Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997
ERLENT
MOEGUNBLAÐIÐ
Fresta
fundi með
Tævönum
KÍNVERJAR kváðust í gær
hafa frestað ráðstefnu sem þeir
hugðust halda með Tævönum um
hvemig auka mætti efnahags- og
viðskiptatengsl landanna.
Sökuðu Kínverjar Tævana um að
notfæra sér fyrirhugaða
ráðstefnu í pólitískum tilgangi.
Með þessari ákvörðun Kín-
verja dregur enn úr vonum
Tævana um að þjóðirnar taki að
nýju upp viðræður en Kínverjar
slitu þeim árið 1995 vegna
Bandaríkjaheimsóknar Lee
Teng-hui, forseta Tævans.
Skotið á
námsmenn
AÐ MINNSTA kosti einn maður
lét lífið í gær er öryggissveitir
skutu á námsmenn í háskólanum
í Dili á Austur-Tímor. íbúarnir
krefjast sjálfstæðis en Indónes-
ar gerðu innrás í Austur-Tímor
árið 1975 og innlimuðu. Hafa
indónesísk stjórnvöld neitað
læknum og starfsmönnum
Rauða krossins um leyfi til að
komast inn á háskólalóðina og
neita því að nokkur hafí látið
lífið er skotið var á námsmenn-
ina.
NATO-kjör í
Ungverjalandi
ARPHAD Goncz, forseti Ung-
verjalands, hvatti landa sína í
gærkvöldi til að greiða aðild að
Atlantshafsbandalaginu at-
kvæði. Gengið verður til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um málið en
stjórnvöld óttast að þrátt fyrir
að meirihluti þjóðarinnar sé
fylgjandi aðild, greiði minna en
helmingur manna á kjörskrá at-
kvæði og því verði kosningarnar
ógildar.
Arftakar
Baader-Mein-
hof fyrir rétt
TVEIR þýskir eðlisfræðinemar,
sem kváðust vera arftakar félaga
í Baader-Meinhof hryðjuverka-
samtökunum, komu í gær fyrir
rétt í Dusseldorf en þeir eru
ákærðir fyrir morðtilraunir og
sprengjutilræði. Nemamir, sem
eru þrítugir, eru taldir hafa
komið fyrir sprengjum á heimil-
um þýskra hægrimanna og í
perúska konsúlatinu í borginni á
árunum 1994 og 1995.
Útför í
Albaníu
LÍK 52 Albana, sem drukknuðu í
mars sl. er þeir hugðust reyna að
komast til Italíu, voru 1 gær flutt
til Vlore í Albaníu þar sem útfór
þeirra fór fram að viðstöddum
forsætisráðherrum Italíu og Al-
baníu. Mikil reiði braust út er
fólkið drukknaði og voru ítalir
sakaðir um að hafa sökkt skip-
inu.
Klestil vill
sitja áfram
THOMAS Klestil, forseti Aust-
urríkis, lýsti því yfir í gær að
hann hygðist bjóða sig fram að
nýju í forsetakosningunum sem
verða í apríl á næsta ári.
Kjörtímabil forsetans er 6 ár.
Deilt um greiðslur til embættismanna í Kreml fyrir bók um einkavæðingu
Tsjúbajs viðurkennir að
hafa þegið of mikið fé
Moskvu. Reuters.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, leysti í gær
Alexander Kazakov, fyrrverandi einkavæðingar-
ráðherra, frá störfum í Kreml og atkvæðamikill
stjómarsinni á þinginu sagði að embættismannin-
um hefði verið vikið frá vegna þess að hann hefði
þegið greiðslu fyrir útgáfu bókar um sögu
einkavæðingarinnar í Rússlandi. Fleiri embættis-
menn, þeirra á meðal Anatolí Tsjúbajs aðstoðar-
forsætisráðherra, þáðu fé íyrir bókina. Tsjúbajs
viðurkenndi að greiðslurnar hefðu verið of háar
og kvaðst ætla að hlíta úrskurði Jeltsíns, hver sem
hann yrði.
Talsmaður Jeltsíns vildi ekki skýra frá því
hvers vegna forsetinn leysti Kazakov frá störf-
um. í tilkynningu frá skrifstofu forsetans, sem
var aðeins ein setning, sagði að Kazakov myndi
hverfa „til annarra starfa“ sem getur þýtt að
honum hafi verið vikið frá eða að hann hafi sjálf-
ur viljað láta af störfum í Kreml.
