Morgunblaðið - 15.11.1997, Side 2
2 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Metró-vél FÍ
Bilun í rofa
við kompás
„LÍTILL rofi við kompás annarrar
nýju Metró-vélarinnar bilaði og þar
sem við áttum hann ekki á lager
þurftum við að senda eftir honum til
Bandaríkjanna. Þetta er mjög smá-
vægileg bilun og vélin verður von-
andi komin í gagnið á ný á sunnu-
dag eða mánudag,“ sagði Páll Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri Flugfé-
lags íslands, í samtali við Morgun-
blaðið.
Lið KA í handbolta karla flaug
frá Akureyri til Keflavíkur í gær-
morgun, en þaðan fór liðið til Kaup-
mannahafnar og er lokaáfanginn
Zagreb í Króatíu, þar sem liðið
keppir á sunnudag. Til stóð að
Metró-vélin yrði notuð milli Akur-
eyrar og Keflavíkur, en bilunin í
henni kom upp á fimmtudag.
Páll sagði að bilunin í Metró-vél-
inni hefði ekki tafið for KA-manna,
því Flugfélagið hefði sent Twin Ott-
er vél í hennar stað. „Ferð KA var
hins vegar flýtt lítillega vegna
þessa. Svo vonumst við til að fá
varahlutinn um helgina og á meðan
vélin er ónothæf leysum við það
með öðrum vélum.“
FRETTIR
Samkeppnisráð telur að kókódrykkir eigi að vera í sama þrepi virðisaukaskatts
Sama hvort vatnið
kemur úr kú eða krana
SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint þeim ein-
dregnu tilmælum til fjármálaráðuneytisins að
tollflokkun kókódrykkjarins Jibbí, sem Sól hf.
framleiðir og ber 24,5% virðisaukaskatt, verði
endurskoðuð með það að markmiði að gjald-
skylda virðisaukaskattsins verði með sama
hætti og gildir fyrir hliðstæðar vörur, svo sem
MS kókómjólk, sem ber 14% virðisaukaskatt.
Samkeppnisstofnun barst erindi frá Sól hf.
16. október síðastliðinn þar sem óskað var eftir
áliti stofnunarinnar á þeim úrskurði fjármála-
ráðuneytisins að kókódrykkurinn Jibbí skuli
bera 24,5% virðisaukaskatt, en helstu sam-
keppnisvörur Jibbí, sem eru MS kókómjólk og
innflutt Nesquick kókómjólk, bera 14% virðis-
aukaskatt. Fram kemur í erindinu að Jibbí er ís-
lensk afurð sem búin er til úr íslensku undan-
rennudufti, smjöri, vatni og fleiri efnum. Toll-
stjórinn í Reykjavík hafi ákvarðað að innihaldið
sé innan við 75% mjólkurafurðir og því lendi
varan í tollflokki þar sem vörugjald sé 8 kr. á
lítra og virðisaukaskatturinn 24,5%.
í framhaldi af ákvörðun tollstjórans óskaði
Sól hf. eftir því við fjármálaráðuneytið að
ákvörðun tollstjóra yrði endurskoðuð og gjöld
ákvörðuð þannig að höfð verði að leiðarljósi hin
almenna regla um að sams konar vörur beri
sambærileg vörugjöld og virðisaukaskatt, og
vísaði Sól hf. þai- til MS kókómjólkur. Ráðu-
neytið gaf hins vegar þá skýringu að mismunur
væri á gjaldskyldu drykkjanna vegna þess að
MS kókómjólkin teldist vera úr mjólkurafurðum
en kókódrykkurinn Jibbí ekki.
Nánast sömu efni
í drykkjunum
í áliti samkeppnisráðs kemur fram að kókó-
drykkurinn Jibbí sé framleiddur úr undan-
rennudufti, smjöri og vatni auk fleiri efna, og
samkvæmt efnagreiningu sem framkvæmd
hafi verið hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins séu nánast sömu efni í Jibbí og MS kókó-
mjójk.
