Morgunblaðið - 19.11.1997, Side 25

Morgunblaðið - 19.11.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 25 Helena Rubinstein Allir vildu þeir eiga hann KVIKMYNPIR Bíóhöllin PABBADAGUR „Father’s Day“ ★ ★ Leikstjóri Ivan Reitman. Handrits- höfundar Lowell Ganz og Babaloo Mandell, byggt á handritinu Los Compéres e. Francis Veber. Kvik- myndatökustjóri Stephen H. Burum. Aðalleikendur Robin Williams, Billy Cristal, Julia Louis-Dreyfuss, Nast- assja Kinski, Charlie Hoffheimer, 98 mín. Bandarisk. Warner Bros.1997. ÞEGAR táningurinn Scott (Charlie Hoffheimer) fer á flakk með rokkóðri stelpugálu eru góð ráð dýr hjá Collette, móður hans (Nastassja Kinski). Feðgunum semur bölvanlega svo hún treystir ekki manni sínum til að hafa uppá strák. Hringir þess vegna í tvo gamla kærasta frá skólaárunum í Berkley á áttunda áratugnum, þá Dale (Robin Williams) og Lawrence (Billy Crystal), og segir hvorum þeirra að hann sé faðirinn og send- ir þá til leitar. Þótt þær fréttir ber- ist seint bíta þeir á agnið. Góðum kröftum er sóað í remb- ing við að gera skemmtun úr slök- um efnivið. Reyndar eru þeir Will- iams og Crystal svo stórkostlegir gleðigjafar báðir tveir og koma svo mikið við sögu að myndin verður aldrei beinlínis leiðinleg, en ekki geislar af henni fjörið heldur. Hug- myndin er góð, að etja saman tveimur af bestu skemmtikröftum kvikmyndanna, en gleymist að mata þá á ærlegum línum. Williams farnast ekki of vel í undarlegu hlut- verki manns á barmi taugaáfalls sem er þó af og til fjallbrattur, Crystal gengur betur með sinn jarð- bundna og húmorslausa lögfræð- ing. Það hefði átt að leyfa þessum körlum að leika lausum hala. í stað þess reyna þeir Reitman (Ghost- busters, Twins) og handritshöfund- arnir Ganz og Mandell (City Slic- kers, Splash) að gera úr þeim ósköp lítið fyndnar eða spennandi, fallega þenkjandi persónur sem setja fjöl- skyldugildin á oddinn og allt verður voða, voða huggulegt. Þessir þre- menningar mega muna fífíl sinn fegri og þeir Williams og Crystal mega til með að gerast mun vand- látari á hlutverkin. Nastassja Kinski sem móðurmyndin og Charlie Hoff- heimer í hlutverki stráksa eru hvorki fugl né fískur. Það breytir heldur engu að tveimur kunnum andlitum bregður fyrir í örhlutverkum, Mel Gibson og Patti D’Arbanville (sem Cat Stevens söng til ástaróð hér í eina tíð). Sæbjörn Valdimarsson Sjöundi fyrirlestur „Laxnessársins“ í Norræna húsinu GALLAGRIPUR KVIKMYNPIR Bíóborgin MARVIN’S ROOM ★ ★ ★ Leikstjóri: Jerru Zaks. Kvikmynda- taka: Piotr Sobocinski. Handrit: Scott McPherson. Byggt á leikriti hans. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Diane Keaton, Leonardo DiCaprio, Gwen Verdon, Hal Scardino, Hume Fonyn, og Robert DeNiro. 98 mín. Banda- rísk. Tribeca Productions. 1996. „MARVIN’S Room“ býr yfir ein- um grundvallargalla, en það eru þau gamaldags skilaboð að kona verði fyrst heil manneskja þegar hún setur eigin metnað í annað sæti og lætur aðra ganga fyrir. Þessu er komið til skila með því að draga upp mynd af tveimur ólíkum systrum, ein er fórnfús hin er eigingjörn. Það bjargar töluverðu fyrir mynd- ina að sú sem á að vera eigingjörn, Lee (Meryl Streep), er ekki gerð að algjöru skrímsli, þökk sé að stórum hluta túlkun Streep, og að Bessie (Diane Keaton) er ekki algjör engill, þótt hún komist næstum í dýrlinga- tölu. Lee er stúlkan sem fór í burtu, sem vildi frekar kanna heiminn og setja gamlingja á elliheimili en að sitja heima og útdeila pillum með ástríkri hendi. Bessie sneri aftur til föðurhúsa þegar óskað var eftir að- stoð og gerði allt umvefjandi ást að lífsstíl. Hún tekur að sér gamlingja, sjúklinga, og vanstillt