Morgunblaðið - 15.11.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.11.1997, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Fundur um lofts- lagsbreytingar ÁRNI Finnson, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum íslands, er frummælandi á fundi sem samtökin boða til í stofu C08 í Verkmenntaskó- lanum á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld, 17. nóvember kl. 20.30. Verktaki vegagerðar yfir Fljótsheiði Aukaverk og vætutíð töfðu framkvæmdir EIÐUR Haraldsson, fram- kvæmdastjóri verktakafyrirtækis- ins Háfells, sem vinnur m.a. að vegagerð á Fljótsheiði, segir að fyrirtækið sé 9 dögum á eftir áætlun. Verktíminn nái yfir þrjú ár, en Háfell á að skila veginum fullkláruðum til umferðar 20. ág- úst 1998. Eiður segist því ekki geta fallist á þá fullyrðingu að verktakinn sé töluvert á eftir áætl- un eins og fram kom í frétt í blað- inu í síðustu viku. „Þó svo að ekki hafi tekist að ljúka þeim áföngum sem til stóð á þessu ári er alls ekki slóðaskap verktaka um að kenna heldur magnaukningu, ýmsum aukaverk- um og ekki síst mjög óhagstæðu veðurfari undanfarið," segir Eiður. -----»--»■■ 4- Hausttónleikar H AU STTÓNLEIKAR Karlakórs Akureyrar-Geysis verða í Lóni á morgun, sunnudaginn 15. nóvem- ber. Flutt verður fjölbreytt efnis- skrá, vinartónlist, valsar og polkar ásamt íslenskum og erlendum karlakórslögum. Stjórnandi er Roar Kvam og undirleikari Richard Simm. Kyoto ráðstefnan verður haldin í Japan í byijun desember þar sem ætlunin er að ná lagalega bindandi samkomulagi um frekari takmörk- un á losun gróðurhúsalofttegunda. Niðurstaða fundar í Berlín fyrir tveimur árum var að losun gróður- húsalofttegunda skyldi ekki vera meiri árið 2000 en hún var 1990. Fram kemur í skýrslu umhverfis- ráðherra: ísland og loftslagsbreyt- ingar af manna völdum, að gert er ráð fyrir að losun gróðurhúsaloft- tegunda á íslandi muni aukast um 40% til ársins 2025 ef einungis er miðað við samþykkta stóriðju. Á fundinum verður rætt um skuld- bindingar íslendinga á alþjóðavett- vangi og stefnu stjórnvalda og einn- ig verður gerð stutt grein fyrir því hvernig gróðurhúsalofttegundir myndast og hver áhrif þeirra geta orðið á mannlífið. -----» ♦■■■♦—-- Lenti undir dráttarvél TVÍTUGUR piltur slapp betur en áhorfðist þegar dráttarvél sem hann ók valt í beyju skammt frá brú yfir Eyjafjarðará skammt frá bænum Möðruvöllum í Eyjafjarðarsveit síð- degis í gær. Lenti hann undir vél- inni, en menn sem að komu náðu honum undan henni. Samkvæmt upplýsingum hjá slökkviliði Akur- eyrar skrámaðist hann töluvert í andliti og var sennilega brákaður á öxl, en hann var fluttur á slysa- deild fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri þar sem gert var að sárum hans. Bæjarmálafundur verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 17. nóv. kl. 20.30. Gestur fundarins: Árni Steinar Jóhannsson, ræðir um þróun ferðamál í Eyjafirði. Fundir bæjarmálaráðs eru öllum opnir. Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins. Til sölu Til sölu er eftirfarandi úr þrotabúi Halldórs Tryggvasonar. Eignarhluti (67%) í hesthúsinu Gránugötu 14, Akureyri. Húsið er 86 m2, 12 bása, byggt árið 1977 úr tré og járni. Brún hryssa 7 vetra, tamin og tveir hestar 5 vetra, annar brúnn og hinn bleikur, lítt tamdir. Upplýsingar gefur undirritaður. Sími4625919, fax 4611444. Arnar Sigfússon hdl., Skipagötu 16, 600 Akureyri. Auglýsing um starf umsjónarmanns HÁSKÓUNN AAKUREYRI Háskólinn á Akureyri auglýsir eftir starfsmanni í 100% stöðu umsjónarmanns við háskólann. Starfið felur m.a. i sér þrif og umsjón með byggingum og tækjum háskólans, umsjón með kaffi- stofu og öryggiseftiriit. Æskilegt er að viðkomandi geti sinnt minni háttar viðhaldi og hafi bíl til umráða. Laun eru samkvæmt kjarasamningum starfs- manna ríkisins/verkalýösfélagsins Einingar. Upplýsingar um starfið veitir ívar Ragnarsson í síma 463 0900 milli klukkan 9 og 10 dagana 17. til 21. nóvember. Umsónarfrestur er til 28. nóvember. Umsóknareyðublöð liggja frammi á aðalskrifstofu háskólans á Sólborg. Morgunblaðið/Kristján INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra skoðaði Kristnesspítala í fylgd yfirlækna og stjórnar- manna í gær. Stefán Yngvason yfirlæknir endurhæfingardeildar, Kristján Erlendson skrifstofu- stjóri heilbrigðisráðuneytis, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, Baldur Dýrfjörð formaður sfjórnar FSA, Halldór Halldórsson, yfirlæknir öldrunardeildar, Björn Magnússon og Ársæll Magnús- son stjórnarmenn hlýða á mál Halldórs Jónssonar framkvæmdastjóra sem stendur ofan í lauginni. Sjötíu ára afmælis Kristnesspítala minnst Góðar gjafir bárust í sundlaugarsjóð STÖTÍU ára afmælis Kristnes- spítala var minnst við hátíðlega athöfn í gær. Fjöldi gesta var við athöfnina, m.a. Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra. Hún gat þess í ávarpi sínu að þegar spítalinn, sem fyrstu áratugina sinnti berklasjúklingum var vígð- ur, voru um 500 gestir viðstaddir, en það sýndi hversu langþráður hann var í fjórðungnum og vakti miklar vonir í bijósti sjúklinga og aðstandenda þeirra. Allt að 80 sjúklingar hefðu verið á spítalan- um auk þess sem starfsfólk flest bjó undir sama þaki. Góðar gjafir Nú eru tvær deildir starfandi á Kristnesspítala, öldrunardeild og endurhæfingardeild. Söfnun hef- ur staðið yfir síðustu ár til að koma upp þjálfunarsundlaug við spítalann og gaf Ingibjörg 1 millj- ón króna til söfnunarinnar, eða tvöfalda þá upphæð sem á sinum tíma kostaði að reisa sjúkrahúsið. Jóhann Ólafur Halldórsson, fyrir hönd Lionsklúbbsins Vitaðsgjafa í Eyjafjarðarsveit, lagði 250 þús- und krónur til söfnunarinnar og sömu upphæð færði Pétur Þór Jónasson sveitarsljóri. Þá greindi Halldór Halldórsson, yfirlæknir á öldrunardeild, frá fleiri gjöfum, m.a. gaf maður sem ekki vildi láta nafns síns getið 512 þúsund krónur, sömu upphæð og kostaði að byggja spítalann fyrir 70 árum. Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, greindi frá fyrirheiti bæjarstjórnar Akureyrar um að koma myndarlega að uppbygg- ingn sundlaugarinnar á loka- spretti hennar og vænti hann þess að fullbúin endurhæfingarlaug risi sem allra fyrst. Grettistaki lyft Baldur Dýrfjörð, formaður stjórnar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en rekstur Krist- nesspítala var sameinaður FSA fyrir 5 árum, sagði að á sínum tíma hefði grettistaki verið lyft til að byggja spítalann. Kvenfé- lög og ungmennafélag á Norður- landi hefðu þar lagt gjörva hönd á plóg og nú stæðu ýmis félaga- samtök með Lionshreyfinguna í broddi fylkingar fyrir söfnun til að koma þjálfunarsundlauginn upp. „Fjölmargir hafa lagt fram fé og við stöndum í gífurlegri þakkarskuld við allt þetta fólk,“ sagði Baldur. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11, á morgun, samvera fyrir eldri börnin í kapeliu. Guðþsjón- usta kl. 14, minnst afmælis Akureyrarkirkju og 50 ára af- mælis Æskulýðsfélags Akur- eyrarkirkju. Hátíðarfundur Æskulýðsfélagsins í kapellu eft- ir messu. Biblíulestur í Safn- aðarheimili kl. 20.30 á mánu- dag, sr. Guðmundur Guðmunds- son héraðsprestur leiðir samver- una. Mömmumorgunn í Safnað- arheimili kl. 10-12 á miðviku- dag. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 17.15 í kirkjunni á fímmtudag. Samhygð, Samtök um sorg og sorgarviðbrögð með fund í Safn- aðarheimili kl. 20 sama kvöld. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- koma kl. 13 í dag, laugardag. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Messa verð- ur kl. 14 á sunnudag. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20 um kvöldið, ath. breyttan tíma. Kyrrðar- og bænastund kl. 18.10 áþriðjudagog biblíulestur kl. 20.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: HRÍ SEY J ARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Stærri- Árskógskirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. Fundur_ í æskulýðs- félaginu verður í Árskógsskóla kl. 20. Sunnudagaskóli í Hrísey- jarkirkju kl. 11 á morgun. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safnaðarsamkoma kl. 11 á sunnudag, G. Theodór Birgisson predikar. Fjölskyldusamkoma kl. 14 á morgun, ræðumaður Mike Bradley, krakkakirkja og bamapössun meðan á samkomu stendur. Mike Bradley verður með biblíukennslu kl. 20.30 frá mánudegi til fimmtudags. Krakkaklúbbur kl. 17.15 á föstudag, samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30, bæna- stundir alla daga. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag og á morgun kl. 11 á Eyrar- landsvegi 26. KFUM og K: Bænastund kl. 20 sunnudagskvöldið 16. nóv- ember. Fundur í yngri deild KFUM og K kl. 17.30 á mánu- dag, fyrir 8-12 ára drengi og stúlkur. LAUGALANDSPRESTA- KALL: Sunnudagaskóli á morgun, sunnudaginn 16. nóv- ember kl. 11 í Munkaþverár- kirkju. Messa er sama dag í Grundarkirkju kl. 13.30 og á Kristnesspítala kl. 15. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli í safnaðarheim- ilinu kl. 11 á morgun. Messa í safnaðarheimili kl. 14. Sr. Guð- mundur Guðmundsson héraðs- presturinn messar. Mömmu- morgnar í safnaðarheimili alla miðvikudaga kl. 10-12. SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla á morgun kl. 13.30. Ástjarnarfundur á mánudag kl. 18 fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára og unglinga- fundur kl. 20 á föstudag. ^Deildarfundir KEA haustið 1997^ Fnjóskdæladeild. Miðvikudaginn I9. nóvember, kl. 14.00, Illugastöðum. Glæsibæjar-, Skriðu- og Öxndæladeildir. Miðvikudaginn 19. nóvember, kl. 20.30. Melum. Arnarnesdcild og Árskógsdeild. Mánudaginn 24. nóvember, kl. 14.00, Árskógi. Dalvíkurdeild og Svarfdæladeild. Mánudaginn 24. nóvember, kl. 20.30, Víkurröst. Grímseyjardeild. Þriðjudaginn 25. nóvember, kl. 17.00, í félagsheimilinu. Ólafsfjarðardeild Þriðjudaginn 25. nóvember, kl. 20.30, Hótel Ólafsfjörður. Hrafnagils-, Saurbæjar- og Öngulsstaðadeildir. Miðvikudaginn 26. nóvember, kl. 20.30, Sólgarði. Siglufjarðardeild. Miðvikudaginn 26. nóvember, kl. 20.30, Lionssalnum, Suðurgötu 4. Strandardeild. Fimmtudaginn 27. nóvember, kl. 13.30, Ráðhúsinu. Hríseyjardcild. Fimmtudaginn 27. nóvember, kl. 20.00 í Kaffístofu Snæfells hf. Höfðhverlingadeild. Þriðjudaginn 2. desember, kl. 20.30, Samkomuhúsinu í Barnaskólanum. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á deildarfundina. , Kaupfélag Eyfirðinga., I i l i í i r t i i ‘ i i L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.