Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ELÍSABETH CARLSEN + Elísabeth (Sya) Carlsen fæddist í Starup á Jótlandi í Danmörku 29. sept- ember 1907. Hún lést 3. nóvember síðast-liðinn. For- eldrar hennar voru Jens Kjær Carlsen, lengst af prestur á Fjóni, f. 1866, d. 1951, og kona hans Marie Daugaard, f. 1868, d. 1946. Eina eldri systur átti hún, Ely, sem lést fyrir tíu árum. Hinn 7. september 1940 giftist Elísabeth Guðmundi Þorlákssyni náttúrufræðingi, f. 30. sept. 1907, d. 16. feb. 1973. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Stella, skóla.stjóri, f. 1941, gift Pálma Gíslasyni bankaúti- bússljóra, búsett í Reykjavík. 2) Jens Björn, arkitekt, f. 1943, kvæntur Monu Thorláksson sjúkra- liða, búsettur í Slag- else í Danmörku. 3) Sybilla, kennari, f. 1948, gift Grími Magnússyni, kenn- ara, búsett í Nes- kaupstað. Barnabörnin eru átta og barna- barnabörnin ellefu. Útför Elísabethar fer fram í Slagelse f dag. Það er hringt að utan 3. nóv. sl. og rödd í símanum segir: Pálmi, tengdamóðir þín er látin. Þrátt fyr- ir háan aldur fannst mér þetta óraunverulegt. Kvöldið áður hafði hún hringt til að spyrja um líðan mína. Fyrir rétt rúmlega mánuði hafði ég ásamt mörgum ættingjum og vinum fagnað 90 ára afmæli hennar. Þar lék hún á als oddi og það síðasta sem hún sagði við mig: „Pálmi, ég kem til Islands um jólin eins og venjulega.“ Hún lauk sín- um ferli nákvæmlega eins og hún hafði óskað, bráðkvödd í sínu eigin húsi. Sya átti ekki aðeins langt líf heldur fjölbreytt og skemmtilegt. Hún ólst upp á góðu heimili, þar sem faðir hennar, sem hún alla tíð bar mikla virðingu íyrir, var prest- ur, listmálari og skáld, gaf út bækur, mest trúarlegs eðlis og ljóðabækur þar sem trúin, náttúran og tilveran voru yrkisefni. Sya stundaði nám bæði í Háskólanum í Kaupmannahöfn og Sorbonne í Frakklandi og seinna í Háskóla Islands. En snemma hófst ferða og ævintýraþrá sem hélst alla ævi. 1939 lá leiðin til Grænlands, þar sem hún réð sig sem heimiliskennara og einkarit- ara hjá nýlendustjóranum í Thule. Þarna varð framtíð hennar að miklu ráðin, því hér kynntist hún Guðmundi Þorlákssyni náttúrufræðingi sem var í vísinda- leiðangri til Ellesmerelands. Þegar hann kom til baka úr vel heppnaðri ferð gengu þau í hjónaband í Thule og var þá „nyrsta“ evrópska hjónavígsla sem fram hafði farið. En árin sem áttu að verða tvö á Grænlandi urðu sex og hálft, þar sem heimsstyrjöldin lokaði öllum leiðum. Fyrst settust þau að í Egedesminde (Ausiait) í Diskóflóanum þar sem Guðmundur hafði fengið stöðu. Engu hafði verið hægt að eyða svo Sya átti laun sín óskert og fyrir þau keypti hún sér hundasleða og hundaeyki, 14 hunda og þau Guðmundur þeystust um ísbreiður norðursins. I Egedesminde fæddist Stella. Guðmundur fékk síðan tilskipun um að taka við kennarastöðu við kennaraskólann í Godtháb (Nuuk). Þar kenndu þau bæði og Guðmundur stundaði allskyns veiðiskap því lítið var um aðföng. Þar fæddist Jens Björn og þá eins og síðar deildu þau með sér upp- eldinu. Að loknu stríði lá leiðin til Danmerkur. Sú leið var ekki auðveld í yfirfullu skipi, þar sem fara varð ýmsar krókaleiðir til að forðast tundurdufl, upp með aust- urströnd Grænlands, yfir til Norður-Noregs og suður með ströndum þar. 1946 fluttu þau hjón tO Islands og Guðmundur hóf kennslu og skrifaði bókina „Grænland“. Þau keyptu fljótlega hús, sem þá var eiginlega úti í sveit og stendur nú við Eikjuvog. 