Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 35
AÐSENDAR GREINAR
Byggðastofnun
á réttri leið
FLESTAR ríkis-
stjórnir undanfarinna
áratuga hafa haft það á
stefnuskrá sinni að
flytja eitthvað af fjöl-
breyttri starfsemi hins
opinbera frá höfuð-
borgarsvæðinu út á
land. Stjórn Byggða-
stofnunar samþykkti
nýlega að flytja hluta
af starfsemi sinni, þ.e.
þróunarsviðið, frá
Reykjavík til Sauðár-
króks. Þessi ákvörðun
hefm- hlotið nokkurn
andbyr eins og aðrar
sambærilegar ákvarð-
anir á liðnum árum.
Íái
(
s s
Guðjón
Guðmundsson
Aðdragandi
Það hefur verið gagnrýnt að
stjórn Byggðastofnunar hafi ekki
borið ákvörðun sína undh' þá
starfsmenn sem málið varða.
A stjórnarfundi 7. okt. lagði for-
maður fram tillögu um flutning
þróunarsviðs til Sauðárkróks. Ytar-
legar umræður urðu
um tillöguna og voru
stjórnarmenn sammála
um að fresta ákvörðun
í nokkrar vikur þannig
að starfsmönnum gæf-
ist kostur á að koma
sjónarmiðum sínum á
framfæri.
Málið var ekki á
dagskrá á næsta fundi,
en á fundi 4. nóv. var
það tekið til afgreiðslu.
Forstjóri lýsti sig and-
vígan flutningnum og
lagði fram minnisblað
með nokkrum atriðum
þar að lútandi. Önnur
mótrök komu ekki
fram, en fundinn sátu auk forstjóra
þrír starfsmenn Byggðastofnunar.
Breyttar áherslur
Byggðastofnunar
Sú stjórn sem nú situr í Byggða-
stofnun undir forystu Egils Jóns-
sonar hefur breytt nokkuð áhersl-
um stofnunarinnar og reynt að
Um hlutlæga blaða-
mennsku, landsfund
og leikrit
NYKOMINN af
landsfundi Alþýðu-
bandalagsins og horf-
inn á vit fundafargans
norrænnar samvinnu
verður mér hugsað til
baka og ég velti fyrh'
mér frammistöðu fjöl-
miðla. Var ég á sama
fundi og t.d. blaðamað-
ur Dagblaðsins? Voru
blaðamenn Morgun-
blaðsins annarsvegar,
sem með tiltölulega
vandaðri og hlutlægri
umfjöllun sinni stóðust
prófið, og blaðamenn
DV, sem fá falleinkunn
iyrir þann „sýndar-
veruleika“ sem þeir tóku þátt í að
reyna að skapa, á sama fundi? Sig-
urvegarar og sigraðir, hetjur og
skúrkar, í leikritinu, sem frá því
dagana fyrir fundinn og allt til nú
efth' hann reynt var að búa til,
dygðu í magar spennusögur.
Mesta aðdáun vekja þó auðvitað
morgunleikfimiæfingar nýja og
„óháða“ ritstjórans á DV, sem
skrifaði einum og hálfum degi fyrir-
fram um niðurstöður landsfundar-
ins eins og „orðnar" staðreyndir.
Fréttastofa ríkisútvai'psins, hljóð-
varp, lenti einnig, a.m.k. framanaf
fundinum, í því að fá hlutverk í leik-
ritinu og Dagur, málgagn lands-
byggðarinnar með meiru, undir rit-
sjórn kosningaráðgjafa R-listans,
lagði, að vísu á fremur fátæklegan
hátt, sitt af mörkum. Sjónvarps-
stöðvarnar stóðu sig að mati undir-
ritaðs vonum framar, en eins og áður
sagði komst Morgunblaðið næst því
að gefa raunhæfa mynd af því sem
fram fór - sjálfum veruleikanum.
Þegar sameining nokkurra sveit-
arfélaga norður í landi var fyrr á
árinu felld öllum á óvart (nema
þeim sem þekktu til umræðunnar í
grasrótinni, voru sem sagt á fund-
inum) spurði ónefndur fjöl-
miðlarýnir „Hvar voru fjölmiðlai'?“
Spurningin virðist eiga við um
landsfund Alþýðubandalagsins og
reyndar eiga við enn ef marka má
sum fréttaskeytin sem bárust að
heiman og hingað til Helsinki í gær
og í dag. Hvar er að finna þá efnis-
legu og gagnrýnu umfjöllun um at-
burði af þessu tagi sem auðveldar
almenningi að átta sig á því hvað
raunverulega gerðist, hverjar vora
Steingrimur J.
