Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samkeppnisráð segir tilboð Pósts og síma hf. og FÍB fela í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu Póstur og sími dreg- ur tilboð sitt til baka Meira en 7% hækkun á soðningu FISKUR, nýr og frosinn, hefur hækkað um 7,2% að meðaltali frá því í mars síðastliðnum á sama tíma og neysluverðsvísitalan hef- ur hækkað um 1,8%. Raunar hef- ur nýi fiskurinn hækkað meira en þetta og frosni fiskurinn minna. Þar með hefur gengið til baka lækkun sem varð á neyslufiski á tveimur árum þar á undan, en á árunum 1995 og 1996 lækkaði nýr og frosinn fiskur um 6,9% að með- altali. Fiskur í neysluverðs- vísitölu 1997 Mars '97=100 1131 Fiskur, nýr og frosin i 1 IU 107,2 105 /9102,3 1 T 1132 spltaður, Fiskur, reyktur - 1UU o.fl. i I 1 1 1 1 J FMAMJ t 1 1 Á S C 95 i ) N Sama þróun í stórmörkuðum og fiskbúðum Uf Sama verðþróun virðist hafa átt sér stað í stórmörkuðum og fisk- búðum í ár því enginn sjáanlegur munur er á verðþróuninni sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunn- ar. Saltaður, reyktur og þurrkaður fiskur hefur hækkað um 2,3% frá því í mars og skelfiskur um 3,8% á sama tíma. Meðaltalshækkun á fiski í vísitölu neysluverðs er 4,6% þetta tímabil. Ef hins vegar litið er til verðþró- unar á neyslufiski á árunum 1995 og 1996 kemur fram að fiskur lækkaði í verði bæði árin, ef undan er skilinn saltaður, þurrkaður og reyktur fiskur sem hækkaði um 1,8% að meðaltali. Unnar fiskvör- ur, þ.e.a.s. tilbúnir fiskréttir ýmiss konar, lækkuðu um 3,1% og nýr og frosinn fiskur lækkaði um 6,9% þetta tímabil. Meðaltalslækkunin á tímabilinu var 4,3%. PÓSTUR og sími hf. hefur dregið til baka tilboð á farsímum og af- notagjöldum á farsímum til félags- manna í Félagi íslenskra bifreiða- eigenda í kjölfar þeirrar niðurstöðu samkeppnisráðs að tilboðið feli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu Pósts og síma hf. sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. Sam- keppnisráð bannar Pósti og síma hf. að bjóða það sem felst i tilboð- inu með þeim skilmálum og kjörum sem kynnt hafa verið. Guðmundur Björnsson, forstjóri Pósts og síma hf., hefur tilkynnt Samkeppnisstofnun að Póstur og sími hf. muni í framhaldi af niður- stöðu samkeppnisráðs endurskoða þær forsendur sem verðlagning á farsímaþjónustunni miðaðist við í tilboðinu og þess muni verða gætt við útreikningana að ekki verði með nokkru móti talið að um óeðli- lega verðlagningu sé að ræða. Fallið til að hindra aðgang keppinauta að markaðnum I ákvörðun samkeppnisráðs segir að tilboð Pþsts og síma hf. tO félags- manna í FIB sé til þess fallið að við- halda eða efla markaðsráðandi stöðu Pósts og síma hf. og hrekja keppinauta út af markaðnum eða hindra aðgang nýrra að honum, en þess sé að vænta að nýtt fyrirtæki hasli sér völl í farsímaþjónustu snemma á næsta ári. Hefur sam- keppnisráð úrskurðað að ákvæði sem skuldbindur þá sem þegar hafa keypt farsíma samkvæmt tOboðinu til að skipta aðeins við farsímakerfi Pósts og síma hf. næstu tvö árin sé ógilt þar sem með því verði mark- aðssókn hins nýja fyrirtækis settar skorður þennan tíma. FIB grunlaust um að lög væru brotin Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, segir að félagið hafi verið algerlega grunlaust um að til- boð það sem félagsmönnum bauðst frá Pósti og síma hf. bryti í bága við samkeppnislög, en tilboðið átti að standa til mánaðamóta. Runólfur sagði að FIB tengdist málinu eingöngu vegna