Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 21 LISTIR Kolaport mynd- listarinnar MYNPLIST Hafnarhúsið MYNDLIST ‘97 Opin frá kl. 10-24 til 23. nóvember. Aðgangseyrir 100 kr. SÚ óvenjulega staða er komin upp að hægt er að sjá hátt í 500 listaverk eftir um það bii 140 listamenn á þremur samsýningum á sama tíma. Þarna hlýtur að vera samankominn stór hluti af starfandi listamönnum í dag, þannig að það gefst einstakt tækifæri til að gleypa væna sneið af íslensku myndlistai’lífi í sig í einum, eða réttara sagt þremur, bitum. Sýn- ingai-nar sem hér um ræðir eru sam- sýning Félags íslenskra myndlistar- manna í Ásmundarsal, með 167 verk, haustsýning Listaskálans i Hvera- gerði með 58 verk, en sýningin sem slær allt út er „Myndlist ‘97“ í Hafn- arhúsinu, sem tímaritið Fjölnir stendur að. Þar eru svo mörg lista- verk til sýnis að varla verður tölu á komið, og engin listaverkaski-á fyrir- liggjandi, en þau munu vera einhvers staðar á bilinu 250 til 300. Nú er tækifæri fyrir þá sem hafa ekki ráð- rúm eða áhuga á að þeytast milli sýningarsala, en vilja fylgjast með, að afgreiða íslenskt listalíf á einu bretti. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fjölnis, hefur fengið Hannes Sigurðs- son listfræðing (einnig titlaður stjóm- arformaður menningarverktakafyiir- tækisins art.is), til að smala saman aragrúa listamanna á sýningu, sem á greinilega að vera nokkurs konar kynning á nýútkomnu hefti tímarits- ins Fjölnis og vettvangur fyrir fundi, þai’ sem tekin verða fyrir brýn mál- efni í menningarlífinu. Og það er ekki að spyrja að því, listamenn hafa svar- að kallinu og mætt á staðinn með myndir sínai'. Eitthvað stórt og nógu mikið Hér hefur dagskipunin verið sú sama og á tímaritinu: eitthvað stórt og nógu mikið af því. Salarkynnin í Hafnarhúsinu þar sem sýningin fer fram voru áður gallerí og sýningar- salur, en eru nú einungis í láni í tak- markaðan tíma. Salirnir tveir eru nokkuð rúmgóðir og hátt til lofts, það er að segja fyrir svona meðal- sýningu, en 75 listamenn kæmust varla fyrir þótt þeir stæðu öxl í öxl upp við veggina. En sýningarstjór- arnh' hafa ekki látið plássleysi aftra sér og notfært lofthæðina með því að stafla myndum frá gólfi, bókstaflega, og upp í loft, í u.þ.b. fimm metra hæð. Vegna tímaskorts hefur ekki gefist ráðrúm til annars en að pússla myndunum á veggina þannig að allar kæmust fyrh'. Öllu ægir saman og verk einstakra listamanna eru dreifð um salina, ýmist niðri við gólf eða upp undir loft. Útkoman er skelfileg, ef miðað er við eðlilegt sýningarhald, eins og við eigum að venjast. En samt sem áður er sýning sem slík hin besta skemmtun, ef ekki beinlínis fyndin. Það er gengið svo langt að það verð- ur nánast kómískt. Enda ríkti kar- neval-stemmning á opnunardaginn og sýningarstjórarnir og listamenn- irnir virtust skemmta sér hið besta. Mest kemur þó á óvart að innan um eru listamenn sem maður veit að eru vandfýsnir þegar kemur að sýning- araðstöðu og uppsetningu verka, en líklega hafa þeir engu ráðið. Manni varð ekki um sel t.d. að sjá málverki eftir Georg Guðna smellt niður við steingólfið eins og sóplista. Ef lista- mennimir vissu ekki hvernig farið yrði með verk þeirra þá er það slæmt, en ef það var með þeirra samþykki þá vekur það spurningar og heilabrot. Er þeim svo umhugað um að vera ekki skildir útundan að þeir eru tilbúnir að láta hvað sem er yfir verk sín ganga? En það er ekki eins og uppheng- ingin hafi verið gerð fyrir einhver „SÆTAR konur“ matreiddar af Gjörningaklúbbnum. mistök eða vangá. Sýningunni sem slíkri er ætlað að tala til okkar og senda okkur