Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FLÓTTINN AF L ANDSB Y GGÐINNI NÚ NÝVERIÐ birti Hagstofa íslands bráða- birgðayfirlit yfir byggða- -**Í»róun fyrstu níu mánuði þessa árs. Af yfirlitinu má greina að fólki á landsbyggðinni fækkar um samtals 1.432 á þessu tiltekna tímabili, eða sem svarar liðlega einni vísi- tölufjölskyldu fyrir hvern dag ársins. Miðað við fyrri yfirlit er þróunin á þessu ári í takt við þá þróun sem verið hefur undanfarin ár og er nú svo komið að á sumum stöðum stefnir í eyðingu byggðar innan ekki svo langs tíma. Flóttinn af landsbyggðinni er þó 7*3Ísmikill eftir svæðum. Hlutfalls- lega er hann mestur af Vestfjörð- um, Austfjörðum og Norðurlandi vestra, en minnstur er hann frá Reykjanesi og af Suðurlandi. Fækkunin á Reykjanesi nemur 0,96% þegar frá er talin íbúaþróun í sveitarfélögunum næst Reykjavík og fækkunin á Suðurlandi er 0,42% ef frá er talin breyting á íbúafjölda í Vestmannaeyjum. Hverjar eru ástæðurnar fyrir þessari þróun ? Svarið við þessari spurningu er vafalaust margbrotið og flókið og hugsanlega á tíðum getur „rétta“ svarið tekið á sig margbreytilegar myndir. Með breytingu á Matölu er verið að mæla fjölda einstaklinga sem flytjast á milli svæða, einstak- linga sem taka sjálfstæðar ákvarð- anir um eigin staðsetningu sem byggir á hag þeirra í nútíð og þeim væntingum sem þeir hafa um breyt- ingar á sínum framtíðarhag. Svarið við ofangreindri spurningu byggist því væntanlega að miklu leyti á hvernig hagur einstaklinganna er í samanburði við hagsæld á öðrum svæðum og hvers þeir vænta af Jpamtíðinni. Ef þetta er rétt dregin al.yktun, má ætla að að meðaltali ein vísitölufjölskylda taki sig upp dag- lega þar sem hún telji hag sínum betur borgið utan landsbyggðarinn- ar í nútíð og til framtíðar. Hagsæld einstaklinganna er flók- ið og ekki auðmælt fyrirbrigði. Hagsæld einstaklinganna byggir m.a. á framboði og fjölbreytileika atvinnutækifæra, framboði og verði neysluvara, húsnæði sem til boða er og rekstri þess, þeirri menntun sem í boði er ásamt aðgengi að annarri „Iss, við rúllum ykkur upp“ á myndbandi opinberri þjónustu og möguleikum einstak- linganna til að eyða frítíma sínum. í byggðaáætlun frá 1994 sem Byggða- stofnun starfar eftir er eitt af markmiðum stofnunarinnar „að stuðla að byggð þar sem hún er þjóðhags- lega hagkvæm". En með þjóðhagslega hagkvæmri byggðaá- ætlun má hugsanlega nýta betur þá fjár- festingu sem til stað- ar er, þ.e.a.s. hús- næði, atvinnutæki, opinbera þjónustu og síðast en ekki síst ýmsar náttúrulegar auðlindir sem hagkvæmt er að nýta við nú- verandi skilyrði, sem yrðu við frek- ari fækkun íbúa illa nýtanlegar eða jafnvel ónýtanlegar. Þannig gæti t.d. nýting ýmissa fiskistofna orðið erfiðari og hugsanlega mun dýrari fyrir heildina legðist byggð t.d. af á stóru svæði á Austfjörðum. Slíkt væri dæmi um þjóðhagslega hag- kvæma byggð úti á landi. En þjóð- hagslega hagkvæm staðsett byggð þarf ekki endilega að fara saman við væntingar einstaklinganna um sinn eigin hag. Hagsmunir einstakling- anna gætu því gengið þvert á mark- mið Byggðastofnunar og það sem hagkvæmt teldist fyrir heildina. Flutningur fólks í stóru mæli af landsbyggðinni verður því að teljast verulegt áhyggjuefni sem gæti, ef héldi fram sem horfír, rýrt hag allra landsmanna. Bein framlög og stuðningur við landsbyggðina í nýlegri skýrslu sem gerð var að frumkvæði Aflvaka hf. og Atvinnu- og