Morgunblaðið - 13.11.1997, Side 36

Morgunblaðið - 13.11.1997, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 + MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 3fí PlnrgumMuMli STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. S AMNIN G ALEIÐIN ER BEZT ÞAÐ VAR einkar viðeigandi að samningar Islands, Grænlands, Danmerkur og Noregs um afmörkun haf- svæðanna á milli Grænlands, íslands og Jan Mayen skyldu undirritaðir um leið og þing Norðurlandaráðs stóð yfir í Helsinki. Það er mjög í anda samskipta norrænu ríkjanna að deilur um lögsögumörk á þessum hafsvæðum skuli leystar í góðum friði með samningum. Norðurlönd hafa borið gæfu til að leysa allar slíkar deilur um langt skeið með friðsamlegum hætti, þótt stundum hafi þurft að fara dómstólaleiðina. Deila Dan- merkur og Noregs um yfirráð á Austur-Grænlandi, sem leyst var með dómi Alþjóðadómstólsins í Haag árið 1933, var til dæmis eina landamæradeila Evrópuríkja á árun- um milli stríða, sem leyst var án vopnaviðskipta. Dan- mörk og Noregur lögðu aðra deilu, um miðlínu milli Jan Mayen og Noregs, í dóm Haag-dómstólsins fyrir nokkrum árum og reka samningarnir um afmörkun haf- svæðanna, þar sem lögsögumörk Islands, Grænlands og Jan Mayen skerast, endahnútinn á þá deilu. Það er hins vegar vissulega þroskamerki að nú skuli ekki þurfa dómsúrskurð til, heldur geta norrænu ríkin sýnt sanngirni hvert í annars garð og slegið af kröfum sínum. Samningaleiðin er alltaf bezt í samskiptum ríkja. Vonandi lofar undirritun samninganna góðu varðandi aðrar innbyrðis deilur Norðurlanda, til dæmis Smugu- deiluna. ísland og Noregur hafa áður sýnt að ríkin geta samið um flókin og erfið mál og ber þar hæst samningana um lögsöguna við Jan Mayen og skiptingu loðnustofns- ins. Ekki má gleyma því að samningur Islands við Græn- land og Danmörku um miðlínuna milli íslands og Græn- lands sparar íslenzkum skattgreiðendum að öllum líkind- um stórfé. Nú skiptir ekki lengur máli hvort Kolbeinsey hverfur í sæ eður ei, þar sem Island byggir kröfu sína til lögsögu ekki lengur á eynni. Viðbúið er að íslendingar hefðu þurft að eyða tugum eða hundruðum milljóna til að verja eyjuna fyrir ágangi sjávar og hafíss. HOLLUR ÁGREININGUR ÞING Norðurlandaráðs, sem nú stendur yfir í Helsinki, er greinilega til marks um þá miklu breyt- ingu, sem orðið hefur á samstarfi Norðurlandaþjóðanna á undanförnum áratug. Norðurlandasamstarfið var komið í töluverðar ógöngur við upphaf áratugarins. Flest hin há- leitu markmið, sem stefnt var að í upphafi, höfðu fyrir löngu náð fram að ganga, t.d. hinn sameiginlegi norræni vinnumarkaður. Samstarfið virtist í augum margra snúast fremur um form en innihald og samkomur á borð við Norðurlanda- ráðsþing þjóna takmörkuðum tilgangi, þar sem ekki var ágreiningur um þau mál er samstarfið náði til og ekki var rætt um þau svið þar sem ríkin greindi á, t.d. afstöðuna til utanríkis- og öryggismála. Eftir að tvískipting álfunnar heyrði sögunni til og sam- starf Evrópusambandsríkjanna náði til æ fleiri þátta varð ljóst að meirihluti norrænu ríkjanna sóttist eftir að- ild að ESB. Þar með var jafnframt ljóst að grundvallar- breytingar á samstarfi Norðurlandanna yrðu óhjákvæmi- legar. A árinu 1995 náðist samstaða um umfangsmiklar breytingar á skipulagi Norðurlandasamstarfsins og tóku þær gildi á síðasta ári. Utanríkismál má nú taka til um- ræðu og málefni nærsvæðanna, t.d. Eystrasaltsríkjanna, eru einnig rædd á þessum vettvangi. Breytingarnar hafa leitt til að sú samstaða og einhugur er áður var talinn einkenna