Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LÁRUS ÁGÚST
LÁRUSSON
-I- Lárus Ágúst
I Lárusson sölu-
síjóri var fæddur
19. maí 1961. Hann
lést 2. október síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Neskirkju 10. októ-
ber.
Það er sár söknuður
þegar einn besti æsku-
vinur minn fellur svo
brátt frá á svo hörmu-
legan hátt. Við Lárus
vorum samferða
gegnum lífið í Voga-
skóla. Hann var sessunautur minn
og því sá sem manni þótti vænst
um enda lágu leiðir okkar saman
í flestu á þeim árum, við byijuðum
í skátunum, svo kom fótboltinn,
síðan handboltinn og alltaf lágu
leiðir okkar saman enda tryggur
vinur sem ég átti, hann Lalli. Lárus
átti mjög auðvelt með allt sem
hann tók sér fyrir hendur hvort sem
var í skóla eða íþróttum, hann var
góður námsmaður og það var gott
að hafa hann sem sessunaut, og
leita til hans. Lárus var sá sem
leiddi vin sinn yfir þær hindranir
sem urðu á vegi tveggja stráka sem
voru að vaxa úr grasi.
í seinni tíð hitti maður Lárus
aldrei öðruvísi en með drengina
sína í íþróttastarfinu en þar nutu
hæfileikar hans sín vel. Það er svo
sárt að minnast svo góðs vinar á
þessari stundu og meðtaka það að
sjá hann aldrei meir í þessu lífi en
bros hans og góðvild fer aldrei úr
huga mínum.
En Lalli skilur eftir sig mikinn
fjársjóð, drengina sína þijá og eig-
inkonu sem stóð við hlið hans í
gegnum lífið. Að lokum vil ég fyrir
mína hönd og fjölskyldu minnar
votta Völu, drengjunum, og fjöl-
skyldu Lárusar mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Svavar.
handbolta og var ein-
stakur í sinni röð hvað
handboltann snerti.
Síðar kenndi hann mér
hvemig ætti að þjálfa
aðra í handbolta. Við
þjálfuðum saman í
mörg ár og hann
reyndist mér alltaf
sami góði kennarinn
og vinurinn. Hann var
mér og mörgum öðrum
góð fyrirmynd enda
bárum við mikla virð-
ingu fyrir honum. Lalli
var þrautseigur, út-
sjónarsamur og skiln-
ingsríkur þjálfari. Ákveðinn og
kappsamur - honum þótti vænt
um okkur alla sem hann var að
þjálfa - og hafði metnað fyrir okk-
ar hönd. Við fundum það allir svo
vel að honum var annt um okkur
- hann var eins og einn af okkur.
Lalli náði einstaklega vel til okkar
enda var hann léttur í skapi og bjó
yfir alveg magnaðri kímnigáfu sem
hitti alltaf beint í mark. Ég er hon-
um ævinlega þakklátur fyrir þá
kennslu sem hefur skilað miklu og
ég mun alltaf minnast hans þegar
ég þjálfa. Þeir eru ófáir sem hann
hefur kennt handbolta og þjálfað
og sakna hans sárlega.
Nú er Lalli farinn yfir móðuna
miklu. Hann fór allt of snemma en
hann skilur eftir sig góðar minning-
ar og ég mun alltaf minnast hans
þegar ég heyri góðs manns getið.
Ég mun líka minnast hans í hvert
skipti sem ég geng út til að þjálfa
strákana og segja þeim frá því
hvernig eigi að bera sig að í boltan-
um - eins og Lalli kenndi.
Ég sendi mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til konunnar hans,
hennar Völu, og strákanna þeirra,
Eiríks, Jakobs og Andra. Þeirra
missir er mestur en þau eiga líka
mestar og bestar minningarnar um
Lalla. Það er þeirra fjársjóður.
Þinn vinur,
Ágúst Jóhannsson þjálfari.
Það er undarlegt að missa einn
sinn besta vin. Fráfall hans bar
snögglega að og með hörmulegum
hætti. Það mun taka langan tíma
að átta sig á því að hann er ekki
lengur hjá okkur. Eftir sitjum við
og erum öll harmi slegin.
