Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 19
Microsoft kem-
ur á fót miðstöð
á Indlandi
Áfram
kreppa í
þýzkum
bygging-
ariðnaði
Frankfurt. Reuters.
NÚVERANDI atvinnukreppa í
byggingariðnaði Þýskalands heldur
áfram 1998 og störfum mun fækka
um 70.000 á næsta ári að sögn sam-
taka vinnuveitenda í þýzkum bygg-
ingariðnaði, HDB.
Veikleiki í byggingariðnaðinum
yfirieitt, lítil fjárfesting og sam-
keppni frá illa launuðum erlendum
verkamönnum mun leiða til þess að
þýskum byggingarverkamönnum
mun fækka.
Umskipta er heldur ekki að vænta
1999 að sögn HDB. Hins aukna
atvinnuleysis í greininni mun að
langmestu leyti gæta í austurhluta
Þýskalands, þar sem búizt er við að
störfum fækki um 40.000.
HDB gerir ráð fyrir að fjárfest-
ingar í Vestur-Þýzkalandi dragist
saman um 4-5% 1998, en fjárfest-
ingar í Austur-Þýzkalandi munu
minnka um 7-8% á næsta ári.
Wilhelm Kuchler, varaforseti
HDB, sagði að horfur í geiranum
yllu því að varla yrði nokkurt svig-
rúm til launahækkana í næstu lotu
viðræðna um kaup og kjör við IG
Bau, félag byggingarverkamanna, í
apríl.
----------------
Kerkorian
biarsrvættur
MGM
Los Angeles. Reuters.
AUÐMAÐURINN Kirk Kerkorian
eða einhver annar velgerðarmaður
kunna að bjarga Metro-Goldwyn-
Mayer kvikmyndaverinu vegna
dræmra undirtekta sem hlutabréfa-
útboð þess hefur fengið.
Að sögn talsmanns MGM eru níu
milljónir hlutabréfa í boði á 20 doll-
ara bréfið.
Upphaflega voru 12,5 milljónir í
boði og þar sem þeim var fækkað
hafa sérfræðingar talað um tak-
markaðan áhuga.
Ein ástæðan var hins vegar sú að
áhrifamesti eignaraðili MGM, Trac-
inda Corp. - eign Kerkorians - hét
því að kaupa hlutabréf að verðmæti
75 milljónir dollara.
Mikilvægur stuðningur
Þegar MGM kynnti hlutabréfin
fjárfestum var lögð áherzla á kvik-
myndasafn fyrirtækisins, þekkt
vörumerki og eignarrétt á ofumjósn-
aranum James Bond, hinum fræga
leynierindreka 007.
Sumir sérfræðingar telja að áhugi
nýrra fjárfesta á fyrirtækinu stafi
fyrst og fremst af stuðningi Kerkor-
ians.
„Ef Wall Street vill skyndigróða
er ég ekki viss um að þetta sé rétta
leiðin," sagði sérfræðingur Cruttend-
en Roth Inc. „En Kirk hefur lengi
verið snillingur í að gera meðeigend-
ur sína ríka.“
-----♦ ♦ ♦------
2 milljónir ítala
kaupa í Tel. Italia
Róm. Reuters.
ÍTALSKA stjórnin segir að hún hafi
afiað nærri 12 milljarða dollara með
lokasölu hlutabréfa í Telecom Italia
og að litlir fjárfestar hafi keypt flest
bréfin í mestu einkavæðingu, sem
um getur á Ítalíu.
Carlo Azeglio Ciampi fjármálaráð-
herra sagði að rúmiega tvær milljón-
ir ítala hefðu skrifað sig fyrir hluta-
bréfum í fimmta stærsta fjarskipta-
félagi heims á einni viku þegar um
34% í fyrirtækinu voru seld. Eftir-
spurn stofnanafjárfesta var hins veg-
ar dræm.
Nýju Delhi. Reuters.
MICROSOFT hyggst koma á fót
hugbúnaðarmiðstöð á Indlandi og
verður hún fyrsta meiriháttar mið-
stöðin utan Bandaríkjanna að sögn
taismanna fyrirtækisins.
Stýrikerfi Microsoft er notað í
átta af hveijum tíu PC-tölvum í
heiminum, en hingað til hefur
fyrirtækið framleitt hugbúnað sinn
eingöngu í bækistöð sinni í Red-
mond í Bandaríkjunum.
Microsoft ætlar að setja á lagg-
irnar 80 milljóna dollara rannsókn-
arstofu í Cambridge háskóla í Bret-
landi til að þróa nýja tölvutækni.
Miðstöðin á Indlandi verður fyrsta
þróunarmiðstöð fyrirtækisins utan
Bandaríkjanna.
Orlando Ayala, sem fer með
utanríkismál Microsoft, sagði að
nota mætti Indlandsmiðstöðina til
að þróa algerlega nýjan hugbúnað,
ef til vill ótengdan fyrra starfí
fyrirtækisins.
Að hans sögn má vera að starf
nýju miðstöðvarinnar verði í litlum
stíl í fyrstu, en að lokum kunni
hundruð hugbúnaðarfræðinga að
starfa við hana.
Atkvæðamiklir á S-Indlandi
Microsoft hefur látið mikið að
sér kveða í fylkinu Andhra Pradesh
á Suður-Indlandi, þar sem hleypt
hefur verið af stað áætlun um að
koma á fót upplýsingatæknigarði
til að þróa margmiðlunarhugbún-
að.
Borgin Bangalore í grannfylkinu
Kamataka hefur þegar haslað sér
völl sem alþjóðleg hugbúnaðarmið-
stöð og atvinnumenn í greininni
segja að á Indlandi sé mesta úrval
menntaðra hugbúnaðarsérfræð-
inga í heiminum.
Þijú ár eru síðan Microsoft hóf
fjárfestingar á Indlandi. Um 900
hugbúnaðarfræðingar starfa í
bækistöðinni í Redmond, þar sem
Bill Gates, einn ríkasti maður
heims, stjórnar heimsveldi Micro-
soft. Gates á 25% hlut í Microsoft
og er markaðsverðgildið meira en
23 milljarðar dollara.
áj ^felkc
elkomin í
TILBOÐ
Minni
Stærri
Risastór
b.
IfeSt
■ - ..
JlélAvSR^EVHlN^AK
Fræðslufundir kl. 20 - 22
Reykjavík og Akureyri
Skreytingameistarar Blómavals skemmta
gestum og sýna listir sínar við jólaskreytingar.
Munið að skrá þátttöku.
Mánudaginn 17.nóv.-þriðjudaginn 18.nóv.
og miðvikudaginn 19. nóv. í Reykjavík
Skráið þátttöku í sínuv5689070
Akureyri fimmtudaginn 20. nóv.
Skráið þátttöku í síma: 461 3200
ítölsk kaffikynning í boði:
uivAun
Jákdtmdið