þess að það hefði verið að leita eftir hagkvæm- um tilboðum í þessum efnum íyrir félagsmenn. Pósti/10 w Breytt umhverf! í mj ólkurframleiðslu Dregið verði tír opinberri verðlagningu SJÖMANNANEFND leggur til í skýrslu til landbúnaðarráðherra, að verðlagning á nautakjöti verði gefin frjáls eigi síðar en 1. september 1998 og að heildsöluverð á mjólkurafurð- um verði gefið frjálst eigi síðar en um mitt ár 2001. Þá leggur nefndin til breytingar á kvótakerfinu. Nefndin leggur ekki til breytingar á beingreiðslum ríkisins og vill að þær verði áfram sem nemi 47,1% af lágmarksverði mjólkur. Nefndin tel- ur hins vegar að bændur hafi varið of miklum fjármunum á síðustu ár- um í að kaupa kvóta og því sé nauð- synlegt að gera ráðstafanir til að lækka kvótaverð. Talið er að bændur hafi á árunum 1991-1996 varið tveimur milljörðum króna tO kaupa á kvóta. Leggur nefndin til að viðskipti með kvóta fari fram í gegnum kvóta- markað sem Framleiðsluráð land- búnaðarins sjái um. Þá vill nefndin að bændur sem framleiða umfram leyfilegt framleiðslumark verði að kosta útflutning á henni sjálfir, en —‘jafnframt að umframíramleiðslan leiði til hækkunar á kvóta næsta ár. Með sama hætti lækki kvóti hjá þeim sem ekki framleiða upp í kvóta. Um þessa tillögu er bullandi ágreiningur mOli bænda og landbúnaðarráðu- neytisins og þess vegna segir í nefndarálitinu að gera skuli úttekt á þessari leið. Lækka þarf verð á kvóta Landbúnaðarráðherra sagði að með því að fara þessa leiði yrði hægt að hafa áhrif á kvótaverð. Með ákveðnum fyrirvörum mætti líta á ’ -®lpessa tillögu sem fyrsta skrefið í þá átt að afnema kvótakerfi í mjólkur- framleiðslu. Björn Arnórsson, hag- fræðingur BSRB og fulltrúi í sjömannanefnd, sagði að þetta myndi stuðla að því að mjólkur- framleiðslan færðist á þau svæði þar sem hagstæðast væri að fram- leiða mjólk. Tveir milljarðar/12 Morgunblaðið/Sig. Fannar KYRRT frostveður var og snjór yfir öllu þegar Geysir bærði á sér í gær, flestum viðstöddum að óvörum. Gosið stóð í um 15 mínútur. Fimmtíu kg af sápu „duttu“ ofan í Geysi GEYSIR í Haukadal gaus í gær, en þá stóð yfir aðalfundur Ferða- málasamtaka Suðurlands á Hótel Geysi. Fundarmönnum var gert viðvart um að einhver óróleiki væri í Geysi og fóru út á hvera- svæðið en auk þeirra voru staddir nokkrir bandarískir ferðamenn sem voru ekki síður himinlifandi yfir því að sjá hinn aldna hver lifna. Gísli Einarsson, oddviti Bisk- upstungnahrepps, játti því í sam- tali við fréttaritara Morgunblaðs- ins að heimamenn hefðu hjálpað til við gosið með því að fjarlægja tvo sandpoka sem verið hefðu ofan í hvernum, auk þess sem ein fimm- tíu kíló af sápu hefðu „dottið“ ofan í hann. Gísli sagði þetta gert í mót- mælaskyni við Náttúruvernd ríkis- ins, en Tungnamenn væru orðnir langþreyttir á að bíða eftir ákvörðun þaðan um málefni Geys- is. Aðalheiður Jóhannsdóttir, for- stjóri Náttúruverndar ríkisins, hafði ekki heyrt af gosinu þegar Morgunblaðið hafði samband við hana síðdegis í gær og vildi því lít- ið tjá sig um það en sagði að málið yrði skoðað. Hálkuóhöpp í borginni SVO virðist sem vegfarendur á götum höfuðborgarinnar hafi ekki allir verið búnir að átta sig á hálkunni í gær, því frá hádegi og þar til á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um alls 13 árekstra til lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn lögreglu varð eignatjón nokkurt en ekki teljandi meiðsl á fólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.