Sigfússon
hinar eiginlegu efnis-
legu niðurstöður fund-
arins og hvað þýða
þær?
Sjálfkrýnda „sigur-
vegara" á annarra
kostnað höfum við
ávallt á meðal vor og
vönduð fjölmiðlun
gleypir að sjálfsögðu
ekkert hrátt sem bygg-
ist á einhliða upplýs-
ingum í þeim efnum.
Sigurvegarinn á þess-
um fundi var einn og
aðeins einn að mínu
mati - Alþýðubanda-
lagið sjálft.
Undirritaður gerir
sér vel grein fyrir því að það er
fremur óhefðbundið að starfandi
stjórnmálamaður stingi, ef svo má
að orði komast, höfðinu í gin ljóns-
ins með óvæginni gagnrýni á
Mesta aðdáun vekja,
að mati Steingríms J.
Sigfússonar, „morgun-
leikfímiæfíngar nýja
og „óháða“ ritstjórans
á DV“.
frammistöðu fjölmiðla af því tagi
sem hér hefur verið fram sett.
Tæpast aukast vinsældir mínar á
öllum bæjum í sveitinni við þetta
tiltæki og var þó fyrh' af mismiklu
að taka. Stjórnmálamenn eiga eins
og kunnugt er mikið undir fjölmiðl-
um og auðvitað gagnkvæmt. Sam-
búð þessara aðila er oft vandasöm,
en tæpast getur það verið hollt að
rétturinn til að gagnrýna og kryfja
frammistöðu gagnaðilans sé aðeins
á annan veginn. Verðum við stjórn-
málamenn ekki einnig að hafa rétt
til að gagnrýna opinberlega
frammistöðu fjölmiðla og hafa þá
einnig kjark til að gera það? Það er
mín niðurstða og því er þessi til-
raun gerð. Spennandi verður svo að
sjá hversu karlmannlega hver og
einn tekur við því sem honum til-
heyrir.
Höfundur er nlþingismaður Alþýðu-
bandalagsins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra.
Þarna var um að ræða,
segir Guðjón Guð-
mundsson, flutning á
tvöfalt fleiri störfum frá
Reykjavík en saman-
lagt hjá Landmæling-
um og Byggðastofnun.
færa starfsemina nær þeim sem
eiga að njóta hennar, þ.e. fólkinu á
landsbyggðinni.
Þannig hefur stofnunin stóreflt
atvinnuráðgjöf á landsbyggðinni
með þriggja ára samningum við
samtök sveitarfélaga í hverju kjör-
dæmi, þar sem stofnunin leggur
fram tæpar 9 millj.kr. á ári á móti
framlögum heimamanna. Með
þessu hefur verið stofnað til öflugr-
ar atvinnuráðgjafar í öllum lands-
hlutum. Þessi starfsemi fór fyrst af
stað á Austurlandi og Suðurlandi
og hefur þótt takast mjög vel til. í
skoðanakönnun sem gerð var fyrr á
þessu ári um orsakir búferlaflutn-
inga fólks kom fram að það sem
fólk ó landsbyggðinni er hvað óá-
nægðast með er einhæfni atvinnu-
lífsins. Öflug atvinnuráðgjöf sem
starfrækt er af heimamönnum er
líklegri til að skila ái'angri en ýms-
ar aðgerðir sem reyndar hafa verið
til þessa.
Með sama hætti og atvinnuráð-
gjöfin er best komin heima á vett-
vangi er það skoðun stjórnar
Byggðastofnunar að starfsemi þró-
unarsviðs eigi heima á landsbyggð-
inni.
Frétt Stöðvar 2
I þeim mótmælum sem fram hafa
komið gegn ákvörðun stjórnar
Byggðastofnunai' hafa verið fremur
lítil mótrök. T.d. var frétt á Stöð 2 í
síðustu viku þai' sem fréttamaðurinn
fann út verðmæti húseignar
Byggðastofnunai- í Reykjavík og
deildi í það með starfsmannafjölda.
Utkomuna margfaldaði hann síðan
með fjölda þeirra starfa sem á að
flytja norðm' og fann út að húsnæð-
iskostnaður vegna fiutningsins væri
28 millj.kr. Ekki virtist hvarfla að
þessum ágæta fréttamanni að
Byggðastofnun gæti hugsanlega los-
að sig við eitthvað af því fokdýra
húsnæði sem stofnunin á í Reykja-
vík.
Afstaða Morgunblaðsins
Morgunblaðið hefur mótmælt
áformum stjórnar Byggðastofnun-
ar í tveimur forystugreinum. Morg-
unblaðið mótmælti einnig ákvörðun
umhverfisráðherra um flutning
Landmælinga til Aki-aness í tveim-
ur forystugreinum.
