Morgunblaðið - 12.10.1997, Page 38
38 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
»
+ Pálína Bjarna-
dóttir fæddist
7. febrúar 1925 á
Bergþórugötu 12 í
Reykjavík. Hún lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 2.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Elín
Guðmundsdóttir, f.
1.10. 1897, d. 17.10.
1974, og Bjarni
Bjarnason, f. 18.7.
1890, d. 15.4. 1945.
Systkini Pálínu:
Klara, f. 28.10.
1918, d. 14.9. 1997, Bjarni, f.
12.4. 1921, d. 25.10. 1983, Guð-
mundur, f. 27.3. 1927, Steinvör,
f. 2.8. 1930, Þórir, f. 6.10. 1931,
og Már, f. 12.9. 1933.
Pálína giftist 18. maí 1946
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Brynjólfi Karlssyni fv.
eldvamareftirlitsmanni, f.
Það var á miðjum sjöunda ára-
tugnum sem ég kynntist henni
tengdamóður minni sem seinna
varð. Þau hjónin Palla og Binni eins
og þau voru ævinlega kölluð bjuggu
þá í kjallaranum á Sigtúni 47 hér
í Reykjavík, þar sem þau höfðu
búið allt frá upphafi sinna búskap-
arára eða um 20 ár. Um þetta leyti
voru þau um það bil að flytja í sína
fyrstu eigin íbúð sem þau höfðu
verið með í byggingu um nokkurt
skeið. íbúð þessi er á Háaleitisbraut
56 en þar hafa þau hjón búið allan
tímann síðan.
Það er skammt stórra högga á
milli í fjölskyldu Pálínu, því ekki
eru nema rétt rúmar þrjár vikur
síðan Klara systir hennar og mjög
góð vinkona var jarðsett.
Það væri ekki í anda Pálínu að
viðhafa einhver hástemmd lýsingar-
orð um hana á kveðjustundu jafn-
vel þó að flest þeirra myndu eiga
vel við. Pálína var alla tíð ákaflega
prúð og hæglát kona, hógværð og
nægjusemi voru hennar aðalsmerki.
Henni fór það betur að gefa en
þiggja og fólki leið ætíð mjög vel
í návist hennar. Hún gaf mikið af
sjálfri sér, veraldleg auðæfi voru
hismi, heimilið, dóttirin og allt sem
henni tengdist, tengdasonurinn,
dóttursynirnir tveir og langömmu-
barnið, vegferð þeirra og velgengni
var það sem skipti hana mestu
máli. Hún fylgdist jafnframt mjög
vel með systkinum sínum og frænd-
systkinum og fjölskyldum þeirra og
var oft og tíðum mikilvægur tengi-
liður sem viðhélt tengslum innan
þessarar stóru fjölskyldu. Nú hefur
maðurinn með ljáinn höggvið stíft
og hópurinn látið á sjá. Eg sendi
eftirlifandi systkinum Pöllu og
Klöru sérstakar samúðarkveðjur og
bið þeim styrks og blessunar á þess-
um erfiðu tímum.
Á þessari stundu er mér efst í
huga þakklæti fyrir að hafa fengið
að kynnast Pálínu og njóta vináttu
hennar og samfylgdar öll þessi ár.
Ég leit ávallt á hana sem vin fyrst
og fremst, tengdamömmutitillinn
var uppbót. Þá get ég ekki látið hjá
líða að þakka henni sérstaklega fyr-
ir allt það sem hún var sonum okk-
ar hjóna, en þeir nutu í ríkum mæli
ástúðar hennar og umhyggju alla
tíð og þegar við hjónin unnum bæði
úti á okkar fyrstu hjúskaparárum
áttu þeir ávallt skjólsælt athvarf hjá
afa og ömmu og er mér ekki til efs
að enn þann dag í dag njóta þeir
þess í ríkum mæli sem til þeirra var
lagt á þessum fyrstu uppvaxtará-
rum. Það veganesti hefur orðið þeim
happadijúgt á lífsleiðinni.
Viðhorf Pálínu til lífsins og tilver-
unnar, hógværð hennar og nægju-
semi er okkur sem eftir erum til
umhugsunar og eftirbreytni.
Pálína hafði um nokkum tíma
átt við nokkur veikindi að stríða en
síðasta spítalalegan varð ekki löng,
aðeins um þijár vikur.
Ég vil hér með koma á framfæri
27.12.1925 á Lauga-
vegi 24 í Reykjavík.
Hann er sonur hjón-
anna Steinunnar
Unnar Guðmunds-
dóttur og Karls N.
Jónssonar, en þau
eru bæði látin.
