Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ -- VIÐSKIPTI Landsbankinn undirbýr stefnumótun fyr- ir nýja hlutafélagsbankann Stjórnarm enn verði virkari í rekstri bankans STJÓRN Landsbanka íslands hf. sem tekur við rekstri bankans um næstu áramót hefur tekið ákvörðun um að taka mun meiri þátt í upp- byggingu og stefnumótun innan bankans en bankaráðin hafa gert hingað til. Um þessar mundir eru fjórir vinnuhópar starfandi innan bankans til að yfirfara stefnumótun, ímynd, útibúanet og kynningu á hlutafélagsvæðingunni. Einn stjóm- armaður í nýja hlutafélaginu stýrir hverjum hópi sem ætlað er að skila niðurstöðum fyrir næstu mánaða- mót. „Við höfum tekið ákvörðun um að stjórnin verði mjög virk í starf- semi bankans. Það gefur okkur tæki- færi til þess að fylgjast betur með en áður og getum því brugðist við. Það er ölium ljóst sem þekkja til á fjármagnsmarkaðnum að framund- an er mikil og hörð samkeppni. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir í þeirri samkeppni og höfum alla burði til þess. Við erum með stóran banka, stórt útibúanet, gott starfsfólk og marga viðskiptavini," sagði Helgi S. Guðmundsson, formaður stjómar Landsbanka íslands hf., í samtali við Morgunblaðið. Helgi segir það sína skoðun að stjórnarmenn í bankanum eigi að sitja í stjórnum dótturfélaga hans því á þann hátt fái þeir betri yfirsýn yfir rekstur bankans. Starfshóparnir fjórir skiluðu áfangaskýrslu í gær á fundi sínum á Hótel Sögu, en endanleg skýrsla þeirra á síðan að liggja fyrir 1. des- ember nk., eins og fyrr segir. Auk stjórnarmanna hafa verið kallaðir til 4-6 starfsmenn í hvem hóp, þar af einn bankastjóri. Þannig stýrir Birgir Þór Runólfsson, stjórn- armaður starfi hóps sem fjaliað hef- ur um stefnumótum Landsbankans. Hópnum er ætlað að gera tillögur um frekari stefnumótunarstarf á vegum bankans ásamt því að fara yfir hugmyndir að nýrri þjónustu bankans. Sérstaklega er þessum hópi ætlað að draga fram samkeppn- isyfirburði bankans, helsta styrk hans og veikleika, sérstaka áherslu- þætti í starfseminni, tæknimál, leiðir til að auka samkeppnisforskot bank- ans og hugmyndir um stefnumótun- arvinnu fyrir hinn nýja hlutafélags- banka. Kanna hugmyndir um breytingar á útibúaneti Anna Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður, hefur stýrt hópi sem ætlað er að yfírfara gögn og vísbend- ingar um ímynd bankans á innlend- um og erlendum markaðL Þá hefur Jóhann Ársælsson, stjómarmaður, stýrt hópi sem lagt hefur mat á útibúanet og hvernig síðustu breytingar á skipulagi útibúa hafa reynst. Hópurinn hefur fjallað um bankaviðskipti í einstökum landshlutum og þjónustu við við- skiptamenn bankans á hinum ýmsu stöðum. Er honum ætlað að skoða hugmyndir um frekari skipulags- breytingar og fjalla um leiðir til aukinnar hagkvæmni í rekstri útibúanetsins. Loks stýrir Kjartan Gunnarsson, stjórnarmaður, hópi með það verk- efni að undirbúa kynningu á form- breytingunni um næstu áramót. Þessi hópur á gera áætiun um form- legar tilkynningar, bréfaskriftir o.fl. til að vernda hagsmuni bankans. I tengslum við þetta starf hópanna sendu þeir Helgi og Björgvin Vil- mundarson, formaður bankastjórn- ar, út bréf til allra starfsmanna þar sem óskað var eftir tillögum frá starfsmönnum um það sem betur mætti fara í starfsemi bankans. Helgi sagði aðspurður um viðhorf sitt til frekari samruna í bankakerf- inu að ekkert lægi fyrir um það af hálfu Landsbankans. „Við þurfum að snúa okkur