1948 eignuðust þau hjón þriðja barnið, Sybillu. Guðmundur stundaði alla ævi kennslu í gagnfræðaskóla, kennaraskóla, háskóla og kennara- háskóla og var virtur og dáður af nemendum sínum, auk þess sem hann skrifaði ýmsar kennslubækur í landafræði, sá um útvarpsþætti og vann að rannsóknarstörfum í sinni grein og tók oft að sér farar- stjóm fyrir útlendinga. Sya hóf snemma að framleiða mat fyrir ýmsar stærri veislur, kalt borð og snittur. A sumrin var hún með gestamóttöku fyrir ferðamenn og nýttist þá bæði tungumálakunnátta hennar og matarlist. Hún hélt PÁLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Pálfríður Guðmundsddttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1925. Hún lést á Vífilsstaða- spítala 3. növember síðastliðinn og för útför hennar fram frá Fossvogskirkju 12. növember. Fallin er frá kær tengdamóðir mín Pálfríður, sem lést eftir langa sjúkrahúslegu á Vífilsstaðaspítala. Elsku Palla mín, mig langar til að þakka þér fyrir samveruna með nokkrum orðum. Ég átti því láni að fagna fyrir sjö árum síðan, að giftast einum af son- um þínum Gunnari og að kynnast þinni fjölskyldu. Okkur Gunnari lánaðist ekki að eiga bam saman en eigum fósturson sem þú hefur ávallt komið fram við eins oe hann væri þitt ömmubam og það hefur gefið okkur og honum mikið. Þú hefur sýnt einstakt æðmleysi í þínum veikindum, sem era búin að vera þér mjög erfið. Alltaf verið kát, bjartsýn og við ávallt farið frá þér með þín orð í huga: „Ég verð betri á morgun, þetta lagast.“ Mig langar líka að þakka þér traustið sem þú barst til mín varðandi það að nú væri „drengurinn þinn“ Gunnar, kominn í heimahöfn og væri í öraggum höndum hjá mér. Elsku Palla mín, ég veit að þú ert hvfldinni fegin og nú tekur þinn ástkæri eiginmaður á móti þér með útbreiddan faðminn. Megir þú hvfla í friði. Guðrún Antonsdóttir. fjölmörg matreiðslunámskeið heimafyrir og urðu þau geysi- vinsæl. 1961 komst ég inn í þessa góðu fjölskyldu með hjónabandi okkar Stellu. Sya sá um glæsilega veislu og með okkur tókst strax góð vin- átta sem hélst alla tíð. Ferðaþráin var ætíð mikil og lágu leiðir víða, m.a. dvaldi hún tvö ár í Bandaríkjunum og Kanada og ferðaðist víða um. Arið 1961 keypti hún yndislegt sumarhús í Danmörku. Leiðir okkar Stellu lágu á þessum áram oft í sum- arhúsið, en við hófum okkar búskap í Danmörku. Guðmundur var í ársleyfi til að kynna sér skóla á Norðurlöndum og Þýskalandi. Hann ritaði hluta alfræðiorðabókar sem gefa átti út á Islandi, en þó hann lyki sínum hluta fór nú svo að hún var aldrei gefin út. Guðmund- ur var einstakur maður að vera í návist, fróður, skemmtilegur og umhyggjusamur. Það var því alltaf gott að koma til þeirra og ekki skemmdi fyrir matmenn eins og mig að njóta matargerðar Syu. I byrjun árs 1973 lést Guðmund- ur eftir erfiða og harðvítuga bar- áttu við krabbamein. Sya tók þá ákvörðun að breyta til og flytja al- farið til Danmerkur, seldi sum- arhúsið og keypti lítið en frábært hús í Slagelse, þar sem hún bjó til síðasta dags. A þessum aldar- fjórðungi hefur Sya ferðast um flesta heimshluta, heimsótt fjölmörg lönd og safnað fróðleik og notið, stundum með vinum og stundum. ein. Ferðiraar hafa að vísu styst síðustu árin, en aldrei hefur verið slegið slöku við. Allt fram undir það síðasta hefur hún kennt í einkatímum ensku og frönsku. Með þátttöku minni í norrænu samstarfi hefur leið mín oft legið til Danmerkur eða ég hef getað komið því svo við að ég gæti stansað þar. Ég hef alltaf heimsótti Syu, hvera- ig sem á hefur staðið. Þar höfum við átt góðar stundir saman, spjallað og spilað og ég hef notið góðrar matargerðar. Leið Syu hef- ur líka oft legið til Islands til að vera samvistum við böm, tengdabörn og bamabörn sem hún hafði mikið dálæti á. Við slík leiðarlok er svo margs að minnast, það rifjast upp svo margt sem ég hefði viljað spyija betur um frá viðburðarríkri ævi. Reyndar skrifaði Sya bók um fyrstu ár sín á Grænlandi, frábæra bók sem aðeins var gefín út fyrir vini og vandamenn. Seinna skrifaði hún um ýmsar aðrar ferðir sínar. Þar til fyrir fáum áram gekk hún og skokkaði á hverjum degi, hún sá um stóran garð sinn fram undir það síðasta og þó hún væri alæta á bækur held ég að Agatha Christie hafi verið hennar uppáhald. Ég þakka fyrir ánægjuleg kynni og