ferðamálaskrifstofu Reykjavíkur um framlög ríkisvaldsins til lands- byggðarinnar annarsvegar og höf- uðborgarsvæðisins hinsvegar kem- ur fram að „Framlög til lands- byggðarinnar hafa að jafnaði numið 32 milljörðum króna á tímabilinu 1991 - 1995. Beinir styrkir í gegnum starfsemi Byggðastofnunar, Fram- kvæmdasjóðs, Atvinnutryggingar- deildar Byggðastofnunar og land- búnaðarkerfi, til hafnarmála, fjár- stuðnings hótela á landsbyggðinni, niðurgreiðslna á raforkuverði og dreifikerfi auk jöfnunargjalda hafa að jafnaði numið tæpum 13 milljörð- um króna á umræddu tímabili." Þá veitir ríkisvaldið og 45 milljarða króna til stofnana, án B-hluta fjár- laga, á höfuðborgarsvæðinu. Er stoðkerfi atvinnulífsins nægjanlega skiivirkt ? Atvinnuþróunarsjóður Suður- lands og verkefnahópurinn „Suður- land - 2000“ eru ásamt Iðnþróun- arfélagi Norðurlands vestra, ByggðnpPnun, Háskóla íslands og Rannsóknarþjónustu Háskólans þátttakendur í svokölluðu „RITTS- verkefni“ þar sem unnið er að út- tekt á stoðkerfi atvinnulífsins. Verkefnið er stutt af Evrópusam- bandinu og hafa hollensk og írsk ráðgjafafyrirtæki komið að þessari vinnu. Undirbúningur að verkefn- inu hófst í byrjun árs 1996 en vinn- an með erlendu ráðgjöfunum hefur staðið í tæplega eitt ár. Formlegar niðurstöður úr þessu verkefni liggja enn ekki fyrir en ýmislegt virðist benda til þess að stoðkerfi atvinnu- lífsins hér á landi sé ekki nægjan- lega „gegnsætt“, aðgerðir opin- berra aðila ómarkvissar og oft og tíðum erfítt fyrir fyrirtæki og ein- staklinga að átta sig á því hvaða þjónusta standi til boða eða hvaða Flutningur fólks í miklum mæli af landsbyggðinni verður að teljast verulegt áhyggjuefni og telur OIi Rúnar Astþórsson að þetta gæti rýrt hag allra landsmanna. þjónustu verið sé að veita notandan- um hverju sinni. Sé þetta rétt lýsing á raunveru- leikanum, má gera ráð fyrir að töl- verðir fjármunir fari forgörðum í því óhagræði sem leiðir af kerfi þar sem meginþorri notenda þarf að kaupa sér aðstoð sérfræðinga við að útbúa umsóknir um aðstoð frá stoð- kerfi sem þjóna á atvinnulífinu. Mín skoðun er sú að ein skýringin á þeim vanda sem við höfum staðið frammi fyi-ir varðandi fólksflótta af landsbyggðinni séu m.a. þetta óhag- ræði og jafnframt ómarkviss vinnu- brögð opinberra aðila við að beita stoðkerfinu til framdráttar fyrir at- vinnulífið hér á landi. Gáttir stoð- kerfisins hafa verið opnaðar ómark- visst, ekki hefur örlað á sýnilegri stefnu, heldur virðist tilviljunar- kennt hafa verið stofnað til fjölda svokallaðra stuðningsverkefna, verkefna sem bera mismunandi nafngiftir og flest hver eru gleymd og hafa líklega mörg hver litlu sem engu skilað. Dreifing fjármuna á handahófskenndan hátt þar sem notast hefði verið við jafnódýrt og réttlátt kerfi og þorri landsmanna fylgist með þegar dregið er í Lottó- inu, hefði hugsanlega skilað betri árangri. Forræðið á að vera heima fyrir Að mörgu leyti minnir stór hluti stoðkerfisins og hvernig það vinnur á þá tíma þegar flest stærri fyrir- tæki úti á landi voru rekin af „kommisörum" og bankastjórum. Eg minnist þess ekki, hversu hæfir sem þessir menn voru á sínu sviði, að þeir hafi getað skilað þeim ár- angri í rekstri þessara fyrirtækja að þau hafi skilað nægjanlega miklum hagnaði til að standa undir eðlilegri endurnýjun, hvað þá að geta greitt eigendum sínum einhvern arð. Þvert á móti fór mikið fjármagn for- görðum i starfsemi sem tók til