„í framleiðslu Sólai- hf. eru prótein og fita
I
§
i
4,9% og vatn 83,4%. í framleiðslu MS eru
prótein og fita 4,2% og vatn 85,6%. Helsti mun-
urinn á þessum vörum virðist vera sá að vatnið í
MS kókómjólkinni kemur úr kúnni, en hjá Sól
hf. er vatninu bætt í vöruna í framleiðslunni,11
segir í álitinu.
Bent er á að markmið samkeppnislaga sé að
efla virka samkeppni í viðskiptum og vinna þar
með að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta
þjóðfélagsins. Þessu markmiði skuli náð, m.a.
með því að efla virka samkeppni í viðskiptum,
vinna gegn samkeppnishömlum og auðvelda að-
gang nýrra keppinauta að markaðnum, en mis-
munandi gjaldskylda virðisaukaskatts af sam-
keppnisvörum dragi úr samkeppni og sé til þess
fallin að útiloka aðila frá markaðnum.
„Vara sem ber hærri virðisaukaskatt verður
dýrari til neytandans, og samkeppnisstaða henn-
ar því lakari. Þær tvær vörutegundir sem hér er
um rætt eru að mati samkeppnisráðs hliðstæðar
og ættu því að vera í sama þrepi virðisauka-
skatts," segir í áliti samkeppnisráðs.
I
I
Morgunblaðið/RAX
Tyrft á Seltjarnarnesi
ÞEIR voru kátir í góða veðrinu þessir ungu menn sem bæði lítið og lágt er það drjúg spilda sem þeir eru að
Ijósmyndari hitti í gær á norðanverðu Seltjarnarnes- tyrfa þessa dagana, eða um þtjú þúsund fermetra
inu. Jafnvel þó að segi í kvæðinu að Seltjarnarnesið sé svæði.
Aðalfundur HÍK ræðir siðareglur fyrir kennara
Kennara ber að nota
fremur lof en ávítur
„KENNARA ber að nota fremur
lof en ávítur og sé hvoru tveggja
beitt af sanngirni. Honum ber að
gæta þess að álasa nemanda aldrei
fyrir hæfileikaskort," segir m.a. í
drögum að siðareglum fyrir kenn-
ara, sem unnin hafa verið sameig-
inlega af Hinu íslenska kennarafé-
lagi og Kennarasambandi íslands.
Drögin að siðareglum kennara
liggja fyrir aðalfundi HIK, sem
fylgiskjal með tillögu um stofnun
nýs kennarafélags fyrir alla grunn-
og framhaldsskólakennara.
í drögunum er m.a. að finna eft-
irfarandi siðareglur: „Kennara ber
að hafa hagsmuni nemenda að leið-
arljósi, efla sjálfsmynd þeirra og
sýna hverjum og einum virðingu,
áhuga og umhyggju.“ „Kennara
ber að hafa jafnrétti allra nemenda
að leiðarljósi í skólastarfi." „Kenn-
ara ber að gæta trúnaðar við nem-
endur og virða þann trúnað sem
nemendur sýna honum.“ „Kennara
ber að gæta þagmælsku um einka-
mál nemenda og forráðamanna
þeirra sem hann fær vitneskju um í
starfi. Þó er kennurum heimilt að
veita samstarfsaðilum upplýsingar
telji hann það til góðs fyrir nem-
endur.“
Siðanefnd getur
veitt áminningar
Gert er ráð fyrir að sett verði á
fót siðanefnd kennarafélaganna
sem geti áminnt kennara sem
bijóta þessar reglur, teljist brotið
sannað. Geta foreldrafélög við
skóla, nemendafélög, stjómendur
skóla, skólaskrifstofur, bama-
vemdaryfirvöld og stéttarfélög
kennara skotið málum til siða-
nefndarinnar. Nemendur, foreldr-
ar og kennarar geta því aðeins vís-
að málum til nefndarinnar að þeir
hafi áður reynt að leysa sín mál hjá
ofangreindum aðilum.
