Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fundur leiðtoga ríkja Rómönsku Ameríku, Spánar og Portúgals Alyktað um lýðræði, mannréttindi og frjálsar kosningar Reuters Við gröf Rabins BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, leggur blómsveig á gröf Yitzhaks Rabins. Þess var minnst í ísrael í gær að tvö ár eru liðin, samkvæmt timatali gyðinga, frá því Rabin, þáverandi forsætisráðherra, var ráðinn af dögum í Tel Avív. Við minningarathöfn, sem fram fór við grafreit hans í Jerúsalem, tókust ekkja hans, Leah, og Netanyahu í hendur. Frú Rabin, sem hefur ásakað Netanyahu um að hafa átt þátt í því að hvetja til morðsins á eigin- manni hennar með hatursáróðri, hafði áður lýst því yfir að hún myndi ekki virða forsætisráðherrann viðlits. Netanyahu til Bandaríkjanna Hittir ekki Bill Clinton Jerúsalem. Reuters. FUNDI leiðtoga Rómönsku Am- eríku, Spánar og Portúgasl, lauk á sunnudag í Venesúela með samþykkt lokayfirlýsingar þar sem segir m.a. að ríkin muni sam- an standa vörð um lýðræðið, frelsið og mannréttindin. Fundur- inn, sem er árlegur viðburður, var talinn skila fáum áþreifanlegum niðurstöðum og þótti ekki takast sérlega vel. Til marks um það var haft að fimm forsetar ríkja í Suður-Ameríku skyldu halda heim á leið síðdegis á laugardag, degi áður en fundinum átti formlega að ljúka. Þetta var sjöundi fundur leið- toga þessara ríkja og var hann í þetta skiptið haldinn undir yfir- skriftinni „Siðfræðileg gildi lýð- ræðisins.“ Þótti mörgum sýnt að sú yfirskrift væri úr hófi fram „heimspekileg" og lítt til þess fall- in að skila ákveðnum niðurstöðum. Fyrsti leiðtogafundurinn var haldinn í Mexíkó árið 1991 en nú taka 19 ríki Rómönsku Ameríku þátt í honum á ári hverju auk full- trúa gömlu nýlenduherranna, Spánverja og Portúgala. Mikill áhugi Almennt hefur verið litið svo á að þessi fundahöld séu mikilvæg og grannt er fýlgst með þeim í ríkjum í Rómönsku Ameríku auk þess sem fjölmiðlar bæði á Spáni og í Portúgal héldu uppi umfangs- miklum fréttaflutningi frá Venesúela. Stjórnmálamenn og fréttaskýrendur í þessum ríkjum telja að leiðtogafundimir séu mik- ilvægur vettvangur fyrir ríki þessi til að treysta samstarfið jafnt á sviði félagsmála, stjómmála og viðskipta. í þetta skiptið virðist hins vegar sem fundurinn hafi ekki staðið undir væntingum og vom yfirvöld í Venesúela gagnrýnd fyr- ir slælega skipulagningu. Líkt og ráð hafði verið fyrir gert lauk fundinum með samþykkt lokayfirlýsingar þar sem leiðtog- arnir heita því að standa vörð um lýðræðið í öllum kraftbirtingar- myndum þess auk þess sem þar er að finna yfirlýsingar um samstöðu í baráttu við fátækt, spillingu og eiturlyfjasmygl. Leiðtogamir heita og að vinna að því að mann- réttindi verði virt í einu og öllu og að frjálsar og heiðarlegar kosning- ar geti alls staðar farið fram í ríkj- um Rómönsku Ameríku. Samþykktum verði fylgt eftir Viðbrögðin virðast almennt hafa verið á þann veg að leiðtogamir hafi látið sér nægja að samþykkja heldur óljósar yfirlýsingar en hvergi sé að finna staf um ná- kvæmlega hvemig ríkin hyggist tryggja að fylgt verði „siðfræðiieg- um grundvallargildum lýðræðis- ins.