Morgunblaðið - 15.11.1997, Side 18

Morgunblaðið - 15.11.1997, Side 18
18 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ -- VIÐSKIPTI Landsbankinn undirbýr stefnumótun fyr- ir nýja hlutafélagsbankann Stjórnarm enn verði virkari í rekstri bankans STJÓRN Landsbanka íslands hf. sem tekur við rekstri bankans um næstu áramót hefur tekið ákvörðun um að taka mun meiri þátt í upp- byggingu og stefnumótun innan bankans en bankaráðin hafa gert hingað til. Um þessar mundir eru fjórir vinnuhópar starfandi innan bankans til að yfirfara stefnumótun, ímynd, útibúanet og kynningu á hlutafélagsvæðingunni. Einn stjóm- armaður í nýja hlutafélaginu stýrir hverjum hópi sem ætlað er að skila niðurstöðum fyrir næstu mánaða- mót. „Við höfum tekið ákvörðun um að stjórnin verði mjög virk í starf- semi bankans. Það gefur okkur tæki- færi til þess að fylgjast betur með en áður og getum því brugðist við. Það er ölium ljóst sem þekkja til á fjármagnsmarkaðnum að framund- an er mikil og hörð samkeppni. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir í þeirri samkeppni og höfum alla burði til þess. Við erum með stóran banka, stórt útibúanet, gott starfsfólk og marga viðskiptavini," sagði Helgi S. Guðmundsson, formaður stjómar Landsbanka íslands hf., í samtali við Morgunblaðið. Helgi segir það sína skoðun að stjórnarmenn í bankanum eigi að sitja í stjórnum dótturfélaga hans því á þann hátt fái þeir betri yfirsýn yfir rekstur bankans. Starfshóparnir fjórir skiluðu áfangaskýrslu í gær á fundi sínum á Hótel Sögu, en endanleg skýrsla þeirra á síðan að liggja fyrir 1. des- ember nk., eins og fyrr segir. Auk stjórnarmanna hafa verið kallaðir til 4-6 starfsmenn í hvem hóp, þar af einn bankastjóri. Þannig stýrir Birgir Þór Runólfsson, stjórn- armaður starfi hóps sem fjaliað hef- ur um stefnumótum Landsbankans. Hópnum er ætlað að gera tillögur um frekari stefnumótunarstarf á vegum bankans ásamt því að fara yfir hugmyndir að nýrri þjónustu bankans. Sérstaklega er þessum hópi ætlað að draga fram samkeppn- isyfirburði bankans, helsta styrk hans og veikleika, sérstaka áherslu- þætti í starfseminni, tæknimál, leiðir til að auka samkeppnisforskot bank- ans og hugmyndir um stefnumótun- arvinnu fyrir hinn nýja hlutafélags- banka. Kanna hugmyndir um breytingar á útibúaneti Anna Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður, hefur stýrt hópi sem ætlað er að yfírfara gögn og vísbend- ingar um ímynd bankans á innlend- um og erlendum markaðL Þá hefur Jóhann Ársælsson, stjómarmaður, stýrt hópi sem lagt hefur mat á útibúanet og hvernig síðustu breytingar á skipulagi útibúa hafa reynst. Hópurinn hefur fjallað um bankaviðskipti í einstökum landshlutum og þjónustu við við- skiptamenn bankans á hinum ýmsu stöðum. Er honum ætlað að skoða hugmyndir um frekari skipulags- breytingar og fjalla um leiðir til aukinnar hagkvæmni í rekstri útibúanetsins. Loks stýrir Kjartan Gunnarsson, stjórnarmaður, hópi með það verk- efni að undirbúa kynningu á form- breytingunni um næstu áramót. Þessi hópur á gera áætiun um form- legar tilkynningar, bréfaskriftir o.fl. til að vernda hagsmuni bankans. I tengslum við þetta starf hópanna sendu þeir Helgi og Björgvin Vil- mundarson, formaður bankastjórn- ar, út bréf til allra starfsmanna þar sem óskað var eftir tillögum frá starfsmönnum um það sem betur mætti fara í starfsemi bankans. Helgi sagði aðspurður um viðhorf sitt til frekari samruna í bankakerf- inu að ekkert lægi fyrir um það