Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 27 aðgerð? Ennfremur hefur úfurinn verið að þvælast fyrir öndunarvegi þegar ég reyni að sofa á bakinu. Hvað með hann? P.S. Eg er með sérkennilega kúlu sem stendur útúr öxlinni á mér. Hana er hægt að hreyfa dá- lítið til og frá. Hún er brjóskkennd viðkomu og ég er oft með eymsla- seyðing í henni. A stundum kemur roði á hana eins og hún sé marin. Hvað getur þetta verið og er eitt- hvað hægt að gera við þessu? Svar: Líklegast er að um sé að ræða ofnæmisbólgur í nefí og nefúðalyf sem seld era án lyfseðils gera lítið sem ekkert gagn við þeim. Hins vegar eru tO lyf sem gagnast oftast vel við slíkum ofnæmisbólgum og er best að fara til læknis, t.d. sérfræðings í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum, til að fá sjúkdómsgi'einingu og ráðlegging- ar um meðferð. Læknirinn getur þá einnig metið hvort ástæða sé til að fjarlægja sepa úr nefholi. Að fjarlægja slíka sepa er tiltölulega lítil og hættulaus aðgerð en sep- arnir hafa vissa tilhneigingu til að koma aftur með tímanum. Læknir- inn getur þá einnig skoðað úfínn og metið hvort ástæða sé til að taka af honum. I gamla daga var úfurinn talinn undiraót margra sjúkdóma og má á söfnum sjá úfskurðarjárn sem notuð voru til að fjarlægja hann, einkum úr börnum. Slíkar aðgerðir tíðkuðust eitthvað fram á byrjun þessarar aldar en lögðust þá af enda voru þær yfirleitt til bölvunar. Nú til dags er stundum tekið af úfnum ef hann er óþægilega stór eða langur og er það frekar lítil aðgerð. Kúlan á öxlinni gæti verið ýmislegt, m.a. stíflaður fitukirtill sem best er að opna eða fjarlægja, annars gæti komið í hann slæm sýking. Láttu lækni líta á þetta. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í sima 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 569 1222. Hreindýra- steik gijáð Átta 1QD g hreindýrasteikur 5 meOalstnrar bökunar- kartöflur. snOnar, látnar kólna og skrældar 75g ristaöar Pecan-hnetur 1DQ g beikon af bestu gerð.stelklð. þerrlð. miljfð 4 vorlaukar. skornir í litla bita þversum olla 5 dl eplaclder. Einnig er hægt að nota eplasafa og þá helst ngpressaðan H dl af Kentucky Bourbon, helst I besta gæðaflokki 3 dl hreindýrasoð af belnum salt og pipar 1 ’ Hltlð þykka pönnu á miðlungs- hlta. saltlð stelkumar og piprlð. brúnið 3-4 mínútur á hvorrl hllð til að loka safann Innl I stelkunum. Rífið kartöflumar á grófu rífjárni. bætið pecan-hnetum saman við. beikonl. vorlauk. salti og pipar. Hitið oliu á lit- llli. þykkri pönnu og steiklð fjúrar þykkar pönnukökur úr blöndunnl þar tíl þær eru orðnar stökkar á annarri hliðlnni. Þerrið á smjörpappir og geymið á diskum f heitum ofni. SJúðið cider nlður þar til hann er orðinn að þykku sírópi. takið frá að tveimur matskeiöum undanskildum ag geymlð. Bætið saðinu út I ciderinn. sem er eftlr á pönnunni og sjúðlð nlður um H/3. Bætíð bourbon saman við, saltið og piprið. Setjið steikumar út f og leyfið þeim að hitna í gegn. Setjið tvær steikur ofan á hverja ,.rösti"-pönnuköku, setjlð nokkrar af clder ofan á steikurnar og í krfngum þær. Sem meðlæti er tilvalið að útbúa stöppu úr sellerfrút og heltt spfnatsalat. © Ef þið lendiö f elnhverjum van- dræðum með uppskrlftlna eða viljlð fleiri tillögur hvetur Da- vid Wallach fúlk til að hafa samband vlð sig. Hann kunni fátt betur að meta en að tala um mat. ■■■■■ Þrautir Heraklesar CHATEAU D'AX Teg: 4^0 Sofasett 3 + 1 + 1 Verð kr. 298.000,- stgr. Hannaö af hinum þckkfa ENRICO ALLIEVI Suninuiln 20, sinu »68 8799 HafnartlrÆli 22. Akurevri, sími 461 111» Visa* ob fcuro raourei&slur til allt a5 mánaíTa FÁ FYRIRTÆKI kunna eins vel að skemmta bömum og Disney risinn bandaríski. Um tíma, fyrir aldarfjórðungi eða svo, virtist sem fyrirtækið væri búið að tapa áttum í baráttunni um bömin, en með nýjum mannskap í brúnni og nýjum áherslum náðist að rétta skútuna af og maskínan malar gull sem aldrei fyrr. Á síðustu árum hef- ur barnagaman færst úr sjónvarpi og bíóhúsum inn í heimilistölvuna og þangað hafa Disney-furstar litið síðustu ár með misjöfnum árangri. Breyttar áherslur í markaðssetn- ingu hafa ekki síst komið Disney til góða í skemmtiiðnaðinum og Kon- ungur ljónanna er ágætt dæmi um það, því ekki var bara að þar fór teiknimynd í fullri lengd, heldur fylgdi grúi styttri mynda uin auka- Fáir kunna að skemmta börnunum eins vel Disney fyrirtækið. Árni Matthíasson kynnti