Morgunblaðið - 31.10.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 31.10.1997, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PróíKJör D-Iistans I Reykjavlk: KOMDU nú ef þú þorir . . . Breiðbandssendingar Pósts og síma hefjast í byijun nóvember Askrift á innan við tvö þús- und krónur með afruglara STEFNT er að því að útsendingar Pósts og síma hf. á breiðbandinu hefjist snemma í næsta mánuði, en útvarpsréttarnefnd veitti fyrir- tækinu í byijun vikunnar leyfi til útsendinga á 24 sjónvarpsrásum og 11 útvarpsrásum. Fljótlega verða hafnar tilraunir með útsend- ingu um kerfíð áður en það verður formlega tekið í notkun. Pétur Reimarsson, stjórnarfor- maður Pósts og síma hf., segir að nú þegar öll formleg leyfi séu feng- in verði rekinn endahnútur á undir- búning útsendinga og hrundið í framkvæmd áætlunum um mark- aðssetningu. Sjónvarpsrásimar 24 eru frá ýmsum málsvæðum, flestar á ensku en nokkrar verða þýskar en einnig frönsk og itölsk. Meðal stöðva sem boðið verður uppá em CNN og SKY, íþrótta- og tónlistarrásir _og rásir með ýmsu blönduðu efni. Út- varpsrásimar verða einnig með ýmsu tónlistar- og menningarefni. Við þessar 24 rásir bætast útsend- ingar RÚV svo og Bamarásin sem hefur göngu sína í desember. Einn- ig verður leitað eftir því að senda dagskrá Stöðvar 2 gegnum breið- bandið og gera má ráð fyrir að útsendingar Hringrásar frá Alþingi komi einnig á breiðbandið. Ekki er þó víst að boðið verði uppá allar 24 rásirnar í fyrstunni en gera má ráð fýrir að þær verði þó kringum 20 og mun áskrift kosta innan við tvö þúsund krón- ur. Áskrift að Barnarásinni kostar innan við þúsund krónur og í báð- um tilvikum er áskrifendum útveg- aður afruglari. Ráðgert er að bjóða Bamarásina einnig sem hluta af pakka Pósts og síma. Afgreitt eftir ítarlegri upplýsingar Útvarpsréttamefnd afgreiddi umsókn Pósts og síma á mánudag- inn eftir að fyrir Iágu ítarlegri upplýsingar um ýmis tæknileg at- riði, flutningsgetu kerfísins og út- færslu á framkvæmd útsendinga um ljósleiðarakerfið sem í raun er hugsað fyrir símaþjónustu en hefur þessa aukagetu á flutningi sjón- varpsefnis. Kjartan Gunnarsson, formaður útvarpsréttamefndar, tjáði Morgunblaðinu á miðvikudag að nauðsyn væri á skýrum lögum um rekstur kapalkerfa, svipuðum og fínna megi í flestum nágranna- landanna. Þar sé t.d. kveðið á um flutningsskyldu, þ.e. að eigendur kapalkerfa, þar sem flutt sé efni í áskrift, séu einnig skyldaðir til að flytja útsendingar ríkisstöðva eða svæðisstöðva. Fleiri umsóknir um útvarpsleyfí liggja fyrir hjá útvarpsréttarnefnd og segir formaðurinn að þær verði væntanlega teknar til lokaaf- greiðslu á næsta fundi innan fárra vikna. Friðrik Friðriksson, for- stöðumaður breiðbandsdeildar Pósts og síma, segir að viðtökur muni ráða því hvort sótt verður um fleiri rásir og einnig hitt hvort til komi fleiri aðilar sem fái hugs- anlega útvarpsleyfí og óski send- inga um breiðbandið. Ekki sé markmið Pósts og síma að standa fyrir tilteknum fjölda rása. Wlkutllboð Safnkortshafar fá að auki 3% afslátt f punktum. allttil alls EgilsstöSum • fossnesti • Gognvt'gi • Gt’iisgötu • U'kjotgötu Holnoifirii • Nosjun viá Hoinofjötö • Skogorselt • Storohjollo • Vogum • Agisiöu Þykkvabæjarsnakk 140 g Fyrirlestrar um dulhyggju í Odda Ein leið til þess að huga að andlegu lífi FÉLAG íslenskra há- skólakvenna efnir í nóvember til nám- skeiðs um dulhyggju í list- um, með fýrirlestrum sem fluttir eru á mánudags- kvöldum í stofu 201 í Odda. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur stýrir námskeið- inu og verður næsti fyrir- lestur fluttur mánudaginn 3. nóvember. Hann nefnist Jökull í spegli: Um nátt- úrudulhyggju, en skoðuð verða meðal annars dæmi úr Heimsljósi Halldórs Lax- ness og landslagsmálverk- um, einkum Georgs Guðna. Fyrirlestramir eru sjálf- stæðir. Dr. Gunnar segir víða fínnast í listum samtímans sterka strengi hefðbundinn- ar dulhyggju, ýmist nátt- úrudulhyggju eða þjáningardul- hyggju. I erindunum verður gerð grein fyrir þessari sterku hefð í vestrænni menningu; trú, heim- speki og alþýðumenningu. - Hvað er dulhyggja? „Dulhyggja er fræðigrein sem fjallar um samband mannsins við