af hálfu Landsbankans. „Við þurfum að snúa okkur að því með hvaða hætti við getum best nýtt fjárfest- inguna hjá VÍS og verðum önnum kafín við það á næstu misserum." Stjórn hlutafélagsbankans gekk á fundi sínum á fimmtudag frá ráðn- ingu Björgvins Vilmundarsonar í stöðu aðalbankastjóra. Þá voru þeir Halldór Guðbjarnason og Sverrir Hermannsson ráðnir bankastjórar og Siguijón Geirsson ráðinn for- stöðumaður innri endurskoðunar- deildar bankans. Er þetta í fyrsta sinn sem formlegir ráðningarsamn- ingar eru gerðir við bankastjóra Landsbankans, en innihald þeirra verður ekki gert opinbert. 60 átaks- verkefni kynnt FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, opnaði í gær sýninguna Átak tíl atvinnusköp- unar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á sýningunni verða um 60 verkefni kynnt, sem tengjast samnefndu átaki. Meðal sýningargripa má nefna fatnað úr fiskroði, íslensk- an sportbíl og vélknúinn snjósleða sem kemst fyrir í farangursrými bifreiðar. Á meðfylgjandi mynd sést sýningarstúlka kynna fatnað úr hlýraroði, sem hannaður er af Jóni Skúla Þórissyni klæðskera- meistara. Markmið sýningarinnar er að kynna þá nýsköpun og vöruþróun i íslenskum fyrirtækjum, litlum og meðalstórum, sem stutt hefur verið við af Átaki til atvinnusköp- unar, svo og útrás íslenskra fyrir- tælya og frumkvöðla á erlenda markaði. AÐ UNDANFÖRNU hafa forráða- menn Árvakurs hf. og Fíns miðils ehf., sem rekur fimm útvarpsstöðv- ar, rætt um samstarf þessara tveggja fyrirtækja á ýmsum sviðum, þ. á m. varðandi fréttaþjónustu. Er stefnt að því, að fréttir frá Fréttastofu Morgunblaðsins á Net- inu verði fluttar í tveimur útvarps- Morgunblaðið/Ásdís Búnaðarbanki íslands hf. Gengið frá ráðningu bankastjóra STJÓRN Búnaðarbanka ís- lands hf. hefur ráðið Stefán Pálsson sem aðalbankastjóra og þá Jón Adólf Guðjónsson og Sólon R. Sigurðsson sem bankastjóra frá nk. áramótum þegar hlutafélagsbankinn tek- ur til starfa. Stefán hóf störf í Búnaðar- bankanum árið 1958 og hefur verið bankastjóri frá ársbyijun 1984. Jón Adólf hóf störf í bankanum árið 1970 og varð bankastjóri árið 1984. Sólon hóf störf í bankanum árið 1983, en áður starfaði hann í Landsbankanum. Hann hefur verið bankastjóri frá árinu 1990. stöðvanna, þ.e. FM 95,7 og Aðal- stöðinni. Gert er ráð fyrir, að þessi fréttaflutningur geti hafizt fyrri hluta næsta árs. Fréttirnar verða á ábyrgð Fréttastofu Morgunblaðsins á Netinu. Rætt hefur verið um, að hljóðver verði sett upp í Morgunblaðshúsinu í Kringlunni. Viðræður milli Arvakurs hf. og Fíns miðils ehf. Búnaðar- bankinn Verðbréf með útboð Félagsbú- staða hf. ! I I > BORGARRÁÐ hefur tekið tilboði Búnaðarbankans Verðbréfa í umsjá með 800 milljóna króna skulda- bréfaútboði Félagsbústaða hf. Skuldabréfin eru til 30 ára með jöfnum árlegum greiðslum og er fyrsti gjalddagi 16. júní. Nafnvextir eru 5% en skuldabréfin eru verð- tryggð miðað við vísitölu neyslu- verðs. Bréfin verða skráð á Verð- bréfaþingi íslands og eru þau með einfaldri ábyrgð borgarsjóðs. Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, hjá Búnaðarbankanum Verðbréf- um, verður farið af stað með útboð- ið þriðjudaginn 18. nóvember. Bréf- in verða seld með 15 punkta álagi yfir hagstæðustu kaupkröfu hús- bréfa, sem í dag jafngildi 5,48% ávöxtun. Ámi segir Búnaðarbankann munu annast viðskiptavakt með bréfin jafnframt því að sölutryggja þau miðað við ofangreinda ávöxtun- arkröfu. „Þetta er óvenju langt bréf miðað við sveitarfélög og það hefur verið skortur á slíkum bréfum á þessu ári. Við eigum því von á góðum undirtektum fjárfesta,“ segir Árni Oddur. -----»-♦.---- Gæðaverð- launin » í í FRÉTT um afhendingu íslensku gæðaverðlaunanna, sem birtist á viðskiptasíðu í gær, voru aðstand- | endur verðlaunanna m.a. taldir upp. í þá upptalningu vantaði Vinnuveit- endasamband íslands, Gæðastjórn- § unarfélag íslands og Háskóla ís- lands, og leiðréttist það hér með. Sjálfur verðlaunagripurinn er eftir listamanninn Pál Guðmundsson frá Húsafelli. Þá kom fram í fréttinni að Inn- skyggnir væri hugbúnaður sem mælir árangur gæðastarfs en það er ekki rétt. Samkvæmt upplýsing- \ um frá Gæðastjórnunarfélaginu er Innskyggnir verkfæri eða aðferða- _ fræði, sem notuð er við sjálfsmat, m.a. í gæðamálum. NÁM SAMHUÐA STARFI Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar í Tæknigarði, Dunhaga 5. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 525 4923, -24 og -25. Markaðs- og útflutningsfræði Tveggja anna nám — Stúdentspróf og starfsreynsla áskilin. Hefst í febrúar 1998. Umsóknarfrestur er til 25. nóv. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Stjómun og stefnumótun. Markaðsfræði. Sölu- og samningatækni. Upplýsingaöflun, markaðsrannsóknir og hagnýt tölfræði. Fjármál milliríkjaviðskipta. Gerð viðskiptasamninga. Flutningafræði. Utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur. Kennslutími: 260 klst. sem samsvara 13 eininga námi á háskólastigi. Verð: 150.000 kr. Rekstrar- og viðskiptanám Þriggja anna nám — Fólk með háskóiamenntun hefur forgang. Hefst í febrúar 1998. Umsóknarfrestur er til 25. nóv. Hagnýtt og heildstætt nám i helstu viðskiptagreinum fyrir fólk með reynslu í rekstri og stjómun. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði, reikningshald og skattskil, fjármálastjórnun, stjómun og skipulag, starfsmannastjórnun, upplýsingatækni í rekstri og stjómun, framleiðslustjómun, markaðs- og sölufræði, réttarreglur og viðskiptaréttur, þjóðhagfræði og haglýsing og stefnumótun. Kennslutími: 360 klst. eða 120 klst. á hverju misseri, sem samsvavar 18 eininga námi á háskólastigi. Verð: 225.000 kr. Stjórnun og rekstur í heilbrigðisþjónustu Þriggja anna nám — Háskólapróf áskilið. Hefst í febrúar 1998. Skipulagt í samstarfi við Norræna heilbrigðisskólann f Gautaborg. Námsgreinar: Starfsumhverfi íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Stjómun, áætlanir, skipulag. Starfsmannastjómun. Gæðastjómun. Upplýsingatækni — tölvunýting. Fjármálastjóm og reikningshald. Heilsuhagfræði. Siðferðileg álitamál í heilbrigðisþjónustu. Þróun og breytingar í heilbrigðisþjónustu. Stefnumótun og mat á heilbrigðisþjónustu. Stefnumótun stofnana og áætlanagerð. Kcnnslutími: 300 klst. sem samsvara 15 eininga námi á háskólastigi. Verð: 190.000 kr. Nám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun Þriggja anna nám — Stúdentspróf áskilið. Hefst í febrúar 1998. Umsóknarfrestur er til 20. des. Námsgreinar: Skipulag opinberrar stjómsýslu og löggjöf um hana. Almenn stjórnunarfræði og opinber stjórnsýsla. Starfsmannastjórn í opinberri stjómsýslu. Hagnýt og fræðileg hagfræði. Fjármálastjóm í opinberum rekstri. Upplýsingatækni. Stjómsýsluendurskoðun og stjómun breytinga í opinberum rekstri. Gæðastjórnun. Verkefnastjómun. Árangursstjórnunarsamningar og framkvæmd þeirra. Kennslutími: Alls 300 klst. ítarleg námskrá mun liggja fyrir í lok nóvember. I í. L í. I í •J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.