Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 41
4
4
1
<
4
4
\
4
I
4
I
4
i
4
4
4
4
4
4
4
ú
4
4
4
GUÐMANN ADOLF
GUÐMUNDSSON
+ Guðmann Adolf
Guðmundsson
vélstjóri fæddist í
Vestmannaeyjum 4.
aprfl 1914. Hann lést
á Sjúkrahúsi Suður-
lands 4. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðmundur Pálsson
sjómaður og smiður
á Kirkjulióli og síð-
an bóndi í Brekku-
húsi í Vestmanna-
eyjum, f. 15.1. 1884,
d. 3.3. 1956, og Elín
Runólfsdóttir húsmóðir, f. 22.9.
1873, d. 7.3. 1969. Albræður
Guðmanns voru Elías vélstjóri, f.
24.3. 1909, d. 11.2. 1931, Guð-
finnur skipstjóri, f. 25.6. 1912, d.
22.11. 1945. Hálfbræður Guð-
manns af fyrra hjónabandi Elín-
ar með Árna Runólfssyni voru
Vilhjálmur, f. 1895, d. sama ár:
Kjartan skipstjóri og útgerðar-
maður, f. 2.10. 1896, d. 18.6.
1929; Elías, f. 1897, d. 1992 og
Vilhjálmur, f. 1900, d. 1902.
Hinn 25. 12. 1942 kvæntist
Guðmann Ástu Þórhildi Sæ-
mundsdóttur, f. 26.1. 1918, d.
4.1. 1996. Foreldrar Ástu voru
Sæmundur Ingimundarson og
Sigríður Eyjólfsdóttir í Draum-
bæ í Vestmannaeyjum. Börn
Guðmanns og Ástu eru Fjóla, f.
24.9. 1940, gift Einari Indriða-
syni, f. 17.11. 1933, d. 13.6. 1985;
Guðfinnur, f. 7.6.
1948, sambýliskona
hans er Eyrún Sæ-
mundsdóttir; Adolf
Þór, f. 23.7. 1951, d.
15.1. 1997. Barna-
börnin eru níu og
barnabarnabörnin
tíu.
Guðmann og Ásta
hófu búskap sinn að
Herðubreið en flutt-
ust fljótlega að
Sandprýði og
bjuggu þar allan
sinn búskap.
Eftir að Guðmann lauk barna-
skólaprófi fór hann til sjós þá 15
ára gamall. 17 ára fór hann í
Vélstjóraskólann og lauk þaðan
prófi og má segja að þar með
hæfist vélstjóraferill hans sem
nánast stóð óslitinn í 50 ár. Á
sfldarárunum var hann 16 sum-
ur fyrir norðan land, lengst af á
Þorgeiri goða. Veturinn
1963-1964 fór Guðmann í Stýri-
mannaskólann og aflaði sér skip-
stjórnarréttinda og starfaði um
skeið sem stýrimaður og skip-
stjóri. Eftir að Guðmann hætti
sjómennsku stafaði liann í Fisk-
vinnslu Eyjabergs sem vélstjóri
og við ýmis önnur störf til 78 ára
aldurs.
Utför Guðmanns fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Hann Manni í Sandprýði er dá-
inn. Við bræðurnir vorum nú alltaf
vanir að kalla hann bara afa í Vest-
mannaeyjuym. Hann afi var sjó-
maður af lífi og sál, það fór ekki
framhjá neinum sem þekkti hann.
Þegar við vorum litlir fór hann oft
með okkur niður í bát og sýndi
okkur í vélarhúsið. Þetta þótti okk-
ur afar merkilegt. Allt rollustússið
með afa og ömmu upp í Draumbæ
er okkur líka ofarlega í huga. Þær
eru nú orðnar margar þjóðhátíð-
irnar sem við bræðurnir höfum
komið á og alltaf var jafn gott að
kíkja í tjaldið til afa og ömmu. Þá
beið reyktur lundi alltaf eftir okk-
ur. I seinni tíð var einnig gott að
koma og fá að gista í Sandprýði
eftir langa þjóðhátíð. Einnig eru
okkur ofarlega í huga allar stund-
irnar þegar við pabbi komum til
Eyja og fóram með afa á völlinn.
