Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 13 FRÉTTIR Varði doktors- ritgerð •Helgi Birgir Schiöth varði dokt- orsritgerð 10. október sl. við lyfja- fræðideild háskólans í Uppsala í Svíþjóð. Ritgerðin fjallar um rannsóknir á melanocortin (MC) hormón viðtökum. Viðtakar eru þeir staðir þar sem hormónar og lyf bindast við frumur lík- amans, sem síðan leiðir til svars í þeim frumum sem bera viðtakann. Fimm gen fyrir viðtaka fyrir MSH (melanocortin stinulating hormo- ne) og ACTH (adrenocorticotropic honnone) honnónana hafa verið einangruð og skilgreind. Hlutverk tveggja þessarar viðtaka er þekkt og snýr að framleiðslu líkamans á sterum og litarhætti. Þar að auki hefur nýlega verið sýnt fram á að nýr viðtaki í þessari fjölskyldu viðtaka (MC4), sem finnst í frum- um í heilanum, hafi hlutverki að gegna varðandi matarlist og fit- usöfnun. Helgi hefur rannsakað stærð og uppbyggingu MC viðtak- anna með sérstakri áherslu á bindistað hormóna og annarra efna. Rannsóknirnar eru m.a. framkvæmdar með því að breyta genum fyrir viðtakana og fram- leiða þannig umbreytta og vel skil- greinda viðtaka í einangruðum frumum. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til þess að lýsa bind- ingu hormóna (og annarra efna) við viðtakana, og til þess að þróa ný sérhæfð efni (lyf). A þennan hátt eru efni þróuð þannig að þau bindist einungis einni tiltekinni tegund viðtaka, án þess að hafa áhrif á önnur kerfi í líkamanum, og þannig má komast hjá aukaverk- unum lyfja. Eitt af þeim efnum sem Helgi hefur þróað (HS014) er fyrsta ,þekkta efnið sem er sérhæft fyrir MC4 viðtakann og því eru vonir bundnar við að þetta efni geti skil- . greint hlutverk MC4 viðtakans í ■ sambandi við matarlyst og fit- usöfnun. Vonir eru bundnar við að þessi nýu efni, eða afleiður þeirra, verði nothæf við lækningar á offitu, lotugræðgi og lystarstoli. Doktorsritgerðin er samsett af 17 vísindagreinum sem þegar hafa, eða munu innan skamms, birtast í alþjóðlegum tímaritum í lyfja- og læknisfræði. Helgi hefur starfað í í rannsóknarhópi dr. Jarl E.S. Wik- |berg, læknis og prófessors í lyfja- | fræði við Háskólann í Uppsala. Andmælandi við doktorsvörnina ;var prófessor Alex N. Eberle, Kantonspital, Basel í Sviss. Helgi hefur hlotið styrk frá þýsku lyfja- , fyrirtæki og mun halda áfram ; rannsóknum á sama sviði við lyfja- ! fræðideildina við Uppsala háskóla. Helgi varð stúdent frá i Menntaskólanum á Akureyri árið 1985. Hann lauk prófi í lyfjafræði ■ lyfsala við Háskóla Islands árið 1991, og stundaði jafnframt námi rannsóknir hjá dr. Guðrúnu Skúladóttur og prófessor Sig- mundi Guðbjarnasyni við Raunvís- ! indastofnun HÍ. Að loknu námi i flutti Helgi til Svíþjóðar og j starfaði við rannsóknir hjá lyfja- ; fyrirtækinu Ferring í Malmö og 1 hóf síðan doktorsnám við Háskólann í Uppsala haustið 1993. Foreldrar Helga eru Aage R. Schiöth, fv. lyfsali á Siglufirði, og Helga E. Schiöth búfræðingur. Ovíst hvað gert verður við Akra- borgina AKRABORGIN hættir væntan- lega siglingum milli Reykjavík- ur og Akraness sama dag og Hvalfjarðargöngin verða opnuð. 