Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Skiptar skoðanir kúabænda um tilraun með innflutning á útlendu mjólkurkúakyni
Fluttir verði inn fóst-
urvísar úr kúakyni
frá Norðurlöndum
FJÖLMENNI var á fundinum og greinilegt að hiti er í bændum.
SKIPTAR skoðanir eru meðal kúa-
bænda um hvort gera eigi tilraun
með innflutning á útlendu mjólkur-
kúakyni. I vikunni hefur niðurstaða
nautgriparæktarnefndar um málið
verið kynnt á fundum víða um land
en jafnframt gefst bændum kostur
á að taka þátt í skoðanakönnun um
málið. Bændur í Eyjafírði fjöl-
menntu mjög til fundar um þetta
mál sem haldinn var á Hótel KEA á
þriðjudagskvöld og voru sjónarmið-
in misjöfn, ýmist voru menn alger-
lega andvígir slíkri tilraun eða
sögðu bændur ekki hafa efni á að
gera hana ekki.
Jón Viðar Jónmundsson, ráðu-
nautur hjá Bændasamtökum Is-
lands, gerði grein fyrir tillögum
nautgriparæktarnefndar um fram-
kvæmd innflutnings og val á kyni
komi til þess að samtök bænda óski
eftir innflutningi til reynslu á er-
lendu mjólkurkúakyni. Umræður
um slíkan innflutning eru til þess
að gera nýhafnar hér á landi,
hófust í byrjun þessa áratugar en
fyrst var samþykkt tillaga á aðal-
fundi Landssambands kúabænda
árið 1991 um að hugað verði sem
fyrst að innflutningi á erlendu
mjólkurkúakyni til samanburðar-
rannsókna við íslenska kúakynið.
Fyrir um þremur áratugum hófust
hins vegar umræður um innflutn-
ing á holdanautakyni sem leidd til
innflutnings á Galloway og síðar
Aberdeen Angus og Limousin. Á
síðustu búnaðarþingum og aðal-
fundum kúabænda hafa verið gerð-
ar samþykktir um málið sem nú
hafa leitt til þess að nautgripa-
ræktarnefnd hefur skilað áliti sínu
um innflutning á erlendu mjólkur-
kúakyni. Vegna blendinna við-
bragða mjólkurframleiðenda var
ákveðið að kynna málið rækilega
og hafa fundir verið haldnir víða
um land síðustu daga og verða
fram að helgi. Jafnframt er efnt til
skoðanakönnunar meðal bænda um
afstöðu þeirra til tillögunnar og eru
gefnir fímm kostir; fylgjandi því að
tilraunin sé gerð og er reiðubúin(n)
til þátttöku, leggst ekki gegn fram-
kvæmd tilraunarinnar, tek ekki af-
stöðu til tilraunarinnar, andvíg(ur)
því að tilraunin verði gerð og and-
víg(ur) öllum hugmyndum um inn-
flutning.
Færeyjatilraunin
Fram kom í máli Jóns Viðars að
raunhæf umræða um innflutning á
nýju mjólkurkúakyni hafi byggst á
veikum grunni þar sem íslenska
kúakynið hefur verið í algerri ein-
angrun og enginn samanburður við
önnur kyn fyrir hendi. Fyi-ir
nokkrum árum voru nokkrar ís-
lenskar kýr fluttar út til Færeyja og
gerður samanburður á þeim og
norskum kúm, NRF kúm, en í Ijós
kom að þær síðarnefndu eru um
20% þyngri en þær íslensku, þær
mjólkuðu um 20-25% meira, hafa
Morgunblaðið/Kristján
AFSTAÐA bænda til innflutnings á útlendu mjólkurkúakyni er mjög misjöfn.
betri júgur- og spenagerð og
próteinhlutfall í mjólk NRF kúnna
mældist meira en þeirra íslensku
auk þess sem mjólkurtekjur reynd-
ust um 30% meiri svo dæmi séu tek-
in. Þannig gaf tilraunin ákveðnar
vísbendingar um að sækja megi
ákveðna erfðayfirburði umfram þá
sem íslensku kýrnar búa yfir til
annarra kynja.
Ræktunarstarf hófst
seint hér á landi
Einkum er bent á tvo þætti þegar
skýringa er leitað á því hvers vegna
afkastageta íslensku kúnna er svo
miklu minni en þeirra útlendu, eðl-
islægur munur kynjanna frá fornu
fari og mismunandi árangur rækt-
unarstarfs eftir löndum.