í tilkynningunni var notað sama orðalag og
þegar viðskiptajöfrinum Borís Berezovskí var
vikið úr Öryggisráði Rússlands í vikunni sem
leið. Akvörðunin er talin geta tengst togstreitu
andstæðra fylkinga í Kreml sem reyna að
styrkja stöðu sína í von um að geta tryggt sér
forsetaembættið þegar Jeltsín lætur af störfum.
Kazakov var einkavæðingamáðherra frá janúar
til júlí á liðnu ári og hefur verið næstæðsti
embættismaður þeirrar deildar forsetaskrifstof-
unnar sem fer með tengslin við héraðs- og sveitar-
stjórnir. Þótt hann láti nú af störfum í Kreml
verður hann áfram stjórnarformaður og aðstoðar-
forstjóri gaseinokunarfyrirtækisins Gazprom,
sem var áður undir stjórn Viktors Tsjernomyrd-
íns forsætisráðherra.
Greiðslurnar rannsakaðar
Haft var eftir Alexander Shokhín, leiðtoga
flokks Tsjernomyrdíns á þinginu, að Kazakov
hefði verið vikið frá vegna deilu um greiðslu fyrir
útgáfu bókarinnar um einkavæðingu stjórnarinn-
ar. Dúman, neðri deild rússneska þingsins,
samþykkti á fimmtudag að biðja ríkissaksóknara
að rannsaka málið.
Haft var eftir Tsjernomyrdín að deilan um
einkavæðingarbókina væri „mjög óþægileg fyrir
stjórnina“. „Hann lagði áherslu á að hann
„ráðgerði nákvæma rannsókn og myndi koma lagi
á hlutina“,“ sagði fréttastofan Interfax.
Jeltsín hóf herferð gegn spillingu í stjórnkerf-
inu fyrr á árinu og hefur gagnrýnt embættismenn
fyrir að gegna öðrum störfum utan Kremlar og
hætta þannig á hagsmunaárekstra.
Runnið undan riíjum Berezovskís?
Tsjúbajs sagði að gagnrýnin á bókarsamninginn
væri runnin undan rifjum öflugra fjármála- og
fjölmiðlafyrirtækja og bætti við að þeim myndi
ekki takast að knýja fram breytingar á þeini
stefnu stjórnarinnar að eignir ríkisins yrðu seldar á
sem hæstu verði.
Aðstoðarforsætisráðherrann vísaði augljóslega
til Berezovskís og annarra viðskipta- og
fjölmiðlajöfra sem studdu Jeltsín í kosningabarátt>
unni á liðnu ári en hafa síðan átt í deilum við
Tsjúbajs og sakað hann um að ganga erinda keppi-
nautar þeirra í einkavæðingai-uppboðum undan-
fama mánuði.
Tsjúbajs segir að Berezovskí og bandamenn
hans séu aðeins argir yfir því að þeir geti ekki leng-
ur hagnast á baktjaldamakki um eignir ríkisins.
Tsjúbajs hafði hvatt Jeltsín til að víkja Berezov-
skí frá en ekki var ljóst í gær hvort einhver fylk-
inganna í Kreml hefði beitt sér fyrir brottvikn-
ingu Kazakovs.
Pressens Bild/Jonas Ekströmer
Astrid Lind-
gren níræð
MIKIÐ var um dýrðir í Svíþjóð í
gær í tilefni þess að
barnabókahöfundurinn Astrid
Lindgren, varð níræð. Mest var um
að vera í Vimmerby, fæðingarbæ
Lindgren. Göran Persson forsætis-
ráðherra hélt ræðu í tilefni dagsins
og tók fyrstu skóflustunguna að
„bæ Astrid Lindgren". IJmfjöllun
var í öllum helstu fjölmiðlum um
afmælisbarnið og hvaða þýðingu
bækur hennar hefðu haft fyrir les-
endur á uppvaxtarárum þeirra.
Lindgren frábað sér athygli
fjölmiðla á afmælinu, sem hún hélt
upp á í faðmi fjölskyldunnar. Hún
tók þó Birgittu Dahl þingforseta
opnum örmum á miðvikudag sem
færði skáldkonunni blóin og
staðfestingu þess að gróðursett
verði tré fyrir hvern og einn þing-
mann á sænska þinginu.
