Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐi
Tommi og Jenni
Smáfólk
IF I PLAY THE KIN6,1 KNOW HE'LL
PLAV THE ACE, BUT IF I PLAY THE
JACK, HE'LL PLAY THE QUEEN..
I JU5T U)ISM
I KNEW LUHAT
HE'5 THINKIN6..
^ir
fo-a
THAT LA5T CARP
I SWAILOWED TA5TEP
TERRIBLE..
Ef ég spila út kónginum þá veit
ég að hann spilar út ásnum, en
ef ég spila út gosanum þá spilar
hann út drottningunni...
Ég vildi bara
óska að ég
vissi hvað
hann er að
hugsa...
Síðasta spilið sem ég
gleypti bragðaðist
hræðilega.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Kristin trú og spírit-
ismi - þarf að velja?
Frá Guðjóni Baldvinssyni:
í MBL 4. nóvember s.l. birtist bréf
frá Lindu Karlsdóttur um spíritisma
og kristna trú, undir fyrirsögninni
„Kristin trú eða spíritismi - þitt er
valið.“
Margt hefur verið rætt um þessi
mál að undanförnu eins og Linda
bendir á og er ekki nema gott eitt
um það að segja, öllum er að sjálf-
sögðu frjálst að hafa sína skoðun á
málinu og lifa eftir því sem þeim
fínnst réttast. En það sem mér finnst
dálítið sérkennilegt í þessari umræðu
allri er það hvers vegna sumt fólk
er sífellt að tala um spíritisma og
kristna trú sem tvo andstæða póla.
Eftir margra ára kynni af spíritisma
og því fólki sem starfar innan sam-
taka sálarrannsóknafélaganna, þá
er það mín niðurstaða að það sé nær
undantekningarlaust afar kristið
fólk, sem iðkar kristna trú sína jafnt
í kirkjum sínum sem annars staðar
og jafnvel meira stundum en ýmsir
þeir sem utan slíkra samtaka eru.
Mér finnst sumt fólk tala stöku
sinnum eins og spíritistar séu fólk
sem hafí afneitað guði sínum og telji
hann einhvern guð refsingar o.s.frv.,
eins og reyndar Linda ýjar að í bréfí
sínu. Þetta er mikill misskilningur.
Spíritistar eru í mínum huga fyrst
og fremst fólk sem vill leita svolítið
lengra en fræðsla kirkju þess hefur
boðið upp á. Biblían segir að hjá
guði séu margar vistarverur. Spírit-
istar hafa leitast við að afla meiri
upplýsinga um þessar vistarverur.
Reyna að fá nánari upplýsingar en
þær sem ritaðar voru fyrir 2000 árum
um það í hverju framhaldslífið fæl-
ist. Hvað tekur við eftir jarðneskan
dauða? Var sannleikurinn ritaður í
eitt skipti fyrir öll fyrir 2000 árum?
Hefur mannkyni ekki dottið í hug
að spyrja neins frekar síðan? Er eðli-
legt, Linda, að mannkyn leiti nýrra
svara og þekkingar á öllum sviðum
tækni, lífs og þroska nema þessu?
Ég minnist þess ekki að kirkjan mín
hafí bætt neinu nýju við það sem
biblían (og þeir menn sem henni hafa
ritstýrt í gegnum aldimar) sagði okk-
ur fyrir 2000 árum síðan um fram-
haldslíf sálarinnar. Getur það verið
að þar hafí punktur verið settur? Að
guð hafí sem sagt ákveðið að mann-
kynið skyldi fá að þroskast og þróast
í frekari þekkingu og visku á öllum
sviðum nema þessu?