sér nýjustu afurð fyrirtækisins, leikinn um Herkúles. Tölvuleikurinn persónur úr myndinni, plast- Íeikföng, nestisbox, litabækur, tösk- ur og hvaðeina sem börn getur á annað borð langað í. Meðal þess sem boðið var uppá í tengslum við myndina var tölvuleikur samnefnd- ur henni og varð ein helsta martöð heimilanna jólin sem hann kom út því svo illa var búið um hnútana að það var ekki nema fyrir há- menntaða tölvunarfræðinga að setja leikinn upp á heimilistölvunni. Uví var grátur og gnístran tanna á ótelj- andi heimilum um þver Bandaríkin yfir jólahátíðirnar, eða þar til náðist í starfsmenn Disney eftir jólafrí. Þessi uppákoma varð tækni- , stjóram Disney lærdóms- / rík og upp frá því . lögðu þeir æ /'<, meira í tækni- legan frá- Jjat gang leikjanna og að auðvelt yrði að setja þá upp og nota. Segja má að sú iðja nái hámarki í nýjustu afurð fyr- irtækisins, tölvuleiksiins um hetj- una Herakles, eða Hekúles eins og hann heitir víst í dag upp á alþjóðsku. Breyttar áherslur í markaðssetningu hafa ekki síst komið Disney til góða í skemmti- iðnaðinum Frjálslega Fariá með staáregndir Teiknimyndin um kappann Herkúles naut mikillar hylli vestur í Bandaríkjunum og á vísast eftir að njóta ekki minni vinsælda í Evrópu. Víst er frjálslega farið með staðreyndir grískrar goðafræði í myndinni, en þýðir lítið að kvarta yfir því, enda lúta slíkar myndir öðrum lögmálum en fræðilegum. Eins og jafnan með Disney-verk á seinni tímum er mikill iðnaður í kringum myndina og hægt að kaupa boli, sogrör, töskur, húfur og baðsett, svo fátt sé talið, og tilefni þessarar greinar, tölvuleikinn Herkúles, sem er bæði bráðvel heppnaður og bráðskemmtilegur. Leikurinn byggist mjög á mynd- inni í útliti, því fígúrarnar era allar nánast þær sömu og í myndinni og reyndar er söguþráður leiksins ekki frábrugðinn sögunni í myndinni, ef marka má frásagnir að vestan, en hann er þó allt öðruvísi upp byg- gður, enda samsettur úr fjölda borða eða þátta þar sem leysa þarf ákveðna þraut áður en komist er á næsta borð. Eftir því sem líður á leikinn og færni þess sem leikur eykst verður hann og erfiðari og getur verið býsna snúið að leysa hann svo vel sé, en aldrei er hann beinlínis erfiður fyrir vana leikjatölvuvini, þótt hann eigi sjálf- sagt eftir að standa í ungviðinu, að minnsta kosti til að byrja með. Leikurinn hefst á eins konar æfing- arborðum sem gefa nasasjón af þvi sem framundan er og þjálfa með notandanum fimina sem þarf til að komast klakklaust í gegnum leikinn. Ekki er í raun annað á dag- skrá en að komast æfínga- borðin á enda, en í fyrsta borði þar á eftir er strax kom- in þrautir sem leysa þarf til að komast áfram. I hverju borði eru síðan einskonar viðbótarbrautir, eins og að safna stöfunum til að stafa nafnið Hercules, safna kerj- um með leyniorðum og svo mætti telja. Herkúles er svonefndur borðaleikur þar sem fígúran geng- ur frá vinstri til hægri, en frá- brugðin öðrum slíkum því hægt er að fara til baka innan borðs og að auki hægt að fara inn í skjáinn, svo að segja, og einnig í átt að leikand- anum á ákveðnum stöðum. Grafík- in er afskaplega vel heppnuð og rennur ljúflega yfir skjáinn, að minnsta kosti í sæmilega öfiugri tölvu, en galli að þurfa að keyra leikinn að miklu leyti af geisla- diski, því öðru hvoru staldrar leikurinn við á meðan upplýsingar eru lesnar af diskinum. Á milli borða eru myndskeið sem gætu eins verið úr myndinni og gæða leikinn meira lífi. Herkúles þeirra Disney- manna er bráðvel heppnaður leikur fyrir yngri börn og reyndar geta stálpuð börn haft nokkuð gaman af honum. Eins og getið er er hann hæfilega erfiður til að leikandanum finnst nokkur sigur í því að ljúka við borð, en ekki svo erfiður að yngri börn gefist upp. Inn á milli mein- lausra þrauta og smábardaga eru skemmtilega óhugnanlegar ófreskj- ur, til að mynda hydran ógurlega, en önnur meinlausari, eins og mínotárinn og Medúsa. Disney virðist hafa náð álíka tökum á leikjagerð og fyrirtækið hefur á teiknimyndunum og eflaust á Herkúles eftir að vera í mörgum jólapökkum þetta árið, ekki síst í ljósi þess að leiknum fylgir leiðar- vísir á íslensku.Þess ber að geta að leikurinn er líka til fyrir Play Station og ekki síðri í þeirri útgáfu. Hekúles krefst Windows 95, 90 MHz Pentium tölvu, 16 Mb innra minnis, fjögurra hraða geisladrifs og hljóðkorts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.