Þrátt fyrir háan aldur virtist afí
alltaf hafa jafn gaman af því. Við
bræður erum þakklátir fyrir áhug-
ann sem hann sýndi okkur með því
að hringja til okkar og fylgjast með
okkur, jafnvel í nafna sinn í Amer-
íku, hann lét það ekki aftra sér, og
er Manni afar þakklátur fyrir að
hann skildi hringja til hans, núna
síðast í lok október.
Elsku afi, við þökkum þér sam-
fylgdina gegnum lífið, fyrir allar
stundirnar sem við höfum átt sam-
an og allan fróðleikinn og sögurnai-
sem þú miðlaðir okkur á lífsleið-
inni. Við sem fengum að njóta sam-
vista við þig núna síðustu mánuð-
ina þegar þú dvaldir hjá pabba er-
um afar þakklátir fyrir að hafa
fengið að kynnast þér svona mikið.
Þér leið líka svo vel í rólegheitun-
um hjá pabba. Okkur grunaði ekki
að svona stutt væri eftir þegar þú
varst fluttur á sjúkrahúsið. Elsku
afi, blessuð sé minning þín.
Jón, Guðmann, tílfar
og Ástþór.
Guðmann Adólf Guðmundsson
hét hann fullu nafni. Hann var alla
tíð kallaðm- Manni, eða Manni í
Sandprýði. í mínum huga var hann
Manni frændi, og var gull af manni.
Hann ólst upp í Eyjum hjá foreldr-
um og bræðrum. Hann fór ungur
að stunda sjó, svo sem títt var með
unga menn á þeim árum. Eg minn-
ist hans fyrst þegar hann var að
koma í heimsókn í Brekkuhús og
kom alltaf færandi hendi. Hann
smíðaði leikföng og færði mér, svo
sem vörubíl og báta. Þetta er mér
sérlega minnisstætt þar sem ekki
vora allir sem fengu þvílíkar ger-
semai’. Og svo stóð ekki á að laga
hjólið ef eitthvað var að. Það lék
allt í höndunum á honum og hann
var einstaklega ráðagóður.
Einnig eru mjög minnisstæðar
ferðirnar í Bjamarey með kindum-
ar og í eggin á vorin. Hann var af-
bragðs fjallamaður, gætinn en
mjög lipur. Hann var vélstjóri
lengst af en einnig stýrimaður og
skipstjóri. Hann var farsæll í starfi
og heilsuhraustur. Eitt sinn var
hann hætt kominn þegar var verið
að draga línu er þeir fengu á sig
slæman brotsjó. Hann var á rúll-
unni og sá þegar sjórinn reis, náði
að gi-ípa utan um spilið og hékk á
því uns rann út af bátnum. Hreins-
aðist lunningin og allt sem var á
dekkinu í sjóinn, en hann náði að
hanga á spilinu með nokkur rif
brotin og fótin í tætlum. Það vildi
öðram til happs að þeir höfðu skot-
ist niður að fá sér bita.
Á stríðsáranum tók Manni þátt í
að bjarga áhöfn af breskri flugvél
sem nauðlenti nálægt þeim. Þeir
vora þá að veiðum við Þjórsár-
hraun og fóra með mennina til
Stokkseyi’ar.
Ég bar gæfu til að hafa hann
sem vélstjóra í nokkur ár og var
mjög gott að starfa með honum,
alltaf hafði hann ráð undir rifi
hverju og var tilbúinn að miðla
okkur af visku og reynslu. Hann
var sérlega tryggur og góður
starfsmaður. Já, frændi, ég þakka
fyrir allt sem þú færðir mér, ég er
ríkari eftir. Ég veit að þér er tekið
opnum örmum á æðri stöðum. Ég
minnist þín með lotningu og hlýju.
