Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 40
tÉO FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kúvending í íslenskri menntastefnu NÚ liggur fyrir Al- þingi frumvarp menntamálaráðherra um háskóla. Frum- varpið var upphaflega lagt fyrir Alþingi síðastliðið vor en vegna óska Háskóla íslands, Stúdentaráðs og fleiri aðila var afgreiðslu frumvarpsins frestað til haustsins svo um það gæti farið fram málefnaleg umræða innan þeirra skóla sem frumvarpið nær til. Þrátt fyrir að borist hefðu rökstuddar at- hugasemdir við frum- varpið lagði menntamálaráðherra það fram nú í haust nær óbreytt. Án samráðs Frumvarp menntamálaráðherra nær til alls háskólastigsins, alls þrettán skóla, jafnt einkaskóla sem «isrekinna skóla. Þessi löggjöf ■ir háskólastigið, er af öllum talin þarft skref. Það eru hins vegar ekki allir sammála um innihald þess né á eitt sáttir við þær vinnuaðferðir sem viðhafðar voru við samningu þess. Frum- varpið var ekki samið í samstarfi við háskóla- stigið og í því er að fínna hugmyndir sem ganga þvert á eðli og inntak háskólastarfs. Sjálfstæði háskóla Markmið og hlutverk háskóla er þekkingarleit og þekkingarmiðlun. Forsenda þess að Há- skóli íslands og aðrir háskólar geti sinnt þessu mikilvæga hlutverki sínu er sjálfstæði þeirra sem mennta- og rannsóknarstofnana. Háskólar verða að vera frjálsir og óháðir sérhags- munum og pólitískum duttlungum hvers tíma svo tryggt sé að þeir stundi þekkingarleit og þekkingarm- iðlun þekkingarinnar vegna. Skólagjöld eru heimiluð, segir Haraldur Guðni Eiðsson, rektor gerður að embættismanni og ráðherraskipaðir full- trúar fá sæti í æðstu stjórn skólanna. Vegið að sjálfstæði háskóla í frumvarpinu er alvarlega vegið að sjálfstæði háskóla þar sem kveð- ið er á um að menntamálaráðherra skuli skipa rektora allra háskóla og að í tíu manna háskólaráði, æðstu stjórn hvers skóla, skuli tveir full- trúar vera skipaðir af menntamála- ráðherra. Rektor verður með þessu fyrirkomulagi undirmaður ráðherra sem hann getur vikið úr starfi ef honum sýnst svo. Rektor er nú val- inn af háskólasamfélaginu í lýðræð- Haraldur Guðni Eiðsson islegum kosningum og því á hann ekki vera embættismaður sem ráð- herra setur erindisbréf og getur vikið úr starfí. Sjálfstæði rektors er táknræn sönnun þess að Háskóli íslands er sjálfstæð stofnun. í Háskóla íslands hafa deildar- forsetar átt setu í háskólaráði en samkvæmt frumvarpinu er þeim ekki heimilt að sitja í háskóiaráði og þannig er mikilvægur samráðs- vettvangur deilda tekinn af. Þess í stað er fækkað í háskólaráði og tveir af tíu fulltrúum í æðstu stjórn skólanna, háskólaráði, eiga að vera pólitískt skipaðir fulltrúar ráðherra sem að mati okkar stúdenta eiga ekkert erindi inn í stjórn háskólanna og stefnumörkun þeirra. Það má vel vera að hægt sé að fasra rök fyrir því að það sé Háskóla íslands fyrir bestu að utanaðkomandi aðilar komi að æðstu stjórnsýslu. En þess- ir utanaðkomandi aðilar eiga ekki að vera pólitískir fulltrúar mennta- málaráðherra hvers tíma. Þessar hugmyndir samrýmast á engan hátt hugmyndum um sjálf- stæði háskóla sem hefur ekki aðeins verið kjölfestan í starfi Háskóla íslands frá upphafi heldur hefur sjálfstæði háskóla verið eitt