Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ
-( J50 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997
V
JVkSaINI^URENT
\
\
&
i
I
YSL sérfræðingur verður
í versluninni í dag
Ómótstæðilegt tilboð
í kremlínunni
Fagmennska og þekking í fyrirrúmi
Við bjóðum allt sem þig vantar
INNRÉTTINGAR
OG RAFTÆKI
í eldhúsið, barnaherbergið, þvottahúsið
og að auki fataskápa í svefnherbergið,
bamaherbergið og anddyrið.
Vönduð vara á afar hagstæðu verði.
Ókeypis teikningar og tilboðsgerð.
Cóður magn- og staðgreiðsluafsl.
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
iFOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
'í
í dag gefum
við
40%
afslátt af
þessum barna
Moon Boots
Domus Medica — Kringlunni
Toppskórinn Ingólfstorgi
l
Verð: 1.495
Verð áður: <2-r495‘-
Litir: Svart m/gulu
svart m/bláu
svart m/rauðu
Stærðir: 27—35
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
V ATN SLIT AMYNDIN Bátur í smíðum eftir
Gunnlaug Scheving
Kynningarmynd um málverk
Gunnlaugs Schevings í
Listasafni Islands
ÞEIR, sem hafa áhuga á
að skoða málverk Gunn-
laugs Schevings, sem nú
er til sýnis í Listasafni ís-
lands, ættu ekki að láta
fram hjá sér fara 45 mín-
útna kvikmynd sem sýnd
er í kjallara hússins. Þar
er hægt að fá gott yfirlit
yfir líf og starf listamanns-
ins. Eiríkur Thorsteinsson
kvikmyndastjóri gerði
þessa mynd upphaflega
fyrir sjónvarpið fyrir þrem-
ur árum og var hún sýnd
þar. Þarna eru fróðleg og
skemmtileg viðtöl við ýmsa
þekkta listfræðinga og vini
Gunnlaugs. Eiríkur fór
einnig til Kaupmannahafn-
ar og tók viðtal við ekkju
Gunnlaugs. Þar kemur
greinilega í ljós hvernig
fátæktin og baslið varð til
þess að hjónin skildu.
Myndin er bæði skemmti-
leg, fróðleg og áhrifamikil.
Sýningar á kvikmyndinni
eru daglega (ekki mánu-
daga) kl. 12 og 15. Hópar
geta pantað sérstakan sýn-
ingaitíma.
Gestur.
Er nokkurtrú
sannleikanum
æðri?
FURÐULEGT er upp-
reisnareðli sumra kirkj-
unnar þjóna. Nú síðast að
braiia með innsetningu
verðandi biskups. Að sjálf-
sögðu er Dómkirkjan_ í
Reykjavík höfuðkirkja ís-
lands og okkar stolt. Sum-
ar kirkjur eru hins vegar
vinsælar, aðallega fyrir
myndatökur ferðamanna.
Því miður hefur kirkjan
verið á undanhaldi vegna
mikils og alvarlegs óróa.
Þetta verður að stöðva.
Kærleikur verður að
lærast þar sem hann vant-
ar. Hroki og mikilmennska
verður aldrei til farsældar.
Kæru vinir, höfum bæn-
ir og kærleika að leiðar-
Ijósi þá mun famast betur
fyrir land okkar og þjóð.
Er nokkur trú sannleikan-
um æðri? Guð gefi okkur
öllum blessun sína.
Gamall karl
með trú sína.
Guðrún í Árbæ
GUÐRÚN í Árbæ sem
keypti af mér gráa Emalj-
unga-vagninn. Fann fleira
fylgidót. Vinsamlega
hafðu samband í síma
554 1054. Guðrún.
Tapað/fundið
Svart sjal týndist
SVART sjal týndist á
Skuggabamum 1. nóvem-
ber sl. Sjalið hefur mikið
tilfinningalegt gildi fyrir
eigandann. Finnandi er
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 555 4013.
Fundarlaun.
SKÁK
Umsjón Margcir
Fctursson
Hvítur leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp í ís-
landsflugsdeildinni um
síðustu helgi. Jóhannes
Ágústsson (2.215), B
sveit Taflfélags Reykja-
víkur, var með hvítt og
átti leik, en Hrannar
Baldursson (2.025),
Taflfélagi
Kópavogs,
hafði svart.
