Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 44
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Fáfræði háskólanema?
Ófeigur
Friðriksson
ER hagsmunum
íslendinga best
varið með því að
halda umræðu um
Evrópusambandið
(ESB) niðri og þar
af leiðandi að
koma í veg fyrir
að almenningur
myndi sér skoðun
á þessu mikilvæga
máli eða viti um
hvað það snýst?
Islensk stjórn-
völd hafa varið litl-
um fjármunum,
miðað við margar
aðrar þjóðir, í gerð
úttektar um kosti
þess og galla ef íslendingar myndu
ganga í ESB, og má því álykta sem
svo að áhugi stjórnvalda á ESB
sé lítill, en aðeins einn stjórnmála-
flokkur af sex hefur lýst yfír vilja
sínum að ganga í sambandið, þ.e.
Alþýðuflokkurinn.
Hér á landi hefur ekki eins
mikið verið fjallað um ísland og
Evrópusambandið miðað við í ná-
grannalöndum okkar, t.d. í Nor-
egi, og þar af leiðandi er erfiðara
*^*ð segja til um hvort þjóðin vilji
almennt ganga í sambandið eða
ekki. En þó koma upp mál sem
talsvert er fjallað um í fjölmiðlum,
sbr. umræðan um sameiginlegan
gjaldmiðil upp á síðkastið.
Hugmyndin um alþjóðlegt sam-
bandsríki var vinsæl eftir síðari
heimsstyrjöld, þar sem margir
vildu kenna þjóðríkinu um ófriðinn
í Evrópu, og árið 1949 var sam-
starfsvettvangi meðal Evrópuþjóða
komið á fót með stofnun Evrópu-
ráðsins. Efnahagsbandalagi Evr-
Halldór Jón
Garðarsson
ópu var svo komið á laggimar árið
1957 á grundvelli Rómarsamn-
ingsins, en markmið þess var og
er enn í dag að bæta lífskjör og
skapa náin tengsl milli ríkjanna
með því að mynda sameiginlegan
markað og samræma smám saman
stefnu þeirra í efnahagsmálum.
Þann 1. nóv. 1993 var Evrópusam-
bandið svo stofnað þegar Maast-
richt-samningurinn var staðfestur
af 12 aðildarríkjum. Ríki sam-
bandsins eru nú 15 talsins.
I dag eru íslendingar aðilar að
Evrópska efnahagssvæðinu (EES)
og hafa þar með hlutdeild að innri
markaði ESB og má vera að bæði
stjómvöldum og almenningi finnist
það nóg fýrir þessa litlu þjóð og
vilji þar með ekki ganga lengra í
samstarfi sínu við sambandið.
Hugsanlega líta margir íslending-
ar á ESB sem of mikið bákn þar
sem stóru ríkin komi til með að
verða allsráðandi og muni þar af
leiðandi ekki taka tillit til hags-
Ótrúlegt hausttilboð
/r
vou
Kringlunni
Jakkaföt
nú 7.900
áður lSr900
Jakkaföt m. vesti
nú 9.900
áður
Herraskór
Stakar buxur
Kringlunni, sími 5331720
Laugavegi 91, sfmi 5111718.
muna litlu þjóðanna. Þjóðemisvit-
undin er þar að auki mjög sterk
meðal íslensku þjóðarinnar sem
hefur tiltölulega nýlega hlotið sjálf-
stæði miðað við önnur Evrópuríki
og ekki er heldur langt síðan ís-
lendingar háðu stríð við Breta til
að beijast fyrir auðlindum hafsins,
og hefur þessi barátta myndað
mikla samkennd meðal þjóðarinn-
ar.
Hér á eftir verða birtar nokkrar
niðurstöður spurningakönnunar
sem undirritaðir gerðu í október
1996 á meðal nema á fyrsta ári
í félagsfræði, sálarfræði og stjórn-
málafræði í Háskóla íslands. Þess
ber að geta að Sverrir Þór Sævars-
Framhaldsskólastigið er
að mati Halldórs Jóns
Garðarssonar og
Ofeigs Friðrikssonar,
skyldugt til að fræða
nemendur um málefni
_________íslands á_________
alþjóðavettvangi.
son, nemi í sálarfræði, vann einn-
ig við gerð þessarar könnunar.