Erfitt á ég með að trúa því. Og
þú, Linda, heldur því fram að spírit-
istar noti milliliði þegar þeir tala við
guð. Hvernig þér dettur þetta í hug
er mér hulið, en spíritistar þurfa
ekki, frekar en annað fólk, að hafa
milliliði í sambandi sínu við guð. Og
enn undarlegri finnst mér sú kenn-
ing sumra að það, að ástvinir okkar
og samferðarfólk, sem látið er jarð-
neskum dauða, skuli hafa áhuga á
að hafa samband við okkur aftur
yfír landamærin, sé ekki eðlilegt og
hljóti að vera verk hins illa. Ef vinir
þínir og ættingjar flytja í aðra heim-
sálfu, reyna þeir þá ekki að senda
þér póstkort eða slá á þráðinn til
að láta þig vita af sér og líðan sinni?
Og mundir þú ekki vilja gera slíkt
hið sama? Og aldrei hef ég heyrt
spíritista halda því fram að hið illa
sé ekki til eða að svör sé ekki að
finna í kristinni trú, eins og þú læt-
ur að liggja í bréfi þínu. Hið góða
og illa er alls staðar til, var, er og
verður. Ég samgleðst þér innilega
yfir að hafa fundið þinn stað og þína
leið til sambands við Jesú. En ég
er ósammála þér um að þú hefðir
ekki getað fundið hana líka þó þú
aðhylltist kenningar spíritista um
framhaldslíf sálarinnar. Það er ekk-
ert í þeim sem hafnar eða lokar á
beint samband, eins og þú orðar
það, við guð. Þvert á móti. Ég er
þeirrar skoðunar að spíritisminn
hafí einmitt styrkt marga í guðstrú
sinni. Við verðum að gera okkur
grein fyrir því að „svo er margt
sinnið sem skinnið," og að ekki hent-
ar öllum nákvæmlega sama leiðin
að takmarkinu. Það eigum við að
virða og leyfa fólki að leita eftir eig-
in sannfæringu, eins og þú reyndar
segist sjálf hafa gert. Fordæmum
ekki eða dæmum aðra af því einu
að þeir fínna hjá sér þörf til að leita
svara um trú sína og tilveru. Það á
ekki að vera okkar hlutverk.
GUÐJÓN BALDVINSSON,
Laufrima 4, Reykjavík.
Hvert erum við
eiginlega að fara?
Frá Elínu Skeggjadóttur:
NÚ GET ég ekki þagað lengur og
vona að þeir sem eru á sama máli
láti í sér heyra. Á laugardagskvöldið
kveikti ég í ógáti á Stöð 2 meðan
ég beið eftir Stöðvarmönnunum á
Stöð 1 og varð felmtri slegin yfír
því sem boðið er uppá á þeim bæ.
Ekki get ég nú haft eftir ósómann
en ef þessir vesalingar halda að ef
þeir eru nógu subbulegir í munnin-
um, þá séu þeir fyndnir, þá ættu
þeir að skipta um vinnu. Ekki er
sosum við þá að sakast því það ger-
ir hver eins og hann getur og sumir
kunna bara best við sig í sorpinu
og það er að sjá að þessi hópur leik-
menna sé í þeim flokki. En að Stöð
2 skuli leyfa sér sem ábyrgur aðili
að óvirða áskrifendur sína með þess-
um óskapnaði er meira en ég fæ
skilið. Nú má með sanni segja að
ég geti bara skrúfað fyrir og það
gerði ég líka snarlega og ekki verð
ég áskrifandi að Stöð 2 á næstunni.
Hafíð skömm fyrir, þið fólk á
Stöð 2. Af nógu virðist að taka í
kringum mann og er þar næst að
nefna klámauglýsingarnar sem núna
taka yfír heila síðu í DV og svo er
Stöð 2 auðvitað með í gríninu. Hvar
ætlið þið að draga mörkin, eða hafið
þið kannske engin mörk frekar en
þeir sem enga sjálfsvirðingu hafa?
Er hægt að láta ykkur gera hvað
sem er eins og að birta auglýsingar
af þessu tagi ef ykkur er borgað
nógu vel fyrir.
Vitið þið hvað það heitir?
Með kveðju.
ELÍN SKEGGJADÓTTIR,
Furugrund 81, 200 Kópavogur.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.