sín fjármagn vegna viðvarandi halla- reksturs. Á þessu hefur orðið sem betur fer mikil breyting eins og allir vita. Flest fyrirtækjanna eru orðin að al- menningshlutafélögum sem sótt hafa í ríkara mæli eftir fjármögnun í gegnum almenn hlutafjárútboð. Forræði og dagleg stjórnun fyrir- tækjanna er í höndum stjórnenda heima í héraði sem flestir hverjir hafa skilað góðum árangri við rekst- ur þeirra. Að mínu mati eigum við að taka á byggðamálunum á svipað- an hátt. Forræðið á að vera heima fyrir og betri aðgangur að stoðkerf- inu sem næst notandanum. í þá tæplega tvo áratugi sem At- vinnuþróunarsjóður Suðurlands hefur starfað hefur hann með starf- semi sinn getað byggt upp fjárhags- lega getu til að takast á við verkefni sem önnur atvinnuþróunarstarf- semi annars staðar á landinu á erf- iðara með að ráða við. Held ég að það verði að teljast vera gæfa okkar Sunnlendinga í þessum efnum að flest sveitarfélögin á Suðurlandi eru aðilar að sjóðnum og greiða í hann árlega 1% af tekjum sínum. Þá hef- Óli Rúnar Ástþórsson Nýtt svæðisbundið nýsköpunarumhverfi - Tengslakort - Sciú rlðfijöf Lcigð aðilaöa Lcigður búnuOur Nimjkcið Svcilarfólðg ByggðaMofnun Af fjáriögum Fjárfcsiar (Lífcyrissj.fyrirtwki, cinstakiinfiar) Byggöasiofnun FjárfcMingabanki Svcilarfílóg AÞS ur sjóðurinn í dag stóran hluta tekna sinna af fjármagnstekjum vegna útlána. Ekki má gleyma nýj- um atvinnuþróunarsamningi við Byggðastofnun sem gengið var frá í apríl 1996. Samningurinn við Byggðastofnun var fyrsti samning- urinn í röð atvinnuþróunarsamn- inga sem stofnunin hefur síðan gert við aðra landshluta. Með samningn- um var lögð áhersla á, að svæðis- bundin atvinnuþróun gerist með virkari þátttöku heimamanna en verið hafði áður. Samningurinn er forsenda fyrir því að Atvinnuþróun- arsjóður Suðurlands hefur getað haldið úti öflugu ráðgjafastarfi. Frá því að samningurinn við Byggðastofnun var undirritaður og til liðinna mánaðamóta hefur sjóð- urinn staðið með beinum eða óbein- um hætti að stofnun á þriðja tug fyrirtækja sem hafa skapað eða munu skapa á annað hundrað störf á svæðinu. Fjárfestingar vegna þessara nýju fyrirtækja innan svæðis eru taldar vera liðlega 500 mkr. Hefði Atvinnuþróunarsjóður Suð- urlands ekki haft jafn sterkt eigið fjárhagslegt forræði og möguleika til að fjárfesta og koma að áhuga- verðum verkefnum, tel ég að mögu- leikar okkar til að koma á fót nýrri starfsemi með beinum eða óbeinum hætti væru mun minni en ella. I sumum tilfellum nánast hverfandi. Fjárhagslegt forræði heima fyrir og möguleikar til að takast með bein- um hætti á við fjárfestingar í nýjum atvinnutækifærum eru að mínu mati ein af grundvallarforsendum þess að byggð eflist á landsbyggð- inni. Hugmyndir um svæðisbundið nýsköpunarkerfi Á undanfórnum mánuðum hefur Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands unnið að endurskilgreiningu á þeirri hugmyndafræði sem sjóðurinn hef- ur starfað eftir. Takist vel til í þess- ari vinnu og fáist stuðningur eig- enda er ætlunin að reyna að hrinda breytingum í framkvæmd á næstu mánuðum. Með endurskilgreining- unni er stefnt að því að (a) Koma á fót þróunarsetri þar sem lögð yrði áhersla á byggingartækni, jarðefna- notkun og jarðskjálftavarnir, (b) Koma á fót skilvirkri starfsemi sem sinnir eða getur leiðbeint fyrirtækj- um og einstaklingum í rekstri um alla þá rekstrar- eða tækniráðgjöf sem þörf er hverju sinni og (c) Stofnun sérstaks fjárfestingarfé- lags í almenningseign sem rekið verður samhliða Atvinnuþróunar- sjóði Suðurlands. Ástæðurnar fyrir endurskilgrein- ingu á hugmyndafræði sjóðsins eru einkum fimm: 1. Við teljum að atvinnulífið hafi mikla og vaxandi þörf fyrir góðan aðgang að skilvirku stoðkerfi. 