Dóttir Pálínu og
Brynjólfs er Elín
Bjarney, f. 19.9.
1946. Maki hennar
er Hjörtur Bene-
diktsson innkaupa-
stjóri, f. 14.12.1944.
Synir þeirra eru
Brynjólfur, f. 17.8.
1968, og Benedikt, f. 8.5. 1972,
sambýliskona hans er Jóhanna
María Vilhelmsdóttir, f. 9.4.
1973. Dóttir þeirra er Ásgerður
Hörn, f. 29.10. 1996.
Útför Pálínu fer fram frá
Bústaðakirkju á morgun,
mánudaginn 13. október, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
þakklæti til allra þeirra sem léttu
Pálínu lífið síðustu dagana, sérstak-
lega yndislegu starfsfólki hjarta-
deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur svo
og Brynhildi mágkonu hennar sem
aðstoðaði okkur í fjölskyldunni við
að veita henni félagsskap síðustu
stundirnar.
Þá þykir mér viðeigandi að koma
á framfæri einnig sérstöku þakk-
læti til Olgu Maríu sem oftlega leit
til þeirra hjóna hin síðar ár réttandi
vel þegna hjálparhönd á heimili
þeirra.
Að lokum votta ég tengdaföður
mínum innilega samúð, en ég veit
að það einstaka samband sem á
milli þeirra hjóna var alla tíð og
minningin um liðna sambúð með
þeirri sérstöku persónu sem Palla
var gerir þessar þungbæru stundir
léttbærari.
Það eru í raun forréttindi að fá
á lífsleiðinni að kynnast slíkum
samferðamanni sem Palla var.
Hjörtur Benediktsson.
Það er með sárum söknuði sem
við bræðumir setjumst niður til að
hripa á blað nokkur fátækleg minn-
ingarorð um hana ömmu okkar.
Þessi örfáu kveðjuorð geta þó aldr-
ei orðið annað en veik þakkarskuld
fyrir allt það sem hún veitti okkur
á meðan hennar naut við. En þótt
amma sé nú farin frá okkur getum
við ornað okkur við minningamar
um ókomin ár.
Eitt það fyrsta sem við munum
skýrt eftir úr ævi okkar em heim-
sóknimar til ömmu og afa á Háa-
leitisbrautinni, þangað sem við
vöndum komur okkar frá því áður
en við munum eftir okkur. Þar átt-
um við margar gistinæturnar á
okkar yngri ámm enda aldrei nema
skotspölur að rölta yfir Safamýrina
og heim til „ömmu og afa á Háó“.
Þar fengum við ekki aðeins hlýju
og umhyggju, heldur fundum við
þar oft lausn á okkar margvíslegu
vandamálum. Gilti þá einu hvort
það þurfti að stoppa í buxur,
þrengja eða víkka, eða sinna ýmsum
öðrum lagfæringum af svipuðum
toga. Allt þetta og margt fleira lék
í höndunum á henni ömmu, og þær
voru ófáar stundirnar sem hún
eyddi við saumavélina. Hélst þetta
óbreytt alla tíð, ef eitthvað þarfnað-
ist slíkrar lagfæringar við var það
sent til hennar ömmu. Þær voru
einnig ófáar flíkurnar sem við bræð-
urnir klæddumst, sem höfðu orðið
til í höndunum á henni. Aldrei höf-
um við bræður heldur svo komið á
Háaleitisbrautina að hún amma
okkar væri ekki búin að gauka að
okkur einhveiju góðgæti. Þá var
„nei takk“ ekki tekið sem gilt svar,
henni fannst ómögulegt að við fær-
um án þess að þiggja eitthvert lítil-
ræði. Oft kom hún einnig færandi
hendi til okkar, og var þá viðkvæð-
ið oft: „Hérna strákar, skiptið þessu
á milli ykkar.“ Við vorum ömmu-
strákamir hennar, einu ömmubömin
sem hún átti. En hún gaf okkur
ávallt meira en það sem hún rétti
okkur í lófann, hún gaf okkur alla
sína ást, og af henni átti hún nóg.
Ef okkur gekk eitthvað í haginn
gladdist amma ávallt með okkur og
í mótlæti stóð hún ávallt við hlið
okkar og studdi með ráðum og dáð.
