Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 Línudans er tiltölulega auðlærður, eins og Sveinn Guðjónsson komst að er hann fékk sér snúning með söngsveitinni Snörunum, undir handleiðslu dansmeistarans Jóhanns Arnar Olafssonar. MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞETTA er skemmtileg og dansvæn tónlist enda tók ekki langan tíma að læra frumsporið. ÞAÐ fór vel á með Snörunum og dansmeistaranum Jóhanni Erni. ONGSVEITIN Snörumar átti drjúgan þátt í að festa línudans í sessi hér á landi með útgáfu þar til gerðrar hljóm- plötu fyrir síðustu jól. Mörg lag- anna á þeirri plötu hafa verið óspart notuð undir þessari sérkennilegu fótmennt og þegar það spurðist út að von væri á nýrri plötu frá þeim stallsystrum var ákveðið að gera mann út af örkinni í þeim tilgangi að læra dansinn og miðla reynslunni til lesenda. Ein breyting hefur orðið á liðskipan sveitarinnar frá því í fyrra, þar sem Helga Möller hefur tekið við af Guðrúnu Gunnarsdótt- ur, sem var upptekin í öðrum verk- efnum að þessu sinni. Hinar tvær eru sem fyrr Eva Ásrún AI- bertsdóttir og Erna Þórarinsdóttir. Nýja platan ber heitið Eitt augna- blik og er að sögn Snaranna dálítið frábrugðin hinni fyrri. „Þetta er svona meira bland í poka,“ segir Eva Asrún, sem þýðir að tónlistin er fjölbreyttari. A henni er til dæmis meira af innlendum frumsömdum lögum, þar sem við sögu koma lagasmiðirnir Gunnar Þórðarson, Jóhann Helgason og Magnús Kjartansson. Engu að síður eru þama lög sem vel henta við línudansinn og því var ekki eftir neinu að bíða heldur plötunni bmgðið á fóninn og drifíð sig út á gólf. Greinarhöfundur hafði búið sig vel undir þennan viðburð. Hann hafði dregið upp úr pússi sínu for- láta kúrekastígvél frá Ameríku, sem hann fjárfesti í á áttunda áratugn- um, þegar slíkur skófatnaður komst skyndilega í tísku. Hann mætti líka í köflóttri skyrtu, með kúrekahatt á höfði og þóttist heldur betur klár í slaginn, með bláar gallabuxumar gyrtar ofan í stígvélin. Þegar okkar maður mætti á staðinn í þessari „múnderingu" sló hins vegar vandræðalegri þögn á Snörurnar, sem höfðu mætt til leiks í nútíma tískuklæðnaði. Loks rauf Helga Möller þögnina og sagði brosmild, en þó varfærnislega: „Væri ekki sniðugra að þú hefðir buxumar yfir stígvélunum? Þetta er dálítið púkalegt svona.“ Dansmeistarinn Jóhann Örn Ólafsson bjargaði þá málunum og fór sjálfur í kúreka- stígvél og setti á sig hatt og hófst svo danskennslan. Þetta er skemmtileg og dans- væn tónlist enda tók ekki langan tíma að læra frumsporið. Fyrst tipl- ar maður tábergi hægri fótar nett til hliðanna, slengir síðan hælnum fram og slær tvisvar í gólfið og því næst aftur fyrir sig með tánni og svo hliðar saman hliðar og smellir svo tvisvar hraustlega með allri löppinni. Um leið getur verið áhrifa- ríkt að klappa saman lófunum og Þrjú draumatákn DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns DRAUMURINN notar táknmynd- ir til að skilgreina gerðir sínar og sýna dreymendum sannan tilgang sinn. Þessar myndir eru ímyndir raunveralegra þátta og fela oft á tíðum í sér meiri fróðleik, sannleika og hugsun en hægt er að koma til skila í mæltu máli. Þessar tákn- myndir eru ekki ólíkar tungutaki okkar, þar sem við notum í daglegu máli líkingar úr atvinnulífi svo sem; „koma einhverju á stúfana" eða „sníða sér stakk eftir vexti" til að stytta mál okkar, einfalda og skýra, svo við losnum við óþarfa orðagjálf- ur og langdregnar útskýringar sem skapa þá hættu að þráðurinn tapist og áhugi hlustenda glatist. Þrjú af þeim hugtökum sem draumurinn notar og klæðir í tákn- gervi era: Vilji, tilfmningar og vits- munir. Meiningar sem virðast greina menn í manneskjur og drauminum er tamt að nota, því hann vill lyfta öllum á æðra stig sjálfstæðs vilja þar sem tilfinningar og vit skapa ímynd sannrar mann- eskju. Draumurinn lýsir viljann með formi sem getur verið lest, bíll eða flugvél á ferð, viljinn getur birtst sem maður (Anima/Animus) með ákveðna eiginleika, sem sýnir klárar aðstæður og gengur hreint til verks. Hann handfjatlar ákveð- na hluti; ávexti, lykla, veiðitæki, ljós, hljóðfæri, verkfæri og leiðarvísa. Litur vilj- ans er fjólublár, grænn, gulbrúnn, svartur, gull og rauður. Mynd draumsins af tilfínn- ingum ræðst af rauðum litum og gul- um en formið er sí- breytilegt frá persónulegum munum í almenn tákn svo sem hjarta, blóð, ís, gufu, villt dýr, jarðrask, eld- gos og veðurfar. Þriðja táknið vitsmuni sækir draumurinn í bláan lit, opin svæði, víddir himingeimsins og hlutgervinga hugs- unar svo sem hring- stiga, reiðhjól, klukku- verk, bjöllur, hrís- grjón, vatn, egg, forn- minjar og hús. Fjórir draumar „Marz“ Fyrsti. Eg og móðir mín eram saman á engum sérstökum stað. Frænka mín kemur og segir við mig. „Ég hef hræðilegar fréttir af honum föður þínum“. Okkur verður hverft við og mér finnst að við ættum að hitta hann (Faðir minn er látinn). Annar. Mig dreymir að ég beri giftingarhring á vinstri hendi, hann er of stór, eins og aðeins beyglaður og brúnn. Hann rennur fram að nögl, en þar gríp ég hann og ýti honum upp á fingurinn til baka. Þriðji. Ég held á mjóum hring milli þumals og vísi- fingurs og er eitt- hvað að handfjatla hann. Það er eins og það sé að hluta til á hringnum hraunað stykki ofan á eða _ eitthvert skraut. Ég kem við það með puttanum og þá molnar úr því gull. _ Fjórði. Mig dreymir að ég er stödd í ein- hverju húsi og þar er fólk sem ég þekki. Ég er í blárri peysu, í fatahengi sem er þama er allt fullt af jökkum. Ég fer í einn, hann er hvítur og blár, ég stíg út úr húsinu og þá segir einhver, „Hvað ert þú að gera í þessum jakka?“ Ég fer inn, fer úr jakkanum sem var frekar lít- ill. Ég stend fyrir framan spegil og er enn í bláu peysunni, ég tek fram ljós-brún-grænan jakka og máta við mig, þá segir manneskja til hliðar við mig, „Nei, nei, þú átt að vera í bláu, það er þinn litur“, ég legg jakkann frá mér og sé í spegl- inum að það birtir yfii’ mér. Ráðning Draumarnir fjórir spegla innri bar- áttu þína (fyrsti draumur, slæmar fréttir af fóður þínum) á tvennum vígstöðvum, annars vegar í einka- lífi (maki) og hins vegar á vinnu- stað. Annar draumurinn talar um óánægju þína (hringurinn var of stór, beyglaður og brúnn) með makann og löngun til að sleppa (hringurinn rann fram að nögl), en á sama tíma viltu halda (þú ýttir hringnum til baka). Þriðji draum- urinn er einnig tengdur einkalífinu og segir á myndmáli sínu að ef til vill séu árekstrar milli maka spurn- ing um aðferðir í samskiptum og breyttar aðferðir (hringur milli fingi-a), þá muni hið hrjúfa yfirborð (hraunað stykki ofan á) hverfa og út spretta maður sem reynist gull (úr hraunskrautinu molnaði gull) af manni. Fjórði draumurinn lýsir vissri óánægju á vinnustað (ein í blárri peysu í fatahengi með fullt af jökkum) og hugrenningum (hvítur og blár jakki) um hvort þú sért á réttri hillu í lífinu (stígur út úr hús- inu), þetta hugarangur (jakkinn oí, lítill) fær þig til að íhuga aðra möguleika (ljós-brún-græni jakk-| inn) en er á reynir virðist gamlí staðurinn (bláa peysan) sá rétti; Þetta var kannske bara spurhig uni breyttai’ áherslur (leggur jakkann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.