Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 45

Morgunblaðið - 13.11.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 4ir Pólitískur raunveruleiki HINN 9. nóvember síðastliðinn birtust í Morgunblaðinu skrifleg svör heilbrigðisráð- herra við spumingum sem blaðið beindi til hans. Þar kemur m.a. fram að á fundi ríkis- stjómar, hinn 3. nóv- ember, hafi verið sam- þykkt að halda áfram vinnu að skipulagsat- hugun sjúkrahúsanna í Reykjavík. Framtíðar- sýnin felur í sér öflugt háskólasjúkrahús sem byggist á samþættu sjúkrahúskerfi í Reykjavík í samræmi við tillögur VSÓ-ráðgjafar. Eins og flesta rekur minni til vom niðurstöður VSÓ að sjúkrahús- in í Reykjavík stæðust fyllilega samanburð við það sem best gerðist í nágrannalöndunum, einkum hvað varðar afköst og gæði þjónustunn- ar. Kjaminn í tillögum VSÓ-ráðgjaf- ar var að fækka mætti starfsfólki á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur um meira en 500 manns, sam- eina ætti spítalana og á rústum sameiningar- innar skyldi rísa öflug- ur háskólaspítali. Þessar tillögur eru í takt við fullyrðingar er fram koma í áður- nefndu viðtali, að í tíð núverandi ríkisstjómar hafi ekki verið of hart gengið fram í aðhaldi og samræmingu sjúkrahúsanna á höf- uðborgarsvæðinu. Greinilegt er að ráða skal bót á þessu hið skjótasta. Öllum sem starfa á sjúkrahúsunum í Reykjavík er ljóst að mikils aðhalds hefur ver- ið gætt þar um árabil. Þrátt fyrir aukna starfsemi á flestum sviðum hafa íjárveitingar ekki aukist og samkvæmt línuriti, sem birt er með svömm ráðherra má glöggt sjá að opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu hafa minnkað síðustu 10 árin. Útgjöld til sjúkrahúsanna hafa Tómas Zoéga Mikið væri gott, segir Tómas Zoega, ef heil- brigðisráðuneytið tæki mið af pólitískum raun- veruleika. minnkað enn frekar, mælt á sama mælikvarða. Allir sem augu hafa og skilning á rekstri sjúkrahúsa gera sér grein fyrir að mörg hund- ruð milljónir króna vantar svo að rekstur sjúkrahúsanna i Reykjavík sé í jafnvægi. Skiptir þá ekki máli hvort þau eru sameinuð eða sjálf- stæð. Stöðug og langvarandi óvissa um framtíð sjúkrahúsanna skapar kvíða og óróa meðal starfsfólks og sjúklinga. Slíkt ástand leiðir til verri þjónustu á öllum sviðum. Óviðun- andi er að framlengja óvissuna frek- ar. _ Ákvörðunin um að sameina sjúkrahúsin er og verður pólitísk. Borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks- ins hefur skýrt og skorinort lýst yfír skoðun sinni á sameiningarmál- um. Flokkur forsætisráðherra hefur því mótað stefnu sína í málum þess- um. Mikið væri gott ef heilbrigðis- ráðuneytið tæki mið af pólitískum raunveruleika. Höfundur er yfirlæknir á geðdeild Landspítala. Að einkavæða einokun DANSKUR kunningi minn sagði mér eftir- farandi sögu frá landi sínu: Peningamenn eignuðust meirihluta eignar í raforkuveri, sem sá ákveðnu land- svæði fyrir rafmagni. Fljótlega fóru raf- magsnreikningamir að hækka. íbúarnir voru varnarlausir, ekki gátu þeir verið án rafmagns og ekki gátu þeir fengið rafmagn annars staðar frá. Martröð íbúanna endaði með því að ríkið varð að frelsa þá úr gíslingunni með því að kaupa hlutabréfin af