Morgunblaðið - 12.10.1997, Page 30
30 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Fjórar myndir
Morgan Freemans
ER MORGAN Freeman besti leik-
ari í heimi? spurði bandaríski kvik-
myndagagnrýnandinn Pauline Kael
sig þegar hún fjallaði um eina af
myndum Freemans, „Street Smart“
frá árinu 1987. Þeir eni eflaust
margir til sem mundu svara því ját-
andi.
Fáir núlifandi leikarar hafa þá
voldugu nærveru og virðuleika á
tjaldinu sem Freeman hefur og fáir
geta leikið jafnvel og hann hin ólík-
ustu hlutverk. Hann hefur þrisvar
sinnum verið útnefndur til
Óskarsverðlauna en ekki hreppt
þau, sem einhver gæti sagt að lýsti
vel högum svartra leikara í
Hollywood. Jafnvel þegar hann leik-
ur í vondum myndum eins og
Keðjuverkun eða „Chain Reaetion“,
sem gerist reyndar ekki oft, er
Freeman góður og setur gæða-
stimpil á draslið. Þegar hann leikur
í góðum myndum er enginn betri.
Hann á stóran þátt í því að gera
Shawshankfangelsið að einni bestu
mynd þessa áratugar. Og þær eru
fleiri myndirnar sem varla nytu
þeirrar virktar sem þær hafa ef
hann hefði ekki leikið í þeim: Ekið
með Daisy, „Unforgiven", „Seven“
og „Glory“ svo fáeinar séu nefnd-
ara.
I eðli mínu latur
Hann viðurkennir fús-
lega að hann sé letiblóð
en fáir hafa meira að
gera þessa stundina en
einmitt hann. Hann fer
með eitt aðalhlutverk-
anna í fjórum bíómyndum
sem frumsýndar verða
vestra fram til janúar en
ein af þeim er stórmynd
Steven Spielbergs,
,gUnistad“. Þá mun hann
nú í haust byrja að leik-
stýra og leika í mynd sem
hans eigið framleiðsluíyrir-
tæki, Revelations Enterta-
inment, gerir og byggir á
bamabók eftir Robert Peck
sem heitir, „A Day No Pigs
Would Die“. „Við vinnum
þegar við fáum vinnu,“ hefur
biblía bandaríska skemmt-
anaiðnaðarins, Variety, eftir
honum nýlega. Freeman er
raunsær og þekkir fallvalt-
leika kvikmyndaheimsins.
„Ég er í eðli mínu latur en
þegar eftirspumin eftir manni
er svona mikil er eins gott að
vinna vegna þess að hún verð-
ur ekki til staðar síðar meir.“
Morgan Freeman er fæddur
árið 1937 í Memphis í Tenn-
essee. Hann varð kunnur fyrir
að koma fram í bamaþáttum í sjón-
varpi uppúr 1970 löngu áður en
hann fékk hlutverk í kvikmyndum.
Hann starfaði mildð bæði á sviði og
fyrir sjónvarp (hann átti eftir að
leika bílstjórann í Ekið með Daisy á
sviði áður en myndin var gerð) en
það var ekki fyrr en með myndinni
„Street Smart“ árið 1987 sem hann
vakti fyrst verulega athygli sem
skelfíng ófrýnilegur og ofbeldisfull-
ur melludólgur.
Gagnrýnendur luku mjög á hann
lofsorði og það þurfti ekki nema
þetta eina hlutverk til þess að
tryggja frama Freemans. Síðan hef-
ur hann verið einn af eftirsóttustu
leikumm Bandaríkjanna bæði í
auka- og aðalhlutverk og er þar
enginn eftirbátur leikara á borð við
Robert De Niro og Gene Hackman.
Fram að „Street Smart“ höfðu
helstu kvikmyndahlutverk hans
verið í myndunum „Brabaker" og
„Eyewitness" og „That was Then,
This is Now“. Eftir að hann lék
melludólginn komu hlutverkin í
hrönnum.
Árið 1989 lék hann í þremur bíó-
myndum, „Glory“, „Lean on Me“ og
Ekið með Daisy. Hann hélt áfram
að leika á sviði og þótti m.a. eftir-
minnilegur í Skassið tamið þar sem
hann lék á móti Tracey Ullman.
Bandaríski kvik-
myndaleikarinn
Morgan Freeman er
mjög eftirsóttur og
á næstum mánuðum
verða frumsýndar
einar fjórar bíó-
myndir með honum,
segir í grein Arn-
alds Indriðasonar.
Hann hefur þrisvar
verið útnefndur til
Oskarsverðlauna en
ekki hreppt þau
enn. Kannski leynist
Oskar í einni af
þessum fjórum.
MORGAN Freeman í spennumyndmm
Eigið framleiðslu fyrirtæki
Myndirnar sem við munum sjá
hann í á næstunni eru fjöldamorð-
ingjatryllirinn „Kiss the Girls“ eftir
sögu James Pattersons, „Hard Ra-
in“ þar sem hann leikur á móti
Christian Slater, „Deep Impact",
mynd DreamWorks fyrirtækisins í
eigu Spielbergs og annarra en í
henni leikur Freeman forseta
Bandaríkjanna og loks „Amistad“,
sem Spielberg stýrir sjálfur og fjall-
ar um uppreisn um borð í þræla-
skipi á leiðinni frá Afríku til Banda-
ríkjanna á árunum 1838 til 1839.