samveru í 36 ár. Megi guðs blessun fylgja öllum hennar vinum og afkomendum. Pálmi Gíslason. Ég kallaði ömmu mína í Danmörku alltaf mormor upp á dönsku, bæði vegna þess að hún var dönsk en líka vegna þess að mér fannst ömmunafnið aldrei eiga við hana. Hún var nefnilega engin venjuleg amma sem pijónaði sokka. Hún var amma sem mátti helst ekki missa af „Strandvörðum" í sjónvarpinu, amma sem reykti stóra vindla og ferðaðist út um allan heim alveg fram á síðasta aldursár. I stað þess að fá heimaprjónaða sokka fengum við bamabörain oft spennandi hluti frá framandi löndum í jóla- og afmælisgjafir. Þrátt fyrir að búa í Danmörku eyddi mormor mörgum jólum og páskum hjá okkur í Neskaupstað, en henni fannst nú ekki mikið mál að skreppa á milli landa. Við fjölskyldan bjuggum í Slagelse í eitt ár og átti ég þá margar góðar stundir með mormor. Hún tók að sér að kenna mér frönsku bann vetur, og endaði kennslan á ógleymanlegri lestarferð okkar til Frakklands. Þegar ég byrjaði að flakka um heiminn á eigin vegum var mormor vön að segja að skyn- samlegra væri að eyða tímanum í nám, en hún vissi það jafnvel og ég að flökkueðlið var frá henni sjálfri komið og við því var ekkert að gera. Allar mínar utanlandsreisur hafa byrjað og endað hjá mormor, þar sem ég og vinir mínir voram alltaf velkomin. Síðast heimsóttum við systumar mormor í ágúst og var þá spilaður kanaster langt fram á nætur. Ég veit að þessi heimsókn mun ávallt verða okkur dýrmæt minning. Við fundum svo vel að í gömlum og þreyttum lík- amanum bjó síung sál. Það er sorglegt að hugsa til þess að stundimar með mormor í húsinu hennar við Lillevangsvej verða ekki fleiri, en ég gleðst yfir langri og góðri ævi konu sem lífgaði upp á heiminn með sínum sterka karakter. Harpa. Við sátum tvær við gluggann í notalegri stofunni hennar fyrir fjóram vikum og ræddum liðna daga. Sya var þá enn vel em and- lega, þótt aldurinn hefði síðustu mánuði sett sín spor á líkamlega heilsu hennar, en hálfum mánuði áður hafði hún haldið upp á 90 ára afmæli sitt. I kringum hana vora afmælisgjafir og kveðjur frá fjölskyldu og vinum, sumar langt að komnar. Veggirnir voru þaktir málverkum eftir fóður hennar sóknarprestinn í Ringe á Fjóni og á borðinu lágu Jyllandsposten og nokkrar opnar bækur, en Sya var jafnan með bók í hendi. Við rifjuðum upp þegar ég kom fyrst á heimili hennar með nýrri skólasystur, Stellu dóttur hennar, haustið 1954 og hún spurði mig hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Þegar hik kom á amig svarði hún að bragði „opdagelses- rejsende", en það hefði hún áreiðanlega getað hugsað sér sjálf, svo mikið yndi af ferðalögum hafði hún alla tíð. A fyrsta meiriháttar ferðalagi sínu dvaldist Sya um hríð í París til þess að læra frönsku og forfram- ast. En heimsstyrjaldarárið 1939 tók hún örlögin í eigin hendur þrátt fyrir aðvaranir og hélt til Thule á Grænlandi sem heimilis- kennari og einkaritari hjá danska nýlendustjóranum og fjölskyldu hans þar. Dvölin á Grænlandi var ráðgerð til tveggja ára, en varð vegna stríðsins sex og hálft viðburðarríkt ár, fyrst í Thule, en síðar í Egedesminde og Godtháb. Á Grænlandi kynntist hún líka manni sínum Guðmundi Þorláks- syni náttúrufræðingi og kennara og þar fæddust eldri börain þeirra tvö. Þegar þau Sya kynntust var Guðmundur þátttakandi í dönskum vísindaleiðangri á Grænlandi, en stríðið breytti einnig fyrirætlunum hans og hóf hann þá kennslu þar. Um árin á Grænlandi skrifaði Sya sem var ágætlega ritfær tvær bækur vélritaðar í allmörgum eintökum og gaf vinum sínum. Eru þær bæði skemmtileg og fróðleg lesning um líf og aðbúnað fólks á Grænlandi á þessum tíma. Einnig skrifaði Sya á sama hátt tvær aðrar bækur, ferðaminningar og gaf vinum sínum. Að stríðinu loknu dvaldist fjölskyldan einn vetur í Kaup- mannahöfn, en þá ákváðu þau að setjast að á íslandi. Keyptu þau þá