Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ UR VERIIMU Morgunblaðið/Ágúst Blöndal BEITIR NK landaði síld í Neskaupstað í gær, en þangað barst þá bæði síld og loðna. Síldinni „smalað" úti af Borgarfirði eystri Francophonie láti meira til sín taka í heiminum Hanoi. Reuters. SJÖUNDI leiðtogafundur samtaka frönskumælandi þjóða, La Franco- phonie, var settur í Hanoi í gær og leiðtogarnir hvöttu til þess að þess- um laustengdu samtökum yrði breytt í pólitískt afl sem léti meira til sín taka á alþjóðavettvangi. „Sameiginleg barátta okkar mun gera okkur kleift að afstýra hætt- unni á því að til verði heimur þar sem mælt mál, hugsun og sköpun er steypt í sama móc,“ sagði Jacques Chirac, forseti Frakklands, við setn- ingarathöfnina. „Frá þessari stundu mun Francophonie hafa eina rödd og eina ásjónu." Chirac sagði að til að koma í veg fyrir að þjóðir heims töluðu aðeins eitt tungumál, ensku, þyrfti m.a. að tryggja málafiölbreytni á alnetinu. Hann sagði að franska stjórnin hefði því ákveðið að leggja 20 milljónir franka, andvirði 240 milljóna króna, í sérstakan sjóð sem ætlað er að hefja frönskuna til vegs og virðingar á netinu. 49 ríki eiga aðild að samtökunum og þijú til viðbótar, Pólland, Albanía og Makedonía, eru með áheyrnar- fulltrúa. íbúar aðildarríkjanna eru alls 450 milljónir, en þar af nota aðeins um 160 milljónir frönsku sem fyrsta eða annað tungumál. Víetnamar gagnrýndir Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, var á meðal ræðumannanna og hvatti samtökin til að láta meira til sín taka á alþjóðavettvangi, m.a. með því að koma í veg fyrir átök og efla lýðræðið. Hann skoraði enn- fremur á öll aðildarríkin að sam- þykkja bann við jarðsprengjum, sem Kanadamenn hafa beitt sér fyrir. Chretien sagði við blaðamenn síð- ar um daginn að ekki væri búist við því að Víetnamar yrðu á meðal um 100 þjóða sem hyggjast undirrita samning um bann við jarðsprengjum í Ottawa í næsta mánuði. Mannréttindahreyfingin Human Rights Watch gagnrýndi nokkur aðildarríki samtakanna fyrir að vilja ekki gangast undir samninginn og nefndi Búlgaríu, Egyptaland, Laos, Líbanon, Marokkó og Túnis. Mannréttindahreyfíngin beindi þó einkum spjótum sínum að Víetnam, sem hún sagði á meðal ijögurra ríkja í heiminum sem flyttu enn út jarð- sprengjur. „Afstaða Víetnama er lít- ilsvirðing við mannkynið." Brezki Verkamannaflokkurinn Nótaskipin fengu afla í fyrsta sinn í hálfan mánuð NOKKUR síldveiði var í fyrrinótt úti af Borgarfirði eystra og var það í fyrsta sinn í hálfan mánuð, sem eitthvað fæst í nót. Lóðuðu bátam- ir á síldina á slæmum botni og tóku þá nokkrir sig saman um að reka hana yfir á betri botn með hljóð- bylgjunum frá asdiki og dýptarmæl- um. Virtist það takast vel og síldin færði sig yfir á svæði þar sem nóta- bátarnir gátu athafnað sig. Síldin fyrir austan hefur hagað sér allt öðruvísi á þessu hausti en síðustu ár og raunar virðist vera miklu minna af henni. Ekki svipur hjá sjón Magnús Þorvaldsson, skipstjóri á Sunnubergi GK, tók þátt í því í fyrrinótt að smala síldinni yfir á betri botn en hann segist þó ekki vilja fullyrða, að smalamennskan hafi skipt sköpum í þessu sam- bandi. Segir hann það hugsanlegt, að síldin hafi sjálf verið á ferðinni þótt vel geti verið, að hávaðinn hafi eitthvað hjálpað til. Segir Magnús, að síldarmagnið nú sé ekki svipur hjá sjón og miklu minna en verið hafi síðustu haust. Síld og loðna í Neskaupstað Til Neskaupstaðar komu nokkur skip með síld og loðnu í gær. Grind- víkingur GK var með 150 tonn af síld, Þorsteinn EA 250 tonn, Beitir NK 200 tonn, Háberg GK 70 tonn og 100 tonn