skilaboð. Umgjörðin öll er vísvitandi and-stofnanaleg, líklega til að gefa þá mynd af Fjölni og að- standendum þess að þeir séu hið sanna mótvægi við rótgrónar stofn- anir, hin gagnrýna andstaða innan menningarlífsins, lifandi afl. Ekkert gallerísnobb og fólsk upphafning á listinni. I staðinn fyrir auða (og dauða) hvíta veggi galleríanna, þá eru hér troðfullir (og iðandi) svai'tir veggir. Sýningin á að senda þau skilaboð að allh- listamenn standa með timaritinu Fjölni og það endur- spegli viðhorf þeirra. Að sjálfsögðu er sýningargestum boðið að kaupa ritið á leiðinni út. Eitt vekur sérstaka eftirtekt og hlýtur að teljast nýlunda á íslenskum myndlistarvettvangi, en það eru hin- ir nútímalegu viðskiptahættir sem Fjölnismenn hafa innleitt. Á litla hvíta miðanum sem merkir hvert verk er að finna upplýsingar um nafn höfundar, titil verks og verð verksins miðað við staðgreiðslu. Þar fyrir neðan á miðanum koma fram upplýsingar um hverjar væru mán- aðarlegar afborganir af verkinu, ef greitt væri með raðgreiðslum Visa. Hugmyndin er sú að listamenn muni komast í betra samband við banka- reikninga landsmanna ef fólki verði gefinn kostur á hentugu greiðslufyr- irkomulagi. Kannski er þetta aðeins byrjunin á nútímalegum viðskipta- háttum í listalífinu, næst fáum við að sjá „sprengitilboð" og „keyptu tvö og fáðu eitt ókeypis". Hvort hér sé komin lausnin á vanda listamanna, skal ég ekki segja, en ég efast um að þetta sé lausnin á vanda galleríanna, sem Hannes Sigurðsson gerði að umtalsefni í blaðaviðtali í síðustu viku. En viðskipti eru viðskipti, og sala er sala, þannig að þessi umræða á frekar heima á viðskiptasíðunum en í myndlistargagnrýni. Ótrulega breiður hópur listamanna Hvað er að segja um einstaka listamenn og einstök verk? Helst vildi ég ekki gera neinum þann óleik að dæma verk hans af þessari sýn- ingu, enda er sýningin sett þannig fram að einstök verk mega sín lítils, heildin og magnið eru aðalatriðin. Ef litið er yfir skarann þá verður að segja Hannesi Sigurðssyni til hróss að honum hafi tekist af stefna saman ótrúlega breiðum hópi lista- manna. Hér eru samankomnir nýút- skrifaðir, ungir listamenn (eins og lesendur taka eftir er ég að reyna, á frekar klaufalegan hátt, að forðast að nota orðskrípið ,,listspíra“), sem enginn þekkir, og öðlingar (frekar en öldungar) íslenski-ar myndlistar, þeir Kristján Davíðsson og Haf- steinn Austmann. Þarna inn á milli er að finna, liggur mér við að segja, rjómann af íslenskum myndlistar- mönnúm. Þeir yngstu og óþekktustu Sá hópur sem vakti mesta athygli mína og forvitni voru þeir yngstu og óþekktustu. Þeir falla líka einna best inn í stemmninguna. Gjörninga- klúbburinn (The Icelandic Love Corp.) sýnir ljósmyndir af kven- mannslíkama, fagurlega og girnilega tilreiddum sem brauðtertu, rjóma- tertu og súkkilaðitertu. Egill Sæ- björnsson sýnir skemmtilega ljós- myndaséríu af „tindáta“ dansandi á borði innan um borðbúnað. Gabríella Friðriksdóttir er með verk sem21 heitir „Alví.s“ og er eins og lítil altar- istafla í laginu eins og skráargat. Svo má benda á hreinlætis- og þrifnaðar- myndir Hlínar Gylfadóttur og æp- andi bleikar og stelpulegar myndir Halldóru Emilsdóttur. Það má einnig benda á ljósmyndaverk eftir Ósk Vilhjálmsdóttur og þrjár stórar ljósmyndir eftir Spessa, sem allar heita „Maður“, taka sig vel út í þessu samhengi. Það myndi æra óstöðugan að halda upptalningunni áfram og til lítils að fara út í greiningu á einstök- um verkum, enda má segja að stjarna sýningarinnar sé sýningin sjálf, hún stelur senunni. Þótt sýningin sé lítið skárri en hræðileg, er óhætt að hvetja fólk til að sjá „Myndlist ‘97“, því það getur áreiðanlega haft gaman af og annað eins á ekki eftir að sjást um ófyrir- sjáanlega framtíð. Gunnar J. Árnason Með góðu fólki BOKMEJVJVTIR Endurininningar GÓÐRA VINA FUNDUR Minningar Kristins Hallssonar söngv- ara eftir Pál Kristin Pálsson. 