Framleiðslufyrirtæki hans hefur
nokkur verkefni í farvatninu með
fyrrum samstarfsmönnum Freem-
ans. Eitt er „Taft“ sem fjallar um
djasstónlistarmann er Freeman
leikur en handritshöfundurinn er
leikritaskáldið Alfred Uhry, sem
skrifaði Ekið með Daisy. Önnur
mynd fyrirtækisins er Stefnumót
við Rama, vísindaskáldskapur
byggður á sögu eftir Arthur C. Cl-
arke („2001: A Space Oddyssey") en
að henni vinna félagamir úr
„Seven“, handritshöfundurinn
Andrew Kevin Walker og leikstjór-
inn David Fincher.
“Þegar ég hef lokið við að leik-
stýra „The Day No Pigs Would
Die“ ætla ég að hætta leikstjórn og
halda mig við leikinn,“ segir Freem-
an, sem sest hefur í leikstjórastól-
inn einu sinni áður þegar hann gerði
„Bopha!“ árið 1993 um aðskilnaðar-
stefnuna í Suður-Afríku. „Leikurinn
á betur við mig. Ef maður ætlar að
leikstýra þarf maður virkilega að
hafa gaman af því. Það er ákaflega
tímafrek vinna og gefur alls ekki
svo mikið af sér. Mér nægir að vera
leikari sem hefur fengist við leik-
stjórn. Ég var svo heppinn að fá að
vinna með Clint Eastwood við „Un-
forgiven" áður en ég fór og gerði
„Bopha!“. Enginn vinnur betur með
tökuliði en Eastwood. Hann vinnur
hratt án þess að beita neinni hörku
og það á vel við mig. Það er einnig
mjög gaman að vinna með manni
eins og t.d. Steven Spielberg. Hann
gjörþekkir kvikmyndagerðina, veit
nákvæmlega hvað hann vill og vinn-
ur af einurð til þess að ná takmarki
sínu. Hann er fæddur leikstjóri. Það
var draumur að vinna með honum;
DeamWorks er mjög viðeigandi
heiti á því íyrirtæki."
I „Amistad" leikur Freeman
mann sem berst fyrir afnámi þræla-
halds en mótleikarar hans eru m.a.
Anthony Hopkins, Nigel Hawt-
home og Matthew McConaughey.
Hún er söguleg stór-
mynd og í öllu mjög
fjarlæg og ólík sveita-
myndinni „A Day No
Pigs ...“ sem Freem-
an ætlar að leikstýra.
Hann velur ekki
myndirnar sem hann
gerir með gróðavon í
huga heldur vegna
þess að hann vill að
ákveðnar myndir
séu gerðar. „Sumar
myndir sem maður
ræðst í, eins og
„Bopha!“, gerir
maður af því að
maður vill sjá þær
verða til,“ segir
hann. „Maður
byggir ekki upp
heilt kvikmynda-
ver með þeim. Ég
las bókina og
fékk áhuga á
henni. Með réttri
samsetningu
getur verið að
maður fái
stundum bíó-
myndir í ein-
hverri líkingu
Kiss the Girls“- við Ekið með
Daisy eða
„Tender
Mercies“.“
„Kynþokkafyllsti maður í
heimi!“
í „Kiss the Girls" leikur Freeman
réttarlækni sem eltist við
fjöldamorðingja og er á svipuðum
slóðum og þegar hann lék lögreglu-
manninn í „Seven" ásamt Brad Pitt.
„Það var ágæt persóna að leika,“
segir hann um hlutverkið í „Seven“.
„Hann var áhugaverður lögreglu-
maður í mjög óvenjulegum kring-
umstæðum.“ Mjög var rætt um
samband Pitts og Gwynith Paltrow
á meðan á tökum myndarinnar stóð
og lengi síðan. Paltrow féll vel við
Freeman og undraðist allt talið um
Pitt. „Allir eru að tala um Pitt en
því miður verð ég að segja eins og
er, að Morgan Freeman er kyn-
þokkafyllsti maður í heimi.“
Þótt Freeman njóti mikillar virð-
ingar í kvikmyndaheiminum og þyki
afburðagóður leikari hefur hann
enn ekki fengið þá viðurkenningu
kvikmyndasamfélagsins í Holly-
wood sem felst í óskarsverðlaunum.
Sætir það nokkurri furðu því tilefn-
in hafa verið næg, leiksigramir ófá-
ir. Nú, þegar frumsýndar eru fjórar
myndir með honum í beit, gefst von-
andi tækifæri til þess að verðlauna
Freeman því fáir eiga það betur
skilið.
Hin mörgu andlit Morgan Freemans
Hard Rain (1998)
Deep Impact (1998)
Amistad (1997)
Kiss the Girls (1997)
The Long Way Home
(1997)
Chain Reaction (1996)
IVloll Flanders (1996)
Cosmic Voyage
(1996)
Seven (1995)
Outbreak (1995)
The Shawshank Redemption
The Power of One (1992)
(1994)
Unforgiven (1992)
Robin Hood: Prince of Thieves (1991)
The Bonfire of the Vanities (1990)
The Civil War (1990)
Johnny Handsome (1989)
Driving Miss Daisy * (1989)
Glory (1989)
Lean on Me (1989)
| Clinton and Nadine (1988)
Clean and Sober (1988)
Fight for Life (1987)
Street Smart * (1987)
Resting Place (1986)
The Atlanta Child Murders (1985)
The Execution of Raymond Graham (1985)
Marie (1985)
That Was Then... This Is Now (1985)
Harry and Son (1984)
Teachers (1984)
Eyewitness (1981)
The Marva Collins Story (1981)
Brubaker (1980)
Attica (1980)
Coriolanus (1979)
Hollow Image (1979)
Julius Caesar (1979)
Roll of Thunder,
Hear My Cry (1978)
The Electrie Company (1971)
Who Says I Can't Ride a Rainbow? (1971)
Another World (1964),
Óskarsverðlaunaútnefning
Leikstjórn Fremans
Bopha! (1993)
0
_____