guðdóminn með hugsun, íhugun, trúariðkun og trúarreynslu. Ég legg í fyrirlestrunum sérstaka áherslu á fræðilega hlið dulhyggj- unnar; sem grein af heimspeki, trúarheimspeki og guðfræði með margra alda sögu að baki. Hin fræðilega dulhyggja kom ekki bara fram í trúarlífí kirkjunn- ar fyrr á tímum heldur gætir víða annars staðar í vestrænni menn- ingu, svo sem í bókmenntum, myndlist og tónlist. Hápunktur trúariðkunar dulhyggjumanna er ekstasis, að maðurinn stígi út úr sjálfum sér og komist í sérstakt, jafnvel annarlegt ástand til þess að sameinast guðdóminum." - Eru til margar tegundir dul- hyggju? „Flestir kannast við náttúrudul- úð úr eigin lífí, sem er sterk upp- hafín tilfinning fyrir náttúrunni og löngun til þess að sameinast einhveiju guðdómlegu. Mörgum fínnst þeir skynja návist einhvers leyndardóms úti í náttúrunni. Náttúrudulhyggjan er sjaldnast mjög fræðilegs eðlis. Maður fínnur hana víða í bók- menntum, til dæmis ljóðum og myndlist. Ég tek dæmi úr mynd- listinni, meðal annars verk Georgs Guðna, en dulúð er mjög algeng í landslagsmálverkinu. Þjáningardulhyggjan er byggð á mjög fræðilegum grunni og á sér sterka hefð, sérstaklega í klaustrum. Nærtækasta dæmið um þjáningardulhyggju er móðir Teresa og allt hennar starf. Grundvallarhugs- unin er sú að Guð sé nálægur manninum í þjáningunni, líka þeim sem vinnur líknarverk á þeim sem þjást. Móðir Teresa sagðist hvað eftir annað sjá Jesú í mynd hins þjáða. Hún skynjaði Krist krossfestan í augum bamsins sem var að deyja úr hungri og þjáningu. Þjáningar- dulhyggjan er sterk í verkum Hall- dórs Laxness og ég tek myndlist- ina aftur sem dæmi, meðal annars myndir Magnúsar Kjartanssonar. Heimsljós er nærtækt, þar sem þjáningardulhyggjan er nánast eins og undirstraumur frá upphafi til enda. Hana má líka fínna mjög skýrt í íslandsklukkunni.“ - Hvert er sarnhand þjáning- ardulhyggju og píslarvættis? „Það er mjög sterkt samband Gunnar Kristjánsson ► Gunnar Kristjánsson fæddist árið 1945 á Seyðisfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1965 og embættisprófi i guðfræði frá Háskóla íslands árið 1970. Gunnar lagði stund á meistara- nám í Boston sem hann lauk árið 1971 og hélt síðar til dokt- orsnáms í Ruhr-háskóla í Boch- um í Þýskalandi þaðan sem hann lauk doktorsprófi í guð- fræði og bókmenntum árið 1979. Hann hefur þjónað í Reynivallaprestakalli frá 1978. Kona Gunnars er Anna Hös- kuldsdóttir kennari og eiga þau einn son. þar á milli og líka milli meinlæta- hugsjóna, sem algengar voru í klaustrum. Einnig eru tengsl við hina kristnu hugsun um að maður- inn eigi að vera reiðubúinn til þess að fórna sér fyrir náungann. Þar er viss þjáningardulhyggja á ferð- inni, að maðurinn fínni tilgang með lífí sínu þegar hann fórnar því fyrir aðra. - Hvaða tengsl eru milli dul- hyggju og stjórnmála? „Móðir Teresa er eitt dæmi sem og baráttan fyrir mannréttindum eða þegar menn fórna sér fyrir ákveðnar hugsjónir. Bakvið það er dálítil dulhyggjuhugsun, sem kannski er skortur á í stjórnmálum í dag. Islendingar og kirkjan hér eru undir mjög sterkum áhrifum frá upplýsingastefnu sem útrýmdi dulhyggju. Hún hefur fyrir vikið verið miklu sterkari í kaþólskum löndum. Þess vegna er það ekki tilviljun að dulhyggjan skuli koma svo sterkt fyrir í verkum Halldórs Laxness." - Hvernig kemur nýplatónismi inn í þessa umræðu? „Hann er grundvöllur hugmyndafræði dul- hyggjunnar á Vestur- löndum, sem byggir á því að líf mannsins sé á tveimur plönum, annars vegar er tilvist mannsins og hins vegar hinn fullkomni veru- leiki hins Eina. í manninum er inn- byggð þrá til þess að sameinast þessu Eina, veruleikanum sem er handan alls veruleika. Dulhyggjan er gagnleg fólki því hún veitir tækifæri til þess að huga að andlegu lífí og leita að dýpri merkingu og tilgangi. Auk þess er hún leið til þess að skilja menning- ararf okkar. Dulhyggjan færir manni kyrrð og veitir tækifæri til þess að hverfa inn í sig í hug- leiðslu. Nútíminn byggir nánast upp á andstæðu lögmáli, hver mín- úta er fyllt og það gefur ekki mik- ið rými fyrir dulhyggjuhugsun.“ Dulhyggja ekki áberandi í stjórnmálum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.