Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Fundur um lofts-
lagsbreytingar
ÁRNI Finnson, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum íslands, er
frummælandi á fundi sem samtökin boða til í stofu C08 í Verkmenntaskó-
lanum á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld, 17. nóvember kl. 20.30.
Verktaki vegagerðar
yfir Fljótsheiði
Aukaverk og
vætutíð töfðu
framkvæmdir
EIÐUR Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri verktakafyrirtækis-
ins Háfells, sem vinnur m.a. að
vegagerð á Fljótsheiði, segir að
fyrirtækið sé 9 dögum á eftir
áætlun. Verktíminn nái yfir þrjú
ár, en Háfell á að skila veginum
fullkláruðum til umferðar 20. ág-
úst 1998. Eiður segist því ekki
geta fallist á þá fullyrðingu að
verktakinn sé töluvert á eftir áætl-
un eins og fram kom í frétt í blað-
inu í síðustu viku.
„Þó svo að ekki hafi tekist að
ljúka þeim áföngum sem til stóð á
þessu ári er alls ekki slóðaskap
verktaka um að kenna heldur
magnaukningu, ýmsum aukaverk-
um og ekki síst mjög óhagstæðu
veðurfari undanfarið," segir Eiður.
-----»--»■■ 4-
Hausttónleikar
H AU STTÓNLEIKAR Karlakórs
Akureyrar-Geysis verða í Lóni á
morgun, sunnudaginn 15. nóvem-
ber. Flutt verður fjölbreytt efnis-
skrá, vinartónlist, valsar og polkar
ásamt íslenskum og erlendum
karlakórslögum. Stjórnandi er
Roar Kvam og undirleikari Richard
Simm.
Kyoto ráðstefnan verður haldin
í Japan í byijun desember þar sem
ætlunin er að ná lagalega bindandi
samkomulagi um frekari takmörk-
un á losun gróðurhúsalofttegunda.
Niðurstaða fundar í Berlín fyrir
tveimur árum var að losun gróður-
húsalofttegunda skyldi ekki vera
meiri árið 2000 en hún var 1990.
Fram kemur í skýrslu umhverfis-
ráðherra: ísland og loftslagsbreyt-
ingar af manna völdum, að gert er
ráð fyrir að losun gróðurhúsaloft-
tegunda á íslandi muni aukast um
40% til ársins 2025 ef einungis er
miðað við samþykkta stóriðju. Á
fundinum verður rætt um skuld-
bindingar íslendinga á alþjóðavett-
vangi og stefnu stjórnvalda og einn-
ig verður gerð stutt grein fyrir því
hvernig gróðurhúsalofttegundir
myndast og hver áhrif þeirra geta
orðið á mannlífið.
-----» ♦■■■♦—--
Lenti undir
dráttarvél
TVÍTUGUR piltur slapp betur en
áhorfðist þegar dráttarvél sem hann
ók valt í beyju skammt frá brú yfir
Eyjafjarðará skammt frá bænum
Möðruvöllum í Eyjafjarðarsveit síð-
degis í gær. Lenti hann undir vél-
inni, en menn sem að komu náðu
honum undan henni. Samkvæmt
upplýsingum hjá slökkviliði Akur-
eyrar skrámaðist hann töluvert í
andliti og var sennilega brákaður á
öxl, en hann var fluttur á slysa-
deild fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri þar sem gert var að sárum
hans.
Bæjarmálafundur
verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 17. nóv. kl. 20.30.
Gestur fundarins: Árni Steinar Jóhannsson, ræðir um
þróun ferðamál í Eyjafirði.
Fundir bæjarmálaráðs eru öllum opnir.
Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins.
Til sölu
Til sölu er eftirfarandi úr þrotabúi Halldórs Tryggvasonar.
Eignarhluti (67%) í hesthúsinu Gránugötu 14, Akureyri.
Húsið er 86 m2, 12 bása, byggt árið 1977 úr tré og járni.
Brún hryssa 7 vetra, tamin og tveir hestar 5 vetra, annar
brúnn og hinn bleikur, lítt tamdir.
Upplýsingar gefur undirritaður.
Sími4625919,
fax 4611444.
Arnar Sigfússon hdl.,
Skipagötu 16, 600 Akureyri.
Auglýsing
um starf
umsjónarmanns
HÁSKÓUNN
AAKUREYRI
Háskólinn á Akureyri auglýsir eftir starfsmanni í 100% stöðu
umsjónarmanns við háskólann. Starfið felur m.a. i sér þrif og
umsjón með byggingum og tækjum háskólans, umsjón með kaffi-
stofu og öryggiseftiriit.
