Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 42

Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Lífsréttur HVAÐ er stórkost- legra en nýtt líf, nýr einstaklingur fullur væntinga og fyrir- heita? Hvað er fallegra en saklaust ungbarn í örmum móður sinnar? Spurningum þessum er auðsvarað ef þú hef- ur orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast barn. Þjóðfélag okkar -^Jyður við bakið á barnafólki með því að auðvelda foreldrum fjárhagslega að kom- ast yfir erfiðasta hjall- ann. Sem dæmi þá er fæðingaorlof greitt, dvöl á fæðing- ardeild, læknisþjónusta á með- göngu er niðurgreidd og menntun barnsins. Upp koma þær aðstæður að for- eldrar sjá sér ekki fært að fæða barn sitt og láta því eyða fóstrinu. Sú þjónusta er foreldrunum að kostnaðarlausu, þrátt fyrir að öll tækni er til að koma í veg fyrir ótímabæran getnað, utan nokkurra undantekninga. Velji fólk það að •«A>ykja/drekka áfengi/neyta eitur- lyfja eða spilla heilsu sinna á annan hátt þá er aðstoð ríldsins vís. Aftur á móti ef fólk er ófrjósamt, getur ekki eignast barn nema með tækni- frjóvgun, þá er þjóðfélagið ekki til- búið að hlaupa undir bagga. Verka- lýðsfélög hafa samið þannig að oft fær konan ekki greidd veikinda- laun frá vinnuveitanda því að í kjarasamningi er tekið fram að þeir sem fara í tæknifrjóvgun skuli ekki fá greidd veikindalaun. Konan þárf undantekningarlaust að liggja 2-3 daga eftir aðgerð og má ekki fara í vinnu innan viku frá aðgerð. Fyrsta aðgerð kostar 150.000 kr. (auk minnst viku vinnutaps), sú næsta 38.000 kr. (auk vinnutaps). Mjög sjaldgæft er að eitt eða tvö skipti nægi til getnaðar. Dæmi eru um það að fólk hafi þurft að leggja út allt að 1 milljón kr. í kostnað samfara tæknifrjóvg- un. Fólk af landsbyggðinni þarf að fara til Reykjavíkur í blóðrannsókn annan hvern dag til að mæla horm- ónana í blóðinu, svo hægt sé að stjórna lyfjagjöf. Lyfín sem eru notuð eru nið- urgreidd að hluta eins og önnur lyf til lækn- inga á fólki. Læknar reyna að hafa fósturvísana fleiri en einn til að auka möguleika á því að eitthvert af þessum velkomnu fóstrum nái að þroskast. Engin vitræn rök eru fyrir því að lág- launafólki, sé það ófrjósamt, skuli vera meinað að njóta þeirr- ar gæfu að eignast eig- ið barn. Við getum öll sett okkur í spor hamingjusamra foreldra sem eru að bíða eftir sínu fyrsta eða jafnvel sínum tveim eða þrem fyi-stu börn- um eftir tæknifrjóvgun. Fólk sem Aldrei hef ég heyrt þau rök, segir Ester Sveinbjarnarddttir, að efnaminni foreldrar séu verri uppalendur en þeir efnameiri. hefur þurft að taka bankalán til að standa undir kostnaði við tækni- frjóvgunina og jafnframt er að ijárfesta í húsnæði og öðru sem til- heyrir í nútímasamfélagi. Aldrei hef ég heyrt þau rök að efnaminni foreldrar séu verri uppalendur en þeir efnameiri. Mín skoðun er sú að hafi þjóðfé- lagið efni á því að styðja fólk sem vísvitandi stuðlar að því að brjóta niður heilsuna og er jafnframt að deyða fóstur, þá hefur samfélagið tök á því að aðstoða við að kveikja líf og von hjá fjölda fólks og styrkja þannig stoðir samfélagsins. Með þessum orðum skora ég á alþingismenn að láta sig mál þetta varða og knýja fram réttlæti til handa öllum. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur og foreldri. Ester Sveinbjarnardóttir i (• Alfa Laval Vormoskiptar SINDRI1 -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024 Glænýjan físk með beini á diskinn minn ÉG FULLYRÐI að leynt og ljóst borgi heimilin í landinu kvót- ann í fískverði. Fiskur er orðinn munaðarvara á Islandi, á sama tíma hafa gæðin hríðminnk- að. I stórmarkaði sá ég nýlega í neytendapökk- um tvö risastór ýsuflök með roði og var kíló- verðið 540 kr. Á Aust- fjörðum hefði svona ýsa verið kölluð graðýsa og húsmæður vildu síður graðýsu og golþorsk í soðningu. Mann grunar að verið sé að pranga inn á íslenska neytend- ur afgangsfiski frá fiskmörkuðun- um. Nokkra daga gömul