Á stundu sem þessari hrannast
upp í huga okkar bræðranna minn-
ingarnar um hana ömmu okkar og
allar þær ánægjustundir sem við
áttum saman. Er okkur sérstaklega
minnisstæð ferð sem við fómm
ásamt foreldrum okkar og ömmu,
ásamt bróður hennar og Qölskyldu
hans, til Suður-Frakklands sumarið
1982. Þar áttum við saman stór-
kostlegar stundir. Einnig heimsótt-
um við Holland í þrígang, ásamt
foreldrum okkar og ömmu og afa,
og eyddum þar saman tveim vikum
í senn í sumarhúsi. Var það ekki
síður eftirminnilegur tími, að
ógleymdum öllum ferðalögunum
sem við fórum í með afa og ömmu
héma heima, en slík ferðalög voru
tíð á okkar yngri árum.
Nú nálgast óðfluga sá tími ársins
er hátíð fer í hönd. Allt frá því við
bræður komum í heiminn, höfum
við á aðfangadagskvöld setið saman
við kvöldverðarborðið á Háaleitis-
brautunni, ásamt ömmu og afa og
foreldrum okkar, og snætt jólamat-
inn. Við komum vonandi til með
að gera það áfram um ókomin ár,
þótt þar verði aldrei fullsetið eftir
fráfall ömmu.
Það var mikil gleðistund hjá
henni ömmu okkar hinn 29. október
sl. ár, eins og reyndar öllum öðrum
í fjölskyldunni. Þann dag eignaðist
hún fyrsta langömmubamið, Ás-
gerði Höm. Var hún langömmu
sinni mikill gleðigjafí, það var kom-
ið lítið kríli sem hún amma okkar
gat umvafíð örmum sínum líkt og
hún gerði við okkur bræðuma í
æsku. En nú, áður en sú litla verð-
ur ársgömul, er langamma hennar
horfín á braut. Hún mun ekki muna
eftir langömmu sinni þegar hún
kemst til vits og ára. En eitt er þó
víst, að þegar sú stund rennur upp,
munum við bræðurnir sjá til þess,
að minningin um hana ömmu okkar
verði greypt í huga Ásgerðar um
aldur og ævi.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
hann afa okkar, sem nú þarf að sjá
á eftir konunni sem hann var giftur
í yfír 50 ár. Hans missir er mikill.
Við þökkum þér elsku amma fyrir
þann tíma sem við fengum að hafa
þig hjá okkur og fyrir allar þær
yndislegu stundir sem við áttum
saman. Þú varst ekki bara einstök
amma. Þú varst okkur bræðrunum
miklu meira en það. Megir þú hvíla
í friði.
Þínir
Brynjólfur (Binni) og
Benedikt (Benni).
í annað sinn á skömmum tíma
kemur fjölskyldan saman til að
kveðja ástfólginn ættingja. Pálína
móðursystir mín eða Palla systir
eins og við systkinin kölluðum hana
er nú horfín yfír móðuna miklu.
Við stöndum eftir á ströndinni,
syrgjum yndislega konu og minn-
ingar um liðna tíð leita á hugann.
Oft hefur verið kátt í litla húsinu
hennar ömmu á Bergþórugötunni,
ekki voru þó auraráð mikil og
stundum knúðu sjúkdómar dyra.
Pálína fékk á unga aldri bletta-
lungnabólgu, þurfti hún að læra að
ganga á ný og nauðsynlegt var að
hún fengi mikla umönnun. Þar sem
barnahópur Elínar og Bjarna var
stór, en börnin smá, var Pálína í
fóstri hjá ísleifí móðurbróður sínum
og Björgu konu hans í fáein ár.
Elín amma sleppti þó aldrei hend-
inni af stelpunni sinni og flutti Pál-
ína aftur til föðurhúsa þegar hún
hafði náð sér.
Ung að árum kynntist Pálína
eftirlifandi eiginmanni sínum
Brynjólfí Karlssyni. Glæsilegt er
unga parið á brúðkaupsmyndinni.
Fljótlega fæddist þeim dóttirin Elín
Bjamey ætíð kölluð Ella. Fjölskyld-
an hefur alltaf verið ákaflega sam-
rýnd og einstaklega sterk tengsl
PÁLÍNA
BJARNADÓTTIR
milli þeirra mæðgnanna. Ég veit
að Ella hefur ekki aðeins misst
móður sína heldur einnig bestu vin-
konu sína. Þær fylgdust hvor með
annarri hvert fótmál, hvert skref.