“ Þannig sagði í forystugrein spænska dagblaðsins E1 País á sunnudag að samþykktir leiðtog- anna myndu reynast harla marklausar ef þeim fylgdi ekki skýr stefnumörkun um það hvern- ig bæta mætti kjör stórra þjóðfé- lagshópa í Rómönsku Ameríku sem dæmdir hefðu verið til vistar á jöðrum samfélagsins. Var sérstak- lega lýst eftir skýmm tillögum um Árlegur fundur leiðtoga Rómönsku Ameríku, Spánar og Portúgals þótti heldur mislukkaður að þessu sinni. Asgeir Sverris- son kynnti sér niðurstöðurnar og viðbrögðin. hvemig bæta bæri atvinnuá- standið og mennta- og heilbrigðis- kerfið. Möguleikar ríkja Rómönsku Ameríku væm óum- deilanlegir en ráðandi öfl í ríkjum þessum þyrftu að tryggja að alþýða manna fengi í daglegu lífi sínu notið þeirra lýðræðislegu grunnréttinda sem leiðtogarnir sameinuðust um að lofa af slíkri elju og innlifun á hverjum fundi. Castro ekki sami og áður Líkt og áður við þessi tækifæri beindist athyglin mjög að Fidel Castro, Kúbuleiðtoga en þessir fundir em þeir einu sem fulltrúar Kúbu sækja á alþjóðavettvangi ef frá er talin starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogarnir hafa löng- um þrýst á kommúnistastjómina á Kúbu í nafni lýðræðisins á fundum þessum og fyrir þennan var búist við að nokkuð hart yrði sótt að Castro. Þegar á hólminn var komið reyndist gagnrýnin yfirleitt borin fram í dulbúningi og heldur ómarkviss. Sögðu embættismenn á fundinum að ástandið á Kúbu væri ekki sama deiluefnið og áður og samstaða hefði skapast um að æskilegt væri að Kúbumenn tækju áfram þátt í samráði þessu þótt stjórnvöld þar væm einangruð í hinni kommúnísku hugmynda- íræði sinni. Castro, seni er 71 árs, þótti heldur þreytulegur að sjá en vangaveltur hafa raunar verið á kreiki um að heilsa hans kunni að vera að bila. í stuttri ræðu sem hann flutti á laugardag varði hann stefnu stjórnar sinnar og fór hörðum orðum um Bandaríkin, sem staðið hafa fyrir einangmn Kúbu á alþjóðavettvangi og haldið hafa efnahagslífinu þar í kyrking- aról viðskiptabanns. í lokayf- irlýsingunni er vísað til Helms- Burton-laganna svonefndu og þau fordæmd en samkvæmt þeim vofa refsiaðgerðir Bandaríkjanna yfir þeim erlendu ríkjum sem eiga viðskipti við Kúbu. Þykir það nokkur sigur fyrir Castro að þessi lög skyldu vera gagnrýnd sérstak- lega á fundinum. I ræðu sinni sagði Castro að „hið sanna lýðræði“ hefði verið innleitt á Kúbu sem væri „stjórn- arform fólksins fyrir fólkið." Þetta fyrirkomulag skilaði alþýðu manna mun meiru en hefðbundið vestrænt lýðræði. Viðstaddir höfðu á orði að svo virtist sem Castro væri brugðið. Krafturinn sem löngum hefði ein- kennt framgöngu hans við þessi tækifæri hefði ekki verið hinn sami og áður. Nefnt var sérstaklega að forðum hefði hann notið þess að vera í sviðsljósinu á samkundum þessum en svo hefði ekki verið nú. Samper biður um aðstoð Castro nýtur hins vegar ákveðnar sérstöðu í þessum heimshluta líkt og kom í ljós er Emesto Samper, forseti Kólumbíu, fór þess formlega á leit við hann að hann tæki þátt í til- raunum til að stilla til friðar í land- inu. Þar hafa vinstri sinnaðir skæruliðar haldið uppi vopnaðri baráttu gegn stjómvöldum í um 30 ár og hefur Samper nú beðið stjórnvöld í Costa Rica, Venesúela, Mexíkó og á Spáni um að hafa milligöngu í friðarviðræðum. Castro kvaðst telja það skyldu sína að reyna að miðla málum en viðbrögð skæruliða voru á þann veg að erlend ríki gætu aldrei haft áhrif á þróun mála í Kólumbíu þó svo að Castro væri enn „frelsisvit- inn í Rómönsku Ameríku." BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, mun