Norðurlandasamstarfið heyrir sögunni til. Þessu ber að fagna. Einhugurinn var einungis til marks um að norrænu leiðtogarnir sneiddu hjá þeim málum, þar sem ríkin greindi á, og þau mál er mestu skiptu, t.d. framtíð Norðurlandanna í breyttri Evrópu, voru ekki á hinni opinberu dagskrá. Nú ræða leiðtogarnir tiltölulega opinskátt um utanrík- ismál og öryggismál og mismunandi afstöðu til Evrópu- sambandsins, NATO og hvernig haga beri stuðningi við Eystrasaltsríkin. Þótt ekki takist að leysa öll deilumál á fundum Norður- landaráðs er nauðsynlegt að norrænu leiðtogarnir hafi vettvang af þessu tagi til að ræða mál og samræma af- stöðu sína þar sem hægt er. Slíkt er nauðsynlegt ef Norðurlandasamstarfið á ekki að vera orðin tóm. SAMEINING I SKAGAFIRÐI Fyrsta eða annars flokks sveitarfélag? Skagfírðingar taka næstkomandi laugardag afstöðu til tillögu um víðtæka sameiningu sveitarfélaga þar sem lagt er til að ellefu af tólf hreppum og bæjum héraðsins sameinist. —7----------------------------------------- I grein Helga Bjarnasonar kemur fram að skiptar skoðanir eru um málið í sveitunum og það sem meira kemur á óvart, hörð and- staða er einnig á Sauðárkróki. „Sveitarfélagið SKAGAFJÖRÐUR“ ÁÐUR hefur verið gerð tilraun til að sameina öll sveitarfélög Skagafjarð- ar, það var í stóru sameiningarkosn- ingunum árið 1993. Þá var tillagan samþykkt í sex sveitarfélögum Skagafjarðar en felld í sex og í sum- um með miklum mun. Mikill meiri- hluti íbúanna býr í þeim sveitarfélög- um sem samþykktu. Á árinu 1994 var farið að skoða málið aftur í þeim sveitarfélögum sem samþykktu og teknar upp viðræður þeirra á milli á árinu 1995. Einnig urðu menn varir við áhuga í hluta þeirra sveitarfélaga sem felldu sameiningu og varð niður- staðan sú að öllum sveitarfélögum Skagafjarðar var boðið að taka þátt í viðræðunum. Hreppsnefnd Akra- hrepps hafnaði því og í byrjun síð- asta árs hófst athugun ellefu sveitar- félaga á því hvort sameining þeirra væri fýsilegur kostur. Landfræðileg heild Skagafjörður er að mestu ein land- fræðileg heild, einn fjörður þar sem hagsmunir íbúanna eru samtvinnað- ir. Það kemur til dæmis mörgum á óvart þegar þeim er bent á það að á þeirri stuttu leið sem er frá Sauðár- króki að Varmahlíð eru fjögur sveit- arfélög án þess að nokkur landfræði- leg rök séu fyrir því. Þegar ekið er frá Sauðárkróki er ekið í gegnum Borgarsveit sem tilheyrir Skarðs- hreppi, síðan yfir Staðarhrepp og inn í Seyluhrepp þar sem Varmahlíð er. Ef ákveðið verður að sameina sveit- arfélögin verða 60-80 kílómetrar frá miðstöðinni á Sauðárkróki út í jaðra nýja sveitarfélagsins. Þannig verða 60 kílómetrar út á Hraun á Skaga, 65 að Giljum í Lýtingsstaðahreppi og 80 kílómetrar að Hrauni í Fljótum. í sveitarfélaginu verða fjórir þéttbýl- iskjamar, Hofsós, Varmahlíð og Hól- ar, auk Sauðárkróks. Á sameiningarsvæðinu bjó 4.431 íbúi 1. desember sl., þar af 2.763 á Sauðárkróki. Liðlega 62% íbúanna eru því á Sauðárkróki og 38% í sveitahreppum og öðrum þéttbýlis- kjörnum. Ibúaþróun hefur lengi ver- ið neikvæð í dreifbýlinu í Skagafirði en Sauðárkrókur hefur verið í stöðugri sókn þar til nú að erfiðleikar steðja að í atvinnulífinu. Fyrstu níu mánuði ársins fluttu á annað hundr- að manns úr héraðinu, umfram þá sem settust þar að, þar af um 70 frá Sauðárkróki. Samstaða sveitarstj órnarmanna Nefnd sem í áttu sæti tveir fulltrú- ar frá hverju sveitarfélagi nema hvað þrír voru frá Sauðárkrókskaupstað undirbjó málið og á þeim grundvelli verða greidd atkvæði um sameining- una næstkomandi laugardag. 