Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Steinunn Sigurðardóttir Nýjar bækur • SKÁLDSAGAN Hanami - sagan af Hálfdani Fergussyni er eftir Steinunni Sigurðardóttur. Þar segir af Hálfdani Fergussyni sem er farsæll sendi- bflstjóri, kvænt- m- og tveggja bama faðir í Reykjavík. A uppboði í Tollvörageymsl- unni er hann skyndilega lost- inn þeirri óbifan- legu sannfæringu að hann sé hrein- lega dáinn. Fjölskylda, vinir og vinnufélagar taka þessum válegu tíðindum heldur fáíega, en tilvera Hálfdans kemst auðvitað í tals- vert uppnám vegna þessa ástands og að lokum berst leikur- inn alla leið austur til Japans. Þetta er fimmta skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, en auk þess hefur hún m.a. samið ljóð, smásögur, sjónvarpsleikrit og bók um Vigdísi Finnbogadótt- ur fv. forseta Islands. Ljóð hennar og smásögui’ hafa birst í tímaritum og safnritum á Norðurlöndunum, í Þýskalandi og víðar. Skáldsögur hennar hafa verið þýddar á fjölmörg tungu- mál og verið er að kvikmynda Tímaþjófinn í Frakklandi. Hún hlaut Islensku bókmennta- verðlaunin 1995 fyrir skáldsöguna Hjartastaður. Utgefandi er Mál og menning. Bókin er 203 bls., unnin íPrent- smiðjunni Odda hf. Málverk á kápu heitir Drengur og Fujifjall og er eftir Katsushika Hokusai (1760-1849) en Róbert Guillem- ette hannaði kápuna. Verð: 3.680 kr. Styrktartónleikar Minningarsjóðs Flateyrar Flateyri. Morgunblaöið. Morgunblaðið/Egill Egilsson ÞAU löðuðu fram hugljúfa og jafnframt kraftmikla tóna úr smiðju hinna stóru meistara; Jónas Ingimundarson, pianóleikari, Björn Jónsson tenór og Þóra Einarsdóttir sópran. UTI RIKIR rok og élin falla þétt til jarðar, en innandyra í Iþróttahúsi Flateyrar hljóma annað árið í röð ljúfir tónar tónlistargyðjunnar sem ylja Flateyringum um hjartarætur, á meðan Vetur konungur lætur á sér kræla utandyra. Enn á ný er Jónas Ingimundarson mættur til Flateyrar og sestur við flygilinn í einu hljóm- besta íþróttahúsi landsins og með honum eru í för þau Björn Jónsson tenór og Þóra Einarsdóttir sópran. Með undirspili Jónasar tekst þeim að laða fram hugljúfa og jafnframt kraftmikla tóna úr smiðju hinna stóru meistara, þeirra Mendelsohn, Þórarins Guðmundssonar, Sigvalda Kaldalóns, og að sjálfsögðu gleyma þau ekki Verdi, Mozart og Puccini. Og áheyrendur hrífast með, enda ætíð fagnaðarefni að hlýða á fallega tónlist sungna af Ustamönnum. Jónas Ingimundarson bregst ekki frekar en fyrri daginn, með spé á milli laga og kankvís að vanda. Eftir að hafa tæmt dagskrána sem stóð yf- ir í einn og hálfan tíma, er þeim þakkað fyrir af þrem yngismeyjiun með þrjá gjafapakka meðferðis handa hverjum og einum. Eftir upp- klapp taka þau fimm lög til viðbótar og er þeim klappað lof í lófa. Sigrún Gerða Gísladóttir, einn af stjórnannönnum í Minningarsjóði Flateyrar, færir þeim þakkir fyrir um leið og hún þakkar áheyrendum fyrir komuna. I stuttu samtali við Mbl. kemur fram hjá Sigrúnu Gerðu að Minningarsjóður Flateyrar hefur fengið land undir fyrirhugaðan minningarreit og þegar séu hafnar framkvæmdir við jarðvegsvinnuna. Haldinn verður aðalfundur 15. nóvember n.k.og þar verða lögð fram frumdrög að svæðinu sem Pétur Jónsson landslagsarkitekt mun halda kynningu á, en hann hefur verið ráðinn til starfans. Að sjálfsögðu verða allir Flateyringar nær og fjær að móta sín fyrstu drög, og veita stjórnarmönnum hugmyndir um hvemig reiturinn skuh líta út, þannig að Pétur geti haft tilbúið að vori teikningu að minningarreitnum. Pétur vill einmitt hanna minningar- reitinn í samvinnu við heimamenn. Sigrún Gerða segir að þau hafi fundið íyrir miklum stuðningi bæði á Flateyri og hjá Flateyringum búsettum fyrir sunnan, margir vilji koma og hjálpa til við vinnuna þegar hún hefjist. Vinnan muni svo byggj- ast mikið sjálf á Flateyringum, að þeirra hugmyndir um leiði, blóm og fleira komi frá þeim sjálfum. Framundan sé í vetur að afla fjár, og er það gert með ýmsum hætti, með gíróseðlum, framlögum úr poka- sjóði, tjrám frá skógræktinni og margt fleira er gert til að afla fjár- ins. Stjórnarmenn vilja vinna sína vinnu í kyrrþey og láta lítið bera á sér nema þegar styrktartónleikar eins og þessir eru haldnir, en eftir það hverfa þau af sjónarsviðinu og vinna bakvið tjöldin, í kyrrð og ró. Verslunin hættir!! Attt á að seljast aðeins 4 verðflokkar! 