Talið er að snemma á þessari öld
hafi í nágrannalöndum okkar verið
landkyn sem skyld eru íslenskum
nautgripum, en eru nú nánast horf-
in þar sem samanburður hefur leitt
í ljós að þau stóðu þeim kynjum sem
ríkjandi eru langt að baki. Öflugt
ræktunarstarf hófst ekki fyrr en um
miðja öldina, en hér á landi hófst
skipulagt ræktunarstarf ekki fyrr
en um 1970. Bent er á að smæð ís-
lenska kúastofnsins leiði til þess að
ekki er hægt að byggja upp rækt-
unarstarf sem skilar sama árangri
og í stærri hópum. Hér er verið að
afkvæmarannsaka um 20 naut en
sambærilegur hópur í útlöndum er
allt að 500 naut. Arangur í svo litl-
um hópum verður ævinlega minni
en í þeim stærri.
Erlendum mjólkurkúakynjum er
í stórum dráttum skipt í þrjá flokka;
JÓN Viðar Jónmundsson ráðunautur gerði grein
fyrir tiilögum nautgriparæktarnefndar um inn-
flutning fósturvísa tii að bæta íslenska kúastofninn.
smávaxin kyn af
líkri stærð og ís-
lenska kynið, svart-
skjöldóttu kynin og
rauð og rauðskjöld-
ótt kyn. Nautgripa-
ræktarnefndin mæl-
ir með rauða kyninu
og telur það falla
best að íslenskum
aðstæðum. Lagt er
til, komi til innflutn-
ings á erlendu
mjólkurkúakyni til
blöndunar við ís-
lensku kýrnar, að
gripir af rauðu kynj-
unum á Norðurlönd-
um verði fyrir val-
inu. Gripirnir eru talsvert stærri en
íslenskar kýr en mjólkin er að efna-
samsetningu lík þeirri sem íslensku
kýrnar framleiða.
Niðurstöður árið 2004
Komi til innflutnings leggur
nefndin til að fluttir verði inn fóst-
urvísar og þeir settir í fóstur í Ein-
angrunarstöðinni í Hrísey. Stefnt
verður að því að fá 5-7 naut af hinu
erlendu kyni og leitað verði eftir
samningum við nægan fjölda búa,
eða um 50-60 svo hægt verði að
gera afkvæmarannsóknir. Ætla má
að allmargar kvígur fæðist af hinu
innflutta kyni og er lagt til að þær
verði aldar í Hrísey og skoðaðir úr
þeim fósturvísar sem komið verði
fyrir á ákveðnum búum þar sem
mögulegt sé að bera hreina gripi af
nýja kyninu saman við íslenskar
kýr. Gangi allt eftir er gert ráð fyrir
að fyrstu fósturvísarnir verði settir
í kýr í Hrísey að áliðnu næsta ári,
fyrstu gripirnir muni fæðast árið
1999, sæði úr nautum úr innflutn-
ingi verði fyrst notað árið 2000, ári
síðar muni fyrsti árgangur blend-
ingskvígna fæðast í landi en árið
2004 eigi að liggja fyrir einhverjar
niðurstöður um hið nýja kyn og
verði þá teknar ákvarðanir um
framhald ræktunarinnar. Umtals-
verðra áhrifa á mjólkurframleiðslu í
landinu mundi ekki fara að gæta að
marki fyrr en um 2010.
Jón Viðar velti upp þeirri spurn-
ingu hvort íslenskir kúabændur
hefðu efni á að sækja sér ekki hugs-
anlega hagræðingu með því að bæta
íslenska stofninn. Hann sagði mikið
í húfí og ekki hefði hann séð þau rök
sem mæltu gegn því að gera um-
rædda tilraun. Gera mætti ráð fyrir
að eftir 15-20 ár hefðu meðalafurð-
ir kúnna í landinu aukist um
20-25%. Myndi það leiða til enn
hraðari fækkunar á einingum í
mjólkurframleiðslunni en verið hef-
ur á síðustu árum þannig að líklegt
er að mjög reyni á núverandi kerfí
framleiðslustýringar. Einnig má
nefna að breytingar yfir í stærra
kyn útheimta víða miklar breyting-
ar á fjósum. í því sambandi er bent
á að íslensk fjós eru víða komin til
ára sinna þannig að fyrirsjáanlegar
eru miklar framkvæmdir við breyt-
ingar, endurbyggingar eða nýbygg-
ingar á næstu árum. Loks má nefna
að breyting á kúastofninum mun
hafa áhrif á kjötframleiðslu naut-
gripa, en innfluttu gripirnir eru
mun holdfyllri en þeir íslensku.
Stofninn verður aldrei
hreinn aftur
Á fundinum komu fram skiptar
skoðanir bænda um ágæti þess að
breyta íslenska kúastofninum.
