Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 15
Framtíðar-
skipan og
rekstur
sjúkrahúsa
DEILD hjúkrunarforstjóra sjúkra-
húsa heldur aðalfund sinn og mál-
þing á Hótel KEA dagana 13. til 14.
nóvember.
Málþingið verður helgað framtíð-
arskipan og rekstri sjúkrahúsa.
Framsögu hafa Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigðisráðherra og al-
þingismennimir Tómas Ingi Olnch,
Margrét Frímannsdóttir og Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir. Til sér-
stakrar umfjöllunar verður staða
hjúkrunarforstjóra innan Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga og inn-
an stjórnkerfís heilbrigðisstofana.
Hjúkrunarforstjórarnir Anna Stef-
ánsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir og
Þóra Karlsdóttir hafa framsögu um
efnið.
Tilgangur málþingsins er að fá
fram hugmyndir stjómvalda um
framtíðarskipulag sjúkrahúsþjón-
ustu í landinu og efna til skoðana-
skipta milli hjúkrunarstjómenda og
stjórnvalda um þróun sjúkrahús-
mála á íslandi.
----------------
Kristnesspítali
Opið hús í
tilefni 70 ára
afmælis
OPIÐ hús verður á Kristnesspítala
á föstudag, 14. nóvember frá kl.
15.30-17.30 í tilefni þess að 1. nóv-
ember síðastliðinn vom 70 ár liðin
frá vígslu spítalans sem þá hét
Heilsuhæli Norðurlands í Kristnesi.
Starfsemi spítalans fýrr og nú
verður kynnt og húsnæði sýnt, m.a.
þjálfunarlaug sem er í byggingu.
Hún hefur alfarið verið fjármögnuð
með söfnunarfé sem Lionsklúbb-
arnir í Eyjafírði og Þingeyjarsýsl-
um standa fyrir. Boðið verður upp á
kaffiveitingar.
------♦-♦-♦-----
Ráðstefnu-
röð um sam-
göngumál
RÖÐ fjögurra ráðstefna um ýmis
málefni tengd samgöngumálum sem
samgönguráðuneytið og Rannsókn-
arstofnun Háskólans á Akureyri
standa að er að hefjast.
Fyrsta ráðstefnan ber yfirskrift-
ina „Landsbyggðin og tæknin -
Spegilmynd þjóðar" og verður hald-
in í Oddfellow-húsinu á Akureyri á
laugardag, 15. nóvember. Næsta
ráðstefna „Samgöngur og þjónusta“
verður haldin viku síðar í Alþýðu-
húsinu á Akureyri. Seinni ráðstefn-
urnar fjalla um rannsóknir í ferða-
þjónustu og upplýsingatækni í
rekstri og verða haldnar eftir ára-
mót. Ráðstefnurnar eru öllum opn-
ar og er aðgangur ókeypis.
------♦♦-♦------
Noregur vor
nágranni
HEIÐDÍS Norðfjörð les í sögust-
und á Amtsbókasafninu á Akureyri
í dag, fímmtudag kl. 14.30. Noregur
verður í sviðsljósinu á norrænu
bókasafnsvikunni, í ljósaskiptunum
sem nú stendur yfir.
A þrjúbíósýningu safnsins verður
sýnd myndin Átta börn og amma
þeirra í skóginum á norsku. Bjarni
Guðleifsson les á norsku og íslensku
í dagskrá sem hefst kl. 17, Þórarinn
Hjartarson syngur norskar vísur og
boðið verður upp á hrökkbrauð,
geitaost og krumakaker. Kvik-
myndin Höfuðið upp úr vatninu
verður sýnd í Borgarbíói kl. 18.30
og er aðgangur ókeypis.
Akureyrarbær kynnir
starfsemi í Glerárgötu 26
KYNNING á stai-fsemi sem fram
fer í Glerárgötu 26 verður á föstu-
dag, 14. nóvember og verður húsið
opið almenningi frá kl. 14 til 17.
Tónlistarflutningur verður á veg-
um Tónlistarskólans á Akureyri
um kl. 16, léttar veitingar verða í
boði og kynnt verður sú fjölbreytta
starfsemi sem fram fer í húsinu.
Akureyrarbær tók skrifstofu-
húsnæðið í notkun í ársbyrjun
1996. Þar fer nú fram starfsemi
Fræðslu- og frístundasviðs bæjar-
ins, en innan þess er skóladeild,
leikskóladeild, menningardeild og
íþrótta- og tómstundadeild ásamt
Félags- og heilsugæslusviði, en
undir það heyra Ráðgjafadeild,
búsetu- og öldrunardeild og at-
vinnudeild. Einnig eru í húsinu
Jafnréttis- og fræðslufulltrúi, Nor-
ræna upplýsingaskrifstofan og
Skólaþjónusta Eyþings. Mennta-
smiðja kvenna, sem er í næsta
húsi, Glerárgötu 28, og heyrir
undir Jafnréttis- og fræðsludeOd,
verður einnig kynnt á sama tíma.
Bæjarbúar eru hvattir til að líta
inn og kynna sér þessa fjölbreyttu
starfsemi og þjónustu á vegum
Akureyrarbæjar sem nú hefur
verið safnað á einn stað í Glerár-
götu 26.
Styrktar-
tónleikar
SÁÁ-N
STYRKTARTÓNLEIKAR SÁÁ-N
verða haldnir í Sjallanum á Akur-
eyri annað kvöld, fimmtudagskvöld-
ið 13. nóvember kl. 20.30.
Fram koma Helgi Björnsson,
Pálmi Gunnarsson, GIMP, 200.000
naglbýtar, Bliss, PKK, Júlíus Guð-
mundsson, Tvöfóld áhrif, Hey Joe
og Flat 5.
Forsala aðgöngumiða er í
Bókvali, en miðaverð er 800 krónur.
Húsið verður opnað kl. 19.30. Kynn-
ir er Óðinn Svan Geirsson.