990,-1.990,- 2J990,- 3.990,- Skóverslun Reykjavíkur Laugavegi 87 Ljóðakvöld og tónleikar í Rósenberg BLÁSIÐ verður til skáldaþings og tónleika með gerningum í Rósen- bergkjallaranum í kvöld kl. 21. Níu skáld lesa, en sumir lesa eða kveða við undirleik. Þau eru: Birgitta Jónsdóttir, Haukur Svan- berg, Kristín Ómarsdóttir, Laufey Þórðardóttir, Ólafur Gunnsteins- son, Sigurður Pálsson, Sigfús Bjart- marsson, Tryggvi Hansen og Þórunn Valdimarsdóttir. Eftir Skáldaþingið verða tónleik- ar með Tryggva Hansen og riðmasveitinni Seiðbandinu. Tryggvi er þekktur sem landslags- listamaður „en tónlist og kveðskap- ur er hans líf þessa dagana“ segir í kynningu. Tryggvi kveður ofaná ýmiskonar grunna. S.s. við danstónlist, trumbuslátt, langspil- leik, spunahljóð o.fl. Þeir sem leggja til efni í dansgrunna í tónlist Tryggva eru Sigurbjöm Þorgríms- son, Þór Eldon og Marteinn Þórðarson. I lokin verður leikin ís- lensk danstónlist eftir ýmsa. Aðgangur ókeypis til kl. 22.30 en þá kostar 300 kr. ------♦♦♦------- Margrét Sveinsdóttir í Leifsstöð í FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar stendur yfir sýning á verkum Mar- grétar Sveinsdóttur. Félag íslenskra myndlistarmanna, Leifsstöð og tímaritið Atlantica standa sameiginlega að þessari kynningu á verkum félagsmanna FÍM í landgangi flugstöðvarinnar. Verk Margrétar verða sýnd til 5. janúar næstkomandi, en þá hefst kynning á verkum Sigurðar Örlygs- sonar. Nýjar bækur • SKÁLDSAGAN Elskan mín ég dey er eftir Kristínu Omarsdóttur. Þetta er óvenjuleg fjölskyldusaga sem gerist í íslensku sjávarþorpi. Þar býr ekkjumaður með fjórum sonum sínum. Yfir feðgana ganga ýmsar hremmingar og lítil hjálp er í að látnir fjölskyldu- meðlimir vaki yfir þeim af áhuga. Elskan mín ég dey er ellefta skáldverk Kristínar Ómarsdóttur, en hún hefur samið skáldsögur, smásögur, leikrit og ljóð, nú síðast leikritið Ástarsaga 3 sem verið er að sýna á Litla sviði Borgarleikhússins um þessar mundir. Síðasta skáldsaga hennar, Dyrnar þröngu, var tilnefnd til Islensku bókmenntaverðlaunanna 1995. Útgefandi er Mál og menning. Elskan mín ég dey er 210 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda h.f. Kápuna gerði Katrín Sigurðardóttir út frá myndum eftir Kiistínu Ómarsdóttur. Verð: 3.680 kr. Kristín Ómarsdóttir Rabb um rannsóknir og kvenna- fræði HELGA Kress prófessor í al- mennum bókmenntafræðum flytur rabb sem hún nefnir „En ég er hér ef einhver til mín spyrði." Ljóð eftir íslenskar konur 1876-1995, í dag 13. nóvember í stofu 201 í Odda kl. 12-13. „Ljóðagerð íslenskra kvenna hefur hingað til verið ósýnileg í íslenskri bókmenntasögu. I rabbinu mun Helga Kress segja frá útgáfu sinni á sýnisbók ljóða eftir rúmlega fjörutíu íslenskar konur frá árinu 1876 þegar fyrsta skáldrit eftir konu kom út á íslandi, ljóðabókin Stúlka eftir Júlíönu Jónsdóttur. Helga mun einkum fjalla um þær viðtökur sem ljóðabækur kvenna hafa fengið í ritdómum og bókmenntasögum og velta fyrir sér hvaða áhrif viðtökurn- ar kunna að hafa haft á ljóðagerð kvenna og skáldlega sjálfsímynd," segir í kynningu. Rabbið er á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- fræðum við Háskóla Islands og er öllum opið. Sýning á klukkum í Skruggu- steini SÝNING á klukkum eftir Bjarnheiði Jóhannsdóttur stendur nú yfir í Galleríi Skraggusteini, Hamraborg 20a, Kópavogi. Klukkurnar, 13 talsins, eru einskonar spegilmyndir af stundum í lífi mannsins, bæði kátlegum og alvarlegum. Bjamheiður lauk námi frá leirlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1992 og mastersgráðu frá Ung- versku listiðnaðarakademíunni 1994. Hún kennir nú við leir- listadeild MHÍ. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma gallerísins frá kl. 12-18, virka daga og kl. 11-16 laugar- daga, en henni lýkur 29. nóvem- ber.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.