Börnum þínum og fjölskyldum
þeirra votta ég mína dýpstu sam-
úð. Guð blessi ykkur.
Guðmundur Karl
Guðfinnsson.
Hver horfði ei ungur inn í sólarlagið
með allri sinni þrá,
- með allrar æsku söng og sorg í hjarta
og sá, og sá:
á bakvið hafið hilla uppi strendur
hins horfna lands,
sinn hvíta bát, þær björtu dísir,
sem biðu hans.
(Guðm. Böðvarsson)
Mig setur hljóðan er ég nú í
byrjun vetrar reyni að koma á blað
nokkram kveðjuorðum um vin
minn, Guðmann Adólf Guðmunds-
son frá Sandprýði. Sáttur við lífið
og tilveruna. Rólegur sem ávallt
fyrr og með bros á vör. Er ekki
gott að fá að fara svona þegar tím-
inn er kominn, án þess að þurfa að
líða þjáningar og langar legur!
Hann var fæddur hér í Eyjum
og ólst upp með systkinum sínum
hjá góðum og grandvöram foreldr-
um, fyrst í Hjálmholti, síðan á
Kirkjuhól; og seinast í Brekkuhúsi.
Eins og unglingum var tamast á
þeim tíma var það bergið og sjór-
inn, sem heillaði hvað mest og gaf
lífinu vissa spennu og hann hreifst
með. Hann varð snemma liðtækur,
lipur og slyngur fjallamaður er far-
ið hafði í flestar eyjarnar hér í
ki-ing og oft komið þaðan með góð-
an feng.
15 ára fór hann fyrst að róa og
þá á lítilli ti’illu, sem Finna hét, og
þá með Guðjóni frá Sandfelli, al-
kunnum dugnaðarformanni hér í
Eyjum.
Þá fór hann í útgerð með þeim
bræðram Guðna og Guðjóni frá
Hlíðardal og gerðu þeir út lítinn
mótorbát, sem var Sigga VE 142,
fimm lestir að stærð með 20 hesta
Sáffle-vél, oftast kallaður Sigga
litla.
En þar varð hann fyrst mótor-
isti, „án réttinda". Skömmu síðar
tók hann svo vélstjórapróf og þar
næst 120 tonna skipstjórnarrétt-
indi, sem hann notaði lítið í gegn-
um tíðina. En hann var vélstjóri til
sjós í 50 ár, sérlega farsæll og
heppinn í starfi, þó oft hafi nú
ruggað undir kalli og hann komist í
hann krappan eins og annars stað-
ai’ mun skráð.
Manni, eins og hann var ávallt
kallaður, var sérlega hægur og ró-
legur í allri framkomu, enginn æs-
ingamaður. Hafði góða frásagnar-
gáfu og naut ég þess oft er við vor-
um bara tveir einir örlítið við skál
(en það kunni hann líka vel að
meta) að hlusta á hann segja frá líf-
inu hér í Eyjum, bæði til sjós og
lands þegar hann var ungur maður
og tók fullan þátt í því lífi.
Hann kunni ógrynni af vísum og
kveðlingum er hér gengu manna á
milli um menn og málefni, og var
margt spaugilegt er barst þar út
um borg og bý. Hann var sérlega
orðvar og talaði aldrei illa um
nokkurn mann, og var ótrúlega
æðralaus þótt eitthvað bjátaði á.
„Það hastaði ekki neitt.“ Hann var
heldur ekki að trana sér fram við
nokkum mann, en hafði gaman að
léttu spjalli með góðum kunningj-
um.