Lárus var vinur minn, eða Lalli
eins og hann var oftast kallaður.
Allt í einu er hann horfínn og ég
get ekki framar talað við hann.
Við sem töluðum saman á hveijum
degi, stundum tvisvar á dag, og
oftar. Alltaf var nóg að spjalla um;
umræðuefnin voru óþijótandi og
oft slegið á létta strengi. Það var
líka stutt til hans heiman frá mér
en þangað kom ég oft og var alltaf
tekið jafnvinsamlega af honum og
konu hans. Strákana þeirra þekki
ég líka mjög vel og ætla að styðja
við bakið á þeim eins og hægt er.
Ég þjálfaði Eirík ásamt Lalla og
er nýbyijaður að þjálfa Jakob. Þó
Lalli væri miklu eldri en ég, eða
einum sextán árum, fann ég aldrei
fyrir þessum aldursmun og ekki
hann heldur að mér fannst. Það
var eitthvað sem tengdi okkur svo
vel saman þannig að aldur skipti
ekki máli. Lalli kom alltaf vel fram
við mig og lét mig aldrei finna að
ég væri yngri. Ég leit upp til hans
og reyndi að læra eins mikið af
honum og ég gat. Ég vissi að hann
var einstakur í sinni röð og mér
fannst gott að leita til hans. Hann
var alltaf ráðagóður, bjartsýnn og
hvetjandi og því var hann öllum
sem hann þekktu svo einstaklega
dýrmætur. Þess vegna er missirinn
líka svo átakanlegur fyrir alla. Alla
sem þekktu hann og nutu starfs-
krafta hans.
Við vorum í KR - já, miklir
KR-ingar og höfðum mikinn metn-
að fyrir það gamla, góða og síunga
félag. Lalli kenndi mér að spila
Við, stelpurnar hans Lalla, vilj-
um minnast hans með nokkrum
orðum. Þegar Lalli tók við okkur
sem handboltaþjálfari í KR vorum
við ungar og ómótaðar. Þetta var
ekki auðvelt verk en á sinn ein-
staka hátt laðaði hann fram það
besta í fari hverrar og einnar. Það
var hans sérstaki eiginleiki að ná
fram sérstakri samstöðu ólíkra ein-
staklinga. Hann var okkur allt í
öllu, þjálfari, kennari og vinur í
raun. Hann kenndi okkur að bar-
átta og keppnisskap getur nýst
okkur víðar en á keppnisvellinum
og sú varð raunin. Hann brást okk-
ur aldrei. Lalli hafði geysilegan
metnað fyrir okkar hönd. Það eru
ófáar stundirnar sem við höfum
eytt saman í íþróttahúsum víðsveg-
ar um landið, að ógleymdum tveim-
ur frábærum ferðum til Svíþjóðar
og oftar en ekki var Eiríkur, sonur
hans, með í för.
Enn þann dag í dag hittumst við
aldrei án þess að talið berist að
þessum árum - ferðunum, leikjun-
um, turneringunum, partíunum og
síðast en ekki síst honum sjálfum.
Það eru mýmargir fimmaurarnir
sem Lalli lét frá sér fjúka og við
notum enn í dag. Það er ekki að
ástæðulausu sem Lalli var kallaður
konungur fímmauranna. Hver okk-
ar man ekki eftir því þegar við
vorum í Gautaborg að kaupa gjöf
handa Kristjáni Emi? Það stóð til
að kaupa áritaðan platta. Lalli hafði
orð fyrir okkur í búðunum og
ávarpaði afgreiðslukonuna: „Do
you speak english? Har du en platte
som man kan skrive pá?“ Við spurð-
um hann því í ósköpunum hann
spyrði hana hvort hún talaði ensku.
Hann svaraði til: „Þetta er ákveðin
taktík." Eitt er víst að hann kunni
svör við öllu.
