Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 64
734 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Yfirvegað snjó- boltahopp gusgus í útlandinu Fjöllistasveitin gusgus hélt tónleika í Frakklandi í vikunni, á rokkhátíðinni In- rockruptibles. Hópnum hefur gengið betur heiman en heima. Þórunn Þdrsdóttir ræddi við liðsmenn hans í París og komst að því að næstu mánuðir og ár eru meira og minna skipulögð: Ný plata næsta ____haust, kvikmynd í aldarbyrjun_ og margt þar á milli. AÐ ER ekki hatur, heldur ást, stóð á tjaldi aftan við sen- una í Cigale í París þar sem fjöllistabandið gusgus söng, spilaði og hoppaði. Hópurinn var í Frakk- landsferð vegna tónlistarhátíðarinn- ar Inrockruptibles um síðustu helgi. Heiti hennar er orðaleikur um hið óskaddanlega eða eins og orðinu er snúið hið órokkanlega. gusgus og fleira norrænt tónlistarfólk skemmti á þessu tíunda afmælisári hátíðarinnar, sem haldin er í fimm frönskum borgum. Átján hljóm- sveitir eða tónlistarmenn komu -^am á 54 tónleikum í Lille, Strass- borg, Nantes og Toulouse auk höf- uðborgarinnar. Plötuverslanakeðjan Fnac og tón- listartímarit hennar, samnefnt há- tíðinni, stendur að herlegheitunum. Til boða stóðu miðar á eina tónleika með nokkrum hópum eða þriggja kvölda miðar í Cigale. Margir for- fallnir nýttu sér það, mættu síðdeg- is og hlustuðu og dönsuðu ef vildi fram undir nótt. Það var einmitt mikið dansað og hoppað og svitnað framan við sviðið þegar gusgus spilaði á sunnudags- kvöld. Aftar í salnum og uppi á svöl- um var fólk meira í því að hlusta og horfa, en einn og einn gat ekki Ijamið sig og þurfti heldur ekki. ,Aið höfum meira fjör á tónleikum, heldur en á plötunni, hún er fjöl- breyttari og með mýkri melódíum," segir Baldur Stefánsson skipulags- fræðingur gusgus. Hann hefur und- anfarið verið á kafí við undirbúning kynningar næstu plötu, sem kemur út í september á næsta ári. Hópurinn heldur áfram að flakka um Evrópu og Bandaríkin í allt sumar og svo framvegis frá þessu eftir færi og löngun. „Nú getum við í raun gertjþað sem við viljum,“ seg- ir Daníel Ágúst Haraldson, söngv- ari, „við fáum fullt af tækifærum og reynum að taka þeim með hæfilegri ró. Þessi árangur í útlöndum er engin tilviljun og við ekkert að leika okkur heldur, þetta hefur verið full vinna hjá okkur síðan í vor. Tón- leikaferðirnar eru rosalega stífar, tarnir sem líða í rútum milli kvölda þar sem við troðum upp. En auðvit- að höfum við gaman af, við elskum lífið, skaltu segja, og höldum striki sem nú virðist ná svona fimm ár fram í tímann." S gus gus eru átta menn og ein kona, með ólíkan bakgrunn og á aldrinum 18 ára til 32ja. Liðsmennirnir eru auk þeirra sem hér tala: Alfreð More, Biggi veira, Herb Legowitz, Sigurður Kjart- ansson og Stefán Árni Þorgeirsson. „Við komum úr ýmsum áttum og erum ekki vinahópur til margra ára eins og títt er um hljómsveitir," segir Daníel. „Einn er poppari, annar ljósmyndari og svo eru kvik- myndagerðarmenn í hópnum, flug- maður, leikari og íslenskukennari," segir Hafdís Huld Þrastardóttir, „en leikarinn blundar í okkur öll- um,“ bætir Magnús Jónsson við, með prófskírteini stéttarinnar ein- hversstaðar í fórum sínum. „Aðal- málið er að við sameinum kraftana í því sem við gerum,“ segir Daníel. „Hvort sem það er tónlist, mynd- band eða handrit að myndbandi fyrir einhvern annan.“ Hljómsveit- in hefur ýmis hliðarverkefni, tón- list í auglýsingar til dæmis, eins og Kók-auglýsingu fyrir vetrarólymp- íuleikana í Japan.“ Sú auglýsing er FÓLK í FRÉTTUM DANÍEL Ágúst er eins og trúarleiðtogi á sviðinu. S Olgan úr norðri EITT virtasta dagblaðið í Frakk- landi, Le Monde, hefur nokkrum sinnuni fjallað um Gus Gus og í síðustu viku var skrifað um hljómsveitina í tengslum við In- rockruptibles-hátíðina. Ólgan í norrænu poppi var fyrirsögn einnar greinar á menningarsíð- uin blaðsins. Sagt var frá tungu- málaerfiðleikum, sem líka væru norrænum tónlistarmönnum til framdráttar því þeir væru ekki í vandræðum með enskuna. Dan- mörk og Noregur þóttu fremur dauf lönd tónlistarlega núna, en annað gilti um Svíþjóð, Finnland og ísland. Sænskir framleiðend- ur kynnu best að selja, Finnarnir væru skrítnastir og íslendingar glaðastir. Því til sönnunar væri Gus Gus, hljómsveit sem hrein unun væri að sjá á sviði „með sitt lífsglaða og vitræna rafmagns- popp.