Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Eins og minningar um myndir
TRYGGVI Ólafsson: „Etrúra-haninn“, verk nr. 13.
MYIYDLIST
Norræna húsið
MÁLVERK
TRYGGVI ÓLAFSSON
Opið alla daga nema mánudaga frá
kl. 14-18. Aðgangur 200 kr. Til 30.
nóvember.
TRYGGVI Ólafsson er með
þekktari listmálurum Islands, þótt
hann hafi reyndar að mestu búið
og starfað í Kaupmannahöfn frá
því að hann lauk þar námi. Tryggvi
hóf nám við listaakademíuna árið
1961 og nam þar næstu sex árin, á
miklum umbrotatímum sem létu
fátt ósnortið í myndlistinni. Popp-
listin var ein af þeim stefnum sem
urðu áberandi á þessum tíma, en í
henni má segja að hafi sameinast
margir þeir straumar sem helst
höfðu runnið til nýsköpunar. Eins
og nafnið gefur til kynna var popp-
listin hugsuð sem eins konar and-
svar við hámenningarlist módem-
ismans sem átti fátt skylt við
myndræna upplifun almennings og
það sterka myndmál sem farið var
að halda að fólki í gegnum
auglýsingar, sjónvarp, kvikmyndir,
dagblöð og tímarit. I stað þess að
afneita þessu myndmáli tóku popp-
málaramir það inn í list sína og af-
raksturinn var málverk sem gat í
senn verið einfalt og sláandi, kunn-
uglegt en um leið hlaðið beittri
gagnrýni á fjölmiðlunar- og neyslu-
samfélag nútímans.
En það var umfram allt viðhorfið
til viðfangsefnisins sem breyttist
með popplistinni. Hversdagslegir
hlutir urðu gjaldgengir í myndlist,
ólíkt því sem áður var, og mynd-
málið varð aðgengilegra - hreinir
litafletir og skýrt afmörkuð form í
bland við myndir sem teknar voru
beint úr fjölmiðlum eða úr
auglýsingum. Oft var síðan beitt
óvæntum samsetningum til að gefa
verkunum slagkraft, myndum af
hermönnum og skriðdrekum stillt
upp andspænis myndum af böm-
um, o.s.frv. Tryggvi samsamaði sig
þessari stefnu og beitti henni
meðal annars í pólitískum mynd-
um. En það varð snemma ljóst að
það var málverkið sjálft sem
heillaði Tryggva. í stað þess að
leitast við að gera myndir sínar sí-
fellt meira ögrandi eins og margir
gerðu, leitaði Tryggvi inn á við í
málverkið. Hann einbeitti sér að
formum og samsetningu myndflat-
arins og verk hans urðu sífellt ein-
faldari og tærari - myndbygging
sjálf fór að skipta mestu máli. I
stað þess að endurspegla ágengar
ímyndir fjölmiðla og auglýsinga,
urðu myndimar í verkum Tryggva
frekar eins og minningar um
myndir, dregnar með einfóldum
útMnum og málaðar í hreinum lit-
um. Samsetning formanna varð
eins og ferðalag um heim minning-
anna þar sem tíminn hefur ein-
faldað allt og gætt það öðmm
bjarma. I myndunum ægði enn
saman ólíkum hlutum - dýrum,
leikföngum, byssum, bílum - en
samsetningin var ekki til að ögra,
heldur til að opna fyrir skýrari og
meira skapandi upplifun.
Þannig er það ekki úr lausu lofti
gripið þegar Guðbergur Bergsson
skrifar í sýningarskrá fyrir
sýningu Tryggva sem nú stendur í
Norræna húsinu að í verkum hans
sé að finna „eins konar vísi að sí-
gildri popplist". Eins og allir góðir
málarar sem sinna köllun sinni hef-
ur Tryggvi jafnt og þétt skerpt ein-
beitingu sína og þrengt viðfangs-
efni sitt uns eftir stendur hinn eig-
inlegi kjarni málverksins - form
og litur. Það kemur því heldur ekki
á óvart að á þessari sýningu em
margar myndir sem em næstum
því eða alfarið afstrakt, eins og til
að mynda verkið „Etrúra-haninn“
eða myndin „Vísa“.
Þegar forvígismenn afstraktsins
höfnuðu á sínum tíma öllum fyrir-
myndum var það ekki af tómri
uppreisnarþörf eða nýjungagirni.
Þeir vom ekki að afneita málverk-
inu þótt þeir höfnuðu hefðinni,
heldur töldu þeir sig þvert á móti
vera að hefja málverkið til þeirrar
virðingar sem því bæri með því að
losa það undan oki hlutanna og
gera það að eins konar tónlist þar
sem litir og form ríktu einráð í
rapsódískum leik um myndflötinn.