Glöddust saman yfír sigrum og
styrktu hvor aðra í mótlæti. Gleði
Pöllu var mikil þegar hún eignaðist
tengdasoninn Hjört. Ég veit að
hann hefur verið henni meir sem
sonur en tengdasonur. Gimstein-
amir vom þó dóttursynirnir Binni
og Benni. Hvert örstutt spor þeirra
var hennar gleðigjafí. Hún vakti
yfír velferð þeirra, gladdist yfír
velgengni þeirra. Palla var ein af
þeim sem hugsa meir um aðra en
sjálfa sig, vellíðan annarra skipti
meira máli en eigin líðan. Síðasta
árið var helsti gleðigjafínn
langömmubarnið Ásgerður Hörn
eða Skotta eins og þær mæðgur
kölluðu hana. Þegar við Palla rædd-
um saman á sjúkrahúsinu var helsta
umræðuefnið hvemig Ásgerði liði
með foreldmm sínum, Benna og
Jóhönnu í Þýskalandi. Palla saknaði
þeirra en gladdist að geta sagt
fréttir af þeim. Veit ég að erfítt
hefur verið fyrir Benna að vera svo
fjarri, frétta af veikindum ömmu
sinnar og geta ekki verið hjá henni
síðustu dagana. Hún sem hafði allt-
af verið svo mikill þátttakandi í lífí
þeirra bræðra.
Samgangur var mikill milli Berg-
þómgötusystkina þegar við „krakk-
amir“ vomm litlir. Bemskuminning-
ar tengjast samverustundum með
Pöllu, Binna og Ellu. Aðfangadags-
kvöld komu þau í heimsókn, gaml-
árskvöld einnig, fjölskyldan hittist á
aftnælisdögum og sunnudögum.
Palla er hluti af því fólki sem mót-
aði okkur systkinin í bemsku. Hún
var yndisleg kona, sem ég aldrei sá
skipta skapi né heyrði skammaiyrði
frá. Aldrei var hastað á okkur krakk-
ana þó lætin væru stundum mikil.
Kankvís var hún og ætíð stutt í
brosið og kímnina. Palla systir var
traust kona, málsvari smælingjans,
ekkert aumt mátti hún sjá. Hún
umbar en fordæmdi ekki. Við verð-
um að taka fólki eins og það er, við
getum ekki breytt því, var viðkvæði
hennar. Palla systir hafði unun af
að töfra fram góðgæti er gesti bar
að garði enda þekkt fyrir framúr-
skarandi matargerð. Ég naut þess
vel eitt vorið er ég var að lesa und-
ir próf, þá sá Palla til þess að ég
borðaði hjá þeim Binna á Háaleitis-
brautinni { hádeginu.
Palla var ein af þeim sem rækt-
uðu garðinn sinn, hlúði vel að því
sem henni var trúað fyrir í þessu
lífí, launin hennar vom hamingja
annarra. Þegar Þórir bróðir hennar
missti konu sína skyndilega frá
ungum börnum, var Palla reiðubúin
að opna faðm sinn og hlúa að þeim.
Ég veit að Palli og Þóra hafa misst
mikið við fráfall föðursystur sinnar
og litlu bömin hennar Þóm einnig
því þau misstu Pöllu ömmu.
Milli Pöllu og móður minnar,
Klöm, var einstakt samband. Þær
fylgdust grannt hvor með annarri
og vom í daglegu símasambandi.
Umræðuefni þeirra var oftar en
ekki bömin þeirra stór og smá. Þær
trúðu hvor annarri fyrir gleði sinni,
sorgum og leyndum hugsunum.
Fimmtudaginn 11. september síð-
astliðinn lagðist móðir mín inn á
Sjúkrahús Reykjavíkur og átti að
fara í aðgerð daginn eftir. Sama
dag lagðist Palla systir inn á sjúkra-
húsið vegna öndunarerfíðleika, en
hjartasjúkdómur og sykursýki
hrjáðu hana síðustu árin. Þennan
fímmtudag áttu systumar sína síð-
ustu samvemstund. Báðar höfðu
áhyggjur hvor af annarri en minna
af sjálfri sér. Pöllu systur var það
síðan léttir að heyra að aðgerðin
hefði gengið vel, því meira áfall
varð það að frétta af skyndilegum
dauðdaga Klöra systur hennar.
Gott var þá að koma inn á sjúkra-
stofuna til Pöllu og sameinast í
sorginni. Fárra orða var þörf, hlýtt
handtak, faðmlag, andvarp og svo
orðin „þá er ég víst orðin elst.“
Síst grunaði mig þá að nokkmm
dögum seinna myndi móðursystir
mín lærbrotna á sjúkrahúsinu og
heyja sitt dauðastríð upp frá því.
Það er sársaukafullt fyrir pabba,
okkur systkinin og fjölskyldur að
horfa á eftir Pöllu systur, svo stuttu
eftir að mamma er farin. Palla sem
þekkti mömmu sennilega best allra.