“ Blaðamaðurinn tók greinilega eftir Iandslagsmynd- um sem Gus Gus hefur í mynd- böndum sínum og myndum á sviðinu og hafði eftir hljómsveit- armönnum að náttúra heima- landsins mótaði þá. Og svo sú til- hneiging landsmanna að Iáta enga nýjung fram hjá sér fara, nýjar tölvur og tækni væru notuð í tónlist sveitarinnar sem og á ís- lenskum heiinilum og vinnustöð- um. nú í japönsku sjónvarpi og Polyesterdistortion, fyrsta plata sveitarinnar kom út í Japan í sept- ember, 5 mánuðum seinna en í öðr- um löndum og 3.000 eintök seldust á tveim vikum. „Okkur langar lengra inn á Japansmarkað," segir Baldur, „þar höfum við strax feng- ið góðar viðtökur því það sem við gerum virðist akkúrat falla í kramið.“ Tónlistin ykkar er líka frekar í ætt við Los Angeles, sem Japönum líkar bærilega, heldur en við London, leyflr blaðamaður sér að segja. „Við erum samt íslensk, við erum bara við,“ segir Hafdís. Daníel bætir við að þetta sé þó rétt og þeim hafi enda gengið vel vestanhafs. „Við erum bjartsýnni en margir tónlistarmenn í Bretlandi, búum til danstónlist meðal annars, með sál í tvennskonar merkingu og rafmagni. En það er sennilega ekki auðvelt að skilgreina okkur, hvorki sem hóp né hverslags útkoman er.“ Hafdís seg- ir gusgus gera tónlist til að gleðja eða koma fólki í gott skap. Daníel vill frekar orða það svo að þetta sé tónlist til að hreyfa við fólki, „okkur sjálfum og öðrum sem vilja, tilfínn- ingalega og líkamlega." Gus gus varð til uppúr gerð stuttmyndarinnar Nautn á íslandi fyrir tveim árum. Myndbönd laga sinna smíða þau sjálf og mynd, alvöru bíómynd, er í deiglunni: „Við gerum hana árið tvöþúsund, ekki mikið seinna," seg- ir X strax, og félagar hennar stað- festa að þetta sé metnaðarmál. Propaganda-films í Bandaríkjunum hafi augastað á hópnum, þar séu framleiddar 6 kvikmyndir á ári, ekki síst til að halda í þá leikstjóra tónlistarmyndbanda í fyrirtækinu sem hafa snúið sér að bíómyndum. „En við ætlum áfram að sjá um allt eða næstum allt sjálf, handritið er smám saman að mótast og svo vilj- um við leikstýra. Þetta á ekki að vera mynd um okkur sem hljóm- sveit, heldur uppáhaldið, ástina og lífið eða ástina á lífinu, og það er eiginlega allt sem hægt er að segja í bili.“ gusgus hefur gengið betur er- lendis heldur en á Islandi og um það segja hljómsveitarmenn að tíminn hafi jafnan liðið hægar, framan af að minnsta kosti, á íslandi. „Langur tími leið áður en íslenskur markað- ur tók við sér hvað varðaði Sykur- molana og svo Björk,“ segir Baldur. „Og kannski varð aldrei ljóst heima hvað Moiarnir náðu langt. Við erum mjög ánægð með okkar sambönd erlendis, platan hefur komið út í öll- um álfum og sama mun gilda um þá næstu.“ Daníel segir gusgus hafa spilað á 10-20 tónlistarhátíðum í sumar og haldið sjálfstæða tónleika. Eftir Parísartónleikana komu full- trúar plötufyrurtækja og fjölmiðla og sögðu „við elskum ykkur,“ eða „þetta var frábært" og Baldur segir viðtökurnar væntanlega þýða aðra tónleika í París í febrúar. etta hefur rúllað eins og snjó- bolti,“ segir Magnús, og Dan- íel, sem reynir að skýra yfir- lýsingar vina sinna, segir það spyrj- ast út að sveitin sé „lifandi á sviði,“ sem reyndist alveg rétt í París. Hvað snjóboltaáhrif í sölu varðar, halda þau áfram, Polyest- erdistortion hefur nú selst í um 130.000 eintökum um heim allan, en FRABÆR AMERÍSK BARNAFÖT ÁÓTRÚLEGU AMERÍSKUR MARKAÐUR Á ÞREMUR HÆÐUM AMERÍSKUR MARKAÐUR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6 OPIÐ VIRKA DAGA 13.00 - 18.00 LAUGARDAGA 10.00 - 17.00 NBA PEYSUR 3 LIÐ CHICAGO BULLS PRIÓNAHÚFUR CHAMPION FATNAÐUR & HOCKEY BÚNINGAR 1/2 VERÐ AMERÍSKIR IOGGING GALLAR / HLÆGILEGT VERÐ NIKE &ADIDAS ÍÞRÓTTASKÓR LÆGSTA VERD IEVRÓPU! ÓDÝRARA EN í AMERÍKU OG EVRÓPU NYSENDING KING OG QUEEN RÚMIN KOMIN AFTUR A FRÁBÆRU VERÐI SÍÐASTA SENDING FYRIR IÓL. MMÉMHMHflMMUÉWMBMkMHIÉMHI J L_. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.