Benedikt Hjaltason á Hrafnagili
sagði að í raun snerist málið um
innflutning eða ekki, því væri
óþarfi að bjóða upp á fimm valkosti
í skoðanakönnuninni. Telur hann
vænlegra að halda áfram að rækta
upp íslenska stofninn, „við eitrum
Samtök áhugafólks
um áfengis- og
vímuefnavandann
íbúðarhúsnæði óskast
SÁÁ óskar eftir að taka á leigu íbúðarhúsnæði á
Akureyri fyrir starfsmann samtakanna.
Óskað er eftir einbýli, raðhúsi eða góðri sérhæð.
Nánari upplýsingar veitir Stefán í síma 462 7611.
að vera með hreinan íslenskan
stofn og rækta hann upp,“ sagði
hann og óttaðist að ef tilraunin
misheppnaðist myndi stofninn
aldrei verða hreinn aftur, blending-
unum yrði ekki slátrað. Áður en
Benedikt gekk með tilþrifum úr
salnum til að kjósa gerði hann
fundarmönnum grein fyt'ir því að
hann myndi segja nei og af viðtök-
unum að dæma voru margir sama
sinnis.
Veikari staða gagnvart
búvörusamningi
Baldur Helgi Benjamínsson á
Ytri-Tjörnum mælti hins vegar fyr-
ir því að tilraunin yrði gerð. Sagði
hann íslensku kýrnar engan veginn
standa erlendum stallsystrum sín-
um á sporði hvað mjólkurlagni varð-
ar og framleiðni íslenskra kúabúa
væri lítil miðað við útlend. „Það er
algjör nauðsyn fyrir okkur að fá
svör við því hvort þessi tilraun get-
ur ráðið bót á okkar vandamálum,"
sagði Baldur. Hann sagði samnings-
stöðu bænda mun veikari gagnvart
búvörusamningi yrði tilrauninni
hafnað og bændur væri í raun að
senda þau skilaboð til neytenda sem
sífellt krefðust lægra vöruverðs, að
þeim væri nákvæmlega sama hvað
hlutirnir kostuðu. „Við getum ekki
leyft okkur að senda svona skilaboð
frá okkur,“ bætti hann við og benti
einnig á að gera mætti ráð fyrir að
framleiðniaukning meðalkúabús
myndi aukast um 6% eða 3-400
þúsund krónur á ári yrði stofninn
bættur.
íslenska kúakynið
dýrmætur stofn
Sigurður Þórisson í Hléskógum
og Stefán Halldórsson á Hlöðum
voru mjög andvígir því að breyting-
ar yrðu gerðar á íslenska stofninum
en í máli beggja kom fram að ekk-
ert væri fjallað um neikvæðu hlið-
arnar, fundurinn bæri því meiri
keim af áróðri en kynningu. „Hefur
íslenska kýrin ekki einhverja yfir-
burði yfír önnur kyn?“ spurði Stef-
án en hann óttaðist mjög að smit-
sjúkdómar gætu borist til landsins í
kjölfar innflutnings á erfðavísum.
Þá þyrftu bændur að byggja ný fjós
þar sem um stærri gripi væri að
ræða sem þyrftu meira pláss. Is-
lenska kúakynið, landnámskynið,
sem verið hefði hér á landi jafnlengi
mannfólkinu væri dýrmætur stofn
og ættu menn fremur að snúa sér
að því að rækta hann upp.
Látum á þetta reyna
Sigurgeir Hreinsson á Hríshóli
og formaður Búnaðarsambands
Eyjafjarðar sagði bændur ekki geta
annað en prófað, reyndist tilraunin
ekki nægilega vel gætu menn hætt
við. „Það er bull hjá Benedikt að
stofninn verði aldrei hreinn aftur.
Mistakist tilraunin hættum við að
nota blendingsgripina og þá verður
stofninn hreinn að nýju eftir um 20
ár,“ sagði Sigurgeir. Hann sagði að
mesta áherslu þyrfti að leggja á
skap kúnna, júgur og spena, en mis-
mjöltun væri einn aðalgalli íslensku
kúnna. Benti hann á að miklar
breytingar til batnaðar hefðu orðið í
Noregi þegar skipt var um kúakyn
þar. „Ég sem mjólkurframleiðandi
sem ætla mér að sinna þessu starfi í
vonandi nokkra áratugi í viðbót get
ekki annað en lagt til að við prófum
þetta, látum á það reyna hvort
breytingin skilar okkur ekki um-
talsverðum ávinningi," sagði Sigur-
treir.