af loðnu og Þórshamar GK með 100 tonn af loðnu. Beitir og Þorsteinn eru með troll en hinir með nót. Loðnan fékkst fyrir norðan Langanes en þar var bræla og fóru skipin þá austur fyrir. A Vopnafírði landaði Sunnuberg GK 370 tonnum af síld, sem fékkst eins og annar síldarafli úti af Borg- arfirði, og á Seyðisfirði landaði Arnþór EA 200 tonnum og Dagfari GK 20. Átti sú síld að fara til flokk- unar og frystingar. Hjá SR-mjöli á Seyðisfirði hefur til þessa verið landað beint um 3.000 tonnum af síld. Til Borgeyjar á Höfn kom Húna- röst SF með 230 tonn, sem hún fékk í troll. Var það fyrsti síldarafl- inn, sem þangað kemur í hálfan mánuð. Hafa menn þau orð um ástandið, að það sé hrein hörmung enda vantar mikið upp í samninga. Fékk smásíld við Eldey Alltaf verður eitthvað vart við síld fyrir Vesturlandinu og einhver skip hafa reynt þar fyrir sér. Fyrir tveimur nóttum fann Antares VE ágæta lóðningu við Eldey en þegar nótin var dregin kom í ljós, að að- eins var um að ræða smásíld, sem var sleppt aftur. Antares var í gær í Vestmannaeyjahöfn að taka troll og ætlaði austur fyrir. ! TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐSVERÐBRÉFA HLUTABRÉF í SNÆFELLINGI HF. Heildarnafnverð nýs hlutafjár: Kr. 100.000.000.- Sölugeng á útgáfudegii: 1,40 Forkaupsréttartímabil: 14. - 28. nóvember 1997. Almennt sölutímabil: 1. - 8. desember 1997. Umsjón með útboði: Landsbréfhf. Útboðslýsing ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Landsbréfum hf. og á skrifstofii Snæfellings hf.. |I %mmuNGi//r , LANDSBREF HF. 7y/it, hv ~ Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 535 2000, bréfasími 535 2001, landsbref.is. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIA0 VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. yýx^txýw^^xxxýwxýwý^w^cwý^wk^ýy-x-x-x-wx-x^v:-:-:-:-:-:-:-:' Enn vandræði vegna greiðslna Lundúnum. Reuters. BREZKI Verkamannaflokkurinn virtist í gær ekki enn hafa bitið úr nálinni með vandræði sem deilur um fjárstuðning til flokkssjóðsins frá forystumanni Formúlu 1-kappakst- ursins hefur bakað honum. Bernie Ecclestone, sem hefur flesta þræði rekstursins á Formúlu 1 í hendi sér, sagðist í gær vilja að Verkamannaflokkurinn héldi milljón pundum, 117 milljónum króna, sem hann hafði greitt í flokkssjóðinn. Hann neitaði því ennfremur að hafa boðið flokknum aðra greiðslu síðar. Talsmenn Verkamannaflokksins hafa staðið í ströngu þessa viku í kjölfar þess að ríkisstjórn Tony Bla- irs ákvað að veita Formúlu 1 tíma- bundna undanþágu frá banni við tóbaksauglýsingum. Stjórnmála- skýrendur lýstu vikuna þá verstu sem Blair hefði átt í embætti frá því hann tók við stjómartaumunum fyrir hálfu ári. Flestir sökuðu hann um um einfeldni fremur en spillingu. Ecclestone segist hafa beðið Sir Patrick Neill, sem veitir sérstakri þingskipaðri nefnd forstöðu, sem hefur það hlutverk að fylgjast með siðferði í opinberu lífi Bretlands, að endurskoða ráðgjöf sína um að Verkamannaflokknum beri að skila fénu frá honum. Með því vill Eccles- tone veijast því að vera borið á brýn að hafa „keypt“ sér áhrif á ákvarð- anir ríkisstjórnarinnar. Engin ný greiðslutilboð Til að svara fullyrðingu Eccleston- es um að hann hafi ekki boðið flokknum nýja greiðslu sagði einn talsmaður flokksins að það hefðu átt sér stað viðræður milli aðstoðar- manna Ecclestones og starfsmanna skrifstofu Verkamannaflokksins „um möguleikann á frekari fjár- stuðningi", en þessar viðræður hefðu eingöngu verið á könnunarstigi. iiéii Skipholti 50b -105 - Reykjavík S. 55100 90 FASTEIGNASALA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.