Morgunblaðið - 12.10.1997, Side 24

Morgunblaðið - 12.10.1997, Side 24
24 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Velferðarkerfið á ekki að vera hengirúm Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dana tekur á móti Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra í dag, er hann kemur í opinbera heimsókn. Sigrún Davíðsdóttir fræddist um heiminn frá sjónarhóli forsætisráðherra, sem rétt eins og íslenskur starfsbróðir hans getur státað af hagstæðum hagtölum. DANSKA forsætisráðuneytið er til khúsa baka til í þinghúsinu í I Kristjánsborgarhöll. Inngang- I urinn úr bakgarði hallarinnar ' lætur mun minna yfir sér en breiðar tröppumar og reisulegur inngangur Hæstaréttar, sem er þama líka, en andspænis ráðuneyt- isinnganginum er langhlið Thor- valdsensafnsins, skreytt myndum af flutningi verka Thorvaldsens frá Róm tii Hafnar. Það er ekkert þama sem minnir á að landinu er stjómað frá þessum byggingum, en við nánari athugun má þó sjá að þama er fáum hjólum lagt, dökk- blár ráðherrabíll er til taks og það sem í fyrstu lítur út fyrir að vera hjólagrindur em í raun rifflagrind- ur, svo lífvörðurinn geti mætt á staðinn. Skrifstofa forsætisráð- herra er uppi á efstu hæð, þar sem sér yfir Thorvaldsensafnið og gamla hverfið við kanalinn. Skrif- stofan er stór og björt, hátt undir loft eins og sæmir í höll, búin ein- fóldum dansk-hönnuðum húsgögn- um og þar tekur Poul Nymp Rasmussen á móti einn sólríkan haustdag. Sjálfur er hann líka á stællegu línunni með dansk-hönn- uð gleraugu og stuttklippt hár, sem mildar yfirbragð dökku jakka- fatanna og hvítu skyrtunnar. Hann er með hærri mönnum og það er iðulega til þess tekið í dönskum fjölmiðlum að Nymp stífni þegar myndavélin og hljóðneminn nálg- ast, en utan sviðsljóssins er hann þægilegur í umgengni, blátt áfram og glettinn. Það er iðulega sagt að hugsjónir séu honum fjarri, en samt talar hann fjálglega um draumaþjóðfélag sitt, þar sem rétt- indi og skyldur em í öndvegi og velferðarkerfið er til stuðnings, en er ekki hengirúm. Danmörk sem fyrirmyndarland? Á kynningarfundi í París í fyrra kynnti Mogens Lykketoft, fjár- málaráðherra, flokksbróðir og gam- all vinur Nyraps, atvinnustefnu sem ynni á atvinnuleysinu. Dan- mörk er eitt fárra Evrópulanda, þar sem atvinnuleysi hefur minnkað, var minnst 13 prósent 1995, en er nú um níu prósent. Ýmsir Danir brostu yfir þessari djarflegu fram- sókn ráðherrans, en nú er æ oftar bent á Danmörku sem eitt tveggja eða þriggja Evrópulanda, þar sem í raun takist að skapa atvinnu. Eftir leiðtogafund sjö helstu iðn- ríkja heims í sumar var eftir því tekið hve Bandaríkin stilltu efna- hagsárangri sínum upp sem dæmi til eftirbreytni. í tilefni af þessu var bandaríski hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Sam- uelson spurður í ítalska blaðinu Corriere della sera hvort þetta væri rétt. Hann svaraði þá að Evr- ópulönd gætu varla samþykkt þær aðstæður, sem ríktu í Bandaríkjun- um, en hins vegar væri Danmörk góð fyrirmynd með sveigjanlegan vinnumarkað en um leið félagslega forsjá. Hvað er það sem Danmörku hefur tekist svona vel? „Ja héma ... Segir Samuelson þetta? Þetta þykir mér gaman að heyra, því ég er sjálfur hagfræðing- ur og vel kunnugur skoðunum hans. Árangurinn stafar af samhæfðum pólitískum aðgerðum á mörgum sviðum. I fyrsta lagi var uppsöfnuð þörf í iðnaðinum eftir fimm ára stöðnun til að fjárfesta í nýjum störfum, þegar til þess gáfust póli- tísk og efnahagsleg tækifæri. I öðm lagi tryggði öflugt menntun- arátak að fólk væri fært um að taka að sér ný störf. í þriðja lagi hefur félagslega kerfið haft þau áhrif að fólk var tilbúið til að fara að vinna. I fjórða lagi er trú á því í samfélaginu að uppsveiflan nú sé viðvarandi, en ekki bara loftbóla. I fimmta lagi stóðum við fast á að halda niðri vöxtum og verðbólgu og allir aðilar vinnumarkaðarins vora sammála kröfu okkar um að það ætti að vera vinnuveisla og ekki launaveisla. í viðbót við þetta innleiddum við ýmsa orlofsmöguleika, sem var ný- breytni í Evrópu 1993, barnaorlof og menntunarorlof ofan á fyrri tækifæri til endurmenntunar, sem var enn eitt skref í átt að sveigjan- legri vinnumarkaði. Vinnumarkað- urinn hér verður æ sveigjanlegri og manneskjulegri, svo 68 ára gamall maður þarf ekki að velja á milli þess að hætta eða vinna fulla vinnu, heldur getur minnkað við sig. Sama geta barnafjölskyldur gert, foreldrar dregið sig í hlé frá vinnumarkaðnum og komið aftur inn. Fullorðið fólk getur sótt sér menntun. Þetta er í stuttu máli það helsta sem við höfum gert. Ég gleðst mjög yfir ummælum Samuelsons, því þar sem við höfum hæstu atvinnuþátttöku í Evrópu, bæði fyrir karla og konur, og vel- ferðarþjóðfélag á háu stigi sýnir það að þetta tvennt er ekki and- stæður, heldur öllu fremm- for- sendur fyrir að fólk taki áhættu, leggi í að skipta um starf eða end- urmennta sig. Þá hjakkar fólk síð- ur í sama farinu, en stekkur yfir í annað og nýtir hæfileika sína. Dan- ir era iðnasta þjóð Evrópu í öragg- asta landi Evrópu.“ Félagskerfið á ekki að vera hengirúm En bakhliðin á velgengninni er svo að það er óhugnanlega há pró- senta fólks á föstum og viðvarandi félagsiegum bótum. Er það við-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.