megin- einkenni þroskaðra lýðræðissam- félaga. Skólagjöld heimiluð Hingað til hefur ríkt einhugur um það meðal íslendinga að veita ungu fjólki jöfn tækifæri til að stunda nám við þjóðskólann Há- skóla íslands og hefur verið kveðið á um það í lögum. Frumvarp menntamálaráðherra sem nú liggur fýrir Alþingi heimilar hins vegar gjaldtöku af stúdentum við Háskóla Islands. Með frumvarpi mennta- málaráðherra er því verið að taka enn eitt skrefið í átt að skólagjöld- um við Háskóla Islands. Stúdentar mótmæla slíkri gjaldtöku algjör- lega. Afleiðing skólagjalda yrði óhjákvæmilega sú að efnalitlir stúd- entar hrekjast frá námi og þar með yrði horfið frá þeirri stefnu skólans allt frá stofnun hans árið 1911 að kreíjast ekki skólagjalda. Sögulegl frumvarp Ljóst er að hér er um sögulegt frumvarp að ræða, frumvarp sem felur í sér kúvendingu á íslenskri menntastefnu. Skólagjöld eru heim- iluð, rektor er gerður að embættis- manni og ráðherraskipaðir fulltrúar fá sæti í æðstu sjórn skólanna. Eins og frumvarpið er í dag er nauðsyn- legt að gera á því breytingar. Von- andi ber menntamálaráðherra gæfu til þess að hlýða á málefnalega gagnrýni og gera nauðsynlegar breytingar svo um frumvarpið megi ríkja sátt. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Islands. Sér grefur gröf... NÍÐSKRIFARAR og fúighundar setja nú svip á umræður dags- ins. Óvenju rætin rit- smíð lögfræðings LÍÚ gegn Arna Finnssyni sem á vegum Náttúru- vemdarsamtaka Is- lands berst ötulli og málefnalegri baráttu fyrir Iangtímahags- munum íslensku þjóð- arinnar birtist í Mbl. 7. nóv. sl. í annarri grein sparkar varafor- maður Samtaka um þjóðareign í Þorstein Má Baldvinsson for- stjóra Samheija hf. diem hefur unnið sér það til óhelgi að hafa með fyrirhyggju og áhættu en jafnframt einstæðum dugnaði virkjað leikreglur þjóðfélagsins um veiðiheimildir. Formaður LÍÚ and- skotast_ út í hagfræðinga Seðla- banka íslands vegna þess að einn þeirra hefur viðrað persónuleg við- horf sín um veiðileyfagjald. Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa varað þjóðina við öfgum eða upphrópun- um náttúruverndarsinna - til dæm- is þeirra sem óttast hamagang stjórnvalda í stóriðju og stórvirkjun- um fallvatna. Halda mætti að þjóðin væri að ganga af göflunum ef marka ætti ,-Ajunræðu og ritsmíðar þessara ’ofurhuga sem allir þykjast bera hag þjóðar fyrir brjósti, en það eru vondir málsvarar frjálsra við- horfa sem ropa framan í þjóðina þegar þeim mislíkar. Málefnin fara þá fyrir lítið; þjóðin verður jafnsnauð og umræðan sem boðið er uppá og flestir gleyma því sem máli skiptir. Sem einn af stofn- endum Náttúruvernd- arsamtaka íslands mótmæli ég dylgjum og ofstæki lögfræð- ings LÍÚ í garð sam- takanna og að hann fótum troði almenn mannréttindi eins og málfrelsi og félaga- frelsi. Halda mætti að í gylltum sölum LIÚ geisi fár sem Ieiði menn til að naga ær- una af næsta manni sem á vegi verður. Ef lögfræðingur LÍÚ veit ekki af lögbundnum mannréttindum _þá er skiljanlegt að formaður LÍÚ hafi ekki heyrt þeirra getið. Aðfarirnar eru auðvitað gamal- þekktar og minna ekki aðeins á Halda mætti að í gyllt- um sölum LIU geisi fár, segir Guðmundur Páll ----*--------------------- Olafsson, sem leiði menn