Morgunblaðið - 12.10.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNIIMGAR
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 41
INGVELDUR
ÁGÚSTA
JÓNSDÓTTIR
+ Ingveldur Ág-
ústa Jónsdóttir
fæddist á Stokks-
eyri hinn 24. ágúst
1902. Hún lést á
EIli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund
föstudaginn 3.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Ingi-
björg Erlendsdóttir
og Jón Guðbrands-
son, bæði ættuð úr
Rangárvallasýslu
en bjuggu sín
manndómsár á
Stokkseyri þaðan sem Jón
stundaði aðallega sjóróðra á
opnum bátum. Ingveldur átti
tvær alsystur, Guðbjörgu, f.
28.9. 1903, d. 23.3. 1996, og
Elínu, f. 12.2. 1912, sem dvelur
nú á elliheimilinu í Borgarnesi.
Hálfbróður, sammæðra, átti
Ingveldur, Magnús Siggeir
Bjarnason, f. 25.6.1893, d. 30.5.
1974, og fjögur hálfsystkin,
samfeðra, Ingibjörgu, f. 24.12.
1914, d. 7.6. 1977, Ragnar, f.
21.6. 1917, d. 5.11. 1996, Sig-
ríði, f. 17.12. 1920, og Andreu,
f. 29.8. 1923, d. 4.6. 1991.
Við andlát móður sinnar fór
Ingveldur á 10. aldursári í fóst-
ur að Efri-Rauðalæk í Holtum
til hjónanna Guðrúnar Bjarna-
dóttur og Sigurðar Ólafssonar
sem þar bjuggu. Batt
hún sterkum
tryggðaböndum við
börn þeirra hjóna og
leit á þau sem upp-
eldissystkini sín.
Ingveldur giftist á
gamlársdag 1924
Guðmundi Gíslasyni,
nágranna sínum frá
Brekkum í Holtum,
og stofnuðu þau
heimili í Reykjavík,
þar sem Guðmundur
starfaði sem bílstjóri.
Guðmundur, f. 14.11.
1898, var með þeim
fyrstu í Rangárvallasýslu sem
tók bílpróf og stundaði hann
akstur allan sinn starfsaldur, en
hann lést 14. maí 1968.
Börn þeirra Guðmundar og
Ingveldar eru: 1) Gísli, bifreiða-
smiður, f. 27.12. 1925. Hann er
kvæntur Huldu Ragnarsdóttur.
Börn þeirra eru þijú a) Guð-
mundur, bifreiðasmiður, kvænt-
ur Margréti Þorvaldsdóttur.
Eiga þau þijú börn á lífi, Gísla,
Lindu og Huldu, og tvö barna-
börn, en sonur þeirra, Fannar,
lést í frumbernsku; b) Sólveig,
snyrtifræðingur, gift Einari I.
Einarssyni. Eiga þau þijár dæt-
ur: Berglindi, Hafdísi og Eygló;
c) Ingveldur, leikskólakennari,
gift Ómari Friðbergs og eiga þau
dótturina Önnu Maríu, en áður
Þegar ég kveð þá mætu konu,
Ingveldi Jónsdóttur, tengdamóður
mína, koma fram í hugann margar
góðar og ljúfar minningar eftir nær
hálfrar aldar kynni. Ég minnist
Ingveldar og eiginmanns hennar,
Guðmundar Gíslasonar, með mikl-
um söknuði og þakklæti.
Á skilnaðarstundu tel ég hana
eina þá minnisverðustu konu, sem
ég hef kynnst á langri vegferð. Á
heimili þeirra á Brávallagötu 50
áttu börn okkar hjóna eins og öll
þeirra barnabörn jafnan öruggt
athvarf á bemskuárum sínum, sem
þeim mun seint gleymast, því gott
var að heimsækja afa og ömmu.
Ávallt fylgdust þau hjón af miklum
áhuga með því hvernig þeim gengi
í námi og starfi og glöddust yfir
farsælli velferð þeirra og þroska.
Til síðustu stundar mundi Ingveld-
ur eftir afmælisdögum afkomenda
sinna og tengdafólks og sá um að
sendar væru gjafir og heillaóskir.
Fyrir allt þetta skal nú þakkað að
leiðarlokum.
Ingveldur náði mjög háum aldri,
varð 95 ára 24. ágúst sl. Þá var
hún það hress að hún gat mætt í
fjölskyldusamkvæmi með nánustu
ættingjum af því tilefni. Þar heils-
aði hún upp á börn sín, tengda-
börn, barnabörn og gamla vini.