fljótlega hús á stórri lóð við Eikju- vog þar sem heimili Stellu og fjölskyldu hennar stendur nú. Frá þessum áram minnast margir Guðmundar sem vinsæls og úrræðagóðs kennara við fram- haldsskóla hér í borginni en auk heimilisstarfanna kenndi Sya tungumál í einkatímum, útbjó veislur, og einnig hélt hún mat- reiðslunámskeið. Þau ferðuðust einnic talsvert. op1 ank st.vtt.ri ferða dvöldust þau um hríð bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Eftir lát Guðmundar árið 1973 flutti Sya alfarin til Danmerkur og settist að í Slagelse. Þar bjó hún vel um sig í hlýlegu húsi með stórum garði sem hún hafði mikið yndi af. Og þangað var afar gott að heimsækja hana sem fyrr og naut ég og fjölskylda mín þess í ríkum mæli. Hún hélt líka áfram að ferðast sér til ánægju og nú komu kortin hennar gjarnan frá Japan, Kína, Indlandi, Argentínu eða Ástralíu. Sya var kannske ekki allra og talaði t.d. ekki íslensku þrátt fyrir annars ágæta málakunnáttu og nærri þriggja áratuga búsetu á Islandi. En vinum sínum var hún alveg einstök, alltaf skemmtileg, heillandi, gestrisin og full af áhuga- verðum fróðleik. Hún var falleg kona, sviphrein, vel eygð og björt yfirlitum og þannig var hún til hins síðasta. Henni varð að þeirri ósk sinni að dveljast á heimili sínu til hinstu stundar og reyndar lagði hún áherslu á að menn syrgðu hana ekki liðna. Óneitanlega verður þó tómlegra fyrir okkur að koma til Danmerkur nú, þegar hún er ekki lengur, en við hljótum þó að vera full þakklætis fyrir vináttu hennai- og umhyggju gegnum árin. Bömum hennar Stellu, Jens og Sibyllu og fjölskyldum þeirra flyt ég og fjölskylda mín innilega samúð og við biðjum Guð að blessa minningu hennar. Áslaug Ottesen. Þegar lífsins leiðir skilja læðist sorg að hugum manna. En þá sálir alltaf finna yl frá geislum minninganna. (Helga Halldórsd. frá Dagverðará.) Við systuraar Björg og Sigur- laug kynntumst Stellu og Jens Bimi fljótlega eftir að þau fluttu í Vog- ana. Við bjuggum á Langholtsveg- inum í litlu íbúðarhúsi í röraportinu eins og við krakkarnir kölluðum Pípugerð Reykjavfloirbæjar. Birkibær var hinum megin við móann, nú við Eikjuvoginn. Steina- hlíð, sem seinna varð barnaheimili, var neðar og bóndabærinn Utskálar var enn austar, rétt við Elliðaárnai'. Þetta var byggðin í Vogunum fyrir um fimmtíu árum. Hálogaland var svo vestar og einhver byggð í Laug- ardalnum og hermannabraggar, sem búið var í við Múla. Smám sam- an fór byggðin að aukast og sænsku húsin svokölluðu fóru að byggjast við Langholtsveginn, Nökkvavog og Karfavog. Stella og Jens Björn vora fljót að læra íslenskuna, en alltaf þótti okk- ur gaman að koma í danska húsið og læra setningu og setningu í dönskunni af Syu móður þeirra. Notalega gula húsið og óvenjulega fjölbreyttur gróður í kring minntu fremur á suðlægari lönd en hrjóstruga landið í kring. Þarna vora rifsber, jarðarber og sólber auk blómstrandi runna og trá- gróðurs og blár umfeðmingurinn vafði sig í kringum aðkomuplönt- umar og húsið. Þama í þessu fal- lega húsi bjuggu Guðmundur og Sya með bömin sín Stellu og Jensa og nokkru eftir heimkomuna bætt- ist Sybilla í hópinn. Fyrir okkur systur var það nýtt og spennandi að fá danskan mat og leika með dönsk og grænlensk leikföng. Stella og Jens Björn lærðu svo ýmsa siði og hætti íslendinga heima hjá okkur og léku sér t.d. með okkur að hestum og kusum úr sviðakjömmum og leggjum. Mikið var um moldarbakstur og stundum var farið í parís í röraportinu. En oft var móinn leikstaðurinn og var þá stundum farið með plöntur og grös til Guðmundar til að fá nöfn og fræðslu um jurtimar. Stundum fengum við svo að staldra við í kjall- aranum og skoða skordýrin og snákana í undraglösunum hjá Guðmundi og ekki fannst okkur amalegt að fá kennslu um allar lit- j’fkn st/iintpcmnHimav aom crmrmH-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.