ungmenni. Ég vonaði í lengstu lög að Lee héldu sínu striki og léti ekki kúga sig en „Marvin’s Room“ fylgir lög- málum sápuópera og vasaklúta- mynda og allt er gert til að undar- strika að það er henni fyrir bestu að hætta að vera broddgöltur tilfinn- ingalega og vera ekki með þessa sjálfstæðisáráttu. Þeir tilburðir hafa ekki fært henni góða hluti, eins t.d og elskandi eiginmann, og eldri son- urinn, Hank (Leonardo DiCaprio), er á geðveikrahæli að öllum líkindum vegna þess hve illa Lee hefur staðið sig í móðurhlutverkinu - hvílík skila- boð! Ef ég er svona óánægð með hug- myndafræðina hvers vegna gef ég „Marvin’s Room“ þijár stjörnur? Þrátt fyrir ofangreinda galla verður það ekki tekið frá myndinni að hún virkar vel. Sagan er ágætlega sögð og leikarahópurinn er pottþéttur. Keaton og Streep vinna feikivel úr sínum rullum og DiCaprio tekst prýðilega með truflaða unglings- drenginn Hank sem þráir ást og skilning. Aukapersónur eins og Ro- bert DeNiro í hlutverki Wally læknis og Gwen Verdon sem sápuóperu- sjúka frænkan Ruth hressa einnig upp á myndina. Utkoman er því fínasta tilfinn- ingadrama þótt maður sé ósammála skilaboðunum og velti fyrir sér spurningum eins og á hveiju Bessie hefur lifað síðustu tuttugu árin? Heimavinnandi með tvö gamalmenni á framfæri, hvaðan kom lifíbrauðið? Anna Sveinbjarnardóttir ÁHRIFARÍK „ANDLITSLYFTING“ ÁN SKURÐAÐGERÐAR Úr bók í mynd A 95. AMÆLISARI Halldórs Lax- ness hefur verið efnt til umfjöllunar um skáldið og verk hans á vegum Vöku-Helga- fells og Laxnes- klúbbsins. Þar á meðal er röð fyr- irlestra í Nor- ræna húsinu og á fimmtudaginn, 20. nóvember, heldur Guðný Halldórsdóttir Guðný Hall- kvikmynda- dórsdóttir gerðarmaður fyrirlestur sem hún nefnir: Úr bók í mynd. Þar ijall- ar hún um það hvernig er að gera Guðný Halldórs- dóttir ræðir um gerð kvikmynda eftir verkum Hall- dórs Laxness kvikmynd eftir verkum Halldórs Laxness. Erindið hefst kl. 17.15 og er öllum opið og aðgangur ókeypis. Guðný Halldórsdóttir hefur leik- stýrt einni bíómynd eftir skáldsögu Nóbelsskáldsins, Kristnihaldi undir Jökli, sem frumsýnd var 1988. Hún vinnur nú að gerð kvikmyndar eftir annarri sögu hans, Úngfrúnni góðu og húsinu, en Guðný er sem kunn- ugt er dóttir Halldórs Laxness. í erindi sínu mun hún fjalla um gerð þessara kvikmynda og sýna m.a. dæmi úr Kristnihaldinu. Guðný Halldórsdóttir lauk prófi í almennri kvikmyndagerð frá London International Filmschool árið 1981 og liggja eftir hana fjöl- mörg verk á því sviði. Hún skrifaði m.a. handrit að kvikmyndunum Skilaboð til Söndru, Stella í orlofi, Karlakórinn Hekla og Silfur Egils. Þá leikstýrði hún eins og áður seg- ir kvikmyndinni Kristnihaldi undir Jökli. Hún hlaut Lúbecker fílmulins- una árið 1989. FACE SCULPTOR MEÐ PRO-PHOSPHOR Húðsnyrtivörur hafa aldrei komið í stað andlitslyftingar. En í dag nálgumst við það með Face Sculptor serumi og kremi. Pro-Phosphor örvar náftúrulegan fosfór líkamans, til að styrkja grunn húðarinnar. Samtímis strekkja mótandi efni á yfirborði húðarinnar. Arangur: Tafarlaus strekkjandi áhrif og dag frá degi verða útlínur andlitsins afmarkaðri og skarpari og dregur úr línum og hrukkum. Útsölustaðir: Andorra, Hafnarfirði; Arsól, Efstalandi; Brá, Laugavegi; Bylgjan Kópavogi; Clara, Kringlunni; Snyrtivöruv. Glæsibæ; Hygea, Austurstræti; Sara, Bankastræti; Libia, Mjódd; Sigurboginn Laugavegi; Mosfellsapótek; Amaró, Akureyri; Bjarg, Akranesi; Hilma, Húsavík; Krisma, ísafirði; Ninja, Vestmannaeyjum. / Við minnum HR klúbbfélaga á að afsláttarmiðarnir gilda tii 20. nóvember. Öelena ^LBINSTElN ^IPTOR m,p«0Piiasfi*T«

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.