í greinargerð sem íylgir siða-
regludrögunum kemur fram að
vinna við skrásetningu siðareglna
kennara hefur staðið yfir allt frá
árinu 1991, m.a. hjá samstarfshópi
úr skólamálahópum kennarafélag-
anna og var einnig leitað ráðgjafar
siðfræðinga og lögfræðinga við
mótun reglnanna.
■ Tillaga/12
Ákærðir fyrir
manndráp og rán »
25 ÁRA tvíburabræðrum, Ólafi
Hannesi og Sigurði Júlíusi Hálfdán-
arsonum, var í gær birt ákæra fyrir
að hafa orðið Lárusi Ágústi Lárus-
syni að bana í Heiðmörk aðfaranótt
fimmtudagsins 2. október sl.
í ákæranni er bræðrunum gefið
að sök að hafa í félagi ráðið mann-
inum bana með hrottafengnum
hætti. Sigurður Júlíus er ákærður
fyrir að hafa látið 13 kg steinhnull-
ung falla a.m.k. tvívegis í höfuð
hans þar sem hann lá varnarlaus
og Ólafur Hannes fyrir að lemja og
sparka margsinnis í höfuð hans. Þá
era þeir ákærðir fyrir að hafa ekið
bifreiðinni, með Ólaf Hannes undir
stýri, tvívegis yfir líkama og höfuð
mannsins. Við þessa aðfór náðu
bræðurnir peningaveski mannsins,
MORGUNBLAÐINU í dag
fylgir Lesbók Morgunblaðs-
ins - menning/listir/þjóðfræði.
Meðal efnis í blaðinu er grein
um hinn ástsæla bamabóka-
höfund Astrid Lindgren í til-
efni af níræðisafmæli hennar,
grein eftir Ara Trausta Guð-
mundsson jarðeðlisfræðing
um hálendið og viðtal við
breska konu sem var fyrsti
flautuleikari Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands íyrir liðlega
þremur áratugum. Þá er í
Lesbók viðtal við einn af
kunnari söfnurum Bandaríkj-
anna.
sem í voru 8 þúsund krónur, og |l
höfðu á brott með sér.
Fyrir hönd ekkju Lárasar
Ágústs og þriggja sona þeirra var
gerð sú krafa fyrir dómi að bræð-
urnir verði dæmdir til að greiða
skaðabætur á grundvelli skaða-
bótalaga, samtals tæpai' 9 milljónir
króna.
Mál ákæravaldsins gegn bræðr- ^
unum vai’ þingfest í Héraðsdómi h.
Reykjaness í gær. Aðalmeðferð
þess hefst 28. nóvember og fer 0
Gunnar Aðalsteinsson héraðsdóm-
ari með málið.
Af hálfu ákæravaldsins var farið
fram á framlengingu gæsluvarð-
halds bræðranna og er ljóst að þeir
munu sæta gæslu þar til dómur fell-
ur.
Fíkni- *
efm í
Kópavogi
TVÖ ungmenni voru tekin með
fíkniefni í Kópavogi í fyrrinótt. Lög-
reglan stöðvaði bíl vegna umferðar-
eftirlits og vaknaði þá grunur um að J
þau gætu verið með fíkniefni sem h
reyndist á rökum reistur.
Rannsóknadeild lögreglunnar 1
hefur málið til meðferðar og voru
ungmennin í haldi fram eftir gær-
deginum meðan mál þeirra var
rannsakað. Lítils háttar af am-
fetamíni fannst í sokk í fórum ung-
mennanna og taldist málið í gær að
mestu upplýst og var þeim sleppt í
framhaldi af því.
---------------
Akureyri
Hestur
lenti á bíl
BÍLL skemmdist nokkuð þegar
hestur lenti á honum skammt norð-
an við Akureyri í gærkvöldi. |
Að sögn lögreglu sveigði öku-
maður bílsins út af þegar hann sá
hestinn á veginum. Svo virðist sem |
hesturinn hafi fælst, hlaupið á eftir
bílnum og lent á honum. Hestinn
sakaði ekki en nokkrar skemmdir
urðu á bílnum.
I