Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 261. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS • • Oflug herskip Bandarfkjamanna og Breta stefna til Persaflóa Reuters Hittust í London MADELEINE Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hitti Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, í London í gær. Eftir fundinn sagðist Al- bright hafa lagt áherslu á að Israelar leggðu sitt af mörkum við að leysa þann hnút sem frið- arferlið fyrir botni Miðjarðar- hafs er í. Að öðru leyti vildu leiðtogarnir lítið láta uppi um innihald viðræðna sinna. AI- bright, sem er á leið til Qatar þar sem hún mun sækja efna- hagsráðstefnu Norður-Afríku- ríkja og Miðausturlanda, mun hitta Yasser Arafat, Ieiðtoga Palestínumanna, í Sviss í dag. Flóð í Sómalíu lagt var til Osló. Morgunblaðið. NORÐMENN og Rússar komust í gær að samkomulagi um kvóta í Barentshafí sem er um þriðjungi meiri en ráðgjafanefnd Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins (ICES) hafði lagt til á fundi sínum fyrir hálfum mán- uði. Þorskkvóti þjóðanna á næsta ári verður 694.000 tonn, sem er 140.000 tonnum meira en ráðgjafa- nefndin lagði til. Peter Angelsen sjávarútvegsráðherra kvaðst ánægður með ákvörðunina um kvót- ana, sagði hana hagstæða sjávarút- veginum sem hafði búið sig undir hið versta. Áður hafði verið gert ráð fyrir um 890.000 tonna heildarkvóta en físki- fræðingar lögðu til að hann yrði 540.000 tonn. Yfirleitt er farið eftir tillögum ráðgjafanefndarinnar en að þessu sinni ákvað norsk-rúss- neska fiskveiðinefndin að draga úr ráðlagðri kvótaskerðingu. Bann við loðnuveiðum Norðmenn fá 313.000 tonna kvóta, Rússar 301.000 tonn og 80.000 fara til þriðja lands. Af síð- astnefnda hlutanum eru 26.160 tonn til veiða á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða. Hins vegar er farið að ráðum fískifræðinga hvað varðar bann við loðnuveiðum á næsta ári. Angelsen viðurkenndi að 30% aukning frá ráðlögðum kvóta skap- aði vissulega óöryggi og norska náttúruverndarráðið mótmælti harðlega ákvörðun fiskveiðinefnd- arinnar, sem það segir brjóta í bága við loforð ríkisstjórnarinnar. í stjómarsáttmála hennar segir að hún muni fara að ráðum fiskifræð- inga við ákvörðun kvóta. Bandaríkjaforseti segir öryggi á 21. öld í húfi Mun meiri kvóti en Reuters HLIÐI húss Sameinuðu þjóðanna í Irak var læst eftir að vopnaeftirlitsmenn stofnunarinnar yfirgáfu landið. Genf. Reuters MIKIL flóð hafa gengið yfir suður- hluta Sómalíu að undanfórnu og a.m.k. 1.000 manns farist af völdum þeirra, samkvæmt upplýsingum Mannúðarmáladeildar Sameinuðu þjóðanna (DHA). Stofnunin segir að helmingi fleiri hafi farist í flóðunum en áður var talið og að rúmlega 200.000 manns séu heimilislaus í kjölfar þeÚTa. Fréttir hafa borist af fólki sem hefst við á hæðum og uppi í trjám en erfitt er að koma fólkinu til hjálpar þar sem brýr hafa skemmst og vegir farið í sundur. Þá hafa mat- arbirgðir eyðilagst og búfénaður farist. Mannúðarsamtök óttast að kólera og aðrir sjúkdómar breiðist út í kjölfarið. Engin ríkisstjórn hefur verið í Sómalíu frá því einræðisherranum Mohamed Siad Barre var steypt af stóli árið 1991 og gerir það allt hjálparstarf erfiðara. Svínabændur reiðir Kaupmannahöfn. Morgunhlaðið. POUL Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Dana, lenti í ógöngum vegna óvarfærinna ummæla á dög- unum sem honum hefur gengið illa að koma sér út úr. Hörð orð Nyr- ups um aðstæður á dönskum svína- búum kölluðu reiði svínabænda yf- ir forsætisráðherrann sem neydd- ist til að viðurkenna að hann hefði ekki heimsótt svínabú nýlega. Þetta gaf Uffe Ellemann-Jensen, formanni Venstre og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, tilefni til að stríða forsætisráðherranum og skopteiknarar fjölmiðlanna hafa ekki látið sitt eftir liggja. Dönsk svínabú eru alltaf að verða stærri og stærri, enda eru lög og reglur hagstæðari fyrir um- fangsmikil svínabú en minni rekstrareiningar. Svend Auken umhverfisráðherra er ósáttur við þessa þróun og vill athuga hvort mengunarreglugerðir og dýi’a- vernd geti spornað við gífurlegri mengun frá búunum og