MINIMIIMGAR
Við gripum hvert tækifæri til að
gefa honum gjafir. Þær voru mis-
gáfulegar, en upp úr stendur úrið
sem við gáfum honum. Það átti að
minna hann á stelpurnar hans.
Megi Guð veita þeim Völu, Ei-
ríki, Jakobi og Andra styrk í sorg-
inni.
Laufey, Rína, Selma, Sig-
urlaug, Sigríður Fanney,
Tinna, Valdís og Vigdis.
Nú á haustmánuðum voru tvær
handknattleiksdeildir vestur í bæ
að ræða um samstarf. Þetta voru
handknattleiksdeildir KR og
Gróttu. Mikill áhugi var á sam-
starfinu en ljóst var að þetta yrði
þungur vagn að draga, en myndi
takast ef margar hendur legðust
á verkið. Það er nú einu sinni svo
þegar leitað er eftir sjálfboðaliðum
í tímafreka vinnu að þá eru fæstir
tilbúnir að færa þá fórn sem starf-
ið krefst. Einn maður tók þó af
skarið, bauð sig fram, tilbúinn að
taka forystuhlutverk í unglinga-
starfi KR. Þetta kom KR-ingum
ekki á óvart, þar sem viðkomandi
hafði nánast einn síns liðs séð um
yngri flokka KR til margra margra
ára. Þrátt fyrir að við vissum að
Lárus hafði nóg að starfa heima
fyrir var hann tilbúinn að taka á
sig þá vinnu sem samstarf þetta
krafðist.
Þannig var er og verður Lárus
Ágúst Lárusson í okkar huga. Ein-
staklingur sem var ávallt tilbúinn
að gefa meira en að þiggja. Lárus
var tré í lífsins garði sem veitti
skjól öllum þeim sem leituðu til
hans. KR-ingar og íþróttahreyfing-
in öll mun syrgja þennan dreng sem
nú hefur kvatt okkur í bili. Við í
stjórn handknattleiksdeildar Gróttu
og KR vottum fjölskyldu Lárusar
okkar innilegustu samúð og vonum
að Guð gefí þeim styrk í sorginni.
Stjórn handknattleiks-
deildar Gróttu og KR.
Það er með sárum söknuði sem
við kveðjum þennan dreng. Því
hann, sem við öll köllum Lárus, er
sá einstaklingur sem við vildum
hafa í kringum okkur og þekkja.
Ég minnist þess ekki að hafa séð
hóp manna, ásamt Lárusi, nema
með bros á vör. Öll þau gullkorn
sem þessi drengur átti heyra nú
sögunni til. Þegar ég hugsa til baka
um þær stundir sem við áttum sam-
an, hvort sem var í keppnisferð í
Rannes eða stjórnarfundum hjá KR
er það á einn veg; með bros á vör.
Setningar eins og „hvar er Siggi“
mun gera hann ódauðlegan í mín-
um huga, þó svo flestir líti á þetta
sem einfalda atugasemd, var þetta
eitt besta gullkorn sem ég hef heyrt
þó að aðeins örfáir skilji kímni þess.
Frá því að ég fór að taka þátt
í starfí KR hefur Lárus borið höfuð
og herðar hátt varðandi þekkingu
og skilning á því hvernig reka ætti
íþróttafélag. Það var alveg sama
hvort það var vöfflusala eða skipu-
lagnig stórmóta, alltaf var Lárus
boðinn og búinn. Dugnaður og ná-
kvæm skipulagning var honum í
blóð borin, enda var allt það sem
hann kom nálægt bæði vel og vand-
lega gert. Ég minnist þó helst
keppnisferðarinnar til Danmerkur
þar sem ég átti að vera fararstjóri
en varð farþegi. Jú, jú, Lárus var
löngu búinn að skipuleggja ferðina,
frá fjáröflun heima til lokaræðunn-
ar sem hann og mótstjóri héldu
fyrir framan hundruð manna, allt
var þetta þaulskipulagt. Sú hugsun
að sjá Lárus aldrei aftur er yfir-
þyrmandi og ósanngjörn, en samt
get ég glaðst, því mér hlotnaðist
sá heiður að fá að kynnast og starfa
með þessum einstaka dreng.