Æskilegt er að viðkomandi geti sinnt minni háttar viðhaldi og
hafi bíl til umráða. Laun eru samkvæmt kjarasamningum starfs-
manna ríkisins/verkalýösfélagsins Einingar.
Upplýsingar um starfið veitir ívar Ragnarsson í síma 463 0900
milli klukkan 9 og 10 dagana 17. til 21. nóvember.
Umsónarfrestur er til 28. nóvember.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á aðalskrifstofu háskólans á
Sólborg.
Morgunblaðið/Kristján
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra skoðaði Kristnesspítala í fylgd yfirlækna og stjórnar-
manna í gær. Stefán Yngvason yfirlæknir endurhæfingardeildar, Kristján Erlendson skrifstofu-
stjóri heilbrigðisráðuneytis, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, Baldur Dýrfjörð formaður
sfjórnar FSA, Halldór Halldórsson, yfirlæknir öldrunardeildar, Björn Magnússon og Ársæll Magnús-
son stjórnarmenn hlýða á mál Halldórs Jónssonar framkvæmdastjóra sem stendur ofan í lauginni.
Sjötíu ára afmælis Kristnesspítala minnst
Góðar gjafir bárust
í sundlaugarsjóð
STÖTÍU ára afmælis Kristnes-
spítala var minnst við hátíðlega
athöfn í gær. Fjöldi gesta var við
athöfnina, m.a. Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigðisráðherra. Hún
gat þess í ávarpi sínu að þegar
spítalinn, sem fyrstu áratugina
sinnti berklasjúklingum var vígð-
ur, voru um 500 gestir viðstaddir,
en það sýndi hversu langþráður
hann var í fjórðungnum og vakti
miklar vonir í bijósti sjúklinga
og aðstandenda þeirra. Allt að 80
sjúklingar hefðu verið á spítalan-
um auk þess sem starfsfólk flest
bjó undir sama þaki.
Góðar gjafir
Nú eru tvær deildir starfandi á
Kristnesspítala, öldrunardeild og
endurhæfingardeild. Söfnun hef-
ur staðið yfir síðustu ár til að
koma upp þjálfunarsundlaug við
spítalann og gaf Ingibjörg 1 millj-
ón króna til söfnunarinnar, eða
tvöfalda þá upphæð sem á sinum
tíma kostaði að reisa sjúkrahúsið.
Jóhann Ólafur Halldórsson, fyrir
hönd Lionsklúbbsins Vitaðsgjafa
í Eyjafjarðarsveit, lagði 250 þús-
und krónur til söfnunarinnar og
sömu upphæð færði Pétur Þór
Jónasson sveitarsljóri. Þá greindi
Halldór Halldórsson, yfirlæknir á
öldrunardeild, frá fleiri gjöfum,
m.a. gaf maður sem ekki vildi
láta nafns síns getið 512 þúsund
krónur, sömu upphæð og kostaði
að byggja spítalann fyrir 70 árum.
Jakob Björnsson, bæjarstjóri á
Akureyri, greindi frá fyrirheiti
bæjarstjórnar Akureyrar um að
koma myndarlega að uppbygg-
ingn sundlaugarinnar á loka-
spretti hennar og vænti hann þess
að fullbúin endurhæfingarlaug
risi sem allra fyrst.
Grettistaki lyft
Baldur Dýrfjörð, formaður
stjórnar Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri, en rekstur Krist-
nesspítala var sameinaður FSA
fyrir 5 árum, sagði að á sínum
tíma hefði grettistaki verið lyft
til að byggja spítalann. Kvenfé-
lög og ungmennafélag á Norður-
landi hefðu þar lagt gjörva hönd
á plóg og nú stæðu ýmis félaga-
samtök með Lionshreyfinguna í
broddi fylkingar fyrir söfnun til
að koma þjálfunarsundlauginn
upp. „Fjölmargir hafa lagt fram
fé og við stöndum í gífurlegri
þakkarskuld við allt þetta fólk,“
sagði Baldur.
Messur
AKUREYRARKIRKJA:
Sunnudagaskóli í kirkjunni kl.
11, á morgun, samvera fyrir
eldri börnin í kapeliu. Guðþsjón-
usta kl. 14, minnst afmælis
Akureyrarkirkju og 50 ára af-
mælis Æskulýðsfélags Akur-
eyrarkirkju. Hátíðarfundur
Æskulýðsfélagsins í kapellu eft-
ir messu. Biblíulestur í Safn-
aðarheimili kl. 20.30 á mánu-
dag, sr. Guðmundur Guðmunds-
son héraðsprestur leiðir samver-
una. Mömmumorgunn í Safnað-
arheimili kl. 10-12 á miðviku-
dag. Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
17.15 í kirkjunni á fímmtudag.
