Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. NOVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Mikill meiri- hluti hlynntur átakinu AKUREYRI * Aform sveitarstjórnar Gerðahrepps um reyklaust sveitarfélag árið 2001 fær jákvæðar viðtökur Keflavík - „Markmið okkar er að ná samstöðu með félagasamtökum, fyrirtækjum og öllum íbúum sveit- arfélagsins að taka höndum saman og vinna að því takmarki að gera Garðinn reyklausan árið 2001,“ sagði Sigurður Jónsson, sveitar- stjóri Gerðahrepps, við kynningu á átakinu „Reyklaus Gerðahreppur árið 2001“, í Garði í vikunni. Sigurður sagði að Þórður Marels- son, starfsmaður hreppsins í íþrótta- og æskulýðsmálum, hefði komið með þessa hugmynd sem hefði strax fengið jákvæðar móttökur. í fram- haldi hefði farið fram skoðanakönn- un meðal íbúa um hvort þeir væru hlynntir að taka höndum saman og vinna að slíku átaki og hefði niður- staðan verið sú að 72% svarenda væru hlynnt átakinu. Sigurður sagði að menn hefðu þá þegar farið að vinna að undirbún- ingi og fengið tóbaksvarnarnefnd til liðs við sig. I framhaldi af því hefði Morgunblaðið/ Eyjólfur M. Guðmundsson SJONVARPSLOFTNET á þaki húss í Vogum. Flóð og fjara ráða móttöku örbylgju- sendinga Vogum - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét gera mælingar á sjónvarps- og útvarpsmerkjum á Suðurnesjum 16.-17. október síð- astliðinn. Niðurstaða mæiinganna sýnir að víða á Suðumesjum er styrkur þessara merkja í eða undir lágmarki. Víða þarf að nota mörg og stór loftnet með mikilli mögnun til að ná merkjunum. í Vogum er málum þannig háttað að íbúar þurfa á tveimur loftnetum að halda til að geta horft á Ríkis- sjónvarpið á endurvarpa á Vogastapa, og Stöð 2 og Sýn sæmi- lega frá Reykjavík. í móttöku á örbylgjusendingu verður að taka tillit til þess hvort sé flóð eða fjara. Einnig eru skilyrðin mjög slæm í sléttum sjó og sólskini. Varðandi styrk á sendingu á endur- varpi frá vatnstanki í Keflavík á það sama við um hann, ef skilyrðin á móttöku eru slæm, skilar hann slæmu sjónvarpsmerki. Æskilegt væri til dæmis, segir í skýrslunni, að Stöð 2 og Sýn myndu setja upp endurvarpa hjá endur- varpa RUV á Vogastapa þannig að bæjarbúar þyrftu aðeins eitt loftnet fyrir ofantaldar sjónvarpsstöðvar. Til að bæta móttöku á merki frá Fjölvarpinu þyrfti íslenska útvarps- félagið til dæmis að senda merkið í gegnum ljósleiðara til endurvarpans á vatnstankinum í Keflavík. verið haldinn fundur með fulltrúum tóbaksvamarnefndar, með aðilum frá félagasamtökum, skóla, vinnu- eftirliti og fleirum nýverið þar sem fjallað var um skaðsemi reykinga og gerð grein fyrir væntanlegu átaki. Þar hefði komið fram mjög jákvæð viðhorf allra aðila til að ráðast í verkefnið sem síðan hefði verið samþykkt í sveitarstjórn. „Við neyðum engan til að hætta að reykja. Það breytir engu þótt við setjum lög þar um eða sveitarstjóm samþykki einhver boð og bönn, enda tilgangurinn ekki sá með þessu átaki. Við viljum fá íbúa sveit- arfélagsins með okkur á jákvæðu nótunum til að huga að þessum mál- um. Við viljum að sveitarfélag okk- ar hafi forystu meðal annarra sveit- arfélaga til að ná þessu markmiði. Næstu skref okkar era að leita á formlegan hátt til félagasamtaka, fyrirtækja, stofnana og allra íbúa í Garðinum að taka nú höndum sam- Morgunblaðið/Bjöm Blöndal FRÁ kynningu á átakinu í vikunni. F.v.: Þorvarður Örnólfsson, formaður tóbaksvarnarnefndar, Sveinn Ö. Steinarsson, Edvin Jónsson, Jón Berg Reynisson, Sigurður Jónsson sveitarstjóri og Þórður Marelsson. Fyrir aftan er Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri tóbaksvarnarnefndar. an til að vinna að þessu verkefni,“ sagði Sigurður Jónsson ennfremur. 