peningamönn- unum, að sjálfsögðu á uppsprengdu verði. Þessi litla en lærdómsríka saga rifjaðist upp fyrir mér við nýlega „gjaldskrárbreytingu" Pósts og síma. Þar fengu landsmenn for- smekkinn að því sem verða vill. Samgönguráðherra segist von- ast til þess að eigendur Landsím- ans verði að megin- stofni íslenskur al- menningur. Það er alltaf hægt að vona, en ætli það sé nú ekki sennilegra að það verði aðrir en skuld- settir íslenskir neyt- endur sem eignist hlutabréfin. Reyndar er það íslenskur al- menningur, sem á Landsímann í dag og getur beitt áhrifum sínum í gegnum lýð- ræðislega kosna full- trúa sína á Alþingi, eins og kom á daginn, þegar fyrirtækið neyddist til þess að draga úr fyrir- huguðum hækkunum. A hinn bóg- inn, þegar Landsíminn kemst í hendur fjármagnseigenda, eins og áformað er af hálfu ríkisstjómar- innar, þá verður það engin elsku mamma (eða elsku Davíð) sem kemur til bjargar, er gjaldskráin hækkar til þess að mæta kröfum peningamannanna um aukinn arð. Einkavæðing ríkisfyrir- tækja með heilbrigðri samkeppni er hið besta -----------9— mál, segir Asta B. Þor- steinsdóttir, en í einok- unaraðstöðu er hún sem snara um háls neytenda. Einkarekstur þar sem samkeppni tryggir hagkvæman rekstur og hag neytenda er sannarlega af hinu góða. Á sama hátt er einkavæðing ríkisfyrirtækja, þar sem heilbrigðri samkeppni verður vel við komið, hið besta mál. En einkavæðing fyr- irtækja í einokunaraðstöðu er snara um háls neytenda. Höfundur er varaformaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. Ásta B. Þorsteinsdóttir Áhrifarík heilsuefni Bio-Qinon Q 10 eykur orku og úthald í skammdeginu Bio-Biloba skerpir athygb og einbeitingarhæfni Bio-Selen Zink er áhrifaríkt alhliða andoxunarheilsuefni BIO-CAROTEIV BIO-CHRÓM BIO-CALCHJM RIO-CLANDÍN-25 BIO-E-VÍTAM. B10-FIBER-80 BIO-IIVlTLALKLR rio-zink BIO-MAGNESÍUM BIO-MARIN ÞÚ GETUR TREYST HEILSUEFNUM FRÁ PHARMA NORD 100% Fæst í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum. BIO-SELEN UMB. SÍMI 557 6610 r f ybpptilboð ■\ WOODSTOCKj Kuldaskór Teg: 3179 Litur: Svartir, brúnir Stærðir: 36—41 Verð áður Verð nu 2.995 Ath: Grófur gúmmisóli. Gott leður. Loðfóðraðir Póstsendum samdægurs i h*. [oppskórinn Lveltusundi v/ Ingólfstorg, sími 552 1212 ^ Orðabanki * Islenskrar málstöðvar ÍSLENZK málstöð, skrifstofa og fram- kvæmdastofnun ís- lenskrar málnefndar, hefur komið á fót orða- banka á Netinu og mun Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra opna orðabankann formlega á málræktar- þingi Islenskrar mál- nefndar 15. nóvember nk. Veffang orðabanka íslenskrar málstöðvar verður: http://www.ismal.hi.i- s/ob/. Meginhlutverk orða- banka íslenskrar mál- stöðvar er að safna saman hvers kyns tækni- og fræðiheitum og veita yfírsýn yfír íslenskan íðorðaforða og nýyrði sem eru efst á baugi. Jafnframt veitir orðabanki mál- stöðvarinnar greiðan aðgang að ís- lenskum þýðingum á erlendum íð- orðum. Þessi orðabanki getur því gagnast vel öllum þeim sem fjalla um sérfræðileg efni, þýðendum, kennurum, nemendum, íjölmiðla- fólki, orðabókarhöfundum, opinber- um stofnunum, fyrirtækjum og ein- staklingum. í kynningarskyni verð- ur orðabankinn