Myndir Tryggva hafa lengið verið
nokkuð leikandi og lausar frá vera-
leikanum í stað þess að vera ein-
faldlega eftirmyndir hans. Eftir því
sem vald málarans og traust hans á
verkfæram sínum og viðfangsefn-
um styrkist fer hann jafnvel að
geta kastað alfarið frá sér
myndefninu án þess að það rýri á
nokkurn hátt áhrifamátt verksins.
í myndum Tryggva era mörkin
milli þeirra sem enn sýna þekkjan-
lega hluti og hinna sem era
óhlutlæg vart greinanleg. Hvort
tveggja virðist vera eðlileg
útfærsla á aðferð og nálgun lista-
mannsins. Sumum kann að þykja
að Tryggvi hafi um langt árabil
setið fullfastur við sinn keip í stað
þess að láta eftir kröfunni um end-
urnýjun, en það er einmitt þessi
festa sem gefur honum svo afdrátt-
arlaust vald yfir málverki sínu.
Þetta vald hlýtur að vera markmið
málarans hvaða leiðir sem hann fer
til að ná því.
Sýningin í Norræna húsinu er
stór. Á henni era sextíu og fjórar
myndir og þar kennir ýmissa
grasa. Sumum verkunum svipar til
þess sem áhorfendur þekkja af
síðustu sýningum Tryggva hér á
landi, en í sumum kveður við annan
tón. Því er óhætt að greina hér
skýrt milli endurtekningar og
stefnufestu, og segja að þótt ekki
sé um nein róttæk umskipti að
ræða vitni sýning Tryggva í
Norræna húsinu um listamann sem
enn er vaxandi og frjór þótt hann
eigi nú þrjátíu og fimm ára feril að
baki.
Jón Proppé
rafsuðui
= HÉÐINISI =
VERSLUN
SEUAVEGI2 SÍMI 562 4260
„Daffy, þu
dekkar þennan
stóra“
;í inyji(H>;iii(li
EITT af verkum Daníels Þ. Magnússonar í Galleru Ingólfsstræti 8.
Nýjar bækur
# JANNI vinur minn er ung-
lingabók eftir Peter Pohl í
þýðingu Sigrúnar Ragnarsdóttur.
Þegar Janni skýtur upp kollin-
um verður hann fljótlega besti
vinur Krilla. Skyndilega verður líf
Krilla flókið vegna þess að hann
þarf að skipta sér milli gömlu fé-
laganna, skólans og Janna, sem
fellur ekki inn í samfélagið.
Sænski höfundurinn Peter Pohl
lýsir umhverfi og tíma sem hann
ólst sjálfur upp í á sjötta áratugn-
um. Állt virðist slétt og fellt - en
undir yfirborðinu leynist ýmislegt
sem ekki þolir dagsljósið. Sagan
skilur lesandann eftir með ótal
umhugsunarefni - ekki síst
varðandi samheldni og vináttu,
segir í kynningu.
Utgefandi er Mál og menning.
Halldór Baldursson teiknaði
kápuna. Bókin er 231 blaðsíða,
prentuð í Svíþjóð og kostar 1.390
krónur.
-----------------
• GOTT að bora í nefið er
myndabók fyrir böm.
Höfundurinn er þýskur, Daniela
Kulot-Friseh, en á síðasta ári kom
út eftir hana bókin Sokki og
Bokki.
Litla fíl og Mýslu finnst gott að
bora í nefið, en mamma hans
Frogga harðbannar honum að
gera það. En hvers vegna vill
enginn viðurkenna að hann bori í
nefið? Bókin er litrík og
gamansöm og hefur verið gefin út
í mörgum löndum.
Útgefandi er Mál og menning.
Hildur Hermóðsdóttir þýddi
bókina sem er 26 síður og kostar
1.390 krónur.
Sýningum lýkur
Sparisjóðurinn á Garðatorgi
SIÐASTA sýningarvika er á mál-
verkasýningu Gunnellu í Sparisjóði
Garðabæjar. Á sýningunni eru 24 ol-
íumálverk sem unnin eru á sl. tveim-
ur árum. Sýningunni lýkur föstudag-
inn 14. nóvember og er opin á opnun-
artíma Sparisjóðsins frá kl. 9.15-16
alla virka daga.
Listasetrið Kirkju-
hvoli, Akranesi
Sýningu Bjarna Jónssonar á mál-
verkum, sem eru heimildamyndir
um sjósókn fyrri tíma og aðrar
þjóðlegar myndir lýkur sunnudaginn
16. nóv.