1.300 reyklausir vinnustaðir Þorvarður Ömólfsson, formaður tóbaksvamamefndar, sagði að margt hefði áunnist á undanfómum árum og nú væri vitað um 1.300 reyklausa vinnustaði. Hann sagði að áætlað væri að um 300 íslendingar dæju árlega vegna afleiðinga af notkun tóbaks. Ljóst væri að tó- baksframleiðendur væm afar snjall- ir í áróðri sínum og því mætti á eng- an hátt slaka á kynningu á áhrifum og skaðsemi tóbaksreykinga. í Garði eru þrjár verslanir sem selja tóbak og kom fram að þegar hefði ein þeirra sett tóbakið „undir borð“ þannig að viðskiptavinurinn sæi ekki að tóbak væri til sölu. Olafsvíkurkirkja 30 ára þann 19. nóvember Ólafsvík - Hin nýtískulega Ólafsvíkurkirkja á 30 ára vígsluafmæli þann 19. nóvember nk. Af því tilefni verð- ur hátíðarmessa í kirkjunni þann 16. nóvember kl. 14.00. Þar mun biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, prédika, en sóknarpresturinn, sr. Friðrik J. Hjartar þjóna fyrir altari. Kirkjukórinn syngur undir stjóm organistans Kjartans Eggertssonar, en Veronika Oster- hammer syngur einsöng. Að messu lokinni verður boðið til kirkjukaffis í Fé- lagsheimilinu á Klifi, en þar verður einnig komið fyrir sýningu á ljósmyndum og skjölum er varða byggingu og sögu kirkjunnar. Fyrrverandi sóknarprestum, sóknar- prestum prófastsdæmisins og sóknarnefndarformönn- um safnaðanna í Snæfellsbæ hefur verið boðið sérstak- lega til þessarar hátíðarmessu, en allir eru að sjálfsögðu velkomnir að gleðjast með söfnuðinum af þessu tilefni. Tónleikar kirkjukórsins Á sjálfan afmælisdaginn, miðvikudaginn 19. nóvember, mun kirkjukór Ólafsvíkurkirkju halda sérstaka tónleika í kirkjunm með fjölbreyttu efni í tilefni þessara tímamóta. Þar koma einnig fram Bamakór Gmnnskólans í Ólafsvík, kennarar tónlistarskólanna, einsöngvari og fl. Morgunblaðið/Gísli Wíum ÖLAFSVÍKURKIRKJA. V estmannaeyjar Minning látinna í Landakirkju Morgunblaðið/Ágúst FRÁ kennsluaðstöðunni í hársnyrtideild Verkmenntaskólans. Hársnyrtideild formlega opnuð Neskaupstað - Nú á dögunum var hársnyrtideild Verkmenntaskóla Austurlands formlega opnuð og kyunt. Hársnyrtideildin við skólann tók til starfa í haust og eru 12 nem- eudur víðsvegar af Austurlandi við nám í deildinni og komust færri að en vildu. Töluverður fjöldi gesta var við- staddur þegar Helga Steinsson skólameistari opnaði hársnyrti- deildina formlega og þáðu þeir veitingar í boði skólans. Reykjanesbær semur um stætisvagna Samningur gerður við SBK til ársins 2002 Keflavík- Reykjanesbær und- irritaði nýlega verksamning við Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur h.f. um rekstur almennings- vagna í bæjarfélaginu til ársins 2002. Að sögn Ellerts Eiríks- sonar var hér um að ræða stað- festing á samkomulagi sem gert var um síðustu áramót. Um væri að ræða samning til 6 ára að upphæð tæplega 42 milljónir á ári. Sérleyfisbifreiðum Keflavík- ur var nýlega breytt í hlutafé- lag sem er að 90% í eigu bæjar- ins. Ellert sagði að almennings- vagnar ækju á þrem leiðum í Keflavík og Njarðvík frá því kl. 6.40 á morgnanna til klukkan 24.00 virka daga auk ferða til Hafna. Ellert sagði að ákveðið væri að rekstur almennings- vagna yrði boðinn út að 6 árum liðnum þegar samningurinn við SBK h.f. rynni út. Við þetta tækifæri var einnig gengið frá kaupsamningi og afsali að Hafnargötu 12 til SBK h.f. þar sem starfsemi fyrirtækisins er til húsa. Á ÁRI hverju er haldin sérstök athöfn í Landakirkju sem ber heitið minning látinna. Þar eru nöfn allra, sem jarðsungnir hafa verið frá kirkjunni á liðnu ári, lesin upp við altarið og syrgjend- um gefst kostur á að ganga fram og kveikja lifandi ljós í minningu ástvina sinna. 1 kynningu segir: „Þessi stund hefur ætíð verið fjölsótt og inni- haldsrík og hvetjum við sem flesta syrgjendur til að koma. Einnig er vakin athygli á því að vilji einhver að nafn látins ástvinar, sem ekki var jarðsunginn frá kirkjunni á liðnu ári, verði nefnt við altarið tökum við prestarnir fúslega við slíkum beiðnum." Athöfnin verður haldin á mið- vikudagskvöldið kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.