Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 25
Uppskriftir í eggja-
bökkum frá Nesbúi
NESBÚ á Vatnsleysuströnd er að
setja í dreifingu uppskriftir sem
fylgja með öllum eggjabökkum frá
búinu. Uppskriftirnar eru 24 tals-
ins í þremur flokkum. Gulur flokk-
ur merkir smáréttauppskriftir,
rauður flokkur fullt hús matar og
#
5
///ó<íarvi(ei/if((r
/i.t/ttrr'
5C0 9 UíáJ^k
ifluknit
i/SuVpiiai
2 mst iTuurcl a
IMMIato4.lt
W |upnt>. tevijcJ snvsit
T&natei 1 sneiðOT
5iw%tifi«iostui
1 lc99kð ttstOak i sm.n olMas: mói
PCÍsSí fisiria meJ tesdíi 09 ostacotk
StiJiJ papiita 09 raja t6niats«saiB!
vU.
2. G'oð*! i mJ,om ot4 i nan
3. tlií roclri kt C9 sttií c5J»ftiS >ta
09 gtaNð Jbxn i 2-3 raia
I
sá græni er fyrir kökur og sæl-
gæti.
I fréttatilkynningu frá Nesbúi
segir að uppskriftii-nar séu ein-
faldar og meðal þeirra er að finna
uppskriftir að kleinum, indversk-
um kjötbollum, púðursykurmar-
engs, glóðarsteiktum fiski og
pönnukökum. Uppskriftunum á að
vera hægt að safna þar sem þær
eru númeraðar og gataðar þannig
að hægt er að hengja þær upp.
Suðutíma eggja er getið á öllum
eggjabökkunum. Hér kemur ein
uppskriftanna, indverskar
kjötbollur.
1 kg hakkað kjöt
1 bolli brauðmylsna
1 bolli tómatsafi
salt og pipar
’/ibolli hveiti
2 msk. smjör
1 laukur
1 epli
1 tsk. karrí
2 tsk. sykur
1 súputeningur
1 bolli heitt vatn
S 2>a'/j/(
Blandið saman kjöti, brauð-
mylsnu, kryddi og hálfum bolla
af tómatsafa. Búið til litlar bollur
og veltið uppúr hveiti. Steikið.
Karrí, epli og laukur er sett út í
og látið mýkjast. Að lokumm er
hálfum bolla af tómatsafa, sykri,
súputeningi og heitu vatni bætt í
og soðið i 15-20 mínútur. Gott
að bera fram hrísgrjón með
bollunum.
NEYTENPUR
Buxur með
þvagleka-
innleggi
THORARENSEN lyf hafa hafið
sölu á nærbuxum með innleggi fyrir
þá sem þjást af þvagleka. Buxurnar
eru margnota og því umhverfisvæn-
ar og valda síður ofnæmi. Þær eru
frá breska framleiðandanum Ganmill
og eru til fyrir konur og karla á öll-
um aldri.
I fréttatilkynningu frá fyrirtækinu
segir að rannsóknir sýni að fjórða
hver kona og tíundi hver karlmaður
þjáist af þvagleka einhvern tíma á
ævinni.
--------------
Handtöskur úr
gerviefni
TÖSKU- og hanskabúðin hefur tekið
við umboði handtöskuframleiðand-
ans Bulaggi. Fyrirtækið er hollenskt
en sérhæfir sig í handtöskum með
ítölsku yfirbragði, bæði úr leðri og
gerviefnum.
I fréttatilkynningu frá Tösku- og
handskabúðinni segir að megintil-
gangurinn með innflutningnum sé að
auka úrval kventaska úr gerviefnum,
enda séu þær í tísku nú.
Málning hjá Heild-
söluversluninni
HAFIN er sala á málningu hjá
Heildsöluversluninni í Fellsmúla.
Málningin er frá Slippfélaginu og er
í fyrstu boðið upp á innimálningu
blandaða með NCS litakerfi í um
20.000 litaafbrigðum. Verðið er frá
490 krónum á lítra í ljósum litum. I
fréttatilkynningu frá Heildsöluversl-
uninni segir að auk þessa sé boðið
upp á annað sem tengist málninga-
vinnu eins og límbönd, rúllur, pensla,
plastyfirbreiður og fleira.
Veislubók
í NÝÚTKOMINNI Veislubók Hag-
kaups era 230 uppskriftir að for-,
aðal- og eftirréttum og tillögur að
hlaðborði og pinnamat. Veislubókin
er þriðja uppskriftabókin frá Hag-
kaupi. Kökubókin, sem kom í fyrra,
seldist í um 18 þúsund eintökum.
Hér fylgir einn af aðalréttunum úr
nýju bókinni sem einn af höfundum
hennar, Kristján Þór Sigurðsson,
matreiðslumeistari á Argentínu,
mælir með.
Svínakótilettur
með hnetum og
engifer
_____________Fyrir 6____________
6 stk. svínakótilettur, stórar
_________olía til steikingar____
__________ Hnetusósa____________
_________3 dl kjúklingasoð______
(eða vatn og Vh teningur)
______3 msk. hnetusmjör, fínt
_______1 stk. laukur saxaður____
1 msk. sítrónusafi
'h tsk. engifer, fínt saxaður
__________1 dl rjómi________
_________sósujafnari________
___________Meðlæti__________
18-24 stk. kartöflur, soðnar
____________salt____________
smjör til steikingar
_________paprikuduft________
400 g grænmetisblanda, t.d.
_________spergilkál_________
__________gulrætur__________
___________paprika__________
belgbaunir
Steikið kótiletturnar á pönnu og
setjið á ofngrind. Steikið þær áfram
við 140° C í 15 mínútur eða á meðan
sósan er löguð. Berið fram með
soðnu grænmeti, paprikukartöflum
og hnetusósu.
Hnetusósan
Steikið lauk og engifer án þess að
brúna í þykkbotna potti. Bætið öðr-
um efnum út í og sjóðið í 5-6 mínút-
ur. Þykkið með sósujafnara.
Meðlæti
Sjóðið grænmetið í söltu vatni í 4-5
mínútur. Steikið skrældar soðnar
kartöflur í smjöri og stráið papriku-
dufti yfir.
Handverks-
markaður á
Eiðistorgi
HANDVERKSMARKAÐUR
verður haldinn á Eiðistorgi,
Seltjarnai-nesi, í dag. Þar verða
meðal annars til sölu tré-, gler-
og prjónavörur, málverk,
postulín, brúður og ýmislegt til
jólahaldsins.
Kvenfélagið Seltjörn verður
með kaffi- og vöfflusölu á mark-
aðnum og klukkan 14 munu
nemendur úr Tónlistarskóla
Seltjarnarness leika.
H O N D A
Stór fjórhjóladrifinn bill á frábærv verði
FRÁKRI 2.190.000,- Á6ÖTUNA.