Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 57

Morgunblaðið - 12.10.1997, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 57 FÓLK í FRÉTTUM MYNPBÖNP s Astarsaga af hælinu Við jaðar sakleysisins (On the Edge of Innocence)_ Drama ★% Framleiðendur:. Lcikstjóri: Peter Werncr. Handritshöfundur: Maxine Herman. Kvikmyndataka: Neil Roach. Tónlist: Dana Kaproff. Aðal- hlutverk: Kellie Martin, James Mars- den, Karen Young, Lisa Jakub, Jamie Kennedy, Terry O’Quinn. 87 mín. Bandaríkin. Cic Myndbönd 1997. Utgáfudagur: 7.október. Myndin er öllum leyfð. SÖGUHETJUR þessarar myndar eru tveir unglingar sem eiga það sameiginlegt að vera lokaðir inni á geðsjúkrahúsi. Hún er þung- lyndissjúklingur sem sífellt er að ögra móður sinni og hann reynir aftur og aftur að lenda í slagsmál- um við ókunnuga til að misbjóða föður sínum. Eins og greinilegt er frá upphafsmínútum þessarar myndar verða þessar tvær trufl- uðu sálir ástfangnar, en læknarn- ir á sjúkrahúsinu og hinir óskiln- ingsríku foreldrar gera allt til að halda þeim í sundur. En anda sem unnast fær ekkert aðskilið og þau flýja af sjúkrahúsinu með fríðu foruneyti. Það er Kellie Martin sem leikur aðalhlutverkið í þessari mynd, en hún er betur þekkt sem Rebekka systir Corky í þáttunum „Life goes on“, sem vættu augu hús- mæðra í vesturbænum íyrir nokkrum árum. Martin er ekki sem verst sem hin þunglynda Zoe, en hún er ekki enn búin að losa sig við þá „Life goes on“-væmni sem hefur loðað við hana. James Mars- den er einnig fínn sem hinn upp- stökki kærasti hennar, en persóna hans er ekki nægilega vel skrifuð. Aðrir leikarar standa sig misjafn- lega vel og bestur af þeim er Terry O’Quinn („The Stepfather") sem leikur föður Marsden. Tæknilega er myndin ekkert sérstaklega vel unnin og fáir góðir sprettir eru í tónlist og kvikmyndatöku. Helsti gallinn við myndina er að áhorf- andinn fær aldrei nægilega samúð með persónunum Martin og Mars- den, en það leiðir til þess að áhrifa- máttur myndarinnar glatast nær algerlega. Ottó Geir Borg Merkismynd Horfínn heimur Lost World - 1925 NÚ TIL dags kalla bíófarai- ekki allt ömmu sína þegar illmenni, skrímsli og aðrar ófreskjur birtast þeim á hvíta tjaldinu. A þögla tíma- bili kvikmyndanna var það skrímsli sem mest áhrif hafði á áhorfendur gert úr gúmmíi sem vafið var utan um fímmtán sentimetra háa beina- grind úr vír. Þegar það birtist á tjaldinu var það orðið að risavxinni þórseðlu eða „brontosaurus" sem ruddi niður Tower Bridge í Lund- únum. Þessi fyrsta útgáfa af „Horfnum heimi“ var byggð á sögu eftir sir Arthur Conan Doyle, höfund bókanna um Sherlock Holmes. Þar segir frá prófessor Challanger sem fær styrk til að rannsaka hásléttu nokkra í Amazon. Meðal annarra dýra sem leiðangurs- menn hitta fyrir er ap- inn Bull Montana. Þessi týndi hlekkur, sem leik- inn var af glímumanni, er einna merkilegastur fýrir að vera forveri King Kongs nokkurs, en sömu kvikmyndagerð- armenn gerðu einnig fyrstu myndina um þann risavaxna apa átta árum síðar. Hvorki þykja leikur né leikstjóm neitt til að hrópa húrra fyrir í þessari mynd, en hins vegar var öll myndataka og brellurnar þær bestu sem sést höfðu í Hollywood til þessa. Til að koma mönnum og gúmmíbrúðu saman á mynd og til að virka sannfærandi tvítóku þeir á sömu filmuna. Já, Steven Spielberg er ekki einn um að hafa fallið íyrir sögunni um hinn horfna heim. Myndin var líka endurgerð árið 1960 og árið 1993. Nýkomin sending af Einnig soíasett 3+Z Vönduð gæéohúsgegn á góðu verðii et Hjá okkur eru Visa- og Euro-raðsamningar ávísuná staðgreiðslu usqogn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 e 560-5375 a Fax 568-5275 og áklæði Leðursófasett Verð frá kr. 179.000 Iðbaddari Shemmtun vetrarins T Súlnasal Það er franskt jjör á laugardagskvöldum í Súlnasal. Skemmtikraftarnir Egill Ólajsson, Sigrún Eva Armannsdóttir, Rósa Ingólfidóttir ogfulltrúar frá hinni óborganlegu Spaugstofiu ÖmÁmason og KarlÁgúst Úlfison nueta ásamt Tamlasveitinni. Dansarar sýna can can og önnur frönsk spor undir stjórn Helenu Jónsdóttur. Tónlistarstjóri er Jónas Þórir. Aggi Sbe og Tamlasveitin ásamt Sigrúnu Evu leika jyrir dansi til kL 3.00. Þríréttuð kvöldmáltíð að frönskum heetti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.