Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 47 ■j I i i i 1 •1 < i i i ( < » I < I I I I FRÉTTIR Járnblendifélagið gagnrýnt Á FJÖLMENNUM fundi sem sam- tökin SÓL í Hvalfirði héldu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd hinn 25. september til kynningar á rann- sóknaráætlun fyrir forrannsóknir vegna stóriðju á Grundartanga kom eftirfarandi fram: „Forsvarsmenn SÓLar í Hval- firði skoruðu á forráðamenn stór- iðju á Grundartanga, þ.e. íslenska Járnblendifélagsins og Norðuráls hf., að hefja nú strax samstarf við samtökin SÓL í Hvalfirði og aðra heimamenn um umhverfismál og framþróun þeirra. Fundurinn beinir því til stjórn- valda að þau tryggi að raflínulögn- um vegna stóriðju á Grundartanga verði komið í jörðu og öryggi íbúa í nágrenni þeirra verði auldð. Stjórn- völd verða að tryggja að fram- kvæmdir vegna stóriðju á Grundar- tanga valdi ekki röskun eða stór- felldu tjóni á hagsmunum heima- manna eins og stefnir í með fyrir- huguðum línulögnum. Fundurinn lýsir ánægju sinni með vinnu stjórnar samtakanna varðandi umhverfisvöktun í Hval- firði og brýndi hana til þess að slaka hvergi á kröfum sínum. Fundar- menn lýstu hins vegar yfir von- brigðum sínum með ástand um- hverfismála hjá Islenska Járn- blendifélaginu á Grundartanga. Fundarmenn telja það mjög alvar- legt að upplýsingar um foiTann- sóknir vegna Islenska Járnblendifé- lagsins og niðurstöður þeirra hafa ekki verið kynntar fýrir íbúum svæðisins og engar frekari rann- sóknir hafa farið fram á tæplega 20 ára starfstíma verksmiðjunnar, seg- ir í fréttatilkynningu. Bjarni Bjamason, forstjóri ís- lenska Járnblendifélagsins, sótti fundinn og lýsti yfir vilja sínum til þess að hlusta á sjónarmið íbúa svæðisins og einnig til þess að vinna að úrbótum í umhverfismálum verk- smiðjunnar í samvinnu við heima- menn. Fundarmenn fögnuðu frum- kvæði hans og buðu hann velkom- inn á fundinn, segir í frétt frá SÓL. Lýst eftir stolinni bifreið LÖGREGLAN í Grindavík lýsir eftir bifreiðinni AL-309 sem stolið var í Grindavík 6. nóvember sl. Bifreiðin er af gerðinni Nissan Van- ette, sendibifreið, árgerð 1992 og er hún hvít að lit. Þeir sem geta gefið upplýsingar um afdrif bifreiðarinn- ar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Grindavík eða snúa sér til næstu lögreglustöðvar. ------------- Arnfírðingafé- lagið heldur samkomu ARNFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur sapikomu að lok- inni guðsþjónustu í Áskirkju sunnu- daginn 16. nóvember. Guðsþjónustan hefst kl. 14 og flyt- ur formaður félagsins sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikun dagsins en sóknarpresturinn sr. Ámi Bergur Sigurbjörnsson þjónar íyrir altari. Á samkomunni verða á boðstólum kaffiveitingar sem seldar verða til ágóða fyrir starfsemi félagsins auk þess sem ýmislegt verður á dagskrá til fróðleiks og skemmtunar. Allir Arnfirðingar og venslafólk þeirra er boðið velkomið til guðs- þjónustunnar og samverastundar- innar. --------------- Afhent trúnaðarbréf SVERRIR Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, afhenti Jacques Diouf, aðalforstjóra FAO trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi íslands hjá Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna í Róm (FAO), með aðsetur í París. f [TePe! fannburstar millitannburstar Hálsinn beinn eða boginn? t>ú mótar hann fyrir þínar tennur, með heita vatninu. /TePej Óhreinindi milli tanna valda skemmdum. Þessi tekur það sem tannburstinn ræður ekki viðl Gripið er ótrúlega gott Fæst í öllum helstu apótekum Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness hafa nú verið veitt í annað sinn. Verðlaunin hlaut Eyvindur Pétur Eiríksson fyrir skáldsöguna Landið handan fjarskans. Dómnefnd valdi hana úr 30 handritum sem bárust í samkeppni Vöku-Helgafells um verðlaunin. Eyvindur er 62 ára rithöfundur og íslenskufræðingur. Hann hefur áður gefið út tvær skáldsögur, ljóðabækur og barnabækur auk þess sem hann hefur þýtt bæði skáldverk og ljóð. I umsögn dómnefndar um verðlaunaverkið segir m.a.: Skáldsagan Landið handan fjarskans er einkar margslungið bókmenntaverk. Vefur sögunnar er þéttofinn; lýsingar eru máttugar, söguefnið átaka- mikið og 'persónur búa yfir sérkennilegum krafti. Við óskum Eyvindi Pétri Eiríkssyni innilega til hamingju með bókina og verðlaunin. 4 VAKA- HELGAFELL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.