Samhygð, Samtök um sorg og
sorgarviðbrögð með fund í Safn-
aðarheimili kl. 20 sama kvöld.
GLERÁRKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 13 í dag, laugardag.
Foreldrar hvattir til að mæta
með börnum sínum. Messa verð-
ur kl. 14 á sunnudag. Fundur
æskulýðsfélagsins kl. 20 um
kvöldið, ath. breyttan tíma.
Kyrrðar- og bænastund kl.
18.10 áþriðjudagog biblíulestur
kl. 20.30.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
HRÍ SEY J ARPRESTAKALL:
Sunnudagaskóli í Stærri-
Árskógskirkju kl. 11 á morgun,
sunnudag. Fundur_ í æskulýðs-
félaginu verður í Árskógsskóla
kl. 20. Sunnudagaskóli í Hrísey-
jarkirkju kl. 11 á morgun.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Safnaðarsamkoma kl. 11 á
sunnudag, G. Theodór Birgisson
predikar. Fjölskyldusamkoma
kl. 14 á morgun, ræðumaður
Mike Bradley, krakkakirkja og
bamapössun meðan á samkomu
stendur. Mike Bradley verður
með biblíukennslu kl. 20.30 frá
mánudegi til fimmtudags.
Krakkaklúbbur kl. 17.15 á
föstudag, samkoma í umsjá
ungs fólks kl. 20.30, bæna-
stundir alla daga.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Messa kl. 18 í dag, laugardag
og á morgun kl. 11 á Eyrar-
landsvegi 26.
KFUM og K: Bænastund kl.
20 sunnudagskvöldið 16. nóv-
ember. Fundur í yngri deild
KFUM og K kl. 17.30 á mánu-
dag, fyrir 8-12 ára drengi og
stúlkur.
LAUGALANDSPRESTA-
KALL: Sunnudagaskóli á
morgun, sunnudaginn 16. nóv-
ember kl. 11 í Munkaþverár-
kirkju. Messa er sama dag í
Grundarkirkju kl. 13.30 og á
Kristnesspítala kl. 15.
ÓLAFSFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli í safnaðarheim-
ilinu kl. 11 á morgun. Messa í
safnaðarheimili kl. 14. Sr. Guð-
mundur Guðmundsson héraðs-
presturinn messar. Mömmu-
morgnar í safnaðarheimili alla
miðvikudaga kl. 10-12.
SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga-
skóli í Lundarskóla á morgun
kl. 13.30. Ástjarnarfundur á
mánudag kl. 18 fyrir krakka á
aldrinum 6-12 ára og unglinga-
fundur kl. 20 á föstudag.
^Deildarfundir KEA haustið 1997^
Fnjóskdæladeild.
Miðvikudaginn I9. nóvember, kl. 14.00, Illugastöðum.
Glæsibæjar-, Skriðu- og Öxndæladeildir.
Miðvikudaginn 19. nóvember, kl. 20.30. Melum.
Arnarnesdcild og Árskógsdeild.
Mánudaginn 24. nóvember, kl. 14.00, Árskógi.
Dalvíkurdeild og Svarfdæladeild.
Mánudaginn 24. nóvember, kl. 20.30, Víkurröst.
Grímseyjardeild.
Þriðjudaginn 25. nóvember, kl. 17.00, í félagsheimilinu.
Ólafsfjarðardeild
Þriðjudaginn 25. nóvember, kl. 20.30, Hótel Ólafsfjörður.
Hrafnagils-, Saurbæjar- og Öngulsstaðadeildir.
Miðvikudaginn 26. nóvember, kl. 20.30, Sólgarði.
Siglufjarðardeild.
Miðvikudaginn 26. nóvember, kl. 20.30, Lionssalnum, Suðurgötu 4.
Strandardeild.
Fimmtudaginn 27. nóvember, kl. 13.30, Ráðhúsinu.
Hríseyjardcild.
Fimmtudaginn 27. nóvember, kl. 20.00 í Kaffístofu Snæfells hf.
Höfðhverlingadeild.
Þriðjudaginn 2. desember, kl. 20.30, Samkomuhúsinu í Barnaskólanum.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á deildarfundina.
, Kaupfélag Eyfirðinga.,
I
i
l
i
í
i
r
t
i
i
‘
i
i
L