Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 15 Framtíðar- skipan og rekstur sjúkrahúsa DEILD hjúkrunarforstjóra sjúkra- húsa heldur aðalfund sinn og mál- þing á Hótel KEA dagana 13. til 14. nóvember. Málþingið verður helgað framtíð- arskipan og rekstri sjúkrahúsa. Framsögu hafa Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra og al- þingismennimir Tómas Ingi Olnch, Margrét Frímannsdóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Til sér- stakrar umfjöllunar verður staða hjúkrunarforstjóra innan Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og inn- an stjórnkerfís heilbrigðisstofana. Hjúkrunarforstjórarnir Anna Stef- ánsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir og Þóra Karlsdóttir hafa framsögu um efnið. Tilgangur málþingsins er að fá fram hugmyndir stjómvalda um framtíðarskipulag sjúkrahúsþjón- ustu í landinu og efna til skoðana- skipta milli hjúkrunarstjómenda og stjórnvalda um þróun sjúkrahús- mála á íslandi. ---------------- Kristnesspítali Opið hús í tilefni 70 ára afmælis OPIÐ hús verður á Kristnesspítala á föstudag, 14. nóvember frá kl. 15.30-17.30 í tilefni þess að 1. nóv- ember síðastliðinn vom 70 ár liðin frá vígslu spítalans sem þá hét Heilsuhæli Norðurlands í Kristnesi. Starfsemi spítalans fýrr og nú verður kynnt og húsnæði sýnt, m.a. þjálfunarlaug sem er í byggingu. Hún hefur alfarið verið fjármögnuð með söfnunarfé sem Lionsklúbb- arnir í Eyjafírði og Þingeyjarsýsl- um standa fyrir. Boðið verður upp á kaffiveitingar. ------♦-♦-♦----- Ráðstefnu- röð um sam- göngumál RÖÐ fjögurra ráðstefna um ýmis málefni tengd samgöngumálum sem samgönguráðuneytið og Rannsókn- arstofnun Háskólans á Akureyri standa að er að hefjast. Fyrsta ráðstefnan ber yfirskrift- ina „Landsbyggðin og tæknin - Spegilmynd þjóðar" og verður hald- in í Oddfellow-húsinu á Akureyri á laugardag, 15. nóvember. Næsta ráðstefna „Samgöngur og þjónusta“ verður haldin viku síðar í Alþýðu- húsinu á Akureyri. Seinni ráðstefn- urnar fjalla um rannsóknir í ferða- þjónustu og upplýsingatækni í rekstri og verða haldnar eftir ára- mót. Ráðstefnurnar eru öllum opn- ar og er aðgangur ókeypis. ------♦♦-♦------ Noregur vor nágranni HEIÐDÍS Norðfjörð les í sögust- und á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag, fímmtudag kl. 14.30. Noregur verður í sviðsljósinu á norrænu bókasafnsvikunni, í ljósaskiptunum sem nú stendur yfir. A þrjúbíósýningu safnsins verður sýnd myndin Átta börn og amma þeirra í skóginum á norsku. Bjarni Guðleifsson les á norsku og íslensku í dagskrá sem hefst kl. 17, Þórarinn Hjartarson syngur norskar vísur og boðið verður upp á hrökkbrauð, geitaost og krumakaker. Kvik- myndin Höfuðið upp úr vatninu verður sýnd í Borgarbíói kl. 18.30 og er aðgangur ókeypis. Akureyrarbær kynnir starfsemi í Glerárgötu 26 KYNNING á stai-fsemi sem fram fer í Glerárgötu 26 verður á föstu- dag, 14. nóvember og verður húsið opið almenningi frá kl. 14 til 17. Tónlistarflutningur verður á veg- um Tónlistarskólans á Akureyri um kl. 16, léttar veitingar verða í boði og kynnt verður sú fjölbreytta starfsemi sem fram fer í húsinu. Akureyrarbær tók skrifstofu- húsnæðið í notkun í ársbyrjun 1996. Þar fer nú fram starfsemi Fræðslu- og frístundasviðs bæjar- ins, en innan þess er skóladeild, leikskóladeild, menningardeild og íþrótta- og tómstundadeild ásamt Félags- og heilsugæslusviði, en undir það heyra Ráðgjafadeild, búsetu- og öldrunardeild og at- vinnudeild. Einnig eru í húsinu Jafnréttis- og fræðslufulltrúi, Nor- ræna upplýsingaskrifstofan og Skólaþjónusta Eyþings. Mennta- smiðja kvenna, sem er í næsta húsi, Glerárgötu 28, og heyrir undir Jafnréttis- og fræðsludeOd, verður einnig kynnt á sama tíma. Bæjarbúar eru hvattir til að líta inn og kynna sér þessa fjölbreyttu starfsemi og þjónustu á vegum Akureyrarbæjar sem nú hefur verið safnað á einn stað í Glerár- götu 26. Styrktar- tónleikar SÁÁ-N STYRKTARTÓNLEIKAR SÁÁ-N verða haldnir í Sjallanum á Akur- eyri annað kvöld, fimmtudagskvöld- ið 13. nóvember kl. 20.30. Fram koma Helgi Björnsson, Pálmi Gunnarsson, GIMP, 200.000 naglbýtar, Bliss, PKK, Júlíus Guð- mundsson, Tvöfóld áhrif, Hey Joe og Flat 5. Forsala aðgöngumiða er í Bókvali, en miðaverð er 800 krónur. Húsið verður opnað kl. 19.30. Kynn- ir er Óðinn Svan Geirsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.