Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR GUTTORMSSON + Sigimlur Gutt- ormsson fæddist í Hleinargarði í Eiðaþinghá hinn 29. ágúst 1922. Hann lést 6. nóveniber síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guttorm- ur E. Sigurðsson og Guðný Sigurborg Sigurðardóttir, bú- sett í Hleinargarði. Uppeldissystir hans var Aðalbjörg Björnsdóttir, hús- freyja í Hlíðargarði. Maki: Siguijón Sig- urðsson. Sigurður kvæntist hinn 27. janúar 1952 Guðbjörgu Olafíu Jóhannesdóttur frá Hvammi í Hnífsdal, f. 14. maí 1923. For- eldrar hennar voru Jóhannes Bjarni Jóhannesson og Stein- unn Sigurðardóttir. Dætur Sig- urðar og Guðbjargar voru sex: 1) Steinunn, f. 6. ágúst 1952, d. 8. febrúar 1991. Maki: Gunn- laugur Ólafsson. Steinunn átti tvö börn og eitt barnabarn. 2) Guðný Sigurborg, f. 17. septem- ber 1953. Maki: Unnar Heimir Sig- ursteinsson. Börn hennar eru fimm en eitt þeirra lést skömmu eftir fæð- ingu. Hún á eitt barnabarn. 3) Guð- björg Sigríður, f. 2. desember 1955. Hún á eitt barn. 4) Ingibjörg Helga, f. 18. nóvember 1959. Maki: Hörður Ant- onsson. Hún á þrjú börn. 5) Svandís Malen, f. 12. maí 1963. Maki: Hólmar Egilsson. Hún á þrjú börn. 6) Hulda Rós, f. 15. apríl 1965. Maki: Magnús Ási Ástráðsson. Hún á þrjú börn. Sigurður Ó1 allan sinn aldur í Hleinargarði við búskap. Um árabil stundaði hann vörubif- reiðaakstur. Jafnframt vann hann mörg trúnaðarstörf fyrir svejt sína. Utför Sigurðar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú stöndum við í þeim erfiðu sporum að reyna að trúa því að okkar hjartkæri pabbi, afi og tengdapabbi, sé horfinn yfir móð- una miklu. Þó að ef til vill einhverj- um finnist það eðlilegur hlutur að fullorðinn maður hverfi á braut, finnst okkur það engan veginn tímabært, þar sem pabbi var sprellandi með okkur næstum því fram á sinn síðasta dag. Og ætíð ungur í anda. —j Minningarnar um hans hlýja og innilega viðmót verma okkur nú á þessari sorgarstundu. Pabbi var mikill fjölskyldumaður og hefði helst viljað að við systurnar byggð- um okkur allar hús á túninu heima í Hleinargarði, svo hann gæti fylgst með okkur alla daga. En þannig ganga hlutirnir víst ekki fyrir sig. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur var það auðvitað regla að koma heim í sveitina, a.m.k. einu sinni á ári, helst oftar. Ferðimar í sveitina gáfu mér og börnunum mínum ómælda gleði og hlýju og hjá böm- unum var það að auki mikill lær- dómur. Eldri börnin tvö fóru nokk- „T»ur vor ein í sveitina í sauðburð til afa og ömmu og eru það þeim alveg ógleymanlegar ferðir. Það er engin leið í örfáum fátæklegum kveðju- orðum að tína upp allar yndislegu samverustundimar sem við áttum með pabba, því sem betur fer voru þær ótal margar. Eina þeirra verð ég þó að nefna hér, sem er okkur nærtækasta stoð minninganna núna. Það er sjötíu og fimm ára afmæli pabba hinn 29. ágúst síðastliðinn. En þá buðu þau pabbi og mamma til mikillar fjöl- skylduveislu sem seint mun gleym- ast hjá okkur sem þar vomm. Eg þori að fullyrða að þetta hafi verið einn af hans ánægjulegustu dögum undir lokin. Þama var hann, með mömmu sér við hlið og allar hópinn sinn hjá sér, og gaf okkur svo mikið með hlýjum og fallegum orðum sem Sérfræðingar í blomaskreytingum við öll tækifæri I WB blómaverkstæði I I ItlNNAZ | Skóliivörðustíg 12, á horni IkTgstaðustrætis, sími 551 9090 hann talaði til okkar. Kvöldinu eyddi hann í leik með fjölskyld- unni, jafnt smáum sem stóram. Það vora því vissulega erfiðar fréttir þegar við heyrðum að pabbi hafði kennt sér meins, skömmu fyrir afmælið, en hann og mamma höfðu