■ Sjá umfjöllun í Lesbók
Sendiherrar
ESB aftur
til Irans
Teheran. Reuters.
ELLEFU sendiherrar aðildarríkja
Evrópusambandsins, ESB, héldu
aftur til Teheran, höfuðborgar Irans
í gær, að sögn íranska ríkisútvarps-
ins. Sendiherrarnir höfðu verið fjar-
verandi í rúmlega hálft ár, þar sem
þeir voru kallaðir heim í kjölfar milli-
ríkjadeilu milli Irans og Þýzkalands,
sem kviknaði þegar dómstólar í
Berlín komust að þeirri niðurstöðu
að rúðamenn í Teheran hefðu fyrir-
skipað morð á þremur kúrdískum
flóttamönnum frá íran.
Háttsettur klerkur í Teheran lýsti
því yfir í útvarpi að samkomulag
Iransstjórnar við ESB-ríkin sannaði
að Bandaríkjastjórn hefði mistekizt
að spilla sambandinu milli írans og
E vrópuþj óðanna.
Sagt vai- að sendiherrar Grikk-
lands, Svíþjóðar, Belgíu, Finnlands,
Ítalíu, Spánar, Hollands, Austurrík-
is, Danmerkur og Irlands auk
næstráðanda eftir sendiherra Bret-
lands sem og sendiherra Sviss, sem
ekki er í ESB, hefðu komið til Teher-
an í gærmorgun. Tekið var fram að
þýzki sendiherrann kæmi síðar í
mánuðinum ásamt þeim franska.
Vollebæk fundar með framkvæmdastjórn ESB
Biður um nýjar viðræður
um heilbrigðiseftirlit
KNUT Vollebæk, utanríkis-
ráðherra Noregs, óskaði í gær eftir
því við framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins (ESB) í Bruss-
el að teknar yrðu upp á ný samn-
ingaviðræður um hluta samkomu-
lags Noregs og ESB um afnám
heilbrigðiseftirlits með matvælum á
landamærum. Að sögn Aftenposten
staðfesti norska utanríkis-
ráðuneytið að þetta yrði rætt á
fundi Vollebæks og Hans van den
Broek, sem fer með utanríkismál í
framkvæmdastjórninni.
Island og Noregur hafa samið við
Evrópusambandið um að heil-
brigðiseftirlit með matvælum á
landamærum verði afnumið innan
Evrópska efnahagssvæðisins, en í
staðinn taki löndin tvö að sér heil-
brigðiseftirlit með matvörum, sem
fluttar eru inn til svæðisins frá
þriðju ríkjum. Samningur Islands
nær eingöngu til sjávarafurða en
samningur Noregs bæði til sjávar-
afurða og landbúnaðai’vara. Samn-
ingamir hafa enn ekki tekið gildi,
þar sem ESB hefur ekki afgreitt þá
formlega.
Áhyggjur af salmonellusmiti
í kjúklingum
Það er vegna landbúnaðarþáttar-
ins, sem Norðmenn vilja nýjar
viðræður. Norðmenn hafa áhyggjur
af að eftirlit með afurðastöðvum í
Evrópusambandinu sé ófullnægj-
andi og nefna því til stuðnings að
nýlega hafi verið flutt inn til
Svíþjóðar sending af frönskum
kjúklingum, þar sem 80% vörunnar
reyndust smituð af salmonella.
Norska ríkisstjórnin telur að í
samningnum þurfi að vera heimildir
til að stöðva slíkan innflutning.
Evrópusambandið hefur lítinn
áhuga á nýjum viðræðum enda eru
samningarnir við ísland og Noreg
flóknir og langan tíma tók að ná
þeim saman. Að sögn Aftenposten
hafa fulltrúar ESB minnt Noreg á
að núverandi samningur sé Noregi
svo hagstæður að ekki sé víst að
sum ESB-ríki eða Evrópuþingið
samþykki hann, hvað þá verði hon-
um breytt enn frekar.
Norskir fiskútflytjendur hafa
miklar áhyggjur af málinu, enda
þýðir samningurinn að norskar og
íslenzkar sjávarafurðir undirgang-
ast ekki dýrt og tímafrekt heil-
brigðiseftirlit í ESB. Halldór
Asgrímsson utanríkisráðheiTa sagði
í Morgunblaðinu í gær að það væri
„óbærilegt" fyrir ísland, þyi’ftu
viðræður að hefjast á nýjan leik.