að því með hvaða hætti við getum best nýtt fjárfest- inguna hjá VÍS og verðum önnum kafín við það á næstu misserum." Stjórn hlutafélagsbankans gekk á fundi sínum á fimmtudag frá ráðn- ingu Björgvins Vilmundarsonar í stöðu aðalbankastjóra. Þá voru þeir Halldór Guðbjarnason og Sverrir Hermannsson ráðnir bankastjórar og Siguijón Geirsson ráðinn for- stöðumaður innri endurskoðunar- deildar bankans. Er þetta í fyrsta sinn sem formlegir ráðningarsamn- ingar eru gerðir við bankastjóra Landsbankans, en innihald þeirra verður ekki gert opinbert. 60 átaks- verkefni kynnt FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, opnaði í gær sýninguna Átak tíl atvinnusköp- unar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á sýningunni verða um 60 verkefni kynnt, sem tengjast samnefndu átaki. Meðal sýningargripa má nefna fatnað úr fiskroði, íslensk- an sportbíl og vélknúinn snjósleða sem kemst fyrir í farangursrými bifreiðar. Á meðfylgjandi mynd sést sýningarstúlka kynna fatnað úr hlýraroði, sem hannaður er af Jóni Skúla Þórissyni klæðskera- meistara. Markmið sýningarinnar er að kynna þá nýsköpun og vöruþróun i íslenskum fyrirtækjum, litlum og meðalstórum, sem stutt hefur verið við af Átaki til atvinnusköp- unar, svo og útrás íslenskra fyrir- tælya og frumkvöðla á erlenda markaði. AÐ UNDANFÖRNU hafa forráða- menn Árvakurs hf. og Fíns miðils ehf., sem rekur fimm útvarpsstöðv- ar, rætt um samstarf þessara tveggja fyrirtækja á ýmsum sviðum, þ. á m. varðandi fréttaþjónustu. Er stefnt að því, að fréttir frá Fréttastofu Morgunblaðsins á Net- inu verði fluttar í tveimur útvarps- Morgunblaðið/Ásdís Búnaðarbanki íslands hf. Gengið frá ráðningu bankastjóra STJÓRN Búnaðarbanka ís- lands hf. hefur ráðið Stefán Pálsson sem aðalbankastjóra og þá Jón Adólf Guðjónsson og Sólon R. Sigurðsson sem bankastjóra frá nk. áramótum þegar hlutafélagsbankinn tek- ur til starfa. Stefán hóf störf í Búnaðar- bankanum árið 1958 og hefur verið bankastjóri frá ársbyijun 1984. Jón Adólf hóf störf í bankanum árið 1970 og varð bankastjóri árið 1984. Sólon hóf störf í bankanum árið 1983, en áður starfaði hann í Landsbankanum. Hann hefur verið bankastjóri frá árinu 1990. stöðvanna, þ.e. FM 95,7 og Aðal- stöðinni. Gert er ráð fyrir, að þessi fréttaflutningur geti hafizt fyrri hluta næsta árs. Fréttirnar verða á ábyrgð Fréttastofu Morgunblaðsins á Netinu. Rætt hefur verið um, að hljóðver verði sett upp í Morgunblaðshúsinu í Kringlunni. Viðræður milli Arvakurs hf. og Fíns miðils ehf. Búnaðar- bankinn Verðbréf með útboð Félagsbú- staða hf. ! I I > BORGARRÁÐ hefur tekið tilboði Búnaðarbankans Verðbréfa í umsjá með 800 milljóna króna skulda- bréfaútboði Félagsbústaða hf. Skuldabréfin eru til 30 ára með jöfnum árlegum greiðslum og er fyrsti gjalddagi 16. júní. Nafnvextir eru 5% en skuldabréfin eru verð- tryggð miðað við vísitölu neyslu- verðs. Bréfin verða skráð á Verð- bréfaþingi íslands og eru þau með einfaldri ábyrgð borgarsjóðs. Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, hjá Búnaðarbankanum Verðbréf- um, verður farið af stað með útboð- ið þriðjudaginn 18. nóvember. Bréf- in verða seld með 15 punkta álagi yfir hagstæðustu kaupkröfu hús- bréfa, sem í dag jafngildi 5,48% ávöxtun. Ámi segir Búnaðarbankann munu annast viðskiptavakt með bréfin jafnframt því að sölutryggja þau miðað við ofangreinda ávöxtun- arkröfu. „Þetta er óvenju langt bréf miðað við sveitarfélög og það hefur verið skortur á slíkum bréfum á þessu ári. Við eigum því von á góðum undirtektum fjárfesta,“ segir Árni Oddur. -----»-♦.