fyrst um sinn opinn á Netinu án endurgjalds. Fyrstu söfnin í bankanum verða m.a. á eftirtöldum efnissviðum: tölvumál, uppeldis- og sálarfræði, flugmál, tölfræði, efnafræði, stjörnufræði, iðjuþjálfiin, bílamál, plöntur, sjávar- dýr, landfræðilegar upplýsingar. Umfangið eykst fyrirsjáanlega mjög mikið á næstu mánuðum og efnis- sviðum fjölgar. íslensk málstöð á mikið og gott samstarf við fjölmargar orðanefndir og aðra höfunda orðasafna í sér- greinum og aðstoðar þá eftir bestu getu. Segja má að orðabanki mál- stöðvarinnar verði í senn ávöxtur þessa samstarfs og grundvöllur til að byggja á. Höfundar orðasafna fá aðgang að sérhæfðu kerfí í orða- bankanum til skráningar og vinnslu orðasafna og tilbúin orðasöfn verða svo hluti af því efni sem almennir notendur orðabankans geta leitað í. Hugmyndin um tölvuvæddan ís- lenskan íðorðabanka á vegum íslenskrar mál- nefndar kom fyrst fram fyrir 18 árum og hefur henni síðan verið hreyft öðru hveiju. Tilkoma Netsins gerði til muiiæ einfaldara tæknilega að hrinda verkefninu í framkvæmd þannig að öll fyrirtæki, stofnanii og einstaklingar, hvai sem er í heiminum, gætu nýtt sér slíkan orðabanka, og með framlögum úr Lýðveld- issjóði og Málræktar- sjóði undanfarin tvö ái tókst að gera hugmynd- ina að veruleika. Ríkisstjómin samþykkti fyrii tæpum tveimur ámm, að tillögu menntamálaráðherra, að 16. nóvem- Laugardaginn 15. nóvember kynnir Is- lensk málstöð, að sögn Ara Páls Kristinsson- ar, Orðabanka, sem komið hefur veríð á fót á Netinu. ber ár hvert, fæðingardagur Jónasai Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskr- ar tungu og helgaður rækt við hana. Markmiðið er að beina athygli þjóð- arinnar þennan dag að stöðu tung- unnar, gildi hennar fyrir þjóðarvit- und okkar og alla menningu. Dags- ins var minnst í fyrsta sinn 1996 og tókst einkar vel eins og margii muna. Islensk málnefnd efnir nú 1 ár, í annað sinn, til málræktarþings undir merkjum dags íslenskrai tungu. Þingið í ár verður raunai haldið nk. laugardag, 15. nóvember, og þar verður orðabanki íslenskrai málstöðvar formlega opnaður sem fyrr segir. Höfundur er forstöðumaður íslenzkrar málstöðvar. Ari Páll Kristinsson ÚtsölustaÖir um land allt: ____________________________________________________________________________ Dropinn, Keflavík • Kvlstur, Hveragerði • S.G. Búöin, Selfbssi • S.C. Búöin, Hvolsvelli • Reynisstaöur, Wstmannaeyjum • Klakkur, Vík • KASK, Hðfn ■ KASK, DJúpavogi • Hermann Nielsson, Egllsstööum • Nýung, EskifirÖi • Byggt & FluU. NeskaupstaÖ • Ingólfur - ,, Arason, NtopnafirÖi • K.Þ. SmiÖjan, Húsavík • Metró, Akureyri • Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi • Kaupfélag V-Húnvetninga, ^ ' Hvammstanga • Metró. (safiröi • Hamrar, Grundarfirðl • Utabúðin, Óiafsvik • Utaland, Akureyri • Metró, Borgarnesl • Metró, Akranesl . TILBOÐ! | mánabarins nóvember: i Skrautlistar* ■ 20% afsl. *Gildir um fjórar algengustu tegundir lista: A2, D, E og F. Metraverð á listum: A2, áður 130 kr. Nú 104 kr. D, áður 1 20 kr. Nú 96 kr. E, áður 60 kr. Nú 48 kr. F, áður 90 kr. Nú 72 kr. SKEIFUNNI 8 • S: 581 3500 • 568 7171

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.