Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 56
Í6 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM HELGARMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA sjónvarpið ►21.15 Seinni hluti JEngum aðtreysta (Kidnapped, 1996) sem byggð er á ævintýrasögu Roberts ixiuis Stevensons undir stjórn Ivans Passer. Sjónvarpið ►23.10 - Sjá umijöllun í ramma. Stöð 2 ►13.15 Ungir krakkar, gamlir aðdáendur frá árdögum sjón- varpsins og ættingjar íslenskra tvíbura í aukahlutverkum gætu haft gaman af að sjá Steinaldarmennina (The Flintstones, 1994) leikna útgáfu af teiknimyndasyrpunni. Leikhópurinn er vel skipaður - John Goodman sem Fred Flintstone er bestur - en mynd- ina skortir geggjaðan sjarma teikni- myndanna. Leikstjóri Brian Levant. ★ ★ Stöð 2 ►21.15 Hinn mikilúðlegi og geðþekki leikari Robbie Coltrane (Cracker) fer með aðalhlutverkið í bresku myndinni Á útfallinu (Ebb Tide, 1996) sem fjallar um þijá labba- kúta sem ráða sig á skip í hafnarbæ á Tahiti snemma á öldinni til að kom- ast í kampavínsfarm þess en fá í stað- inn að vita hvar Davíð keypti ölið. Lofar góðu en umsagnir liggja ekki fyrir. Stöð 2 ►23.05 Grínhrollvekjan Blóðsuga í Brooklyn (Vampireln Brooklyn, 1996) telst ekki til verstu bömmera Eddies Murphy en heldur ■' ekki til afreka. Vanur maður í hroll- vekjugerð, Wes Craven, leikstýrir og ræður mun betur við tæknibrelluhroð- ann en gamansemina. Murphy á sína spretti sem blóðsuga í ætisleit í Brook- lyn, ★ ★ Stöð 2 ► 0.50 Tim Burton leikstjóri hlífír kollega sínum Edward D. Wood jr. heitnum, sem nefndur hefur verið versti leikstjóri sögunnar, við gagn- rýninni skoðun í Ed Wood (1994). Hann sleppir honum við alkóhólismann og klámframleiðsluna sem settu svip á líf hans undir lokin og einbeitir sér að vináttusambandi Woods við hina öldnu hrollvekjustjörnu Bela Lugosi. Báðar þessar persónur eru fallega túlkaðar af Johnny Depp og Martin Landau. Þetta er góð mynd, minnis- varði um mann sem rústaði með eigin myndum mælikvarðanum á góðar myndir. ★ ★ ★ Stöð 2 ^2 .55 Það má hafa ofurlítið frumstætt gaman af Vélhjólagenginu (Dirt Gang, 1972) klaufalega gerðri lýsingu á mótorhjólaruddum, ofbeldi þeirra og uppáferðum. Leikstjórinn Jerry Jameson hefur síðan af eðlileg- um ástæðum haldið sig mestanpart á þykkum ís bandarískrar sjónvarps- framleiðslu. ★*/2 Sýn ►21.00 Rómeó-ogJúlíusaga úr stórborginni um ástir pars af kín- verskum og ítölskum uppruna sem hafa blóðugar afleiðingar er viðfangs- efni Kínversku stúlkunnar (China Girl, 1987). Abel Ferrara leikstjóri er þekktur að óvenjulegum og málamiðl- unarlausum ofbeldismyndum og er bestur þar; hann er ekki eins næmur á ástarsöguna og harmrænar lyktir hennar. ★ ★ Árni Þórarinsson Hljómsveitin Saga Klass Hljómsveitin Saga Klass og söngvararnir Sigrún Eva Ármannsdóttir og Reynir Guðmundsson sjá um kraftmikla og góða danstónlist frá kl. 23.30 Frönsk og fjörug skemmtidagskrá í Súlnasal. Nokkur borð laus. Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson alltaf hressir á Mímisbar -þín saga/ List lág marks- leiksins HARRISON Ford, eitthvert mesta stórstirni bandarískrar kvikmyndagerðar mörg undan- farin ár, virðist hafa gengið í háskóla Clints Eastwoods í lág- marksleik þar sem helsta úrlausnarefnið er að fýla grön með elegans. Ford er fremur stífur leikari, bestur þegar hann gerir sem minnst en brakar í honum þegar hann rembist við að leika meira. Það má merkilegt heita hversu lengi honum hefur tekist að halda velli, jafn þröngt og leikrænt svigrúm hans er. En Ford hefur útlitið með sér, yfir honum er samanbitin reisn og siðferðisstyrkur hinnar sönnu bandarísku hetju, ekki ósvipað og hjá Gary heitnum Cooper. Hann vakti fyrst á sér einhverja athygli í American Graffíti hjá George Lucas sem svo innsiglaði frægð Fords með Stjörnustríðs- þríleiknum. Harrison Ford fékk fyi-stu Óskarstilnefningu sína fyrir túlkun á löggu sem vernda á vitni að morði, ung- an dreng úr lokuðu samfélagi Amishfólks í @l:Vitn- inu (Witness, 1985, Sjónvarpið^ kl. 23.10). Hér nýtur hann vandaðrar leikstjórnar Ástralans Peters Weir KELLY McGillis, Lukas Haas og Harrison Ford í Vitninu. sem einnig stýrði honum í Moskítóströndinni ári síðar. Vitnið er ágæt afþreying, einkar fagmannleg spennumynd með rómantísku ívafí, en hvorki heil- steypt né sérlega eftirminnileg, fyrir utan glettilega vel unnið ástaratriði við undirleik lagsins Wonderful World. ★★★ ÖLAPUR Darri, ó.afía Hröno-og ÞrSstur í Lisubakarfl. 20 þúsund á Perlur og svín ►GESTIR á sjösýningu Perlna og svína fengu óvæntan glaðning á miðvikudag þegar 20 þúsundasta gestinn bar að garði. Af því tilefni sló íslenska kvikmyndasamsteyp- an, sem er framleiðandi myndar- innar, upp veislu og bauð gestum að gæða sér á dýrindis bakkelsi í anda Perlna og svína, en myndin gerist að stórum hluta í Lísu-bak- aríi. Kvikmyndin Perlur og svín í leiksljórn Oskars Jónassonar seg- ir á gamansaman hátt frá hjónun- um Lísu og Finnboga sem kaupa gamalt og niðurnítt bakarí og ætla sér stóra hluti. Margt fer á annan veg en gert er ráð fyrir í upphafi og misdularfullt fólk kemur við sögu; Rússar í Löduleit, stórbakarar og smá- krimmar. I Reykjavík lifir maður- inn á pylsubrauði einu saman og færibandabakaríin standa á brauðfótum þegar þau Lísa og Finnbogi opna nýtt bakarí. Islendingar hafa tekið þessari nýju stórmynd sem fjallar um gull og græna snúða opnum örmum og er hún orðin mest sótta mynd árs- ins. -cT Danshúsið ^ 'O' Artún X Vagnhöfða 11. S: 567 4090, 898 4160 Fax: 567 4092 Stórdansleikur Harmónikufélag Reykjavíkur er með stórdansleik í kvöld. Allir velkomnir. Húsið verður opnað kl. 22.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.