311 bls. Útg. Forlagið. Prentun: Grafík hf. Reykjavík, 1997. ÞEGAR ég hugsa aft- ur til æskuáranna finnst mér sem alltaf hafi verið sólskin og blíða á sumrin _ og mátulegur snjór á vet- uma, segir Kristinn Hallsson. Hann ólst upp í Reykjavík. Kreppa lá þá í landi. En fjöl- skyldan var vel stæð; átti t.d. eiginn bíl sem hvergi var títt í þá daga. Vinir og ætting- ar vora líka vel meg- andi. Söngur og glað- værð setti svip á heim- ilislífið. Skuggar kreppunnar sýnast lítt hafa komið fyrir augu drengsins. Daglega líf- ið leið átaka- og mis- fellulaust. Þegar blíðri bernsku sleppti tók við nám í Verslunarskól- anum, síðan söngnám erlendis. Eftir að Kristinn sneri heim að námi loknu hófst tón- listarferill sem lengi varaði. Merkastur er sá hluti ritsins þar sem hann segir fi-á þeim kapítula ævi sinnar. Athyglisverðar era einkum frásagnir Kristins af kynn um hans við aðra listamenn sem eðli málsins samkvæmt hlutu að verða bæði langæ og náin. Fátt var um störf erlendis. En ný tækifæri buðust hér heima. Manni skilst að þónokkur vakn- ing hafi orðið í tónlistarlífínu um það leyti sem Kristinn hafði lokið námi. Ungum einsöngvuram fór fjölgandi. Með þeim tókst sam- staða og samkennd sem létti þeim lífið og sætti þá við misjafnar að- stæður. Þótt Kristinn skrásetji ekki þessa sögu sína sjálfur segir hann frá í fyrstu persónu. Frásögnin er misfellulaus og notaleg en ekki sérlega tilþrifamikil. Sums staðar er frásögnin krydduð með saklaus- um gamansögum af persónum og atburðum. Þess háttar léttleiki nýtur sín vel á góðri stund í glaðra vina hópi þar sem áheyrendur eru kunnugir bæði mönnum og mála- vöxtum. En í þöglum texta þar sem enginn er til að hlæja og eng- inn til að taka undir er eins og gamanið missi lit og líf. Inn á milli kaflanna er svo skotið stuttum þáttum þar sem aðrir listamenn og fleiri segja frá kynn- Páll Kristinn Pálsson Kristinn Ilallsson um sínum af Ki-istni jafnframt því sem þeir láta í ljós álit sitt á frammistöðu hans. Vera má að slíkt þyki við hæfi þar sem þekktur maður á í hlut. Undirritaður verð- ur þó að vera á annarri skoðun; tel- ur að skrif af því taginu _ lofsam- leg að sjálfsögðu _ eigi heima í minningarriti en tæpast í ævisögu. Áhugamenn um tón- listarmál munu vafa- laust fagna þessum endurminningum. Þama koma fyrir nöfn flestra sem nærri tón- listarmálum hafa kom- ið síðustu áratugina. Sjálfur hefur sögumað- ur um langa hríð sett svip sinn á lista- og skemmtanalífið í höf- uðstaðnum. I dómum sínum um menn og málefni er Kristinn bæði orðvar og umtalsgóður. Að mati undirritaðs hefði hann sums staðar mátt segja meira; taka dýpra í árinni. Allt er þarna slétt og fellt; vinir gleðjast, vor kemur á eftir vetri hverjum, dæmin ganga upp; eng- in átök og spenna til að halda vöku fyrir les- andanum. Sem sagt: Geðfelld bók en ekki mikil á dýptina. At- hugasemdin um sól- skinið og góða veðrið í upphafi segir þannig útþrykkilega fyiir um það sem á eftir kemur. Erlendur Jónsson Aðalfundur L.Í.V. Reykjavík verður haldinn í Lundey Hótel Esju miðvikudaginn 19. nóvember 1997 kl. 20.00. Allir áhugasamir vélsleðamenn og aðrir snjókarlar eru hvattir til að mæta. Veitingar í boði félagsins. íV. Reykjavík BANDARIKIN 401 hver mínúta á nætur- og kvöldtaxta POSTUR OG SIMI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.