slæmum aðbúnaði svínanna. Forsætisráð- herra blandaði sér í þessa umræðu í sjónvarpsviðtali þar sem lýsingar hans á óhrjálegum aðstæðum bentu til að hann væri rétt að koma úr heimsókn í danska svína- stiu. En það er jafnvarasamt iyrir danskan ráðherra að níðast á land- búnaði og það væri fyrir íslenskan starfsbróður að tala illa um sjávai'- útveg, enda brugðust hagsmuna- samtök landbúnaðarins hart við ummælunum og í ljós kom að for- sætisráðherrann hafði vart stigið fæti í danskt svínabú síðan hann Nyrup tók við embætti 1993. Þetta var óspart rætt i fjölmiðlum og m.a. var ráðherrann gagnrýndur fyrir að sinna svo slælega þessari lykil- búgrein Dana. Eftir nokkurra daga umhugsun reyndi Nyrup að snúa vörn í sókn og sagði að ekki skipti máli hvenær heimsóknin hefði verið farin þar sem lýsingin væri rétt. Fjölmiðlar í Danmörku hafa nú ályktað sem svo að það hafi verið einhvern tíma á síðasta áratug, sem hann heimsótti svínabú síðast. íraskir ráðamenn hafa sýnt áhuga á viðræðum við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að því gefnu að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í þeim. Ráðið, sem hefur lýst sig andvígt hernaðaraðgerðum, hefur hins vegar neitað að ræða við íraska ráða- menn þar til þeir hafi gengið að kröfum stofnun- arinnar. Rétt ákvörðun Richard Butler, yfirmaður vopnaeftirlits SÞ, sem hefur verið gagnrýndur fyrir að senda alla eftirlitsmenn SÞ frá Irak, sagði í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina í gærkvöldi að hann teldi það hafa verið hárrétta ákvörðun. Ella hefði hann verið að ganga erinda Saddams. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem enn segist vonast eftir stefnu- breytingu hjá Irökum, sagði í gær að það væri al- gerlega óviðunandi að nota konur og böm í varn- arskyni. Þá sagðist hann telja að tveir næstu sól- arhringar myndu ráða úrslitum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lagði á það áherslu í gærkvöldi að reynt yrði með öllum ráð- um að fá Saddam Hussein til að virða vopnahlés- sáttmála Persaflóastríðsins, mestu skipti að hindra Iraka í að koma sér upp gereyðingarvopn- um. Iraksforseti hefði þegar gerst sekur um að nota efnavopn gegn óvinum sínum og eigin þjóð. „Þetta er ekki endurtekning á Persaflóastríðinu. Málið snýst um öryggi á 21. öldinni og við verð- um að koma fram af einurð til að tryggja að vilji þjóða heims nái fram að ganga,“ sagði Clinton. Símafundi Clintons og Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Breta, sem fram átti að fara um málið i gærkvöldi var frestað og þykir það benda til þess að ekki verði strax gripið til aðgerða. Blair sagði í gær að Saddam myndi gera „hræðileg mistök" ef hann héldi áfram að ögra umheiminum. Bent hefur verið á að ekki sé líklegt að aðgerð- ir hefjist fyrr en að lokinni efnahagsráðstefnu Norðuc-Afríkuríkja og Miðausturlanda sem fram fer í Qatar nú um helgina. Ráðstefnunni, sem m.a. verður sótt af Madeleine Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, lýkur á þriðjudag. Washington. Reuters BANDARÍKJASTJÓRN sendi í gær flugmóður- skipið George Washington áleiðis til Persaflóa. Skipið verður viku á leiðinni og um borð eru 50 F-14 og F-18 þotur auk 20 annarra flugvéla. Ann- að bandarískt flugmóðurskip, Nimitz, er á svæð- inu auk þess sem breska flugmóðurskipið In- vincible er á leið til Gíbraltar þar sem það verður í viðbragðsstöðu. 16 herskip að auki eru á Persaflóa. Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðu- neytinu, er ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu að íhugað væri að senda F-117 torséðar orrustu- þotur til Persaflóa ásamt öðrum herflugvélum. Bandaríkjamenn hafa einnig aukið viðbúnað sinn í herstöðvum í Tyrklandi og hert flugeftirlit yfir Norður-Irak. Spenna hefur fanð sívaxandi í samskiptum ríkjanna frá því Irakar vísuðu bandarískum vopnaeftirlitsmönnum úr landi fyrr í vikunni. I Irak hafa óbreyttir borgarar safnast saman við höll Saddams Husseins forseta og aðrar stjórnarbyggingar, leiðtogum sínum til verndar. Norðmenn og Rússar ákveða þorskkvóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.