Að lokum vill ég votta fjölskyld-
unni, Völu, Eiríki, Jakopi og Andra,
mína dýpstu samúð og megi Guð
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Björgvin Barðdal.
Föstudaginn 3. október sl. fékk
ég símtal sem flutti mér þær frétt-
ir að hann Lalli væri látinn. Mig
setti hljóðan. Hvernig gat það gerst
að jafnelskulegur maður félli frá
með jafnhörmulegum hætti og
raunin varð á.
Við Lárus kynntumst í septem-
ber árið 1991, er ég hóf störf hjá
fyrirtæki sem hann vann hjá, og
mér varð fljótlega ljóst að við ætt-
um eftir að verða miklir vinir. Hann
var einstaklega ljúfur og þægilegur
í allri umgengni og gott var að
leita til hans, hvort sem var innan
vinnu eða utan. Þrátt fyrir mikið
álag oft á tíðum var hann ætíð
reiðubúinn að reyna að leysa þau
mál sem upp komu hvetju sinni.
Sérstaklega er mér minnisstætt
hversu hjálplegur hann var við að
setja mig inn í nýja starfið, þrátt
fyrir að síminn léti óspart í sér
heyra. Lárus var vinamargur og
afar vinsæll meðal viðskiptavina
sem og utan vinnu og þá ekki síst
meðal íþróttamanna enda var hann
sjálfur á kafí í íþróttum, en hann
þjálfaði yngri flokka KR í hand-
knattleik, og þegar talið barst að
íþróttum var hann sannarlega á
heimavelli.
Það var svo á síðasta ári að leið-
ir okkar skildi er ég fluttist til út-
landa í leit að ævintýrum, en alltaf
lánaðist okkur að halda samband-
inu. Það urðu því fagnaðarfundir
þegar við hittumst í tívolíinu í Árós-
um, en þar var hann í keppnisferð
með KR-ingana sína sem allir dýrk-
uðu hann, og aðdáunin var gagn-
kvæm. Siðan gerist það að ég sný
aftur heim og fer að vinna á gamla
vinnustaðnum, og viti menn, þar
er Lárus að hefja sitt 10. starfsár
hjá þessu fyrirtæki, og segir það
meira en mörg orð um þennan
mann, og enn verða fagnaðarfund-
ir og var mikið hlegið og gert að
gamni sínu. Það er því hörmuleg
staðreynd að fyrir u.þ.b. 2 vikum
er við áttum spjall saman og talað
var um að hittast yfír kaffibollla,
að það samtal skyldi verða okkar
síðasta.
Lárus var mikill íjölskyldumaður
og hjá honum var fjölskyldan í
fyrirrúmi og ég veit að hann lagði
sig fram við að henni liði sem best.
Ef ég man rétt eru tæp 2 ár síðan
þau hjónin eignuðust sitt þriðja
barn, enn einn drenginn, þá nýbúin
að festa kaup á húsi í vesturbænum
og virtist lífið brosa við þeim þegar
áfallið dundi yfír.
Að lokum vil ég senda Valgerði
konu Lárusar og drengjum þeirra
þremur mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ég kveð þig, kæri vinur, með
söknuði og þakklæti fyrir samver-
una, þess fullviss að við hittumst
á ný.
Haraldur O. Leonhardsson.
Okkur strákana langar að skrifa
nokkur orð í minníngu Lárusar Á.
Lárussonar eða Lalla þjálfara eins
og við vorum vanir að kalla hann.
Þegar við byijuðum að æfa hand-
bolta hjá KR sjö ára gamlir, var
Lalli þjálfarinn okkar. Hjá honum
tókum við fyrstu skrefin í hand-
bolta. Þar lærðum við mikið og
munum ekki gleyma því.
Og alltaf var Lalli þolinmóður,
sama hve erfiðir við vorum.
Hann var mjög góður þjálfari.
Við munum aldrei gleyma hversu
góður Lalli var við okkur.