til að naga æruna af næsta manni sem á vegi verður. ofsóknir gegn litarhætti fólks og skoðunum heldur líka á ritsmíðar sr. Jóns þumlungs á 17. öld: að ég fullkomlega ber þá feðga, eldra Jón og yngra, Jónssyni á Kirkjubóli, valda vera að þeirri fjölkynngi og galdragerning, sem gengið hefur á þessum vetri yfir þessa sókn, mitt Guðmundur Páll Ólafsson ÞAKVIÐQEBOA Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka A ÞÖK - VEfiBI - GÓLF Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! ay Þ. bORGRÍMSSON &CO |1 ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAViK •* SÍMI 553 8640 ! 568 6100 heimkynni, en sérdeilis mína eigin persónu ... Með því að ausa fordómum sínum yfir Árna Finnsson og félaga í Náttúruverndarsamtökum íslands gerir lögfræðingurinn sjálfan sig að ómerkingi eða það sem heitir á slagorðavísu óábyrgan. Hann upp- nefnir ekki aðeins féjaga í samtök- unum heldur alla þá íslendinga sem bera hag náttúru og þjóðar fyrir bijósti með enn einni glósunni: njd- samir sakleysingjar. Ég velkist ekki í vafa um að lögfræðingurinn sé sómakær maður þótt hann hafi álp- ast til svona skrifa hvaða tilgangi sem þau hafa átt að þjóna. Hitt vefst meira fyrir mér hvort einmitt hann sé þessi nytsami sakleysingi sem gerir eitthvað vafasamt í ein- feldni eða bræði sinni. íslenska þjóðin á annað og betra skilið en að lenda í sífellu á milli steins og sleggju í málefnalausri umræðu og öfgum gegn náttúru- vernd og farsælli nýtingu landsins gæða, litaðri ofríki og valdhroka örfárra sérhagsmuna-, embættis- og stjórnmálamanna - einkum og sér í lagi þegar svo óskaplega mik- ið er í húfí. Velferð íslenskrar náttúru _er grundvöllur framtíðarbúsetu á Is- landi. Flestir íslendingar, hvort sem þeir vinna á sjó eða landi, vita þetta. Heill þjóðar veltur á verndun auð- linda sjávar og lands og hóflegri nýtingu. Verndun heilnæms um- hverfis er ískyggilega aðkallandi. Allt þetta snýst um velferð manns- ins og möguleika hans til að hag- nýta sér gæði lands og sjávar án þess að spilla þeim. Fyrir þessu beijast Náttúruverndarsamtök ís- lands málefnalega og af heilum hug. Þau eru öllum opin; þar ríkir málfrelsi og líka rit- og skoðana- frelsi. Náttúruauði íslendinga til lands og sjávar er ógnað á fjölmörgum vígstöðvum, bæði erlendum og inn- lendum. Auðurinn getur sannarlega gengið okkur úr greipum ef við stöndum ekki vörð - ef við erum ekki samhent. Við lifum á örlaga- tímum þar sem núlifandi kynslóðir gætu varðað veg íslendinga til að búa í sátt við umhverfi sitt til lang- frama - eða gjörspillt því. íslenskur sjávarútvegur er allra _mál, sjó- manna sem landkrabba. Á sjávarút- vegi fremur en öðru veltur þjóðar- hagur. Þess vegna er eðlileg krafa að talsmenn útvegsmanna séu ekki þumlungar, heldur geisli af atgervi og samábyrgð. Höfundur er náttúrufræðingur og félagi í Náttúruverndarsnmtökum Islands. Það er vitlaust gefið PÁLL Gíslason læknir heldur því fram í leiðara í riti Félags eldri borgara, að það sé vitlaust gefið í þjóð- félaginu og að það leiði m.a. til þess, að eldri borgarar fái ekki leið- réttingu mála sinna í sama mæli og aðrir borgarar. Hann bendir á, að prósentuhækkun skili gamla fólkinu lægri upphæðum en þeim, sem hafa hærri laun, vegna