halda til Bretlands í dag, eftir að fyrir- hugaðri brottför hans í gær var frestað vegna annrikis. Netanyahu mun hitta Tony Blair, forsætisráðherra Breta, og Made- leine Albright, utanríkisráðhen’a Bandarikjanna, á meðan á Bret- landsdvöl hans stendur. Hann hyggst síðan fljúga til Bandaríkj- anna á sunnudag og sækja fund á vegum samtaka Gyðinga. Ekki stendur þó til að Netanyahu hitti Bill Clinton, forseta Bandaríkj- anna. Bandaríkjaforseti hittir að jafnaði ísraelska ráðamenn er þeir eru á ferð um Bandaríkin og Banda- ríkjastjóm styrkir Ísraelsríki um 3 milljarða Bandaríkjadala á ári, um 21 milljarð króna. Það þykir því til merkis um að Clinton sé ekki sáttur við árangur friðarumleitananna fyr- ir botni Miðjarðarhafs að hann hyggst ekki hitta Netanyahu. Israelskir ráðamenn hafa gert lítið úr þýðingu þess að Netanyahu hitti ekki forsetann en David Levi, utanríkisráðherra ísraels, sagðist þó vona að hægt yrði að koma á fundi með þeim Netanyahu og Clinton í kjölfar fundarins með Al- bright. FJÓRIR Bandaríkjamenn og einn Pakistani voru skotnir til bana í hafnarborginni Karachi í Pakistan snemma í gærmorgunn, að því er lögregla greindi frá. Mennirnir voru á ferð í bíl er tveir árásarmenn á öðrum bíl létu til skarar skríða og beittu hríðskotabyssum. Bandaríkjamennirnir voru starfs- menn olíufélagsins Union Texas og voru á leið frá hóteli, er þeir bjuggu á, til skrifstofu sinnar. Pakistaninn var ökumaður þeirra. Fréttastofa Associated Press hef- ur eftir lögreglu að grunur leiki á að árásin tengist dómi er felldur var í Árangurslausar viðræður Levi hefur vísað á bug staðhæfingum Yassers Ai'afats, leiðtoga Palestínumanna, um að friðarviðræður Israela og Palest- ínumanna, sem lauk í Washington í síðustu viku, hafi verið árangurs- lausar. Friðarumleitanir ísraela og Pal- estínumanna sigldu í strand eftir að Netanyahu heimilaði nýbyggingar gyðinga á palestínsku landi í Aust- ur-Jerúsalem í mars. Síðan þá hefur spenna í samskiptum þjóðanna farið sívaxandi og 24 ísraelsmenn látið lífið í sjálfsmorðsárásum Palestínu- manna. Netanyahu sagðist við setningu flokksfundar Likud-bandalagsins á mánudag gera sér grein fyrir því að hann gæti bætt stöðu sína á alþjóðavettvangi með því að gefa eftir en að dagar eftirgjafar væru liðnir. Þá hvatti hann Palestínu- menn til að ganga að tilboði sínu um að leggja áfangaáætlun Óslóar-sam- komulagsins til hliðar og ganga beint til lokaviðræðna um yfirráð á svæðinu. Hann lagði þó áherslu á andstöðu sína við að þeir fengju sjálfstætt ríki eða nokkur yfirráð í Jerúsalemborg. Bandaríkjunum á mánudag yfir Pakistana sem ákærður var fyrir morð á tveim starfsmönnum banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, í Washington 1993. Bandaríska utan- ríkisráðuneytið hafði varað banda- ríska ríkisborgara erlendis við því að búast mætti við hefnd- araðgerðum. Rúmlega 380 manns hafa fallið í átökum í Karachi, þar sem búa um 14 milljónir manna, það sem af er þessu ári. Standa átökin milli þjóðemisbrota og trúflokka, og í fyrra féllu um 500 manns og um 2000 árið á undan. Reuters FIDEL Castro Kúbuleiðtogi og Jóhann Karl Spánarkonungur hlýða iliugulir á umræður á fundi leiðtoga Rómönsku Ameríku, Spánar og Portúgals um helgina. Fimm myrt- ir í Karachi Karachi. Reuters.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.