Ég tel hana hafa notið þess í ríkum
mæli að hafa lifað svo langan dag
og geta á þessari stundu glaðst
með sínum nánustu, því andlegri
heilsu og reisn sinni hélt hún að
fullu til hinstu stundar, þótt líkam-
legir kraftar væru þrotnir og hjóla-
stóll væri orðinn aðalfarartæki
hennar. Sá grunur læddist þá að
mér að þetta yrði hennar síðasta
samkvæmi, enda var henni sjálfri
ljóst að kveðjustundin biði á næsta
leiti. Sú spá mín reyndist rétt, því
hún andaðist á Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund að kvöldi hins
þriðja þessa mánaðar.
Það var ávallt mjög eftirtektar-
vert að hlusta á Ingveldi rifja upp
minningar frá liðinni tíð, frá
bernskuárum hennar á Stokkseyri
og ungdómsárum austur í Holtum.
Þetta voru frásagnir af fólki sem
hún hafði kynnst á langri vegferð,
allt frá upphafi þessarar aldar.
Þetta var veröld sem var og jafn-
framt svo ótrúlega fjarlæg því
unga fólki, sem nú á að taka við
og erfa landið. Hún lýsti kjörum
þessa alþýðufólks bæði í gleði og
sorg á svo skilmerkilegan og lif-
andi hátt að þær frásagnir munu
aldrei líða mér úr minni og ávallt
standa mér ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum og geymast í þakklát-
um huga. Margt fróðlegt kom þar
fram, því minni hennar var næst-
um óbrigðult til síðustu stundar.
Hún var gædd ágætri náttúru-
greind og hafði frábæra frásagnar-
hæfileika, gat jafnan séð það
spaugilega við atvik og atburði sem
hún kryddaði frásögn sína með.
Rík samkennd hennar með bág-
um kjörum alþýðufólks var snar
þáttur í eðlisfari hennar. Hún var
alla ævi athugull áhorfandi og
geymdi atburði og örlög samferða-
manna sinna í farsælu minni. Því
einkenndist ætíð frásögn hennar
af mikilli samúð með þeim sem
áttu við slæm lífskjör að búa eða
við veikindi að stríða. Hún var til-
finningarík og skapheit kona.
Trygglynd var hún svo af bar og
var mikill vinur vina sinna.
Ingveldur var myndarleg kona
og bar sig vel. Það sópaði að henni
hvar sem hún fór. Hún fylgdist
ávallt vel með þjóðfélagsmálum,
var pólitísk og hafði fastmótaðar
skoðanir á mönnum og málefnum
og var órög að láta þær í ljósi.
Ingveldur var mjög listelsk
kona. Öll handavinna hennar, sem
var mikil að vöxtum, ber listfengi
hennar gott vitni. Allt virtist leika
í höndum hennar og fram til síð-
ustu stundar gat hún föndrað við
handavinnu.
Á Stokkseyri var hún fædd.
Þegar hún var á tíunda ári missti
hún móður sína og heimili foreldra
hennar leystist upp. Þá flutti hún
að Efri-Rauðalæk í Holtum og þar
ólst hún síðan upp hjá góðum fóst-
urforeldrum. Þeirra minntist hún
jafnan með mikilli þakklátssemi.
Ekki naut hún langrar skólagöngu
á æskuárum sínum. Barnafræðslu
naut hún að vísu eins og títt var
um alþýðubörn á morgni þessarar
aldar. Aðra skólagöngu hlaut hún
ekki, en hún var góður nemandi í
skólalífsins og það nám rækti hún
af mikilli kostgæfni á löngum og
farsælum æviferli. Hún var alla
átti Ingveldur soninn ívar
Hauksson. 2) Guðrún, fulltrúi,
f. 3.8. 1928, gift Klemenzi Jóns-
syni. Þeirra börn eru þijú, a)
Olafur Orn. hagfræðingur,
kvæntur Ing^u A. Valdimars-
dóttur og eiga þau þrjú börn,
Guðrúnu, Valdísi og Valdimar
Klemenz, en Olafur átti son
áður, Sigurð Jökul: b) Sæunn,
bankafulltrúi, gift Halli Helga-
syni og eiga þau soninn Hall:
c) Guðmundur Kristinn, læknir;
3) Jóhann, flugvélstjóri, f. 14.11.