39 manns vinna við skipið, langflestir búsettir á Akranesi. Að sögn Helga Ibsen, fram- kvæmdastjöra Skallagríms hf., útgerðar Akraborgarinnar, er það liður í samningum um gerð ganganna að rekstri skipsins verði hætt og er miðað við 15. júlí í því sambandi. Óvíst er hvað verður um skipið sjálft. Slysavarnaskóli sjómanna hefur sýnt því áhuga. Eins sagði Helgi að verkefni fyrir skip af þessu tagi gæti verið að fínna á Breiðafirði eða í Isaijarðardjúpi. Engar Hjálparstofnun kirkjunnar Yfir 30 milljónir í verkefni HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar lagði á síðasta starfsári sínu 30,4 milljónir króna til verkefna innan- lands og utan. Rúmur fjórðungur fjárhæðarinnar, 8,3 milljónir króna, fór til verkefna á Indlandi en önnur erlend verkefni eru minni. Hérlend- is voru lagðar 5,4 milljónir í innan- landsaðstoð og fræðslustarf. Þessar upplýsingar er að finna í skýrslu Hjálparstofnunarinnar fyrir síðasta starfsár sem lauk 30. sept- ember en aðalfundur stofnunarinn- ar var haldinn sl. laugardag. Af öðrum einstökum erlendum verk- efnum má nefna neyðaraðstoð í Búrúndi, Rúanda og Saír sem lagðar voru í þrjár milljónir króna, tvær milijónir fóru til að endur- byggja brunna og byggja upp skóla í Mósambík og 300 þúsund til neyðarhjálpar í Malaví. Þá fóru 10 milljónir króna til að kosta fatasöfn- un í apríl, pökkun og sendingu yfir 140 tonna af fatnaði til Króatíu, Bosníu, Ungverjalands, Angóla, Tanzaníu og Líberíu. Heildar- magnið er 150-160 tonn og er þeg- ar búið að senda um 140 tonn. Meðal nýrra verkefna í fræðslu- starfi má nefna samstarf við nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu. Níu 9-12 ára bekkir skrifast á við jafn- aldra sína hjá öðrum samstarfsaðila Hjálparstofnunar í Indlandi og hef- ur stofnunin útbúið hefti fyrir kenn- ara með verkefnum, leikjum og sögum fyrir nemendur. Þá hefur Hjálparstofnun komið upp heima- síðu á alnetinu og er þar m.a. að finna barnaefhi. 17% hækkun styrktarframlaga Söfnunarfé, þ.e. almennt söfnun- arfé auk jóla- og páskasafnana, nam á síðasta starfsári 20,8 milljónum króna og framlög frá styrktannönn- um, prestum og sóknum námu 12,5 milljónum króna og hafa hækkað um 17% frá fyrra starfsári. I loka- orðum skýrslunnar er vikið að húsnæðismálum og segir þar að stofnuninni sé þröngur stakkur skorinn hvað varði skrifstofu- og geymslurými. Segir Jónas Þórisson framkvæmdastjóri að ljóst sé að Hjálparstofnun kirkjunnar þurfi í mjög náinni framtíð að eignast húsnæði er henti starfsemi hennar. Bætur fyrir meiðsli í um- Morgunblaðið/Þorkell AKRABORG mun hætta áætlunarsiglingum um mitt sumar ef að líkum lætur. viðræður um slíkt hafa þó farið fram. Uppsagnir um áramótin Helgi sagði að flestir starfs- menn fyrirtækisins væru með mjög langan starfsaldur og yrði fólki væntanlega sagt upp um áramót. Hann sagði að Skallagrímur hefði skrifað Speli, fyrirtækinu sem mun reka Hvalfjarðargöng- in, og Akranesbæ með ósk um aðstoð við að útvega starfsfólki Akraborgar önnur störf. ferðarslysi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt manni 2,6 milljónir króna í bætur vegna umferðar- slyss, sem hann varð fyrir í sept- ember árið 1992. Maðurinn hafði slasast á baki um borð í fraktskipi tólf árum áður, en umferðarslysið bætti enn á örorku hans. I málinu var tekist á um hve meiðsli mannsins í umferðarslys- inu hefðu bætt við fyrri meiðsli. Hann hafði ekki unnið mikið frá 1990 og frá 1993 verið óvinnufær. Frá júní 1991 hafði hann verið á 75% örorkubótum vegna bakveiki, en svo bættust afleiðingar um- ferðarslyssins við, þegar hann tognaði á hálsi og vinstri öxl. Varanleg örorka mannsins vegna umferðarslyssins var metin 15%. Dómurinn benti á, að ekki hefði verið sýnt fram á að maður- inn hefði náð fullri starfsorku, þótt hann hefði ekki lent í slysinu. Ékki væri því hægt að miða við meðal- tekjur iðnaðar- eða verkamanna, heldur tekjur hans síðustu þrjú ár fyrir slysið. 13. 14. og 15. nóvember AÐEINS í 3 DAGA GALLABUXNATILBOÐ Gallabuxur áður 2 stk. \&s£9<r nú 2 stk. kr. 5.990 *° lfP~ UNLIMITED Laugavegi 95, sími 552 11844 - Kringlunni, sími 581 1944 °fi/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.