---- Gæðaverð- launin » í í FRÉTT um afhendingu íslensku gæðaverðlaunanna, sem birtist á viðskiptasíðu í gær, voru aðstand- | endur verðlaunanna m.a. taldir upp. í þá upptalningu vantaði Vinnuveit- endasamband íslands, Gæðastjórn- § unarfélag íslands og Háskóla ís- lands, og leiðréttist það hér með. Sjálfur verðlaunagripurinn er eftir listamanninn Pál Guðmundsson frá Húsafelli. Þá kom fram í fréttinni að Inn- skyggnir væri hugbúnaður sem mælir árangur gæðastarfs en það er ekki rétt. Samkvæmt upplýsing- \ um frá Gæðastjórnunarfélaginu er Innskyggnir verkfæri eða aðferða- _ fræði, sem notuð er við sjálfsmat, m.a. í gæðamálum. NÁM SAMHUÐA STARFI Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar í Tæknigarði, Dunhaga 5. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 525 4923, -24 og -25. Markaðs- og útflutningsfræði Tveggja anna nám — Stúdentspróf og starfsreynsla áskilin. Hefst í febrúar 1998. Umsóknarfrestur er til 25. nóv. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Stjómun og stefnumótun. Markaðsfræði. Sölu- og samningatækni. Upplýsingaöflun, markaðsrannsóknir og hagnýt tölfræði. Fjármál milliríkjaviðskipta. Gerð viðskiptasamninga. Flutningafræði. Utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur. Kennslutími: 260 klst. sem samsvara 13 eininga námi á háskólastigi. Verð: 150.000 kr. Rekstrar- og viðskiptanám Þriggja anna nám — Fólk með háskóiamenntun hefur forgang. Hefst í febrúar 1998. Umsóknarfrestur er til 25. nóv. Hagnýtt og heildstætt nám i helstu viðskiptagreinum fyrir fólk með reynslu í rekstri og stjómun. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði, reikningshald og skattskil, fjármálastjórnun, stjómun og skipulag, starfsmannastjórnun, upplýsingatækni í rekstri og stjómun, framleiðslustjómun, markaðs- og sölufræði, réttarreglur og viðskiptaréttur, þjóðhagfræði og haglýsing og stefnumótun. Kennslutími: 360 klst. eða 120 klst. á hverju misseri, sem samsvavar 18 eininga námi á háskólastigi. Verð: 225.000 kr. Stjórnun og rekstur í heilbrigðisþjónustu Þriggja anna nám — Háskólapróf áskilið. Hefst í febrúar 1998. Skipulagt í samstarfi við Norræna heilbrigðisskólann f Gautaborg. Námsgreinar: Starfsumhverfi íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Stjómun, áætlanir, skipulag. Starfsmannastjómun. Gæðastjómun. Upplýsingatækni — tölvunýting. Fjármálastjóm og reikningshald. Heilsuhagfræði. Siðferðileg álitamál í heilbrigðisþjónustu. Þróun og breytingar í heilbrigðisþjónustu. Stefnumótun og mat á heilbrigðisþjónustu. Stefnumótun stofnana og áætlanagerð. Kcnnslutími: 300 klst. sem samsvara 15 eininga námi á háskólastigi. Verð: 190.000 kr. Nám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun Þriggja anna nám — Stúdentspróf áskilið. Hefst í febrúar 1998. Umsóknarfrestur er til 20. des. Námsgreinar: Skipulag opinberrar stjómsýslu og löggjöf um hana. Almenn stjórnunarfræði og opinber stjórnsýsla. Starfsmannastjórn í opinberri stjómsýslu. Hagnýt og fræðileg hagfræði. Fjármálastjóm í opinberum rekstri. Upplýsingatækni. Stjómsýsluendurskoðun og stjómun breytinga í opinberum rekstri. Gæðastjórnun. Verkefnastjómun. Árangursstjórnunarsamningar og framkvæmd þeirra. Kennslutími: Alls 300 klst. ítarleg námskrá mun liggja fyrir í lok nóvember. I í. L í. I í •J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.