1936, kvæntur Laufeyju Hrefnu
Einarsdóttur. Þau eiga þijá
syni, a) Ingvar Ágúst, flugvél-
stjóri, kvæntur Cathrine Jó-
hannsson og eiga þau fjögur
börn, Jóhönnu, Marie Helgu,
Magdelene og Michel; b) Einar
Marinó, vélsmiður, sambýlis-
kona Sigríður Jakobsdóttir og
eiga þau soninn Jakob Ými; c)
Þorkell í flugnámi, kvæntur
Önnu Sólveigu Ámadóttur og
eiga þau einn son, Jóhann Árna.
Starfsvettvangur Ingveldar
var nær eingöngu innan veggja
heimilisins við rekstur þess og
barnauppeldi og í mörg ár
vann hún við saumaskap og
fataviðgerðir fyrir fólk og
pijónaði peysur og kjóla sem
selt var í verslun Heimilisiðn-
aðarins.
Frá árinu 1983 hefur hún
verið til heimilis á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund,
fyrst í íbúð á Litlu Grund en
síðustu ár á Gömlu Grund þar
sem hún hefur hlotið afar góða
umönnun alls starfsfólks.
Útför Ingveldar verður gerð
frá Dómkirkjunni mánudaginn
13. október og hefst athöfnin
kl. 13.30.
ævi mjög fróðleiksfús og las allt
sem hún átti tök á. Allar góðar
bækur voru eftirlæti hennar.
Þegar hún var sextug átti hún
kost á því að fara í sína fyrstu
utanlandsferð. Við það opnaðist
fyrir henni nýr og ókunnur heim-
ur, sem hún naut í ríkum mæli.
Þessar ferðir urðu margar og hélt
hún þeim áfram meðan heilsa og
kraftar leyfðu.
Þegar Ingveldur náði tvítugs-
aldri fluttist hún til Reykjavíkur
og var í vist á góðum heimilum.
Hún taldi jafnan að það hefði
reynst sér góður skóli. Arið 1924
giftist hún æskuvini sínum, Guð-
mundi Gíslasyni frá Brekkum í
Holtum. Hann stundaði vörubíla-
akstur alla sína starfsdaga. Fyrstu
árin bjuggu þau á Bergþórugötu 7
hér í borg, en árið 1937 festu þau
kaup á íbúð í verkamannabústöð-
unum við Hringbraut, nánar tiltek-
ið á Brávallagötu 50. Mann sinn
missti Ingveldur 1968. Eftir það
bjó hún ein í íbúð sinni þangað til
hún fluttist á Elli- og hjúkrunar-
heimilið Grund og þar andaðist hún
eins og fyrr getur.
Oft kom ég í heimsókn til Ing-
veldar tengdamóður minnar á
Grund. Þar leið henni vel og þar
naut hún góðrar þjónustu og
umönnunar. Þakkir skulu færðar
því ágæta fólki sem þar starfaði
og þá ekki síst Carolu Sanders
yfirhjúkrunarkonu, sem sýndi
henni sérstaka alúð og vináttu.
Ég minnist þessara heimsókna
á Grund til Ingveldar með mikilli
ánægju. Ætíð gat hún séð það
jákvæða í tilverunni og frætt okkur
sem yngri vorum úr sjóði minning-
ana. Allir sem til hennar komu
fóru ríkari af hennar fundi.
Nú er hún kvödd.- Gengin er
merk kona yfir móðuna miklu.
Fari hún í friði. Blessuð sé minning
Ingveldar Ágústu Jónsdóttur.
Klemenz Jónsson.
Á kveðjustund er mér efst í
huga þakklæti. Þakklæti fyrir að
hafa átt hana Ingveldi fyrir ömmu.
Góðar minningar frá barnæsku
rifjast upp, heimsóknir á Brávalla-
götuna, jólaboðin þar sem öll fjöl-
skyldan kom saman og borðaði
hangikjöt og góðu flatkökurnar
hennar ömmu. Strætóferðir innan
úr Efstasundi í vesturbæinn til að
njóta tilsagnar hennar við útsaum
og aðra handavinnu, en þar var
nú aldeilis ekki komið að tómum
kofanum. Hún amma var alveg
einstök kona og það var alltaf svo
góð tilfinning sem fylgdi því að
heimsækja hana á Grund. Hún var
alltaf svo ánægð að sjá mann og
uppfull af áhuga um okkur öll,
hvort heldur það var vinna, skóli,
áhugamál eða heilsan. Hún bjó
yfir svo mikilli reynslu, hafði lifað
svo miklar breytingar og hafði svo
margt að gefa. Ég og fjölskylda
mín þökkum fyrir alla umhyggjuna
sem þú barst fyrir okkur, hvíl í
friði.