tekið þá ákvörðun að láta sem ekkert væri fram yfir þann dag. Við ýttum því örlítið til hliðar og vonuðum að þetta væri ekkert alvarlegt. En ekki löngu seinna kom fyrsta höggið og við tóku mjög svo þungbærir dagar á meðan pabbi barðist eins og hetja við sjúkdóm sinn. En þá, eins og alltaf var kímni- gáfa hans til staðar og það hjálp- aði okkur vissulega að hlusta á hann slá á létta strengi, sárlasinn. Einnig gaf mamma bæði honum og okkur hinum ómældan styrk þar sem hún sat eins og klettur við hlið pabba, róleg og yfirveguð, þar til yfir lauk. Þó átti mamma við sorg að eiga, þar sem bróðir hennar lést á meðan pabbi lá á sjúkrahúsinu. Eg þakka Guði fyrir að ná því að komast til pabba og eiga með hon- um örfáar stundir undir lokin á sjúkrahúsinu og fá að kveðja elsku- legan föður og finna í hinsta sinn hans hlýja faðm. Að lokum biðjum við algóðan Guð að taka við og vemda okkar hjartkæra pabba, tengdapabba og afa. Hafi hann hjartans þökk fyrir aUt. Elsku mamma og aðrir ástvinir. Guð gefi okkur öllum styrk svo við getum öll saman sent pabba hlýja strauma inn í hans nýju veröld ei- lífðarinnar. Megi hann hvíla í Guðsfriði. Ingibjörg og fjölskylda. Elsku afi. Okkur langar að þakka þér allar ánægjulegu samverastundirnar, sem því miður geta ekki orðið fleiri. Eftir lifir minningin um afa í sveitinni. Þú sem varst svo hraust- ur, stór og sterkur. Ætíð varst þú hress og kátur en glaðværð var þitt eðli. Alltaf var jafngott að koma í faðminn þinn góða, hvort sem var í gleði eða sorg. Allir ætlum við að reyna að verða stórir, eins og þú afi. Við r 3lómöbwðin > Gai*ðskom , v/ Trossvogsl<ii"l<jugai'c5 . Sfmii 559 0500 minnumst allra góðu stundanna sem við áttum með þér í sveitinni, hvort sem var í leik eða starfi. Fjöl- skylda þín og sveitin áttu hug þinn allan. Dýrin þín annaðist þú af mik- illi natni. Þú varst sá besti afi sem við hefðum getað átt. Elsku amma, megi Guð styrkja þig í sorginni. Guð geymi þig elsku afi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Óttar Steinn, Ástráður Ási og Sigurður Oli. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kveðja til afa. A þessari erfiðu stundu vil ég þakka allar góðu stundirnar með ykkur ömmu í sveitinni. Það var lærdómsríkt og skemmtilegt að kynnast sveita- störfum hjá ykkur. Afi var ólatur að hafa smáfólkið með sér og leyfa því að hjálpa til við búskapinn. Það verðm- ósköp erfitt að geta aldrei aftur farið með afa að gefa kindun- um og hestunum, eða eitthvað ann- að að brasa úti. Þegar fjarlægðin skildi okkur að, töluðum við oft saman í síma um ýmsa hluti. Mest þurfti ég þó að spyrja um búskapinn og hvað þú værir að gera. Mig langar að kveðja elsku afa minn með uppáhalds kvöldbæninni minni. Núleggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Hvíl þú í friði. Gunnar. Með fáum orðum ætlum við að kveðja þennan frábæra afa sem var okkur stoð og stytta í öllu. Við elskuðum hann af öllu hjarta og til hans streymdi frá okkur ást og um- hyggja. Við munum mörg skemmtileg atriði og þessi texti yrði allt of langur ef við færum að telja þau upp. Það var mikið áfall að heyra að afi væri dáinn en við vissum að hann væri hjá Guði. Við munum biðja fyrir honum á hverju kvöldi. Við ætlum að ljúka þessu með lítilli bæn en við munum minn- ast Sigurðar Guttormssonar frá Hleinagarði. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Sigurbjörg, Bjarni og Steinar Hólmarsbörn. Okkur systkinunum er ljúft að minnast fyrrverandi nágranna okkar, Sigurðar Guttormssonar, eða Sigga í Hleinargarði eins og hann var ávallt kallaður en hann lést að morgni 6. nóvember eftir stutta sjúkdómslegu 75 ára að aldri. Siggi kom oft í heimsókn í Hjartarstaði. Hans hlýja handtak og sú fölskvalausa kátína sem fylgdi honum eru okkur ofarlega í huga. Siggi átti vörubíl og flutti ýmislegt fyrir sveitunga sína s.s. áburð á vorin og lömb til slátrunar á haustin. Fengum við eldri krakkarnir oft að standa á pallin- um og gæta fjárins. Stundum fengum við líka að sitja inni í bíln- um og spjalla við Sigga sem gat verið býsna spennandi. I eldhús- inu heima var líka oft margt skeggrætt og skrafað yfir kaffi- bolla,þegar hann kom í heim- sókn,og sátum við krakkarnir og hlustuðum meðan eldra fólkið ræddi ýmis mál í sveitinni. Göngur og réttir og ýmislegt umstang í kring um það eru líka eftirminnilegir atburðir, einkum smalamennskur, oft við erfiðar að- stæður, rigningu, kulda, þoku og jafnvel snjókomu. Líka jarmandi féð þegar það rann niður fjallið fyr- ir ofan bæinn. Á eftir fylgdu þreyttir menn og hásir og vorum við alltaf jafn fegin að fá þá heim aftur heila á húfi. Sóttumst við krakkarnir eftir að vera nálægt Sigga, þegar verið var að segja hvernig gengið hefði, því hann hafði einstakt lag á að segja skemmtilega frá. Minnisstæð er okkur hrútasýn- ing heima á Hjartarstöðum þar sem flestir bændur úr nágrenninu voru saman komnir. Metingur myndaðist um það hvort útsveitin eða innsveitin ætti vænstu hrútana og undu innsveitarmenn því illa að verða undir í keppninni. Þóttust þeir alveg vissir um að eiga þyngsta bóndann. Akveðið var að stæðilegustu mennirnir skelltu sér á vigtina til að fá úr þessu skorið. Vakti það mikla kátínu þegar Siggi tók af skarið fyrir hönd okkar útsveitarmanna og hafði betur. Vorum við að von- um stolt af okkar manni sem hreif alla með sér í miklum hlátri á eft- ir. Þannig hafði hann ávallt lag á að skemmta sér og öðram við ólík- legustu tækifæri. Siggi var ákaflega félagslyndur og þorrablótsundirbúningur í sveify inni var kærkomin tilbreyting. í skammdeginu styttu menn sér stundir við að setja saman gaman- mál sem Siggi tók gjaman að sér að flytja og minnumst við æfíng- anna á síðkvöldum heima á Hjart- arstöðum. Á þessu ári era 45 ár síðan Sig- urður og Guðbjörg vora gefin sam- an í Hleinargarði, þann 27. janúar 1952, ásamt foreldram okkar. Finnst okkur sú athöfn vera tákn- ræn fyrir nægjusemi þessarar kyn- slóðar og víst er að hjónaböndin hafa reynst giftudrjúg þrátt fyrir einfaldleika athafnarinnar. Þessar minningar hafa styrkt vinaböndin gegnum árin og þegar við lítum til baka finnst okkur að samhjálp og vinátta hafi einkennt samskipti heimilanna. Með þakklæti í huga kveðjum við Sigga í Hleinargarði og vottum Guðbjörgu, dætram og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur okkar. Ólafur og Una Þóra frá Hjartarstöðum. í dag er kvaddur félagi og góður vinur, Sigurður Guttormsson bóndi í Hleinagarði. Það er erfitt að skilja það að hann Siggi nágranni okkar, sem við höfum haft svo mik- il samskipti við, skuli hafa kvatt okkur í síðasta sinn. Þessi stóri maður með sinn sterka róm sem var samt svo einlægur í framkomu að allir, ekki síst börnin, urðu fé- lagar hans og vinir strax við fyrstu kynni. Það er af mörgu að taka þegar reynt er að minnast félaga sem var jafn samofinn lífi manns og Siggi. Ein af fyrstu minningunum er þeg- ar Siggi var að hjálpa okkur á Hjartarstöðum í heyskap. Á þeim áram ók hann um á gulum Willy’s- jeppa og vora slíkir gripir ekki til á hverjum bæ. Þegar við bættist að hann átti sláttuvél og rakstrarvél sem tengja mátti við tækið var um nokkurskonar tæknibyltingu að ræða í heyskapnum og því freist- andi að fá hann til hjálpar. Auðvit- að fengu krakkarnir að vera með og þegar ég hugsa um það eftir öll þessi ár er ég mest hissa á því að þakið skyldi ekki hreinlega lyftast af og fjúka í burtu því svo mikil var gleðin og kátínan í jeppanum. Allt frá þessum fyrstu minningum og fram til dagsins í dag hefur Siggi verið að rétta hjálparhönd í Hjart- arstaði, þó það hafi e.t.v. breyst meira í það að vera tilsögn og sam- ráð um ýmsa hluti, einkum er við- kom fjárbúskapnum. Siggi hafði gott auga fyrir kindum og var af- skaplega samviskusamur með að allt sem þeim viðkom væri gert á réttum tíma, hvort sem þurfti að smala, bólusetja eða hvað annað sem var. Ekki breyttu ábúendaskipti neinu um það að leitað væri til Sigga enda maðurinn alger snill- ingur í því að brúa kynslóðabilið. Það virtist vera alveg sama við hvern Siggi átti samskipti að alltaf fór vel á með honum og viðkom- andi, ekki síst ef börn voru annars vegar og oftar en ekki fylgdi hon- um hópur af börnum. Finnst okk- ur að hann hafi verið eins og þriðji afi stelpnanna okkar því svo mikið og blátt áfram var þeirra sam- band. Siggi hafði jafnan ákveðnar skoðanir og ræddum við hin ýmsu mál, allt frá amstri hvunndagsins til alþjóðamála og voram ekki alltaf sammála í þeim viðræðum. En ég tel það sýna hversu mikil og traust okkar vinátta var að slík skoðanaskipti voru alltaf gleymd þegar fundum okkar bar saman næst. Gott var að eiga Sigga og Guð- björgu konu hans að þegar erfið- leikar knúðu dyra, því þau höfðu þann hæfileika að geta tekið þátt í því að létta slíkar byrðar. Ekki komust þau hins vegar áfallalaust í gegnum lífíð og var andlát Stein- unnar, elstu dóttur þeirra, fyrir sex áram þeim þungt áfall. Þó aðeins sé komið örlítið brot af öllum þeim fjölmörgu minningum sem komið hafa upp í hugann lát- um við hér staðar numið. Megi góður Guð veita Guðbjörgu og dætram hennar styrk í þeirra harmi. Halldór og fjölskylda, Hjartarstöðum. Óðum fækkar nú því fólki, sem ég þekkti best á uppvaxtaráram mínum á Hjartarstöðum. I dag kveðjum við Sigurð í Hleinagarði hinstu kveðju. Ekki ætla ég að skrifa um ævi Sigga, aðeins nokkur minninga- brot frá bernsku minni. Siggi á gula Willys jeppanum að slá fyrir pabba er líklega ein af mínum fyrstu minningum. Það þurfti að taka hurðirnar af jeppanum fyrir sláttuvélina og það þótti mér mik- ill kostur, því Siggi söng oft við sláttinn, en hann var mjög róm- sterkur og heyrðist því vel í hon- um og mér fannst hann syngja svo vel. Siggi átti að ég held alltaf skjótta reiðhesta og Skjónu lengst. Skjóna var að vísu dálítið slæg og við krakkarnir svolítið hrædd við hana, en saman voru þau geysigóð- ir smalar. Ég man að pabbi sagði mér að annar eins smali og nafni sinn í Garði, væri vísast ekki auð- fundinn. Siggi var að eðlisfari góð- ur bóndi, dýravinur, fjárglöggur og natinn við skepnur. Hann var ákaf- lega greiðugur við vini sína og taldi ekki eftir sér að koma til hjálpar dagstund, við heyskap, slátran eða hvað sem var, án þess að ætlast til greiðslu fyrir. Því miður virðist mér að hjálpsemi við náungann sé að verða æ sjaldgæfari eiginleiki í dag. Siggi var stór og mikill og vel sterkur söngmaður og oftast hrók- ur alls fagnaðar, og þegar hann hló var ekki annað hægt en að hrífast með og hlæja líka. Ég votta Guðbjörgu, dætrum þeirra og fjölskyldum þeirra, samúð mína. Siggi mér þykir vænt um að hafa fengið að alast upp í nágrenni við þig, þökk fyrir væntumþykju þína og vináttu við mig og fjölskyldu mína frá fyrstu tíð. Árdís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.