22 af 23 fulltrúum í sameiningamefnd skrifuðu undir lokaályktun nefndar- innar þar sem íbúar sveitarfélaganna eru eindregið hvattir til að styðja sameiningu. Annar fulltrúi Skarðs- hrepps, Ulfar Sveinsson oddviti á Syðri-Ingveldarstöðum, skrifaði ekki undir, segist hafa staðið að málefna- undirbúningnum en geti ekki fellt sig við að taka þátt í þeim áróðri vegna kosninganna sem fælist í orðalagi ályktunarinnar. Ulfar segir að hreppsnefnd Skarðshrepps hafi ekki samþykkt að mæla með eða gegn málinu enda væri íbúum sveitarfé- lagsins ætlað að taka afstöðu til þess í almennri atkvæðagreiðslu. Ulfar segist ekki hafa gefið upp afstöðu sína til sameiningarinnar, það hafi aðeins einn hreppsnefndarmaður gert en sá lýsti sig fylgjandi samein- ingu. Sameiningartilraunin er mjög ákveðin því ef sameining verður felld í einhverju sveitarfélagi er sam- komulag um það að kjósa aftur að hálfum mánuði liðnum í þeim sveitar- félögum sem samþykkja. Þetta verð- ur þó einungis gert ef sameiningar- tillagan verður samþykkt í átta eða fleiri sveitarfélögum af þeim ellefu sem þátt taka. Hvað hefur breyst? Spurningar vakna um hvað hafi breyst, þegar þróunin frá 1993 er skoðuð. „Aðstæður hafa gjörbreyst. í íyrra skiptið var frumkvæðið að of- an, frá ríkinu. Nú hafa heimamenn sjálfir frumkvæðið og ræðast við á jafnréttisgrundvelli. Öll mál hafa verið rædd ofan í kjölinn. Með því eru heimamenn sjálfir að leggja drög að því samfélagi sem þeir vilja hafa,“ segir Bjarni Jónsson á Hólum, starfsmaður sameiningarnefndar frá því í vor. Formaður sameiningarnefndar, Bjami Egilsson, oddviti Skefilsstaða- hrepps á Skaga, bætir því við að frá því síðast var kosið um sameiningu hafi verið bætt á sveitarfélögin nýj- um verkefnum og auknar kröfur til þeirra um þjónustu við íbúana. „Fólksflóttinn frá landsbyggðinni knýr á um samstöðu manna á lands- byggðinni. Þetta er að verða spurn- ing um að búa í fyrsta eða annars flokks sveitarfélagi. Sveitarfélögin á suðvesturhorninu sækja á um að fá aukin verkefni frá ríkinu, þau era það sterk að þau geta tekið við þeim og annast þjónustuna á hagkvæman hátt. Minni sveitarfélögin verða líka að taka við þessum verkefnum. Ef þau geta það ekki og þar með ekki sinnt þeirri þjónustu sem ------------------ fólkið vill, þá era þau ekki Heimamenn íyrsta flokks sveitarfélög," hafa sjálfir segir Bjarni frumkvæðið Bjarm Egilsson segir að sameiningarnefndin hafi ekki efni á því að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem þeim er ætlað og verða að velja og hafna í hvaða verkefnum héraðsnefndar þeir ætla að taka þátt.“ Tvöfalt stjórnkerfi lagt af Sveitarfélögin í Skagafirði hafa falið héraðsnefnd að annast fjölda sameiginlegra verkefna í stað þess að mynda byggðasamlög um hvert og eitt. Þó er sérstakt byggðasamlag um skólaskrifstofu. Er því rekstur héraðsnefndarinnar umsvifameiri en í flestum öðram héraðum og fer stór hluti fjárhagsáætlunar sveitahrepp- anna þar i gegn. Bjarni Egilsson, Bjarni Jónsson og Snorri Björn Sig- urðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, eru sammála um að ekki sé skynsam- legt að leysa fleiri verkefni í gegnum héraðsnefndarsamstarfið, í stað þess að sameina sveitarfélögin. „Með því era menn einfaldlega að segja að sveitarfélögin séu ekki nógu sterk til að vinna sín verk og vilji koma verk- efnum af sér,“ segir Snorri Bjöm. Bjami Jónsson segir að eftir að sameiningin var felld 1993 hafi það verið milliskref að fela héraðs- byrjað á því að fara yfir málefnin og lengi frameftir þeirri vinnu hafi menn verið misjafnlega