lepjuleg örsmá togaraýsa er seld á okurverði oft varla nothæf til manneldis og hangir ekki saman í suðu. Fiskurinn sem veður hér upp í landsteinum allt í kringum okkur er ekki á boðstólum íyrir innlenda neytend- ur. Fiskur er nú dýrari en kjöt í Reykjavík vegna kvótaokurs fursta- kónga. Já, öðruvísi mér áður brá þegar ég gat farið í fiskbúðina í hverfinu og fengið mér glænýjan línufisk í soðið eða brugðið mér til Hafnar- fjarðar og keypt spriklandi rauð- maga niðri á Strandgötu. Engan skal undra þótt fiskneysla hafi snar- minnkað hér á landi. Nú er svo komið að ég læt duga að taka lýsi og hef snúið mér að hrísgrjónum og pastaréttum sem þrátt fyrir að var- an sé fullunnin og flutt yfir hálfan hnöttinn kostar mun minna en fisk- ur til neytenda hér á Reykjavíkur- svæðinu. Sjómenn fullyrða að þeir fái 40-80 kr. fyrir kg á fiskmörkuð- um. Góður flakari er innan við tvær mínútur að flaka hvern fisk. Af- skurður er um það bil 30%. í hverju liggur þá verðið til neytandans? Ég ætla ekki að hafa mörg orð um kvóta- braskið. Hvernig sjáv- arplássin hafa verið rú- in fiskkvótanum. íbúar landsbyggðarinnar og fiskvinnslufólk í ára- tugi situr nú uppi með óseljanlegar eignir og atvinnuleysi í kjölfarið. I sárabætur er reynt að þagga niður í þeim með álverum sem eru varhugaverð í lygnum fjörðum eins og til dæmis Reyðarfirði. Nú virðist fullvinnsla sjávaraf- urða flytjast hraðbyri burt frá Is- landi. Milljarðar af „okurarði, leigu Eg fullyrði að heimílin borgi kvótann í físk- verði, segir Ólöf Stef- anía Eyjólfsdóttir, sem segir neyzlufisk of dýran. Hún spyr: Hvar eru Húsmæðra- félagið, Kvennalistinn, neytendafélögin? og kvótasölu" sægreifanna er flutt úr landi dulbúið oft sem fjárfesting í hlutabréfum fyrirtækjanna erlend- is. Fiskimið Islands eru gullnáma Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir Röddin má ekki HVERSU oft höfum við kvennalistakonur ekki mátt hlusta á það að Kvennalistinn sé tímaskekkja. Að við eigum að hætta þessu og leggja hann niður. En svo koma jafnharð- an athugasemdir eins og: Að Kvennalistinn sé búinn að koma mörgum góðum málum áleiðis, jafnréttisbaráttan væri styttra á veg komin ef Kvennalistinn hefði ekki verið og hann hafí dregið margt það fram í dagsljósið sem áður fékk enga umfjöllun í þj óðfélagsumræðunni. Ég hlustaði á umræður á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra nú í upphafi þings. Ræður kvennalista- kvenna voru frábrugðnar hinum, þær voru málefnalegar, ákveðnar, og drógu það skýrt fram hvemig kvennalistakonur skoða og skil- greina málin frá sínum sjónarhóli. Þær skoðanir sem þær eru tals- menn fyrir verða áfram að heyrast. Við megum ekki láta þær þagna. Dæmi Kvennalistinn var fyrstur til að leggja fram tillögur um byggða- kvóta í fiskveiðistjórnun. Allt frá árinu 1987 höfum við mótmælt þeirri fiskveiðistefnu sem rekin hefur verið. Við höfum verið á móti frjálsu framsali kvóta. Við höf- um lagt áherslu á vistvænar aðferð- ir í veiðum og því haldið sterkt fram rétti smábáta sem veiða á krók og línu. Við höfum lagt til að byggða- kvóta væri komið á, og þannig kom- ið í veg fyrir að sjávarþorpin úti um landið misstu lífsviðurværi sitt, en það gerist þegar rétturinn til veiða úti fyrir ströndinni, sem fylgt hefur búsetu öldum saman, er tekinn af fólkinu. Við höfum einnig lagt fram hugmyndir um að skipta fiskimið- unum upp í grunnsjáv- armið og djúpsjávar- mið. Grunnsjávarmiðin væru einungis fyrir báta undir ákveðnum stærðarmörkum t.d. 30 brúttólestir. Djúpsjáv- armiðin hins vegar fyr- ir togara og stærri skip. Einnig að öllum fiski væri landað á fisk- markaði innanlands. Allar þessar tillögur hafa það að leiðarljósi að vernda fiskistofnana, viðhalda byggðinni úti um landið, og skapa atvinnu í landi. Við höfum einnig lagt fram tillögur um hvernig kom- ast má út úr því kvótakerfi sem nú Framundan, segir Jóna Vaigerður Kristjáns- dóttir, eru löngu tíma- bærar