Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hrakfallahross í Litháenn BLESSUÐUM skepnunum verður þó varla í kot vísað fyrir handan eftir að hafa notið hinstu þjónustu bæði prestsins og allsherjargoðans ... Morgunblaðið/Ásdís BLÁA hornhúsið Laug:avegur 21 mun standa en græna húsið, Klappar- stígur 30, mun víkja. Þar er nú til húsa kráin Grand Rokk. Samkomulag um endurgerð hússins á Laugavegi 21 Endurbyggt í upp- runalegri mynd Beltin björguðu TVÆR konur voru fluttar á sjúkrahús eftir árekstur á mótum Þórunnarstrætis og Hrafnagils- strætis á Akureyri í fyrrakvöld. Nota þurfti tækjabíl til þess að ná annarri þeirra út úr bílnum. Meiðsli kvennanna eru ekki talin alvarleg, að sögn Erlings Huga Kristvinssonar, læknis á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Hann segir alveg ljóst að bíl- beltin hafí bjargað þeim. Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 SAMKOMULAG hefur náðst milli Reykjavíkurborgar og lóðarhafa og eigenda húsanna á Laugavegi 21 og Klapparstíg 30. í samkomulaginu felst að húsið á Laugavegi 21 verði endurbyggt í upprunalegri mynd, en á lóðinni á Klapparstíg 30 er fyr- irhugað að byggja nýtt bakhús fyrir verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Þá verður gert um 120 fermetra almenningstorg við Laugaveg, vest- an við húsið nr. 21. Fyrirhuguð upp- bygging á svæðinu fer í grenndar- kynningu á næstunni. Reykjavíkurborg greiðir lóðar- hafa 10 milljónir króna vegna vemdunar og endurgerðar hússins á Laugavegi 21 og mun Árbæjar- safn hafa umsjón með framkvæmd- unum. Ágreiningnr í borgarstjóm Mikill ágreiningur hefur verið um málið í borgarstjóm. Húsin tvö, sem standa á umræddum lóðum, vom reist fyrir síðustu aldamót og er húsið á Laugavegi 21 næstelsta húsið við Laugaveginn og háð sérstökum ákvæðum þjóðminjalaga. Byggingafélagið Húsanes ehf. keypti lóðirnar og húsin í október á síðasta ári í því skyni að rífa bæði húsin og reisa nýtt hús, um 1.440 fermetra að flatarmáli, á sam- einuðum lóðum. Borgaryfirvöld lögðust gegn niðurrifi hússins við Laugaveg á grundvelli álits borgarminjavarðar, umhverfismálaráðs og húsafriðun- arnefndar ríkisins, sem féllst þó ekki á ósk um friðun þess. Ekki voru gerðar athugasemdir við að húsið við Klapparstíg yrði rifið. Minnihluti borgarstjómar krafðist þess að niðurrif beggja húsanna yrði heimilað. Norræn bókasafnsvika Heimsóknum á bókasöfn fer sífellt fjölg’andi Pálína Magnúsdóttir NORRÆN bóka- safnavika hófst á mánudag klukkan sex, samtímis í almenn- ingsbókasöfnum á öllum Norðurlöndum, með upp- lestri úr Egils sögu við kertaljós. Lesið _var upp í sextíu söfnum á Islandi eða í rúmlega 1.000 söfnu víðs vegar í Skandinaviu. Bókasafnavika er haldin í fyrsta sinn nú og lýkur á sunnudag. - Hvernig er hugmynd- in til komin? „A ráðstefnu um al- mannatengsl í Lundi í Svíþjóð árið 1994 var áveðið að stofna Kynning- arfélag norrænna bókasafna, sem skipað skyldi einum fulltrúa í stjóm frá hverri Norður- landaþjóðanna. Bókasafnavikan er síðan unnin í samstarfi kynn- ingarfélagsins og Norræna fé- lagsins/Nordliv, en markmið þess er að efla þekkingu almennings, sérstaklega ungs fólks á norrænni sögu og samfélagshátt- um. Kynningarfélagið er sett á fót því bókasöfn hafa ekki verið nógu sýnileg og tilgangurinn þá að breyta því og leggja fram hug- myndir um hvernig það er hægt. Það var í raun stofnað í framhaldi af námskeiði sem haldið var um markaðssetningu bókasafna i Kaupmannahöfn 1993.