Sólveig Gísladóttir.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guðs sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku langamma, það er svo
sárt að hugsa til þess að þú sért
farin frá okkur og komir ekki aft-
ur. Undanfamar vikur voru þér
erfiðar þú varst orðin mjög lasin
og á endanum fékkst þú hvíldina
sem þú þráðir. Það er mikil hugg-
un að vita að nú skulir þú vera
komin til langafa og þá getur þú
hjálpað honum að gæta Fannars
bróður okkar, þar sem hann mun
hvíla á milli ykkar.
Þú leist alltaf svo vel út, varst
svo lífsglöð og kát og glæsileg til
fara. Þú varst alltaf jafn glöð og
þakklát fyrir að við skyldum líta í
heimsókn til þín. Hulda mun aldrei
gleyma því þegar hún fermdist
fyrir rúmlega einu ári.og mætti
síðust í veisluna sína því hún vildi
fara að heimsækja þig á milli ferm-
ingarinnar og veislunnar, þú varst
svo ánægð þegar hún og pabbi
bönkuðu upp á og komu inn í sínu
fínasta pússi. Þá sá hún hversu
stolt þú varst af litlu langömmu-
stelpunni þinni, svo voruð þið
myndaðar saman.
Síðasta árið hafði heilsu þinni
hrakað, en þú ætlaðir þér að lifa
það að verða langalangamma og
það gerðir þú. Fannar Daði kom í
heiminn í nóvember á síðasta ári
og Jason Orri í apríl á þessu ári.
Við komum með þá í heimsókn til
þín og teknar voru myndir af fimm
ættliðum, þú varst svo stolt. Þegar
Jason Orri var skírður sagðir þú
að þér þætti Orri vera fallegt nafn
en varst ekki jafn hrifin af nafninu
Jason, en að það myndi örugglega
venjast, þú varst svo hreinskilin.
Því miður fengu litlu strákarnir
okkar ekki að kynnast þér en þeg-
ar þeir verða eldri munum við segja
þeim frá þér.
Fyrstu minningar okkar um þig
eru frá því þú bjóst á Brávallagöt-
unni. Sem krakki var alltaf jafn
gaman að koma í heimsókn til þín,
heimili þitt bar þess merki að þar
bjó snyrtileg og smekkleg kona,
þar voru margir fallegir munir. Þú
varst svo klár í höndunum, þú
saumaðir í, pijónaðir og heklaðir,
allt var þetta svo fallegt og vel
gert. Þú fluttir svo á Nýju-Grund,
en þegar heilsu þinni fór að hraka
fluttir þú í lítið og fínt einstaklings-
herbergi á Gömlu-Grund. í fyrra
varst þú svo flutt á sjúkradeildina
og þar fannst okkur þú eiginlega
ekki eiga heima, innan um þetta
gamla og veika fólk, því þú varst
alltaf svo hress og kát.
Elsku langamma, engin orð fá
því líst hversu mikið við eigum
eftir að sakna þín, sakna þess að
koma í heimsókn til þín og þiggja
svolítið „gotterí". Við huggum
okkur við það að nú ert þú komin
á góðan stað þar sem þú hefur
fengið hlýjar móttökur hjá langafa
og Fannari bróður.
Minning þín lifir að eilífu. Hvíl
í friði.
Gísli, Linda og Hulda.
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningar-
greina birtist daglega f Morg-
unblaðinu. Til leiðbeiningar
fyrir greinahöfunda skal eftir-
farandi tekið fram um lengd
greina, frágang og skilatíma:
Lengd greina
Um hvern einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfílega línulengd,
- eða 2200 slög (um 25 dálks-
entimetrar í blaöinu). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þijú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka,
og börn, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum
sjálfum.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinun-
um.
Frágangur og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi i text-
amenferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er ennfremur
unnt að senda greinar í sím-
bréfi - 569 1115 - og í tölvu-
pósti '(minning@mbl.is). Vin-
samlegast sendið greinina inni
í bréfínu, ekki sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
RÆSTIVAGNAR
RÆSTIÁHÖLD
Arnarberg ehf.
Fossháls 27, Draghálsmegin
Sími 567 7557 • Fax 567 7559