Listasetrið er opið virka daga kl.
15-18 en frá kl. 14-19 um helgar.
Gallerí Ingólfsstræti 8
Myndlistarsýningu Daníels Þ.
Magnússonar, „Landkönnun“ sem
staðið hefur yfir frá 9. nóvember,
lýkur nú á sunnudag. Myndefnið eru
höfuðáttirnar, landið og fáninn.
Galleríið er opið fimmtudaga til
sunnudaga kl. 14-18.
Lesið úr
nýjum bókum
á Súfistanum
SJÖTTA upplestrarkvöld á
Súfistanum, kaffihúsinu í
Bókabúð Máls og menningar,
Laugavegi 18, verður í kvöld,
fimmtudag kl. 20.30.
Lesið verður úr fjórum
nýútkomnum bókum, tveimur
íslenskum skáldsögum, einni
ljóðabók og einni þýðingu. Þeir
sem kynna bækur sínar era:
Kristín Ómarsdóttir les úr
skáldsögunni Elskan mín ég
dey; Kristjón K. Guðjónsson
les úr fyrstu skáldsögu sinni,
Óskaslóðin; Sigurður Pálsson
les úr níundu Ijóðabók sinni
Ljóðlínuspil og Tómas R. Ein-
arsson les úr þýðingu sinni á
skáldsögu Gabriel Garcia
Marquez, Frásögn af mann-
ráni.
Aðgangur er ókeypis.
Djass fyrir
alla í
Hafnarfírði
GILDISSKÁTAR í Hafnarfirði
með aðstoð Menningarmálanefnd-
ar Hafnarfjarðar hafa staðið fyrir
djasstónleikum í Hafnarborg. I
kvöld, fimmtudag, verða tíundu
tónleikamir haldnir með yfirskrift-
inni „Djass íyrir alla“. Jónatan
Garðarsson hefur verið kynnir á
tónleikunum og hefur leitt áheyr-
endur um fjölbreytilegt svið sem
djassinn spannar.
Fyrstu tónleikar vetrarins hefj-
ast með þeim Guðmundi Stein-
grímssyni og Carli MöUer sem hafa
fengið Róbert Þórhallsson bassa-
leikara til liðs við sig. Þeir munu
leika þekkt djasslög og að auki
gefst áheyrendum kostur á
óskalögum.
Afmælistónleikamir verða að
venju í Hafnarborg og hefjast kl.
21.
------♦-♦-♦----
Tríó Ólafs
Stephensen
á Jómfrúnni
TRÍÓ Ólafs Stephensen verður með
tónleika á vegum djassklúbbsins
Múlans á morgun, föstudag, kl. 21.
Tríó Ólafs
Stephensen hefur
starfað í sex ár og
er orðin ein af
gamalgrónari
djasshljómsveit-
um landsins.
Tríóið hefur gert
víðreist á árinu og
hefur m.a. spilað
á Grænlandi, í
Bandaríkjuum,
Argentínu og Chile.
Á þessum tónleikum munu þeir
félagarnir, Ólafur Stephensen, pí-
anóleikari, Tómas R. Einarsson,
kontrabassaleikari, og Guðmundur
R. Einarsson, trommuleikari, leika
lög úr ýmsum áttum í útsetningum
hljómsveitarstjórans.
Tónleikarnir verða haldnir á
Jómfrúnni, Lækjargötu 4. Miðaverð
er kr. 1.000, nemendur og aldraðir
fá helmingsafslátt.
------♦-♦-♦----
Operukvöld
á Kaffi Puccini
Á KAFFI Puccini, Vitastíg lOa,
verður haldið óperukvöld í kvöld,
fimmtudag kl. 21.30. Kaffi Puceini
hefur staðið fyrir
blús- og
djasskvöldum og
er þetta óperu-
kvöld nýbreytni
þar á bæ. Gestum
gefst kostui' á að
hlýða á verk
fremstu tónskálda
veraldar undir
leiðsögn þekktra
söngvara. Það er
Sigríður Ella Magnúsdóttir söng-
kona sem stýrir tónlistinni í kvöld
og hefur valið verk Puccini til flutn-
ings.
Nýjar bækur
# LEITIN að fjársjóðnum er eftir
Susannah Leigh og Brenda Hawn.
í bókinni slæst lesandinn í för
með Maríu í mikla ævintýraferð og
hjálpar henni að leysa spennandi
myndagátur í leiðinni. Þannig
verður lesandinn virkur þátttakandi
í ævintýrinu. Pétur Ástvaldsson
þýðir bókina.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bókin er prentuð í Danmörku.
Leiðbeinandi verð er 1.290 krónur.