þess að upphæðin, sem reiknað er _af, er svo lág. í öðru lagi bendir hann á þá alkunnu staðreynd, að hjá sumu fullvinnandi fólki sé „taxti og laun sitt hvað“, margir séu með aukagreiðslur af ýmsu tagi, en eldri borgarar séu yfirleitt með gegnsætt launakerfi, en það heitir á máli laun- þega að vera á „strípuðum taxta“. Þá segir Páll, að gamla fólkið fari illa út úr jaðarsköttunum. Ymiss konar bætur sem það fái frá því opinbera og aðrar tekjur, sem því áskotnist, komi því að litlu gagni, geti jafnvel valdið tekjulækkun. Þetta er að sjálfsögðu tímabær ábending hjá Páli, og tillögur þær til úrbóta, sem hann leggur fram, eru trúlega spor í rétta átt, svo langt sem þær ná. Hins vegar gildir þetta ekki bara um eldri borgara, heldur alla láglaunahópa í þjóðfélaginu. Má þar nefna öryrkja, atvinnuleysingja og flölmenna hópa vinnandi fólks, sem hafa svipuð laun og ellilífeyris- þegar. Staða þessara hópa er staða minnihlutahópsins, olnbogabarnsins. Þess skal þó getið, að þetta gildir ekki um alla eldri borgara. Allfjöl- mennur hópur eldra fólks býr við góð kjör s.s. fyrrverandi bankastjór- ar, ráðherrar, forstjórar og fleira forréttindafólk. En mikill meirihluti eldri borgara býr við misrétti, eins og að ofan er lýst. Páll kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé vitlaust gefið í þjóðfélag- inu, og ef ég skil hann rétt, þá vill hann stokka og gefa upp á nýtt. Hann bendir í því sambandi á úr- ræði í fimm liðum. Ég geri ráð fyr- ir, að margir taki undir það, að vit- laust sé gefið og að þörf sé á upp- stokkun í launamálum og í sam- bandi við tekjuskiptinguna í samfé- laginu almennt. Það þarf launajöfnun. Það þarf að hækka laun allra láglaunahópa í landinu, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. En þarna eru mörg ljón í veginum. Eitt af þessum ljónum er stöð- ugleikinn. Því er haldið fram af býsna mörgum, m.a. verkalýðsforingj- um, að laun megi ekki hækka nema sem allra minnst, sérstaklega ekki lágu launin, því að þá raskist stöðugleik- inn. Þetta virðist fela það í sér, að sú tekju- skipting, sem nú gildir, skuli halda áfram að gilda um aldur og ævi. Það er eins og spilin hafi verið gefin í eitt skipti fyrir öll og uppstokkun Það þarf að hækka laun allra láglaunahópa í landinu, segir Guð- mundur Helgi Þórðar- son, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. komi ekki til mála. En staðreyndin er sú, eins og Páll segir, að það var vitlaust gefið, og því þarf að stokka og gefa upp aftur. Tekjuskiptingin er ranglát og henni þarf að breyta. Það þarf launajöfnun. Það þarf að hækka lægstu launin, ekki bara laun ellilífeyrisþega og öryrkja, haldur líka láglaunahópanna, sem eru engu betur settir með sína afkomu. Ef eldri borgarar ætla að fá kjör sín bætt, verður það einungis með því móti, að horfið verði frá lág- launastefnunni, sem fylgt hefur verið um ára bil, og stefnt að launa- jöfnuði, þó svo að það kosti lækkun ofurlaunanna. Ranglætið gagnvart eldri borgurum er hluti af því rang- læti, sem gilt hefur gagnvart stór- um hópi launþega. Þar er líka vit- laust gefið. Þetta tvennt verður ekki aðskilið. Höfundur er fyrrv. hcilsugæslulæknir. Guðmundur Helgi Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.