breytingar á íslenzku flokkakerfí. viðgengst. Með tilvitnun í að fiski- miðin séu sameign þjóðarinnar er hægt að láta núverandi kvótaeig- endur afskrifa kvóta sinn á 5 árum, 20% árlega. í gildi eru raunar slíkar afskriftarreglur skv. Hæstaréttar- dómi, en þær eru einungis þeim í hag sem í dag hafa umráðaréttinn því að þeir eiga kvótann eftir sem áður, en geta afskrifað keyptan kvóta á fimm árum, til þess að hag- ræða í rekstrinum. En í okkar til- lögum er gert ráð fyrir að sameigin- legur sjóður landsmanna fái jafn- Jóna Valgerður Kristjánsdóttir sægreifanna til þeirra greiðist toll- heimtan. Hverjir eiga í framtíðinni að fjár- magna endumýjun skipakosts og útbúnað Landhelgisgæslu Islands, auk fiskileitai- og rannsóknir þar að lútandi? Þörfin er orðin brýn að endur- nýja varðskipin því að þau eru kom- in til ára sinna. Flaggskipið,' Óðinn, er 36 ára gamalt skip. Er ekki sann- gjörn krafa - að nefndir „nýir eig- endur kvótans" nýtendur arðsins af fiskauðlind Islands axli þann kostn- að sem unninn er í þeirra þágu. Stjórnvöld virðast getu- og viljalaus og þingmenn, sem oft eru eigendur kvótans, gæta hagsmuna sægreif- anna í hvívetna sem „nefndakóng- ar“ á Alþingi. Ef reglugerð þess eðl- is yrði sett að fiskauðlind Islend- inga beri kostnað til að viðhalda sjálfri sér (auðvelt er að setja reglu- gerðir) þá myndi skattbyrði al- mennings lækka sem því nemur. En þjóðin ber ekkert úr þýtum nú ann- að en kostnað við auðlindina. Talað er fjálglega um ódýra orku til stóriðju. Innlenda orkugjafa eins og raforku og hitaveitu þarf að lækka um 30-50% til heimiliskynd- inga og afnema virðisaukaskatt af þeim. Þetta væru strax kjarabætur sé tekið mið af launatekjum al- múgafólks. Raforkukostnaður er stór póstur heimilanna. Hvers vegna er raforka til heimil- isnota þá seld dýrari til íslenskra heimila en í flestum löndum ki’ing- um okkur? Húsmæður erlendis eru fjöl- mennur þrýstihópur kjósenda og virkar í neytendamálum. Á Aiþingi Islendinga og í borgarstjórn Reykjvíkur sitja þónokkrar konur. - Fylgjast þær ekki með neytenda- málum? - Hvar er Húsmæðrafé- lagið? - Kvennalistinn? - og hvar er Neytendafélagið? Hér er hags- munamál heimilanna í húfi. Af hverju þegja konur þunnu hljóði? Ég spyr greiða heimilin niður raf- orku til stóriðju? Höfundur er húsmóðir. hljóðna harðan umráðaréttinn yfir fiskveiði- heimildunum um leið og útgerðar- menn afskrifa hann. Ég nefni þetta nú, þegar stofnuð hafa verið Samtök um þjóðareign. Ég tel að hugmyndir Kvennalistans um fiskveiðistjórnun séu grundvöll- ur að því að sátt náist meðal þjóðar- innar um þetta mikilvæga mál. Samstarf við önnur stjórnmálaöfl Kvennalistinn hefur verið óhræddur við að fara ótroðnar slóð- ir. Það er hægt að rekja í málflutn- ingi okkar fyrr og síðar, bæði inni á Alþingi, í blaðagreinum og á ýmsum fundum. Að stofna sérstakan kvennalista var átak sem vakti at- hygli um allan heim á íslenskum konum. Framundan eru löngu tíma- bærar breytingar á íslensku flokka- kerfi, sem er ekki lengur í takt við tímann. Fólk þarf að ná saman, sem hefur svipuð lífsviðhorf, gildismat og áherslur í málum. Konur innan Kvennalistans eiga að vera óhrædd- ar að taka þátt í þeirri gerjun. Það er tilgangslaust að standa álengdar og segja að ekki sé hægt að vinna með flokkum sem hafi gert þetta eða hitt á einhverjum tíma. Með því vinnum við ekkert. En með sam- takamætti kvenna, og með sam- vinnu við það unga fólk sem í dag axlar sameiginlega ábyrgð á uppeldi og heimilishaldi og þar með á fram- tíð íslensku þjóðarinnar getum við áreiðanlega lyft grettistaki til þess að gera íslenskt þjóðfélag eins og við viljum hafa það. Þjóðfélag sem hefur jafnrétti, kvenfrelsi, og um- hverfisvernd með skynsamlegri nýt- ingu náttúruauðlinda að leiðarljósi. Það var líka markmiðið með stofnun Kvennalistans á sínum tíma. Höfundur er f.v. þingkona Kvenna- listans. C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.