í könnuninni kom margt merki-
legt í ijós sem bendir annað hvort
til áhugaleysis íslendinga á al-
þjóðamálum eða til þess að fjöl-
miðlar og íslenska menntakerfíð
standi sig ekki við að upplýsa þjóð-
ina! Ekki ætlum við að setja okkur
í dómarasæti til að meta hvort
atriðið vegi þyngra, en hins vegar
teljum við að bæði fjölmiðlar og
menntakerfið séu skyldug að vekja
áhuga og upplýsa þjóðina um þessi
mikilvægu mál.
A meðal niðurstaðna könnunar-
innar kemur fram að 9,9% þátt-
takenda héldu að ísland væri að-
ili að Evrópusambandinu og 12,8%
svöruðu ekki spurningunni um
hvort ísland væri aðili. Út frá
þessu má álykta að um 23% þátt-
takenda viti ekki hvort ísland er
aðili að ESB eða ekki. Hvað varð-
ar Noreg þá voru það 17,7% þátt-
takenda sem héldu að Noregur
væri í ESB og 19,9% svöruðu ekki
þessari spurningu. Það voru hins
vegar aðeins 5% þátttakenda sem
svöruðu því rangt að Svíþjóð væri
ekki aðili að ESB, en 28,4% þátt-
takenda svöruðu ekki þessari
spurningu. Af þessu má sjá að
þátttakendur könnunarinnar eru
ekki mjög fróðir um þessi mál,
og greinilegt er því að þau hafa
ekki verið nægilega mikið í um-
ræðunni. Hugsanlegt er þó að
þátttakendur hafi ekki mikinn
áhuga á Evrópumálunum, en hins
vegar teljum við að með meiri
umræðu skapist meiri áhugi. Hver
hefur áhuga á að tjá sig um mál
sem hann hefur ekki þekkingu á?
„ísland úr NATO,
herinn burt?“
Svör við tveimur öðrum spurn-
ingum i könnuninni vöktu sérstak-
lega athygli okkar og fjalla þær
um aðild Islands að Atlantshafs-
bandalaginu (NATO) og Evrópska
efnahagssvæðinu (EES). Fyrir-
fram gerðum við ráð fyrir því að
langflestir, ef ekki allir, vissu að
ísland væri aðili að NATO, meðal
annars vegna hinna sögulegu at-
burða sem gerðust hinn 30. mars
1949 þegar einu „alvarlegu"
götuóeirðirnar á íslandi urðu þegar
Alþingi samþykkti aðildina að
bandalaginu. Það kemur í ljós að
niðurstöðurnar eru ekki í samræmi
við það sem búist var við, því 18%
þátttakenda vissu ekki að ísland
er aðili að NATO sem er gífurlega
hátt hlutfall.
Fyrirfram gerðum við ráð fyrir
að e.t.v. 10-15% þátttakenda
myndu ekki vita að Island væri
aðili að EES og byggðum við það
á því að hugsanlega gætu einhveij-
ir ruglað saman öllum þessum
skammstöfunum, þ.e.a.s. EES,
ESB og EFTA, en hins vegar kem-
ur í ljós að tæp 50% eða um helm-
ingur þátttakenda veit ekki að ís-
land er aðili að EES sem er stærsti
viðskiptasamningur sem ísland
hefur gert (hvað ætli Jón Baldvin
segði við þessu?).
Frekari könnun nauðsynleg
Það er ekki ætlun okkar að al-
hæfa með þessum niðurstöðum um
alla þjóðina, en hins vegar væri
fróðlegt að gera könnun um þessi
mál á öllu landinu. Það breytir því
hins vegar ekki að niðurstöðurnar
eru mjög sláandi.
Við spyijum okkur hvort
menntakerfið sé að bregðast og
um leið upplýsingaskylda fjöl-
miðla svo ekki sé minnst á stjórn-
völd.
Framhaldsskólastigið er að okk-
ar mati skyldugt til að fræða nem-
endur um málefni íslands á al-
þjóðavettvangi. En þetta er ef til
vill einn liður í því að það er löngu
orðið tímabært að stokka upp í
hinu íslenska menntakerfi sem
beðið hefur mikinn álitshnekki
undanfarin misseri.
Fjölmiðlar hafa sýnt málefnum
íslands varðandi ESB lítinn áhuga
þó svo að Morgunblaðið hafí verið
að taka sig nokkuð á í þeim efnum
undanfarið.