sannfærðir um ágæti sameiningar. I lokin hafi verið farið vel yíir fjármál sveitarfé- laganna. „Það var eins og þá brysti veggur. Litlu sveitarfélögin eiga ekki nema rétt fyrir þeim lögboðnu verkefnum sem þau sinna og þó sinna þau ekki öllu og era á dampi með framkvæmdir. Málið er farið að snúast um það að hrepparnir hafa nefnd sameiginleg mál. En með því séu sveitarstjómarmenn að afsala sér völdum og íjármunum til héraðs- nefndar og héraðsráðs og í Ijósi upp- byggingar þessara stofnana megi deila um það hversu lýðræðislegt íyr- irkomulagið sé. Þeir virðist reiðubúnir til að stíga stærra skref nú. Þess má geta að ekki er gert ráð fyrir að hér- aðsnefndin starfi áfram, verði samein- ingin samþykkt enda segja þeir félag- ar að meginkosturinn við sameiningu Morgunblaðið/Helgi Bjamason FORYSTUMENN sameiningarnefndar fyrir framan stjórnsýsluhúsið á Sauðárkróki, Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri, Bjarni Jónsson starfsmaður og Bjarni Egilsson, formaður nefndarinnar. sé að losna við það tvöfalda stjómkerfi sem nú er við lýði. Sterkari málsvari Skagafjarðar Öflug eining og sameiginlegur málsvari Skagfii'ðinga er meðal þeirra atriða sem sameiningarmenn leggja áherslu á. „Við erum að eyða kröftun- um í innbyrðis samkeppni um völd, peninga og fólk og eftir því sem þreng- ist um hjá sveitarfélögunum verður það meii'a áberandi," segir Bjami Egilsson og bendir á að sameinað sveitarfélag með 500 milljóna kr. veltu, 700 milljónir þegar veitumar eru reiknaðar með, hafi ólíkt meiri burði til uppbyggingar í atvinnumálum. Ráðn- ing atvinnuráðgjafa er til dæmis á stefnuskrá hins nýja sveitarfélags. Bjami bendir á að gömlu og úreltu hreppamörldn hamli eðlilegri þróun, til dæmis að atvinnutældfærin verði til þar sem það er best og komi stundum í veg fyrir að fólkið njóti þjónustunnar þar sem það er hagkvæmast. Bjarni Jónsson segir að í samein- uðu sveitarfélagi verði betra að skapa hagstætt umhverfi fyrir ný- sköpun í atvinnulífinu og kynna möguleika Skagafjarðar út á við. Hægt verði að forgangsraða verkefn- um innan héraðsins og losna þannig við að drepa málum á dreif með því að hafa ákvörðunarvaldið hjá öðrum. Loks nefnir hann aukinn styrk sveit- arfélagsins í samskiptum við ríkis- valdið og nefnii' vörn fyrir Sjúkrahús Skagfirðinga í því efni. Skagfirðingar hafi engan sameiginlegan vettvang til að verja hagsmuni sína. Sauðárkrókur borgar brúsann Þó sveitarstjórnarmenn séu til- tölulega sammála um að mæla með 4" Hörður Ingimarsson sameiningu sveitarfélaganna er Ijóst að andstaðan er veraleg, að minnsta kosti í sumum sveitarfélaganna. í ljósi úrslita sameiningarkosninganna 1993 og almennrar reynslu af sam- einingu sveitarfélaga hefur verið talið að mesta andstaðan væri í sveitahreppunum en minnst á Sauð- árkróki og hafa Skarðshreppur sem umlykur Sauðárkrók út að sjó og Lýtingsstaðahreppur fremst í hérað- inu verið helst nefndir í því sam- bandi. Skoðanir era mjög skiptar í þessum tveimur hreppum og ekki hægt að geta sér til um úrslit þar, frekar en annars staðar. Óvænt hörð og mikil andstaða á Sauðárkróki hef- ur hins vegar komið forystumönnum bæjarins í opna skjöldu. „Ég tel að ekki sé tímabært að sameina Skagafjörð í eitt sveitarfé- lag,“ segir Hörður Ingimarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Sauðár- króki, en hann er einn helsti forystu- maður þein-a Sauðkrækinga sem berjast á móti sameiningu. Hann segir að ekki sé verið að sameina byggðina því í tillögum sameiningar- nefndar sé gert ráð fyrir ellefu hverf- um hins nýja