Systumar í beinu sambandi skrifaði
faðir minn undir mynd af þeim
systrum. Ef til er framhaldslíf eftir
þetta líf er ömggt að þær eru þar
í beinu sambandi. Ég sé þær fyrir
mér í rósóttum kjólum með vel
greitt hár, brosandi, fallegar og
blíðar.
Pálína og móðir mín vom börn
síns tíma. Eflaust hefur hugur
þeirra staðið til mennta, en slíkt
var ekki til umræðu miðað við að-
stæður þess tíma. Þær vom báðar
vel gefnar og duglegar, hefðu getað
átt sér starfsframa á ýmsum svið-
um. Ég efa ekki að rekstur fyrir-
tækis hefði gengið eins vel og heim-
ilisreksturinn. Þær völdu að ævi-
starfí að sinna eiginmönnum og
afkomendum. Eftir að þær em farn-
ar fínnum við sérstaklega hvað þær
skiptu miklu máli. Þær vom tengi-
liðir ættingja og fyrirmyndir um
væntumþykju og alúðlega fram-
komu. Þegar við verðum fyrir áfalli
finnum við hvað fjölskyldan, ætt-
ingjamir, skipta miklu máli. Það
em samverustundirnar með þeim
sem okkur þykir vænt um sem
skipta mestu máli. í lífsgæðakapp-
hlaupi og hraða nútímans ættum
við að staldra oftar við og gefa
hvert öðm meira af „dýrmætum"
tíma okkar. Njóta augnabliksins,
eins og þær gerðu.
Elsku móðursystkini, ég veit að
sorg ykkar er mikil, á rúmum hálf-
um mánuði er stórt skarð höggvið
í systkinahópinn. Elsku Steinka, þið
systumar höfðuð ákveðið að fara
saman að leiði ömmu á hundrað ára
fæðingardegi hennar. Þú varst svo
einmanaleg er þú stóðst þar ein
með blóm og kerti. Það er mikið
að missa báðar systur sínar á svo
stuttum tíma, systur sem voru vin-
konur þínar líka. Ellen frænka, ég
veit þú syrgir líka mikið því þær
voru þér frekar sem systur en
frænkur. Mína samúð eigið þið öll.
Elsku Binni minn, þá ertu búinn
að missa draumadísina þína eins
og pabbi. Fömnauturinn farinn eft-
ir meir en fímmtíu ára samvera,
sár er aðskilnaðurinn. Megi almætt-
ið vera með þér í dag og alla daga.
Ella mín, síðasta andvarpið var í
örmum þínum. Hún bar þig við
upphaf þíns lífs, þú hélst utan um
hana við lok hennar lífs hér á jörð.
Sárt er að missa, sárt er að sakna.
Trú þín verði þinn styrkur. Megi
minningamar um góða tengdamóð-
ur og ömmu styrkja ykkur feðgana
Hjört, Binna yngri og Benná í sorg
ykkar og eftirsjá. Ég og fjölskylda
mín vottum ykkur öllum okkar
dýpstu samúð og þökkum fyrir að
hafa átt samfylgd með gæðakon-
unni Pálínu Bjamadóttur, blessuð
sé minning hennar.
Elín Vilhelmsdóttir.
Hún Palla, ömmusystir mín, er
nú farin. Hún er farin þangað þar
sem henni líður vel og þaðan sem
hún getur fylgst með fjölskyldu sinni
vaxa og dafna. Ég er viss um að
Klara amma mín hefur tekið opnum
örmum á móti systur sinni. Það er
svo óskaplega stutt síðan að Klara
amma mín, varð bráðkvödd og var
það Pöllu mikið áfall að missa syst-
ur sína svo skyndilega. Palla og
Klara höfðu alltaf verið mjög nánar
og höfðu þær þann sið að tala nán-
ast daglega saman í síma og þá oft
lengi í senn. Umræðuefni þeirra var
iðulega börnin þeirra og fjölskyldur
þeirra og síðan bám þær fréttirnar
á milli. Þannig gátum við fylgst svo
vel hvort með öðm. Palla helgaði
sig fjölskyldu sinni líkt og amma
mín. Því veit ég að stórt skarð hef-
ur verið höggvið í fjölskyldu hennar
en minningar um yndislega og góða
konu sitja eftir. Þessar minningar
em það dýrmætasta sem eftir situr
og það er svo gott að geta leitað í
þær þegar við höfum svo mikils að
sakna.
Ég hef iðulega kallað Pöllu, Pöllu
systur og vakti það oft kátínu þeg-
ar ég var lítil enda aldursmunurinn
á milli okkar töluverður. Ég minn-