Árgangur ’87 í handknatt-
leik drengja KR.
Kveðja frá íþróttafélaginu
Gróttu
Stórt skarð hefur myndast í litl-
um hópi, er vann að undirbúningi
samstarfs Gróttu-KR nú þegar þú
ert farinn, kæri samstarfsfélagi.
Með söknuði kveðjum við þig og
viljum þakka þér samverustundirn-
ar á liðnu sumri.
Þú sást strax í upphafí viðræðn-
anna milli íþróttafélaganna kostinn
við samstarfíð, sérstaklega í eldri
flokkunum. Við sáum líka strax
hvar kraftar þínir yrðu best nýttir,
það var í kringum unglingastarfið.
Því varð þinn þáttur í samstarfínu
Gróttu-KR að þú tækir að þér
uppbyggingu unglingastarfsins hjá
Handknattleiksdeild KR.
Það var síðast á þriðjudags-
kvöldið að við hjónin ræddum við
þig á æfingu hjá 3. fl. ka, en þar
eigum við bæði efnilega drengi sem
æfa. Þú varst tilbúin að vera hópn-
um innan handar og aðstoða við
þjálfun, ef svo bæri við, ásamt
Kristjáni. Kæri Eiríkur, hugur okk-
ar hefur verið hjá þér síðustu daga.
Við í Gróttu viljum þakka þér
allt of stutt samstarf í samhentum
hópi, þar sem allir unnu af heilind-
um að samstarfi félaganna.
Við vottum ykkur Valgerður,
Eiríkur, Jakob og litla Andra Þór,
ásamt öðrum aðstandendum, ein-
lægar samúðarkveðjur og megi
Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar.
Guð blessi minningu Lárusar
Ágústs Lárussonar.
F.h. íþróttafélagsins Gróttu,
Ásgerður Halldórsdóttir.
DAGNÝ
ÓLAFSDÓTTIR
+ Dagný Ólafs-
dóttir fæddist á
Reykjavík 1. sept-
ember 1976. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 29.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar eru Ásdís
Ásgeirsdóttir og
Ólafur Egilsson.
Systkini hennar
eru Anna Heiða,
Guðný og Egill.
Dagný fluttist í
Bræðratungu árið
1986 og bjó þar alla
tíðsíðan.
Útför Dagnýjar fór fram frá
Sauðlauksdalskirkju í kyrrþey.
Elsku Dagný!
Það er með söknuði sem ég kveð
þig og minnist þín. Það er margs
að minnast frá þeim fímm árum
sem liðin eru frá því ég kynntist
þér fyrst. Hvemig þú heilsaðir fólki
með glaðlegu „hæ, heyrðu!" og vild-
ir spjalla; fótboltaiðkunar þinnar í
garðinum og kjallaranum, spilanna
sem þú skildir aldrei við þig, til-
hlökkunarinnar fyrir ferðina á
Laugarvatn í sumar, gleðinnar þeg-
ar mamma og pabbi, Nanna eða
aðrir hringdu í þig eða
þú í þau til að spjalla.
Dagný mín!
Augun þín sögðu
meira en þúsund orð
og táknin þín bættu
um betur. En stundum
varstu hissa og stund-
um sár þegar við skild-
um ekki það sem þú
varst að segja okkur.
Það var aldrei nein
lognmolla í kringum
þig, oft var hurðum
skellt og oft mátti
heyra „ég er farin
heim“ ef þér mislíkaði
eitthvað en eftir augnablik var
brosið þitt komið aftur og Kim
Larsen í botn.
Þegar ég hitti þig síðast hinn
14. september síðastliðinn óraði
mig ekki fyrir því að það yrði okk-
ar síðasta kveðja.
Núna hefur stórt skarð verið
höggvið í íbúahópinn á Bræðra-
tungu sem ekki verður fyllt.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku Dagný.
Ásdís, Ólafur og fjölskylda. Ég
votta ykkur samúð mína og bið
Guð að styrkja ykkur í sorginni.
Sóley Veturliðadóttir, for-
stöðumaður Bræðratungu.