sveitarfélags, þar sem einungis sé breytt um nafn á gömlu hreppunum. Síðan sé tekið fram að hverfanefnd skuli valin á almennum hverfafundi og þjónustufulltrúi í hluta eða fullu starfi verði í hverju hverfi. „Það er verið að viðhalda nú- verandi oddvitakerfi og áfram verða sveitarstjórar í fullu starfi á Hofsósi og í Varmahlíð, auk bæjarstjórans sem verður á Sauðárkróki. Þetta er tóm vitleysa," segir Hörður. Hann bendir á að í tillögum sam- einingarnefndar sé lagt til að fast- eignagjöld verði 20% hærri á Sauð- Elín Sigurðardóttir árkróki en í dreifbýlinu og 10% hærri en á öðram þéttbýlisstöðum nýja sveitarfélagsins. Hann bendir á að í tillögunum sé rætt um að leggja 50-90 milljónir í viðhald félagsheim- ilanna, leggja niður tónlistarskólann á Króknum og stofna annan skóla fyrir allt svæðið. Hann segir að verið sé að sameina hitaveiturnar á Sauð- árkróki og Varmahlíð og stefnt að því að leggja hitaveitu á sveitabæi. Þá sé stefnt að jöfnun húshitunar- kostnaðar í framtíðinni. Þetta telur hann að sé gert á kostnað þéttbýlis- búa á Sauðárkróki, meðal annars að framselja þriggja milljarða króna verðmæti í hitaveitunni og það án umræðna í bæjarstjórninni. Telur Hörður að samkvæmt tillög- um sameiningamefndar muni hvert meðalheimili á Sauðárkróki þurfa að bera 50 þúsund kr. útgjöld á ári, um- fram önnur heimili í nýja sveitarfé- laginu. „Það er ljóst að í þessu plaggi hefur mannvitið verið sparað. Síðan er ýmsu sleppt í litprentuðum áróð- ursbæklingum sem gefnir------------------ eru út um málið.“ Sameiningin Telur hann að ef íbúar á er okkar Sauðárkróki þurfi að taka á warnarleikur sig þessi auknu útgjöld til______________ viðbótar því mikla atvinnu- Rjálmar Úlfar Guðmundsson Sveinsson væri ekki gefínn kostur á því í þess- ari sameiningartilraun. Það mætti gera með því að sameina Skefils- staðahrepp, Skarðshrepp og Rípur- hrepp við Sauðárkrók. Þar væri komið 3.000 manna sveitarfélag. í kringum Varmahlíð mætti mynda annað 1.000 manna sveitarfélag og liðlega 700 manna sveitarfélag á Hofsósi og nágrenni. Samtvinnuð örlög Snom Bjöm Sigurðsson bæjar- stjóri neitar því að Sauðárkróki sé ætlað að borga brúsann af aukinni þjónustu í sveitunum. Bærinn hafi byggt upp góða félagsþjónustu og mögulegt sé að útvíkka hana til hér- aðsins á hagkvæman hátt. Það sé ótvírætt ódýrara að leysa verkefnið saman en hvor í sínu lagi. „Ég tel að það sé spurning um líf eða dauða fyrir Sauðárkrók hvort héraðið lifir. Hagsmunirnir era svo samþættir, að þeir erfiðleikar sem era á Króknum núna era afleiðing af því hvemig komið er íyrir sveitunum. Sveitimar hafa alltaf séð Króknum íyrir fólki en nú er blóðið hætt að renna. Við verðum að taka okkur leysi sem nú er á staðnum standist þetta bæjarfélag ekki samkeppnina við sveitarfélög á suðvesturlandi og þá bresti á enn frekari fólksflótti en orðið er. Hörður segir að vissulega sé þörf fyrir Sauðárkrók að hafa svigrúm til að þróast en Skarðshreppur sem að honum þrengir á alla vegu fram í sjó hafi ekki léð máls á því. Telur hann skynsamlegast að mynda þrjú sveit- arfélög í Skagafirði en því miður saman og fryggja að lífvænlegt sé hér í Skaga- firði,“ segir Snorri Björn. Félagar hans úr forystu samein- ingarnefndarinnar benda á að Sauð- ái'krók hafi skort fonnlegt umboð til að vera miðstöð alls héraðsins og ekki alltaf fengið stuðning við það sem þar hafi verið gert. Bjarni Egils- son segii’ að þetta myndi breytast með sameiningu. Ef sameining yrði hins vegar felld á Sauðárkróki og sveitahreppamir kysu að sameinast, en það telur hann næstbesta