Það kvað hins vegar við annan
tón þegar bæjarstjórn Akureyrar
ákvað að selja hlut sinn í Útgerðar-
félagi Akureyringa og fyrir lá að
þriðjungur af starfsemi Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna mundi
flytjast til Akureyrar, en þá sagði í
forystugrein Morgunblaðsins: „um-
svif Sölumiðstöðvarinnar og Eim-
skipafélags Islands aukast umtals-
vert á Akureyri, sem leiðir til auk-
innar atvinnu þar. Niðurstaðan er
því jákvæð fyrir Akureyringa og
það skiptir að sjálfsögðu mestu.“
Þarna var þó um að ræða flutn-
ing á tvöfalt fleiri störfum frá Rvík.
en samanlagt hjá Landmælingum
og Byggðastofnun. Það virðist því
vera stefna Mbl. að önnur lögmál
gildi um flutning starfa hjá ríkisfyr-
irtækjum en einkafyrirtækjum.
Samþykkt Alþingis
I stefnumótandi byggðaáætlun
fyrir árin 1994-1997, sem samin
var af forsvarsmönnum Byggða-
stofnunai’ og samþykkt á Alþingi 6.
maí 1994 segir: „Opinber þjónusta
og starfsemi opinberra stofnana
verði aukin á landsbyggðinni en
dregin saman á höfuðborgarsvæð-
inu að sama skapi.“
Er það nú trúverðugt þegar
sömu menn og sömdu þennan texta
hamast nú gegn því að farið verði
eftir honum?
Höfundur er stjörnarmaður í
Byggðastofnun og þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
RÆS TTVAGNAR
RÆSTIÁHÖLD
Arnarberg ehf.
Fossháls 27, Draghálsmegin
Sími 567 7557 • Fax 567 7559
University of Califomia, BakeJ
UNIVERSITY EXTENSION
In Assoclation with
Management Assoc
This is to certify that
has completed thc
I**
”Berkeley Week in Iceland" Program
Reykjavik, Iceiand
Novcmber 24 - 27,1997
s*mi j.!»»!««.}. nu»
M*n»«rr. Uiomúvnil Opmiiam
tlrrkrlr? WorM*M« Pro»r«mt
D. knUkrtlMMVrr,
DirrtMr, Uxrullmial Pntramt
l »n*rtM> tilnuM
Hvernig getur ákvörðun um verð
orðið betra stjórntæki?
Staðun Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1.
Tími: Miðvikudagur 26. nóvember 1997.
Þú velur á milli tveggja tíma-
setninga, kl. 9-13 eða kl. 14-18.
Aðferðir við ákvörðun verðs eru taldar vera með
erfiðustu en um leið árangursríkustu verkefnum
í markaðsstjómun nútímafyrirtækja.
Hverjar eru hættumar við að hækka og lækka
verð án þaulhugsaðrar verðmyndunarstefnu? Hver
er aðferðafræði best reknu fyrirtækjanna til að
skapa virkt og markaðsmiðað verðkerfi, sem
skiptir höfuðmáli við aukna markaðshlutdeild og
aukinn hagnað?
Hvemig aukum við vitund í fyrirtækjum fyrir
mikilvægi verðákvarðana? Hvemig sleppum við
frá niðurbrjótandi víxlverkun harðrar verðsam-
keppni? Hvemig má á vitrænan hátt samþætta
kostnað fyrirtækis, upplýsingar um viðskiptavini
og upplýsingar um samkeppnisaðila, við ákvörðun
um verð?
Fyrir hverja:
Námstefnan er ætluð stjómendum þjónustu- og
framleiðslufyrirtækja sem vilja afla sér meiri
þekkingar á hlutverki og áhrifum mismunandi
aðferða við verðákvarðanir.
Leiðbeinandi:
Peter C. Wilton
Dr. Peter C. Wilton er
af nýrri kynslóð fræði-
manna og fyrirlesara
sem leggja áherslu á að
nýta upplýsingabylting-
una til fullnustu.
Peter C. Wilton kennir
vörudreifingu og stjómun við Haas School of
Business í Berkeley. Dr. Wilton hefur hlotið fjölda
viðurkenninga fyrir störf sín á sviði stjómunar,
enda fá aðeins úrvals fræðimenn og
fyrirlesarar stöður við viðskiptadeild
Berkeley-háskóla.
Nánari upplýsingar í síma 533 4567 og www.stjornun.is
Stjórpunarfélag
íslands
Ath. í söniu viku: Námstcfnur uiii markaössetningu á Netinu, sölustjórnun og iniillutning/úttlutning