“ - Hefur undirbúningur bókasafnavikunnar staðið lengi? „Hugmyndin kom upp í ágúst 1995 og undirbúningur hefur staðið yfir foi-mlega frá því í des- ember 1996. Við eram til dæmis búin að senda út sjö tonn af pappír frá íslandi til þess að kynna vikuna, í formi bæklinga, veggspjalda og póstkorts.“ - Er annað markaðssetningar- átak á döfínni á vegum Kynning- arfélagsins? „Félagið er lítið og á enga pen- inga svo við sóttum styrki til þess að halda bókasafnavikuna. Næsta skref er að skipuleggja ráðstefnu bókavarða á Norðurlöndum í Svíþjóð í vor þar sem vekja á at- hygli á norrænum bókasöfnum." - Hver er munurinn á starf- semi bókasafna á Norðurlöndun- um? ' „Hann er í sjálfu sér ekki mik- ill, nema hvað rekstur bókasafna og samræmi innbyrðis er að mínu mati meira á hinum Norðurlönd- unum. Starf almenn- ingsbókasafna hér er með dálitl- um einyrkjablæ. Að vísu hittast forstöðumenn almenn- ingsbókasafna reglulega, veita úr kynningarsjóði og þess háttar. Við létum líka hanna sérstakt merki fyrir bókasöfn sem við höfum áformað að kynna. Á því er mynd af þremur bókum og hugmyndin sú að það muni í fram- tíðinni ná viðlíka útbreiðslu og i-merkið upplýsingar. Almenningsbókasöfn eiga í framtíðinni að gegna mjög stóra hlutverki í upplýsingamiðlun samkvæmt stefnu ríkisstjórnar- innar þar sem takmarkið er að fólk geti komið til okkar og fengið aðgang að Netinu og margmiðlunartölvum. Einnig er mikið um það rætt að koma öllum söfnum inn í sameiginlegt, stafrænt upplýsinganet. Sem ► Pálína Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1963. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1983 og BA-prófi í bókasafnsfræði með þjóðfræði sem aukagrein árið 1989. Pálína var búsett í Kaup- mannahöfn í 2 ár og kynnti sér meðal annars þjóðfræðikennslu við Kaup- mannahafnarháskóla. Eftir heimkomuna var hún ráðin bæjarbókavörður á bókasafni Seltjarnarness og hefur gegnt því starfi frá 1991. Pálína er jafnframt í stjórn Kynningar- félags norrænna bókasafna fyrir Islands hönd og á sæti í Nordliv-nefndinni. Eiginmaður hennar er Árni Geir Sigurðsson rafmagns- verkfræðingur og eiga þau einn son. stendur eru tveir gagnagrunnar í notkun fyrir Landsbókasafn og Borgarbókasafn sem ekki öll söfn hafa aðgang að.“ - Erbókin ístöðugri sókn? „Já, að minnsta kosti hvað útlán varðar. Þegar myndböndin tóku að sækja í sig veðrið upp úr 1980 höfðu bókasafnsfræðingar mikilar áhyggjur af örlögum bókarinnar framan af þeim ára- tug. Upp úr 1990 tók útlánum síðan að fjölga og við höfum ekki séð fyrir endann á þeirri þróun. Hjá sumum bókasöfnunum hefur aukningin verið 20-30% milli ára. Annars er villandi að tala bara um útlán því það er svo margt annað að sækja á bókasöfn í dag.“ - Hverjir velja sér bókavörslu sem staif? „Sumir sækja í starfið af því að þeir hafa gaman af því að lesa. Það er skýring sem mér er illa við. Sá sem vinnur á almenn- ingsbókasafni verður auðvitað að hafa ódrepandi áhuga á bókum en kannski þjást bókasafns- fræðingar af óstjóm- legri áráttu til að afla sér upplýsinga og veita þær. Við heitum bókasafns- og upplýsingafræðingar í dag og margir vinna einvörðungu við að afla upplýsinga og halda utan um þær hjá fyrirtækjum. Það þarf orðið sérhæft fólk til þess að kunna að leita í gagnagrunnum." - Hvernig er hið fullkomna bókasafn? „Ætli það sé ekki safn þar sem hægt er að fá upplýsingar um allt sem manni kemur til hugar.“ „Sendum út sjö tonn af pappír til kynningar“ fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.