22. Hd6! -
exd6 23.
Dxc6+ -
Kf8 24.
Dxa8+
Kg7 25.
He2 (Með
manni
meira vinn-
ur hvítur
örugglega)
25. - Dxa2
26. e6 -
fxe6 27.
Dc6 - Da3+ 28. Kd2 -
Hh4 29. Dxc7+ - Kh6
og svartur gafst upp, því
eftir 30. Dd8 er hann al-
veg varnarlaus.
HÖGNIHREKKVISI
„BQ heJd a& afan,
þínsuxr bja.lpas:
Víkveiji skrifar...
KONA nokkur hafði samband
við Víkverja og sagði farir
sínar í viðskiptum við einn líf-
eyrissjóðanna ekki sléttar. Hún
sagði: „Við seldum íbúð og keypt-
um aðra. Íbúðina keyptum við af
dánarbúi og fengum veðleyfi til
að flytja yfir 600 þúsund krónur.
Einn af eigendum dánarbúsins,
sem var ekki heill heilsu, neitaði
að skrifa undir veðleyfíð. Þá fór-
um við, miðaldra og svo til skuld-
laust fólk, á stúfana, til þess að
reyna að flytja lán upp á 600
þúsund, sem losa þurfti af íbúð-
inni sem við seldum. Við buðum
lífeyrissjóðnum verðbréf í trygg-
ingu, svo að hægt væri að flytja
veðið. Það virðast ekki vera nein-
ar leiðir til að losa veð nema fá
lánað veð hjá öðrum. Þetta er
búið að taka tvær vikur. Eru ekki
lög og reglur lífeyrissjóðanna orð-
in úrelt, þegar steinsteypa virðist
vera eina trygging sem þeir taka
gilda?
Þessir sömu lífeyrissjóðir eru
að ávaxta fjármuni sína í verð-
bréfum, þeim sömu og þeir vilja
ekki taka við sem tryggingu.“
xxx
VÍKVERJI varð fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu í lok
síðasta mánaðar að þurfa að fara
í smáaðgerð í Sjúkrahúsi Reykja-
víkur, sem í raun er ekki í frásög-
ur færandi, ef ekki hefði verið
fyrir það að móttökurnar sem
hann hlaut á þessu ágæta sjúkra-
húsi voru svo frábærar, að hann
hefði ekki trúað því að óreyndu
og miðað við alla þá misjöfnu
umræðu, sem verið hefur um spít-
ala landsmanna, að þetta um-
rædda sjúkrahús væri svo frá-
bært, sem raun ber vitni.
Nú er það svo að Víkverji hefur
þrisvar sinnum áður á alllöngu
árabili orðið að gangast undir
slíka aðgerð. Þetta var þó fyrsta
sinni, sem hún var gerð á honum
í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, áður
Borgarspítalanum. En þessi var
gjörólík öllum hinum. Viðmót
starfsfólksins gagnvart Víkverja
var einstætt og þegar svæfingar-
læknirinn kom og ræddi við Vík-
veija í upphafi aðgerðarinnar og
spurði: „Hvað get ég gert fyrir
þig?“ rétt eins og þjónn á 5 stjörnu
veitingahúsi, gat Víkveiji af fyrri
reynslu við sams konar aðgerð
lýst því, hvað honum hefði áður
fundizt óþægilegast við aðgerð-
ina. „Ekkert mál,“ svaraði læknir-
inn, „við skulum sjá um að þú
finnir ekki fyrir þessum óþægind-
um.“ Og hann stóð við það.
Viðhorf lækna og alls hjúkr-
unarfólks á þessum ágæta spítala
er einstætt að mati Víkverja. Það
er allt af vilja gert að gera þá
aðgerð, sem framkvæma á, eins
þægilega og frekast er kostur og
samkvæmt þessari reynslu Vík-
veija virðist það liðin tíð, að lækn-
ar komi fram eins og einhvers
konar almætti, sem ræðst í að
gera aðgerðina án þess að ræða
við viðkomandi, spyija hann,
hvort hann hafi einhverjar sér-
stakar óskir o.s.frv.
Starfsfólk Sjúkrahúss Reykja-
víkur er frábært og kann greini-
lega starf sitt til hlítar. Hafi það
þökk fyrir góða þjónustu.