Morgunblaðið - 15.11.1997, Page 47

Morgunblaðið - 15.11.1997, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 47 ■j I i i i 1 •1 < i i i ( < » I < I I I I FRÉTTIR Járnblendifélagið gagnrýnt Á FJÖLMENNUM fundi sem sam- tökin SÓL í Hvalfirði héldu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd hinn 25. september til kynningar á rann- sóknaráætlun fyrir forrannsóknir vegna stóriðju á Grundartanga kom eftirfarandi fram: „Forsvarsmenn SÓLar í Hval- firði skoruðu á forráðamenn stór- iðju á Grundartanga, þ.e. íslenska Járnblendifélagsins og Norðuráls hf., að hefja nú strax samstarf við samtökin SÓL í Hvalfirði og aðra heimamenn um umhverfismál og framþróun þeirra. Fundurinn beinir því til stjórn- valda að þau tryggi að raflínulögn- um vegna stóriðju á Grundartanga verði komið í jörðu og öryggi íbúa í nágrenni þeirra verði auldð. Stjórn- völd verða að tryggja að fram- kvæmdir vegna stóriðju á Grundar- tanga valdi ekki röskun eða stór- felldu tjóni á hagsmunum heima- manna eins og stefnir í með fyrir- huguðum línulögnum. Fundurinn lýsir ánægju sinni með vinnu stjórnar samtakanna varðandi umhverfisvöktun í Hval- firði og brýndi hana til þess að slaka hvergi á kröfum sínum. Fundar- menn lýstu hins vegar yfir von- brigðum sínum með ástand um- hverfismála hjá Islenska Járn- blendifélaginu á Grundartanga. Fundarmenn telja það mjög alvar- legt að upplýsingar um foiTann- sóknir vegna Islenska Járnblendifé- lagsins og niðurstöður þeirra hafa ekki verið kynntar fýrir íbúum svæðisins og engar frekari rann- sóknir hafa farið fram á tæplega 20 ára starfstíma verksmiðjunnar, seg- ir í fréttatilkynningu. Bjarni Bjamason, forstjóri ís- lenska Járnblendifélagsins, sótti fundinn og lýsti yfir vilja sínum til þess að hlusta á sjónarmið íbúa svæðisins og einnig til þess að vinna að úrbótum í umhverfismálum verk- smiðjunnar í samvinnu við heima- menn. Fundarmenn fögnuðu frum- kvæði hans og buðu hann velkom- inn á fundinn, segir í frétt frá SÓL. Lýst eftir stolinni bifreið LÖGREGLAN í Grindavík lýsir eftir bifreiðinni AL-309 sem stolið var í Grindavík 6. nóvember sl. Bifreiðin er af gerðinni Nissan Van- ette, sendibifreið, árgerð 1992 og er hún hvít að lit. Þeir sem geta gefið upplýsingar um afdrif bifreiðarinn- ar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Grindavík eða snúa sér til næstu lögreglustöðvar. ------------- Arnfírðingafé- lagið heldur samkomu ARNFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur sapikomu að lok- inni guðsþjónustu í Áskirkju sunnu- daginn 16. nóvember. Guðsþjónustan hefst kl. 14 og flyt- ur formaður félagsins sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikun dagsins en sóknarpresturinn sr. Ámi Bergur Sigurbjörnsson þjónar íyrir altari. Á samkomunni verða á boðstólum kaffiveitingar sem seldar verða til ágóða fyrir starfsemi félagsins auk þess sem ýmislegt verður á dagskrá til fróðleiks og skemmtunar. Allir Arnfirðingar og venslafólk þeirra er boðið velkomið til guðs- þjónustunnar og samverastundar- innar. --------------- Afhent trúnaðarbréf SVERRIR Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, afhenti Jacques Diouf, aðalforstjóra FAO trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi íslands hjá Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna í Róm (FAO), með aðsetur í París. f [TePe! fannburstar millitannburstar Hálsinn beinn eða boginn? t>ú mótar hann fyrir þínar tennur, með heita vatninu. /TePej Óhreinindi milli tanna valda skemmdum. Þessi tekur það sem tannburstinn ræður ekki viðl Gripið er ótrúlega gott Fæst í öllum helstu apótekum Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness hafa nú verið veitt í annað sinn. Verðlaunin hlaut Eyvindur Pétur Eiríksson fyrir skáldsöguna Landið handan fjarskans. Dómnefnd valdi hana úr 30 handritum sem bárust í samkeppni Vöku-Helgafells um verðlaunin. Eyvindur er 62 ára rithöfundur og íslenskufræðingur. Hann hefur áður gefið út tvær skáldsögur, ljóðabækur og barnabækur auk þess sem hann hefur þýtt bæði skáldverk og ljóð. I umsögn dómnefndar um verðlaunaverkið segir m.a.: Skáldsagan Landið handan fjarskans er einkar margslungið bókmenntaverk. Vefur sögunnar er þéttofinn; lýsingar eru máttugar, söguefnið átaka- mikið og 'persónur búa yfir sérkennilegum krafti. Við óskum Eyvindi Pétri Eiríkssyni innilega til hamingju með bókina og verðlaunin. 4 VAKA- HELGAFELL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.