýða hana teikningar eftir þijá af kunnustu listamönnum þjóðarinnar, Gunnlaug Scheving, Snorra Arinbjamar og Þorvald Skúlason, en myndirnar teiknuðu þeir sérstaklega af þessu tilefni. Hin sögufræga útgáfa Helga- fells, sem hefur verið ófáanleg um áratuga skeið, kemur nú á mark- aðinn að nýju. Þeim Halldóri Laxness, Ragnari í Smára útgefanda og Stefáni Ögmundssyni prentara var hótað fangelsisvist vegna stafsetningar sögunnar og lög vom sett sem i bönnuðu þeim að gefa út fomrit . með nútímastafsetningu. En þeir létu ekki deigan síga og Hæstirétt- | ur sýknaði þá að lokum af kær- unni í nafni prentfrelsis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.