kostinn, þá myndi upphefjast ný togstreita og samstaðan um Sauðárkrók sem mið- stöð gufa upp. Varnarleikur Önnur atriði brenna á fólki í sveit- inni en þéttbýlinu. Ef Lýtingsstaða- hreppur er tekinn sem dæmi má full- yrða að þar hefur orðið gjörbreyting á umræðunni frá því sameining var kolfelld 1993. Nú skrifar öll hrepps- nefndin undir bréf þar sem lagt er til að sameining verði samþykkt. Tals- verð andstaða er samt sem áður inn- an hreppsins. Elín Sigurðardóttir í Sölvanesi, oddviti Lýtingsstaðahrepps, segist hafa talið sveitarfélagið betur setj;- eitt og sér þegar kosið var 1993. Þá' hafi staða sveitarsjóðs verið góð. „Síðan hefur róðurinn í dreifbýlinu orðið miklu þyngri. Fyrst verið er að kjósa um sameiningu á annað borð, finnst okkur nauðsynlegt að vera með og ég horfi til þess með hryllingi ef héraðið sameinaðist frá Varmahlíð og niður úr en þessi landfræðilegi endi stæði utan við. Ég óttast að það yrði okkur erfitt,“ segir hún. I bréfi hreppsnefndar eru meðal annars færð þau rök fyrir samein- ingu að rekstur sveitarsjóðs sé í járnum, engar framkvæmdir séu íyi'irsjáanlegar nema fyrir lánsfé og ekki líkur á að hægt verði að endur- greiða lánin. Þá þýði ekki að búaá+- við meiri þjónustu. „Horfast verður í augu við raunveruleikann. Það þýðir ekki að gefa falskar vonir um að hlutirnir geti áfram verið eins og þeir hafa verið. Það er sótt að dreif- býlinu og landbúnaðinum úr öllum áttum. Við eram í vörn og vamar- baráttan harðnar alltaf. Á síðustu mánuðum hefur okkur orðið það æ ljósara. Mat okkar er að sameiningin sé sá varnarleikur, er við getum leik- ið nú.“ Áfram sjálfstætt sveitarfélag „Mér finnst skýringar hrepps- nefndar ekki trúverðugar, það er mín bjargfasta trú að hér sé hægt að reka áfram sjálfstætt sveitarfélag. Ég trúi því hreinlega ekki að þingmennirnir búi svo illa að okkur að sveitahrepp- arnir komist ekki af,“ segir Hjálmar Guðmundsson, bóndi og vörubílstjóri á Korná í Lýtingsstaðahreppi. Lýsir hann þeirri skoðun sinni að erfiðleik- ar í fjármálum hreppsins séu íyrr- verandi hreppsnefnd að kenna. Hann leggur á það áherslu að halda skólanum á Steinsstöðum og telur að í tillögum sameiningar- nefndar sé engin trygging fyrir því að hann fari ekki niður í Varmahlíð eða á Krókinn. „Tillögurnar ein- kennast af því að menn segjast ætla að athuga hitt og þetta, þar er ekk- ert sem hægt er að byggja á,“ segir hann. Hjálmar er óánægður með að ekki skuli vera boðið upp á annað mynst- ur en fellt var fýrh' fjórum árum. Segist vilja sameiningu þriggja fremstu hreppanna, Akrahrepps, Lýtingsstaðahrepps og Seyluhrepps. Þeir ættu vel saman. Hætta væri á illvígri hreppapólitík í stórri einingu og nauðsynlegt að hafa Sauðárkrók utan við, þéttbýli og dreifbýli þyrftu að vera útaf fyrir sig. í eða utan við Skagafjörð? Margir sveitarstjómarmenn leggja mikið undir í þessari samein- ingartilraun, sumir segja höfuðið. Búið er að ræða málið í fjögur ár og leggja mikla vinnu í undirbúning sameiningar. Hljóta því einhverjfr að líta á það sem vantraust ef ekki er farið að ráðum þeirra í þessu mikil- væga máli og sameining rennur út í sandinn. I kjölfarið komi manna- breytingar í hreppsnefndum og odd- vitastöðum. Óformlega er rætt um að nýja sveitarfélaginu verði gefið nafnið Skagafjörður og þarf það ekki að koma neinum á óvart. Hins vegar er athyglisvert að velta fyrir sér stöðu íbúa Akrahrepps og íbúa þeirra sveitarfélaga sem hugsanlega hafna þátttöku. Þeir verða í Skagafirði en. þó ekki í Skagafirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.