Ungur giftist hann Ástu Sæ-
mundsdóttur frá Draumbæ og
eignuðust þau þrjú böm, bjuggu
mestan sinn búskap í Sandprýði og
áttu alla tíð eitthvað af kindum,
sem þau höfðu á ættarsetri Ástu,
Draumbæ. Nýttu þar tún og úti-
hús. Þessi búskapur gaf þeim
margar ánægjustundir einkum eft-
ir að Manni var kominn í land. Það
vora árvissar skemmtiferðir þegar
farið var til rúnings í Elliðaey,
einnig þegar farið var með féð
þangað og það sótt, þó stundum
gætu þessar ferðir verið slarksam-
ar ef veður var þannig.
Áður fyrr var allt slegið með orfi
og ljá og rakað með hrífu. En
seinni árin vora þau búin að fá sér
traktor, sláttu- og rakstrarvél svo
heyskapurinn var þeim leikur einn.
Eftirfarandi frásögn finnst mér
lýsa honum það vel, að nóg væri.
Hinn 4. apríl 1987 varð hann sjö-
tugur, en kvöldið áður hringir Guð-
finnur Þorgeirsson, skipstjóri á
Kristbjörgu VE, í hann og segir
honum að vélstjórinn hjá sér hafi
orðið veikur, og hvort hann gæti nú
ekki bjargað sér og komið með
þeim í þennan róður. Þeir áttu þá
netin austur í Bugt. Guðfinnur vissi
líka að Manni þekkti vélina eins og
puttana á sér því hann hafði verið
vélstjóri þar áður í þrjár vertíðir.
Jú, jú, alveg sjálfsagt ef ég fæ mig
lausan úr Eyjaberginu, en þar vai’
hann þá farinn að vinna við vél-
gæslu og að brýna hnífa eftir 50
ára vera við vélgæslu á sjó.
Guðfinnur hringir nú í Eyja-
bergið og þar var ekkert til fyrir-
stöðu að hann gæti farið með þeim
þennan róður.
Ekkert vissi Guðfmnur um það
að einmitt daginn eftir ætti Manni
70 ára afmæli. Jæja, þeir fara í róð-
urinn og er þeir eru að nálgast net-
in þá rýkur hann upp með stór-
viðri, 10 til 12 vindstig og haugasjó.
Þegar hann svo lægði eitthvað
náðu þeir að draga netin.
Sem sagt að þegar afmælisbarn-
ið hefði átt að standa stöðugum fót-
um heima í stofu við að skenkja
gestum súkkulaði og meðlæti í góð-
um fagnaði, þá hafði hann nóg með
að forða sér frá meiðslum í þessum
látum.
En þessum róðri lauk eins og svo
mörgum öðrum og hann var ekkert
að kippa sér upp við að hann hefði
blásið ein 13 stig. Ég hygg nú samt
að ekki hefðu það nú verið margir,
sem hefðu sagt já undir svona
kringumstæðum, til þess að leysa
einn mann af svo hægt væri að róa,
og það á sjötugsafmæli sínu.
Það má með sanni segja að þetta
ár hafi verið þessari fjölskyldu
erfitt, því hinn 4. janúar 1996 deyr
eiginkonan Ásta og í janúar 1997
deyr síðan sonur þeirra Adólf og
núna seinast Manni. Og hafa þau
systkinin Guðfinnur og Fjóla þurft
á miklu þreki að halda til þess að
komast í gegnum þetta.
Þess má geta að í sumar fór
Manni sér til skemmtunar til Guð-
finns og konu hans er búa á Hvols-
velli og dvaldi þar í góðri vist þar
sem vel var hugsað um hann og
ferðast með hann vítt og breitt og
þeirra ferða naut hann vel og hafði
mikla ánægju af eins og hann sagði
mér í síma, en við töluðum nú
alltaf saman í síma öðru hvora.
Eiga þau hjón sérstakan heiður
skilið hvernig þau hugsuðu um
hann eftir að hann varð einn,
einnig Fjóla, sem nú er búsett í
Reykjavík. Sendi ég þeim innileg-
ar samúðarkveðjur.
Far þú í friði, kæri vinur.
Sigmundur Andrésson.
