Morgunblaðið - 12.10.1997, Page 58
58 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Sekkja-
tpillur
Góð vara, -ótrúlegt verð
Aðeins kr. 7.617.- með vsk.
Bruna-
slöngu-
hjól
MARGAR STÆRÐIR
OG GERÐIR. EINNIG
í SKÁPUM.
1/2", 3/4", 1"
15-20-25-30-35-40-45-50
Mtr slöngur
Allar gerðir
eldvarnatækja. Þjónustum
slökkvitæki.
HAGSTÆTT VERÐ.
LEITIÐ UPPLÝSINGA.
□ ELDVARNAMIBSTllfllN HF
ÓLAFUR GÍSLASON & CO. HF.
SUNDABORG 3 SÍMI 568 4800
RÆSTIVAGNAR
RÆSTIÁHÖLD
Blað allra landsmanna!
ffavgiitiÞIafrifr
- kjarni málsins!
i ;yt.l )or,(f<?r’BykjcJVik .t ;i o ri
Eyþór
Arnalds
opnar
kosningaskrifstofu
vegna próJJcjörs Sjálfstœðisflokksins
í dag, sunnudag, kl. 15:00
í Austurstrœti 10
Stuðning smenn
Kosningamiðstöðin Austurstræti
Símar: 561 9599/561 9526/561 9527
www. r 'oykjKivík . corri
Innritun
er hafin!
Ný námskeið
byrja 20. október
FRA TOPPITIL TAAR i
Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum
frábæran árangur.
Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum,
sem beijast við aukakílóin.
Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar
5 viku, sjö vikur í senn. Góður matarkúr
sem fylgt er eftir daglega með andlegum
stuðningi, einkaviðtölum og
fyrirlestrum um mataræði og
hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem
farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig
á að bera líkamann og efla sjálfstraustið.
FÓLK í FRÉTTUM
KÆRULEYSI
OG KERSKNI
TðNLIST
Geilsadiskur
EINS OG ÉG VAR MOTTA
Stuttgeislaskífa hljómsveitarinnar
Bag of Joys, hluti af útgáfuröð
Smekkleysu, Skært lúðrar hljóma.
999 kr. 18 mín.
SMEKKLEYSA hefur tekið sig til
og gefið út geislaplötur úrvals ís-
lenskra „neðanjarðarsveita" undir
slagorðinu Skært lúðrar hljóma.
Þessar hljómsveitir eru að sjálfsögðu
misjafnar, sumar frábærar, aðrar
síðri. Bag of Joys er í seinni flokkn-
um, þótt hljómsveitin sé langt frá því
að vera slök.
Eins og ég var motta er stuttur
diskur, átta lög, að meðaltali rúmar
tvær mínútur að lengd. Sum lögin
eru örstutt, „We Like to Do It“ að-
eins rúm mínúta. Það er ágætt, enda
standa sumir í þeim misskilningi að
lög megi ekki vera undir þremur
mínútum og lenda því í að endurtaka
lagakafla að óþörfu.
Lögin, tónlistin sjálf, eru flest ekki
beysin. Eitt lag, „Lovepotion", er
áberandi klisjukennt og fremur leiði-
gjarnt áheyrnar. Móður minni líkaði
það þó vel. Önnur lög eru ekki klisju-
kennd, en ámóta einfaldar lagasmíð-
ar sem grípa misjafnlega. Undan-
tekning er í berjamó með Bag of
Joys; langbesta lag plötunnar. I byrj-
un fimmta lagsins, Sappa oj, er sem
hljómsveitin Texas Jesús sé lifandi
komin. Það lag er reyndar ágætt líka
og einnig má hafa gaman af síðustu
þremur lögunum, „Le petit gargon",
HA 498 og Hakama. Ekki er hægt að
kalla lagasmíðarnar metnaðarfullar,
enda var máske ekki ætlunin að
semja tímamótaverk.
Textarnir eru hins vegar margir
hverjir smellnir og ágætir. Ljóðið við
„Le petit garQon" er tekið upp úr
kennslubók í frönsku, sem er vel til
fundið og sniðugt uppátæki með ein-
dæmum.
Spilamennskan er hin ágætasta á
plötunni. Bassaleikur er þéttur, gít-
arleikur hugmyndaríkur og hljóm-
borðsleikur skemmtilegur. Um
trommuleik sér Aiesis-hljómborð og
ferst þvi hann vel úr hendi. Söngur
Lenu Videro er kæruleysislegur,
reyndar full kæruleysislegur á köfl-
um, en ugglaust á hann ekki að vera
neitt stórkostlegur.
Takmark sveitarmeðlima virðist
fyrst og fremst að skemmta sér og
öðrum og það er í sjálfu sér virðing-
arvert. Tónlistin hefur hins vegar
orðið útundan að mestu leyti. Segja
má að fólkið í Bag of Joys, sem er
greinilega hæfileikaríkt, hafi einfald-
lega ekki verið tilbúið til að senda frá
sér geislaplötu núna. Hins vegar
verður gaman að hlýða á næstu
plötu, þegar gæði tónlistarinnar
verða væntanlega mun meiri, eins og
lagið I beijamó með Bag of Joys gef-
ur von um.
Ivar Páll Jónsson
Tíkin er best
►ÞEGAR leikarinn Matthew
McConaughey kom fyrst fram
á sjónarsviðið var hann sagður
af sumum mesta kyntáknið
sem fram hefði komið í kvik-
myndaheiminum síðan Paul
Newman var upp á sitt besta.
Matthew ákvað hins vegar
strax að sýna fram á það að
hann væri meira
en sætur strák-
ur sem myndað-
ist vel, og nú
leikur hann á
móti Jodie Fost-
er í Contact,
nýjustu mynd
leikstjórans Ro-
bert Zemeckis,
sem frumsýnd
var í Sambíóun-
um síðastliðinn
föstudag.
Matthew á
enga kærustu
og er það tíkin hans Miss Hud
sem fær alla hans ástúð; „Miss
Hud er mjög kelin og að eyða
kvöldinu með henni fyrir fram-
an sjónvarpið við að horfa á
fótbolta og drekka bjór, er
toppurinn á tilverunni," lét
hann hafa eftir sér í viðtali fyr-
ir stuttu.
Miss Hud hefur veitt Matt-
hew stuðning á stórum stund-
um í lífi hans. Þegar hringt var
í hann og honum boðið hlut-
verk í hans fyrstu stórmynd
Time to KiII var hann að leika í
myndinni Lonestar. „Mig byrj-
aði að svima, ég datt fram á
hnén og fór með bæn. Síðan
fór ég heim til Miss Hud og
eyddi næstu þremur dögum
með henni því ég
hafði engan ann-
an til að sam-
gleðjast mér,“
sagði Matthew
ennfremur um
þessa góðu vin-
konu sina.
Við upptökur
myndarinnar
Time to KiII
urðu-Matthew
og mótleikkona
hans Sandra
Bullock góðir
vinir. Banda-
ríska pressan er búin að gifta
þau nokkrum sinnum. Matt-
hew segir ekkert á milli þeirra
nema mjög sterka vináttu og
að þau beri systkinatilfinning-
ar hvort til annars. Aðspurður
hvort hann ætli ekki að gera
eitthvað 1 kvennamálunum
sagði hann: „Ég er bara eins
og hver annar, að leita að
þeirri einu réttu.“
MATTHEW McConaughey
er Texasbúi í húð og hár.