2. Við teljum að stoðkerfi sem sinnir vel þörfum atvinnulífsins leggi jafnframt sterkari grunn að þróun byggðar hér á landi. 3. Við teljum að stoðkerfi at- vinnulífsins eigi eftir að taka frekari breytingum á komandi árum og við bindum jafnframt miklar vonir við Nýsköpunarsjóðinn og nýja Fjár- festingarbankann. 4. Við teljum að fjárhagslegt for- ræði í héraði og fjárhagsleg geta heima fyrir til að takast á við áhugaverð verkefni, efli byggðir landsins. 5. Við teljum að með auknum fjöl- brejítileika í framboði atvinnutæki- færa aukist hagsæld einstakling- anna. Eins og sjá má á tengslakortinu eru hugmyndir okkar um nýtt ný- sköpunarkerfí byggðar á fjórum megin stoðum. I fyrsta lagi At- vinnuþróunarsjóðurinn sem slíkur (AÞS) sem gegnir rekstrarhlutverki í þessari hugmynd. Tengslakass- arnir við hann eru þrír: Fjárfesting- arfélagið Atgeii' hf., nýsköpunar- hluti og þróunarsetur. I öðru lagi ganga hugmyndir okkar út á það að útvíkka starfsemi Atgeirs ehf. sem í upphafi þessa árs var stofnað utan um kaup sjóðsins á Max ehf. Hugsa mætti sér m.a. að hlutur Atvinnu- þróunai’sjóðs Suðurlands og hlutur sveitarfélaga á Suðurlandi í fyrir- tækjum rynnu inn í hið nýja fjár- festingarfélag. Þá yrði áhugavert að slíkt félag hefði góð tengsl við Byggðastofnun og ynni í nánu sam- starfi við hinn nýja Fjárfestingar- banka. Með útvíkkun Atgeirs ehf. í félag sem yrði skráð á markaði yrðu til nýir fjárfestingarvalkostir fyrir fjárfesta af svæðinu og utan þess. í þriðja lagi eru hugmyndir sjóðsins þær að nýsköpunarþáttur starfsem- innar verði aukinn. Aukið fjármagn verði veitt til nýsköpunar og leitað verði eftir samstarfi við aðila sem sjóðurinn hefur hingað til aðeins verið í óbeinu sambandi við. I fjórða lagi ganga hugmyndir okkar út á stofnun sérstaks þróunai’seturs þar sem vista mætti sértæka rannsókn- arvinnu, tengsl við atvinnugreina- stofnanir, tengsl við æðri mennta- stofnanir og þá faglegu ráðgjöf sem atvinnuvegirnir þurfa á að halda. Lokaorð Hugmyndir sjóðsins um nýtt kerfi sem veitir atvinnuvegunum betri þjónustu og stuðlað getur að öflugri byggð, byggist á því að slíkt kerfi sé opið og gegnsætt þar sem tvinnað er saman þekkingu, áhættu- fjármagni („seed capital") og at- vinnufjárfesti. Því má að ýmsu leyti líkja þessu við þríhyrning þar sem hugmynd gæti verið þróuð og út- færð í þróunarsetrinu, hún fengi fjárhagslegan styrk í gegnum ný- sköpunarhlutann og yrði hugmynd- in að veruleika mætti að hluta fjár- magna hana í gegnum Fjárfesting- arfélagið Atgeir hf. En frumkvæðið að slíku verður að koma frá heimamönnum. Þeir sjálfir verða að leggja hönd á plóg- inn við að skilgreina og fjármagna að miklu leyti það kerfi sem þeir telja að henti til að tryggja eðlilegan vöxt og viðgang þjóðhagslega hag- kvasmra byggða úti á landi. Frum- kvæðið kemur ekki frá stofnunum og stjórnmálamennirnir munu of seint koma sér saman um aðgerðir. Frumkvæðið að eflingu byggðai’inn- ar á að koma frá fólkinu sem býr og vill búa á landsbyggðinni. Höfundur er liagfræðingvr og framkvæmdastjóri Atviiuiuþróunar- sjóðs Suðurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.