ÞÓRUNN
SKÚLADÓTTIR
+ Þórunn Skúla-
dóttir fæddist í
Mörtungu á Síðu 9.
júlí 1906. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Klausturhólum hinn
5. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Skúli
Jónsson og Rann-
veig Eiríksdóttir og
var Þórunn þriðja í
röð átta barna
þeirra en þau voru
auk hennar Eiríkur,
Jón, Steingrímur,
Oddur, Ragna, Sig-
urður og Sigríður.
Hinn 15. júlí 1936 giftist Þór-
unn Kristóferi Bjarnasyni frá
Hörgsdal, f. 20.3. 1906, d. 29.4.
1994 og hófu þau búskap á Fossi
á Síðu þar sem þau reistu sér bú
og bjuggu alla ævi. Eignuðust
þau tvo syni sem báðir búa á
Fossi. Þeir eru: 1) Jón, f. 3.6.
Með þessum orðum kveðjum við
þig elsku amma. Við viljum ekki
vera með neina væmni á kveðju-
stundinni því það vora ekki þínar
ær og kýr. En einmitt á slíkum
stundum sáum við hversu vænt þér
þótti um okkur. Það sýndi sig líka í
ótrúlegri þolinmæði yfir öllum upp-
átækjunum í leikjum okkar á heim-
ili ykkar afa á Fossi. Borgii’ og bæ-
ir úr kubbum risu á stofugólfinu og
bankar og búðir voru settar á stofn
úti um allt hús.
Margar stundir áttum við með
þér við eldhúsborðið þar sem spil-
aðar vora kasínur og löngu vitleys-
ur og oft var hlegið dátt. Við mun-
um líka seint gleyma stemmning-
unni sem skapaðist við lummu-
gerðina miklu sem oft var vikuleg-
ur viðburður. Nægði okkur þá ekki
alltaf bara að borða hinar heimsins
bestu pönnukökur heldur þurftum
við líka að fá að hræra í deiginu og
vera svolítið fyrir.
Elsku amma, við þökkum þér
fyrir þetta allt og allt sem þú
fríði Kristinsdóttur,
f. 8.9. 1945. Dætur
þeirra eru: a) Þór-
unn, f. 20.1. 1965,
gift Hlyni Geir Rich-
ardssyni, börn
þeirra: Davíð Smári,
Björgvin, Auður Ósk
og Bjarki. b) Kristín,
f. 2.8. 1970. 2)
Bjarni, f. 28.1. 1942,
kvæntur Helgu Páls-
dóttur, f. 23.8. 1954.
Barn hennar er
Steinunn Elsa, f. 5.7.
1977. Sambýlismað-
ur hennar er Magnús Valur
Sveinsson. Börn Bjarna og
Helgu eru Þórunn, f. 8.8. 1980,
Iðunn, f. 26.8. 1983, og Páll
Kristófer, f. 29.7.1987.
títför Þórunnar verður gerð
frá Prestbakkakirkju á Síðu í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
kenndir okkur, vísumar, sögumai
og ekki síst það að vera ekki mec
neitt væl, standa fóst í báða fætui
og vera dugleg og iðjusöm. Þetta
góða veganesti gafst þú okkur fyrir
lífið og það hjálpar okkur við að yf-
irstíga sorgina við fráfall þitt. Við
söknum þín sárt og geymum í
hjarta okkar góðai- minningar um
þig, elsku amma.
Þótt líkið liggi í moldu
ei lffið dáið fær
því andinn áfram lffir,
já, eins í dag og í gær.
Nú þér við þakkir færum
við þökkum liðna tíð,
við þökkum ástúð alla
af alhug, fyrr og síð.
Við leggjum blóm á leiðið
sem lítinn þakkarkrans
oghorfomupptilhæða
hins hulda Marlands.
(Ók. höf.)
Barnabörnin.
trjíéyííjur
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
m
31!! ^ m nn «8 m ^ j
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA