Morgunblaðið - 19.11.1997, Page 1
72 SÍÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
264. TBL. 85. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Fjöldamorðin í Lúxor fordæmd af íransstjórn og Hamas-samtökunum jafnt sem Vatíkaninu
Ferðamenn
yfírgefa
Egyptaland
London. Reuters.
FERÐASKRIFSTOFUR hófu í
gær brottflutning mörg hundruð
ferðamanna frá Egyptalandi eftir
að herskáir heittrúarmenn myrtu
rúmlega 60 evrópska og japanska
ferðamenn við Lúxorhofið, einn
helsta ferðamannastað landsins, á
mánudag.
Hassan el-Alfy innanríkis-
ráðherra Egyptalands sagði af sér í
kjölfar tilræðisins enda hafði Hosni
Mubarak, forseti landsins, harðlega
gagnrýnt öryggisgæslu á svæðinu.
Um tvær milljónir ferðamanna
koma árlega til Lúxor til þess að
skoða hofið og hvelfingar í nágrenni
þess. Margir, sem vinna við
ferðaþjónustu í Egyptalandi, lýstu í
gær yfir þeirri von að þessi atburð-
ur yrði ekki til þess að fólk hætti við
að koma til landsins.
Mörg þúsund ferðamenn í
Evrópu og Japan hættu hins vegar
við að fara til Egyptalands í gær og
nýttu sér tilboð Rrðaskrifstofa um
að breyta áætlunum eða fá endur-
greiðslu. Sjö flugvélum var flogið
tómum frá Bretlandi til Lúxor í gær
til þess að flytja heim breska
ferðamenn sem hættu við frekari
dvöl, og búist var við að fjórar vélar
yrðu sendar til viðbótar, sömu er-
irida.
„Fólk vill fara í frí, en ekki á
vígstöðvar," sagði Johannes Zur-
neiden, framkvæmdastjóri þýsku
ferðaskrifstofunnar Phoenix, en fyr-
ir hádegi í gær afpöntuðu 182
viðskiptavinir hennar ferðir.
Hópur Islams, sem lýst hefur sig
ábyrgan fyrir tilræðinu á mánudag,
lýsti því yfir að hann myndi halda
áfram hermdarverkastarfsemi sinni
og baráttu fyrir stofnun íslamsks
ríkis og hvatti ferðafólk til þess að
halda sig fjarri. Rúmlega helmingur
fórnarlambanna á mánudag var frá
Sviss; átta eða tíu voru Japanir,
meirihlutinn ung hjón í brúðkaups-
ferð; sex voru Bretar og talið var að
fjórir hefðu verið Þjóðverjar og
einn Frakki.
Fordæming á fjöldamorðunum á
mánudag hefur borist úr öllum
heimshornum. Stjómvöld í íran
sögðu að atburðirnir myndu draga
úr stuðningi við málstað múslíma og
araba. Egyptar hafa ásakað írani
um að styðja herskáa múslíma er
berjast gegn egypskum stjómvöld-
um, en íranir neita því og segja
uppreisnarmenn hafa sótt innblást-
ur til byltingarinnar er múslímar
gerðu í Iran árið 1979.
I samúðaryfirlýsingu frá Vatíkan-
inu í gær segir að Jóhannes Páll
páfí biðji Guð að veita öllum sem
trúa „vilja og hugrekki til þess að
feta skilyrðislaust stigu friðar og
samræðu og hafna öllu ofbeldi, sem
leiði ekki til neins nema af-
skræmingar á hinu mennska".
Yasser Arafat, forseti heima-
stjómar Palestínumanna, fordæmdi
tilræðið, og Hamas-samtök her-
skárra múslíma tóku í sama streng.
„Við höfnum tilræðum við útlendinga
sem hafa beðið um leyfi og öryggi til
þess að koma til landa okkar,“ sagði
Sheikh Ahmed Yassin, stofnandi
Hamas, í samtali við Reuters.
■ Snúið við/6
■ Heittrúarmenn/18
Netanyahu
gagnrýnir
uppreisnar-
menn
Jenísalem. Reuters.
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, sem stendur
frammi fyrir uppreisn innan Likud-
bandalagsins,
gagnrýndi and-
stæðinga sína í
gær.
Skýrt var frá því
á mánudag að
„mjög atkvæða-
miklir“ stjómmála-
menn í Likud-
bandalaginu hefðu
fengið sig fullsadda á forystu Net>
anyahus og ynnu nú að því að hrekja
hann frá völdum.
„Enginn hefur sagt að það sé
auðvelt að vera forsætisráðherra
Israels,“ sagði Netanyahu og virtist
áhyggjufullur þegar hann ræddi við
ísraelska blaðamenn, sem hafa fylgst
með ferð hans til Bandaríkjanna og
Bretlands.
„Það er ekkert leyndarmál að
ákveðnir menn í stjórnarflokkun-
um ... eru ekkert sérlega hrifnir af
mér, þeir hafa sínar skoðanir, sinn
metnað og þetta er ekkert nýtt,“
bætti Netanyahu við. Hann kvaðst þó
telja að „algjör meirihluti“ þing-
manna og ráðherra stjórnarinnar
myndi bregðast við „með ábyrgum
hætti en ekki óábyrgum eins og
ákveðnir menn gerðust sekir um þeg-
ar forsætisráðherrann var erlendis".
Netanyahu fór frá Bandaríkjunum
á mánudag, fyrr en ráðgert hafði
verið, og hélt til viðræðna við Hussein
Jórdaníukonung í London.
■ Ilörð gagnrýni/18
Saddam reiðubúinn til að taka tillit til allra deiluaðila
Irakar vilja fínna póli-
tíska lausn deilunnar
Reuters
TEREQ Aziz, aðstoðarforsætisráðherra íraks, hitti
Boris Jeltsín Rússlandsforseta í Moskvu.
Moskvu, London, Genf. Reuters.
JEVGENÍ Prímakov, ut-
anríkisráðherra Rúss-
lands, sagði í gær að
Saddam Hussein, forseti
Iraks, hefði sent Borís
Jeltsín Rússlandsforseta
bréf þar sem hann lýsti sig
reiðubúinn til að vinna að
pólitískri lausn á deilu
Iraka og Sameinuðu
þjóðanna og taka mið af
hagsmunum allra
deiluaðila. Þá sagði hann
Jeltsín hafa sent Saddam
bréf sem innihéldi áætlun
um það hvernig hægt væri
að leysa deiluna án vald-
beitingar.
Prímakov gaf út yf-
irlýsingu þessa efnis eftir
að Tereq Aziz, aðstoðar-
forsætisráðherra Iraks,
fór óvænt til Moskvu í gær
og átti þar viðræður við rússneska
ráðamenn. Áður hafði Bandaríkja-
stjórn beint því til stjórnvalda í
Rússlandi og Frakklandi að þau
notfærðu sér gamalgróin stjórn-
málatengsl við Irak til að vinna að
lausn deilunnar.
Mikil spenna hefur verið í sam-
skiptum Iraks og SÞ frá því yfir-
maður vopnaeftirlits stofnunarinn-
ar sendi alla menn sína frá Irak í
kjölfar þess að írakar sökuðu
bandaríska eftirlitsmenn um
njósnir og ráku þá úr landi.
Prímakov kvaðst vera í reglulegu
sambandi við utanríkisráðhen-a
Bretlands, Frakklands og Banda-
ríkjanna og sagði líklegt að hann
myndi hitta þá á næstunni en rætt
hefur verið um að utanríkisráðherr-
ar þessara fjögurra af fimm aðildar-
ríkjum öryggisráðs SÞ komi saman
til fundar í Genf á fimmtudag.
Bandaríkjainenn auka
herstyrk sinn
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
gaf fyrirmæli um það í gær að 45
bandarískar herflugvélar yrðu
fluttar til Mið-Austurlanda. „Við
erum að reyna að leysa
málið á friðsamlegan hátt
en það breytir því ekki að
stjórnarerindrekar okkar
þurfa að hafa herstyrk á
bak við sig,“ sagði forset-
inn.
Sandy Berger, ráðgjafi
hans í þjóðaröryggismál-
um, sagði ákvörðunina
ekki standa í neinu sam-
bandi við eftirlitsflug
bandarísks flugmanns yfir
Irak fyrr um daginn en
Ken Bacon, talsmaður
varnarmálaráðuneytisins,
sagði ráðstafanirnar
gerðar vegna þess hversu
sterkar loftvarnir Iraka
væru.
Umræddar flugvélar
munu koma til viðbótar við
þær 120 orustuþotur sem
Bandaríkjamenn hafa þegar á
svæðinu. Að auki eru tvö bandarísk
flugmóðurskip á leið þangað, hvort
um sig með 70 herflugvélar um
borð.
Colin Powell, sem var helsti yfir-
maður Bandaríkjahers í Persaflóa-
stríðinu, sagði á fundi með
fréttamönnum í gær að aðgerðir
Iraka hefðu greinilega miðað að því
að sundra einingu öryggisráðs SÞ.
Aðildarþjóðir ráðsins hefðu hins
vegar lagt mikla vinnu í það að und-
anfórnu að samræma aðgerðir sín-
ar og sú vinna væri nú að skila sér.
Tilgangs-
laust að
þrýsta á
Jeltsín
Moskvu. Reuters.
STJÓRNVÖLD í Kreml gerðu
rússneska þinginu það ljóst í gær að
tilgangslaust væri að reyna að
þvinga Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seta til að víkja Anatólí Tsjúbajs,
aðstoðarforsætisráðherra og helsta
ráðgjafa hans í efnahagsmálum, frá.
Kommúnistum er í nöp við Tsjú-
bajs, einn af höfundum umbóta-
stefnunnar, og hafa reynt með öll-
urn ráðum að koma honum frá.
Á mánudag sögðust kommúnistar
ekki einu sinni myndu ræða fjár-
lagafrumvarp stjórnarinnar fyrir
næsta ár meðan Tsjúbajs væri
fyrsti aðstoðarforsætisráðherra og
fjármálaráðherra. í gær drógu þeir
aðeins í land og féllust á að taka
frumvarpið fyrir á föstudag.
Tsjúbajs komst naumlega hjá
afsögn í síðustu viku er upp komst
að hann og nokkrir bandamenn
hans í stjórnmálum hefðu þegið há-
ar fyrirframgreiðslur fyrir bók sem
ekki er enn komin út. Bauðst Tsjú-
bajs til að segja af sér en Jeltsín
féllst ekki á afsagnarbeiðni hans.
Búist er við því að Dúman, neðri
deild þingsins, muni í dag ræða
ályktun þar sem Jeltsín er hvattur
til að fallast á afsagnai’beiðni
Tsjúbajs.
Á fimmtudag verða tekin til
umræðu drög að skattareglum, sem
eru grunnurinn að fjárlagafrum-
varpi stjórnarinnar en sjálft frum-
varpið verður tekið fyrir á föstudag.