Hvað stjórnvöld varðar er
löngu orðið tímabært að gera alls-
herjar úttekt á því hvort aðild að
ESB sé hagkvæm eða óhagkvæm
fyrir ísland. Árið 1995 var reynd-
ar gefin út skýrsla á vegum Al-
þjóðamálastofnunar Háskóla ís-
lands en skammur tími var gefinn
til verksins sem bitnaði á útkom-
unni, auk þess sem lögfræðileg
úttekt var ekki gerð. Við lítum
því svo á að viðunandi úttekt
hafi aldrei verið gerð. Hennar er
þörf svo fólk geti myndað sé skoð-
anir um hvort ísland eigi að
ganga í ESB eða ekki.
Höfundar eru nemar í
stjórnmálafræði við HÍ.
Hundakofi eða höll
Húsnæðismál Sjómannaskólans
VIÐ íslendingar höfum
alla tíð verið stoltir af
sjómönnunum okkar,
enda full ástæða til.
Einnig höfum við viljað
telja okkur flestum
þjóðum, og þá sérstak-
lega Norðmönnum,
fremri hvað varðar
gæði og þekkingu í sjó-
mennsku. Norðmenn
gera sínum sjómönn-
um og þeim sem vilja
mennta sig í þeirri
grein hátt undir höfði,
t.d. er Stýrimannaskól-
inn í Osló voldug og
glæsileg bygging sem
gnæfir á hömrum við
innsiglinguna að borginni.
Benedikt Sævar
Magnússon
Það
að núverandi húsa-
kynni séu illa farin og
varla hæf til kennslu
og að það kosti um
300 milljónir að gera
við bygginguna. Einn-
ig henti húsnæðið á
Höfðanum betur undir
þessa starfsemi og
gefi fleiri möguleika
til stækkunar og auk-
innar tæknivæðingar.
Það er óhætt að
fullyrða að ekkert hús-
næði á höfuðborgar-
svæðinu hentar betur
undir þessa starfsemi
en núverandi húsnæði
Sjómannaskólans,
sama má segja um Sjómannaskóla-
bygginguna í Reykjavík, þama er
glæsileg bygging efst á Rauðarár-
holti sem rís hátt yfir umhverfí sitt
og er um leið stolt, og að sumra
mati sameiningartákn þeirra sem
sjómennsku stunda.
En nú skal breyta, Sjómanna-
skólinn á að flytja upp á Ártúns-
höfða í lágreist, og með fullri virð-
ingu fyrir arkitektum hússins, ljótt
hús og tilvonandi uppeldisháskóli
á að nýta sér Sjómannaskólabygg-
inguna.
Helstu rök menntamálaráðherra
fyrir þessum hugmyndum eru þau
enda byggingin hönnuð sérstak-
lega fyrir Vél- og Stýrimanna-
skóla. Vissulega er talsverðra úr-
bóta þörf á aðstæðum nemenda
en flutningur í annað húsnæði er
ekki lausnin. Húsnæðisþörf skól-
anna sem þarna em til húsa er
um 4.000 fm en núverandi hús-
næði er 5.000 fm að flatarmáli og
það húsnæði sem um rætt er um
að flytja í er 5.300 fm þannig að
þar eru ekki miklir stækkunar-
möguleikar umfram þá sem eru í
dag. Það má líka spyija sig að því
hvort ekki þurfi að gera við bygg-
inguna ef uppeldisháskóli flytur
þarna inn, eða geta tilvonandi nem-
endur þess skóla stundað sitt nám
í húsnæði sem varla er hæft til
kennslu nú?
Á deiliskipulagi fyrir Rauðarár-
holt er gert ráð fyrir stækkun Sjó-
mannaskólans og umtalsverðri
Bandalag íslenskra sér-
skólanema skorar á
menntamálaráðherra,
segir Benedikt Sævar
Magrmsson, að reyna
að bæta aðbúnað Sjó-
mannaskólans í núver-
andi húsakynnum.
stækkun Kennaraháskólans og að
byggingar KHÍ muni hýsa tilvon-
andi uppeldisháskóla. Einnig er
gert ráð fyrir að Byggingafélag
námsmanna reisi á svæðinu 64
íbúðir, dagheimili, félagsaðstöðu
og mötuneyti þannig að sú mötu-
neytis- og félagsaðstaða sem nú
er í skólunum gæti flust yfir í þær
byggingar og þar með skapast
pláss undir aðra starfssemi.
Bandalag íslenskra sérskóla-
nema skorar á menntamálaráð-
herra að taka þessar hugmyndir
til gagngerrar endurskoðunar og
reyna frekar að bæta aðbúnað Sjó-
mannaskólans í núverandi húsa-
kynnum hans.
Höfundur er formaður Bandalags
íslenskra sérskólanema.